Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Hundurinn minn gekk fram á rjúpu í neti. Þetta var um 50 sentimetra hátt og örugglega hátt í 20 metra langt þéttriðið nælonnet,“ sagði Anna Margrét Sigurðardóttir, lyfja- fræðingur í Neskaupstað. Hún var að viðra hundinn sinn í skógræktinni í Norðfirði undir lok nóvember sl. þegar hún gekk fram á rjúpuna í netinu sem var strekkt á milli trjáa og lá niður við jörð. Netið var ramm- lega uppsett og vandlega bundið við trén. Anna Margrét var búin að ganga þessa sömu leið nokkra daga í röð og sagði að ekkert net hefði ver- ið þarna daginn áður. „Ég var þarna fyrir hádegi. Netið hefur ekki verið uppi nema frá kvöldinu áður,“ sagði Anna Margrét. „Rjúpan var búin að berjast um og orðin skorin inn í bringuna og blóð- ug. Svo lenti hundurinn í því að fest- ast í netinu og ég tók það niður.“ Anna Margrét sagði að netið hefði verið það umfangsmikið að hún hefði ekki getað komið því niður úr skógræktinni og látið það liggja. Hún fór þarna aftur daginn eftir og sá þá spor eftir tvo menn og hund. Búið var að fjarlægja netið. En hvað varð um rjúpuna? „Ég reyndi að bjarga henni en henni var ekki viðbjargandi þannig að ég aflífaði hana. Hún var svo illa særð,“ sagði Anna Margrét.Hún lét lögregluna vita samdægurs af net- inu. Jónas Vilhelmsson, yfirlög- regluþjónn á Eskifirði, sagði að til- kynning um netið hefði borist lög- reglunni 29. nóvember síðastliðinn. Lögreglumaður fór á vettvanginn. „Því miður upplýstist málið ekki. Það er pottþétt að netið var sett þarna upp til þess að veiða rjúp- ur,“ sagði Jónas. Þetta á ekki að líðast Ólafur Karl Nielsen, vistfræð- ingur og rjúpnasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði að netið hefði ekki verið sett upp vegna fuglamerkinga. Hann taldi víst að það hefði verið notað til ólög- legra veiða. „Þetta er ólögleg veiðiaðferð og á ekki að líðast,“ sagði Ólafur. Fuglamerkingamenn nota stundum net til að fanga fugla en víkja ekki frá þeim á meðan þau eru notuð. Ólöglegar netaveiðar á rjúpu í Norðfirði Morgunblaðið/Ómar Rjúpa Einhver strekkti net á milli trjáa í Norðfirði til þess að veiða rjúp- ur. Aðferðin er ólögleg og á ekki að líðast, að sögn rjúpnasérfræðings.  Net var strekkt á milli trjáa í skógræktinni  Blóðug og illa skorin rjúpa var föst í netinu  Netið sett upp til að veiða rjúpur, að mati lögreglu  Ólögleg veiðiaðferð, segir rjúpnasérfræðingur Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Tíu manns, eða um helmingurinn af þeim starfsmönnum sem eru með skrifstofu í þeirri álmu Land- spítalans við Hringbraut sem myglusveppur hefur greinst, í hafa verið mikið veikir undanfarið. Um er að ræða ofnæmissjúkdóma í öndunarfærum og ofnæmisbólgur í nefholum, sumir hafa verið á ströngum lyfjakúrum og aðrir hafa auk þess farið í skurðaðgerðir á nefholi í von um að losna við veik- indin. Veikindi Bjarna Torfasonar yf- irlæknis hjarta- og brjósthols- skurðlækninga á Landspítalanum urðu til þess að myglusveppurinn greindist í álmunni. „Ég hafði versnað af einkennum í öndunar- færum og frá nefholum þannig að í fyrrasumar var gerð aðgerð á mér, ég lagaðist lítið við það. Langvinnir lyfjakúrar hjálpuðu lítið sem ekk- ert því alltaf þegar ég mætti í vinn- una varð ég veikur aftur. Ég var farinn að tengja þetta við vinnuna og nú finnst mér vera komin skýr- ing á þessu öllu saman,“ segir Bjarni. Skýringuna fékk hann þeg- ar hann lét taka sýni á þriðju hæð- inni, bæði úr vegg á vaktherbergi skurðlækna og úr gólfi á skrif- stofusvæðinu. Þessi sýni sýndu öll lifandi myglusveppi af ýmsum toga og mikinn raka í veggjunum. „Við vitum ekki hversu umfangs- mikill skaðinn er af þessum raka- skemmdum og vitum ekki hversu umfangsmikil áhrif þetta hefur haft á starfsmenn. Á þessari hæð sem er verst er u.þ.b. helmingur starfs- fólksins með þessa sjúkdóma og menn verða veikir þegar þeir koma á staðinn,“ segir Bjarni. Sumir fóru að finna fyrir einkennum fyrir þremur árum, aðrir fyrir tveimur en Bjarni segir að einkennin hafi farið vaxandi og menn séu ansi vissir um að rakinn og myglan sé ástæðan. Ekki hægt að lagfæra í hvelli Skrifstofuálman er á hæðinni fyrir ofan gjörgæsluna og þar fyrir neðan liggja krabbameinssjúkling- ar. Bjarni hefur áhyggjur af hæð- unum fyrir neðan, enda leiti vatn alltaf niður. Samkvæmt upplýsing- um frá Landspítalanum hefur 2. hæðin, þar sem gjörgæsludeildin er, nú verið skoðuð af sýkingavörn- um og byggingardeild LSH og engin merki um sveppamyndun hafi fundist þar. Bjarni segir að allir á spítalanum séu viljugir til að leysa vandamálið. Það sé þó ljóst að ekki sé hægt að laga húsnæðið í hvelli þannig að starfsemi geti verið þar eins og ekkert hafi í skorist. „Það tekur ef- laust langan tíma, marga mánuði eða ár, að lækna húsasóttina. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk starfi í heilsuspillandi hús- næði,“ segir Bjarni. Flytja á starfsmennina úr þeim herbergjum sem myglan greindist í og koma þeim fyrir annarsstaðar í húsinu. Skorið niður í viðhaldi Mjög hefur verið skorið niður á viðhaldssviði Landspítalans á und- anförnum árum að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs spítalans. „Fjár- magnið sem við höfum nú til við- halds húsa spítalans er um helm- ingurinn af því sem það var fyrir efnahagshrun,“ segir Ingólfur. „Byggingar spítalans eru orðnar gamlar og þurfa mikið viðhald. Við- haldsféð okkar þyrfti að tvöfaldast eða þrefaldast til að vel væri,“ bæt- ir hann við. Um 300 milljónir eru áætlaðar til viðhalds á byggingum Landspítalans á árinu. 60 milljónir fara í utanhússviðhald, um 240 milljónir fara í viðhald innanhúss en inni í því eru ýmiskonar breyt- ingar á húsnæði, málningarvinna, gólfdúkaskipti og uppsetning á nýj- um tækjum. Rekstrarsviðinu var tilkynnt um mygluna í skrifstofuálmunni um hátíðirnar að sögn Ingólfs. Teymi var strax sett saman til að skoða mygluna og koma með tillögur að aðgerðum og úrbótum. Ingólfur segir að engin vitneskja sé um myglu í öðru húsnæði spítalans. Húsið viðkvæmt fyrir raka Myglan greindist í elstu bygg- ingu Landspítalans sem hafist var handa við að byggja árið 1926. Ing- ólfur segir að aðrar byggingarað- ferðir hafi tíðkast þá. „Þetta er hálfgerð samblanda af timburhúsi og steyptu húsi og það er t.d. kork- ur í einangrun. Þannig að húsið er mjög viðkvæmt fyrir raka. Í sjálfu sér á það ekki að koma neinum á óvart að þetta húsnæði henti ekki og við höfum oft bent á að það hentar ekki fyrir okkar viðkvæm- ustu starfsemi.“ Ingólfur segir að vitað hafi verið af vandamáli með glugga á húsinu. Ákveðið hafi verið í haust að end- urnýja þá í sumar en viðhaldsféð dugi bara til að taka hálfa fram- hliðina, það allra nauðsynlegasta. Spurður út í almennt ástand bygginga Landspítalans, við Hringbraut og í Fossvogi, svarar Ingólfur að byggingarnar eigi það allar sameiginlegt að vera orðnar gamlar og þurfa mikið viðhald sem ekki sé til fjármagn í að sinna. „Síðasta sumar tókum við saman brýnustu viðhaldsþörfina hjá okkur og það er um milljarður króna. Í ár völdum við að setja gömlu aðal- bygginguna í forgang en við þurf- um að áfangaskipta henni vegna lítilla fjárveitinga og vinna hana á nokkrum árum.“ Skemmdir Eins og sjá má af þessum myndum eru rakaskemmdir á veggjum og í glugga í þeirri álmu Landspítalans þar sem myglusveppurinn greindist. Heilsuspillandi húsnæði  Myglusveppur í húsnæði Landspítalans talinn hafa valdið starfsmönnum veik- indum  Byggingar spítalans orðnar gamlar  Fjármagn til viðhalds er lítið Morgunblaðið/Golli Formaður félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga segir að forstjóri LSH og stjórn- völd verði að átta sig á því að nið- urskurður und- angenginna ára hafi gengið of langt. „Hagsmuni og öryggi sjúklinga er ekki hægt að tryggja með of fáum, langþreyttum hjúkrunarfræðingum, sem hafa tek- ið á sig óhóflega vinnu fyrir óásætt- anleg laun,“ segir Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í pistli á heima- síðu félagsins. Með ofangreindum orðum svarar hún Birni Zoëga, sem í viðtali í Fréttablaðinu í gær sagðist vonast til að hægt yrði að leysa úr þeirri vá sem fælist í rekstrar- og mönnunarvanda spítalans með hags- muni og öryggi sjúklinga að leiðar- ljósi. Meta þarf framlag hjúkrunar- fræðinga að verðleikum Elsa segir að ekki sé hægt að fást við yfirvofandi vá nema til komi verulegar kjarabætur til handa hjúkrunarfræðingum. Í pistli sínum segir Elsa að uppbygging og viðhald á húsnæði og nýr tækjakostur á Landspítalanum sé lítils virði án hjúkrunarfræðinga, meta verði framlag þeirra, menntun og færni að verðleikum. Sem kunnugt er hefur fjöldi hjúkrunarfræðinga á spítal- anum sagt upp störfum. Kallar eftir verulegum kjarabótum  Yfirvofandi vá ekki leyst á annan hátt Elsa B. Friðfinnsdóttir Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við nauðgun í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Í fjölmiðlum hefur komið fram að um hópnauðg- un hafi verið að ræða en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var aðeins um einn geranda að ræða. Þó er ekki útilokað að annar aðili hafi staðið hjá, sá aðili hafi ekki tekið þátt í árásinni en hinsvegar ekkert aðhafst til að hjálpa þolanda. Verið er að safna upplýsingum úr eftirlits- myndavélum en að öðru leyti er mál- ið óljóst að sögn lögreglu. Einn gerandi og rannsókn stendur yfir „Þetta er grafalvarlegt mál og sýnir að þótt það séu uppi áform um að byggja nýjan spítala verð- um við líka að vera í við- unandi hús- næði, sem ekki er heilsuspill- andi, fram að því að við hefjum starfsemi á nýjum spítala,“ seg- ir Bjarni Torfason. Þarf viðun- andi húsnæði YFIRLÆKNIR LSH Bjarni Torfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.