Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 10

Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hafði sjálf verið einnaf smölunum árið áður ífyrstu leit Tungnamannaog vissi því út á hvað slík fjallferð gengur. Fyrir vikið vissi ég líka hvað ég vildi fanga á filmu og hvað ekki,“ segir kvikmyndagerð- arkonan Ólöf Hermannsdóttir sem langaði til að festa á filmu minn- ingabrot úr fjallferð og skellti sér því aftur á fjall í haust, en án hnakks og hests. Aftur á móti var upptökuvél með í för og Ólöf tók líka með sér aðstoðarkonuna Guð- borgu Kolbeins sem á ættir að rekja til Biskupstungna og er mikil hesta- kona, rétt eins og Ólöf. „Ég greip þetta gullna tækifæri feginshendi, enda hafði mig alltaf dreymt um að komast í fjallferð,“ segir Guðborg og bætir við að féð sem kemur af fjalli sé rekið í Tungnaréttir, en ágóðinn af sölu myndarinnar rennur einmitt til styrktar réttunum sem nú er verið að endurbyggja. Ógleymanlegt ævintýr „Upphaflega ætlaði ég reyndar einungis að filma í réttunum og gera litla kvikmynd um þennan frá- bæra dag sem réttardagurinn í Tungunum er, en það endaði sem- sagt á heilli fjallferð. Þó er í mynd- inni heilmikið efni úr réttunum sjálfum, söngurinn og allt atið,“ seg- Á fjalli í fárviðri með syngjandi smölum Þær slógust í för með smölum Biskupstungnamanna í fyrstu leit síðastliðið haust til að festa á filmu lífið í smalamennsku. Fárviðri skall á og leitarmenn þurftu að halda kyrru fyrir í skálum í heilan sólarhring og réttum var frestað um dag. Afrakstur ferðar er kvikmynd sem er ómetanleg heimild um óvenjulega fjallferð. Morgunblaðið/Ómar Á nýju ári Ólöf og Guðborg eru búnar að taka hross á hús fyrir veturinn. Til byggða Safnið rennur yfir Tungufljótsbrú daginn fyrir réttir. Af ýmsum ástæðum þarf fólk stund- um að leita í hljóðbanka eftir hinum ýmsu hljóðum. Þá er tilvalið að fara inn á síðu sem heitir findsounds.com, sem á íslensku gæti útlagst: finna hljóð. Þarna er hægt að finna nánast hvaða hljóð sem er, hvort sem það er hundur að gelta, barn að hrópa, kona að syngja eða hvað annað hljóð sem fólk leitar að. Eina sem þarf að gera er að slá inn leitarorð (reyndar á ensku), t.d. dog barking, kid shouting eða woman singing. Hægt er að hlaða þessum hljóðum niður ef fólk vill nota þau í einhverjum tilgangi, en sumum finnst einfaldlega gaman að sækja sér hljóð til að hlusta á. Vefsíðan www.findsounds.com Morgunblaðið/RAX Gjamm Eitt af þeim hljóðum sem hægt er að sækja á síðuna er hundsgelt. Hundgá, hróp í barni og fleira Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Eftir að hafa kýlt vömbina í marga daga yfir hátíðarnar er ekki laust við að löngun taki að sækja á í eitthvað létt og ferskt. Svalandi þeytingur með ávöxtum og nóg af klaka er t.d. tilvalin leið til að byrja daginn. Í einn góðan slíkan má t.d. setja hreinan safa til móts við vatn. Eða búa til í safavél safa úr selleríi, gúrku, gulrót- um og engifer. Skella blöndunni síðan í blandarann með spínati og frosnum ananas. Ef þú vilt búa til spariútgáfu má setja ferskan ananas eða mangó. Fínt líka til að taka með sér í vinnuna eða á flakk í bílnum. Endilega … … munið eftir hollustunni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þeytingur Ananas er góður í drykk. Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið frumsýna næsta laugardag 12. janúar nýtt íslenskt verk sem heitir Hjarta- spaðar. Í þessu verki eru farnar nýjar slóðir í leiklist á Íslandi en þetta er fyrsta verkið sem leikið er með heil- grímum án orða í sýningu í fullri lengd. Verkið fjallar um drephlægileg uppátæki eldri borgaranna á dvalar- heimilinu Grafarbakka sem sanna svo rækilega að lífið er ekki búið eftir átt- rætt. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir sem hefur sett mark sitt á íslenskt leikhúslíf með uppsetningum sínum á Grímusýning- unum Klaufum og kóngsdætrum og Bólu-Hjálmari, Dýrunum í Hálsaskógi, óperunni Töfraflautunni og Ævintýri Múnkhásens. Hópurinn hefur skapað ákaflega sjónræna sýningu þar sem grímuleikur og hreyfingar miðla sög- unni en ekki töluð orð. Þetta er draumkenndur óður til elliáranna, fullur af töfrum og ólíkindahætti sem allir geta notið, óháð tungumáli, heyrnartækjum og göngugrindum. Ellilífeyrisþegar fá sérstakan afslátt af miðaverði. Hjartaspaðar í Gaflaraleikhúsinu Leikararnir Allir verða með grímur. Með heilgrímur og án orða Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV 0113 RV birginn þinn - í skrifstofuvörum Vönduðbréfabindi ímiklu úrvaliVerð frá 288 kr./stk. Ljósritunar-prentpappír500 bl/búntVerð frá 499 kr. 12 stk.Trélitir 297 kr. Reiknivélar10 stafa 1.598 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.