Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 11
ir Ólöf. Guðborg segist hafa orðið
ofurspennt þegar Ólöf bauð henni
að koma með sér sem aðstoð-
armanneskja. „Þetta var mitt tæki-
færi til að upplifa fjallferð, sem mig
hafði alltaf dreymt um. Ég gat ekki
látið þetta framhjá mér fara og
skellti mér með. Þetta var ógleym-
anlegt ævintýr að vera í heila viku
með þessum góða hópi smala og
ráðskvenna.“
Bank um nótt á Hveravöllum
Þær segja fjallferðina hafa ver-
ið mjög óvenjulega, því slíkt óveður
skall á að fjallmenn þurftu að halda
kyrru fyrir í gistiskálum í heilan
sólarhring og varð það til þess að
réttunum var frestað um einn dag.
„Við Ólöf fórum frá Hveravöllum á
jeppanum klukkan átta um kvöldið
skömmu áður en veðrið skall á. Við
réttum sluppum því veðrið var orðið
kolvitlaust þegar við komum í Gísla-
skála. Enda voru björgunarsveitar-
bílarnir sex tíma að komast þessa
sömu leið inn úr seinna um kvöldið.
Um nóttina lék húsið í Gíslaskála á
reiðiskjálfi, við sváfum á efri hæð-
inni og það hristist eins og það væri
jarðskjálfti. Enginn fór út úr húsi
ótilneyddur. Fjallmennirnir sem
voru á Hveravöllum þessa nótt
vöknuðu oft upp við bank, því þá
voru veslings kindurnar sem þeir
höfðu smalað fyrr um daginn að slá
hornunum við húsvegginn, þær voru
brynjaðar af snjó og klaka. Daginn
eftir að veðrinu slotaði þurftu þeir
sem voru á Hveravöllum að ríða í
Gíslaskála og það var ekki auðvelt.
Færðin var afar þung og allt á kafi í
snjó. Þeir þurftu að skilja sjötíu
kindur eftir á Hveravöllum sem
voru sóttar seinna.“
Þurftu að pissa í fötur
Á Hveravöllum er ekkert kló-
sett inni í húsi og því þurftu smalar
sem biðu þar af sér óveðrið að berj-
ast á kamarinn, en flestir gáfust
fljótt upp á því, slíkur var veður-
hamurinn. Brá fólk þá á það ráð að
pissa í fötur inni. Einn af smöl-
unum, Klemenz Karl Guðmundsson,
fékk senda þessa vísu frá Haraldi
frænda sínum á Hólum á Rangár-
völlum að kvöldi dagsins sem legið
var inni:
Yfir kaldan eyðisand
engum fært í bili,
frýs í koppum fúlnað hland
úr fjallmönnum á Kili.
Á kafi Gríðarlegur snjór lagðist að húsum í óveðrinu og lengi var mokað. Veðurhamur Smalinn Óskar á Bóli vindbarinn í óveðrinu á leið milli húsa.
Filmað Ólöf eltir fjallkónginn sem skipar menn í leitir, Sævar á milli þeirra.
Réttardagur Loftur fjallkóngur og fleiri reka féð inn í almenning í blíðu.
Smalar Egill Jónasson og
fleiri smalar leggja í hann á
björtum degi frá Gíslaskála.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Norrænar myndasögur dagsins í dag
verða til sýnis á Nordicomics Islands
sýningunni sem hefst næsta laugar-
dag, 12. janúar, kl. 15 í aðalsafni
Borgarbókasafns Reykjavíkur í
Tryggvagötu. Á sýningunni er sjónum
beint að norrænum myndasöguhöf-
undum, þar á meðal frá Íslandi,
Grænlandi og Álandseyjum. Þemu
sýningarinnar snúa að frábrigðum og
fjarlægðum milli fólks og landsvæða;
túlkun aðkomumanns á ókunnugu
umhverfi; og sagnfræðilegum og til-
finningalegum landsvæðum norðurs-
ins, frá persónulegu sjónarhorni höf-
undarins. Nordicomics Islands
sýningin ferðast á milli eyjaborganna
Reykjavíkur, Nuuk, Maríuhafnar og
Þórshafnar vorið 2013. Nákvæmar
dagsetningar og nánari upplýsingar
má finna á vefsíðu Nordcomics:
www.nordicomics.info
Nordicomics Islands
Norrænar
myndasögur
Mynd Ólafar, Þjófadalafjöllin,
Minningabrot úr fjallferð
Tungnamanna 2012, er 40 mín-
útna löng og fæst á dvd-diski í
Bjarnabúð í Reykholti í Biskups-
tungum. Einnig er hægt að nálg-
ast diskinn í gegnum facebook:
Vinir Tungnarétta. Takmarkað
upplag er til af myndinni og
hvur að verða síðastur að ná sér
í eintak.
Minningabrot
úr fjallferð
DVD-DISKUR
Á Krúsku færðu:
heilsusamlegan mat,
kjúklingarétti, grænmetisrétti,
fersk salöt, heilsudrykki,
súkkulaðiköku,
gæðakaffi frá
Kaffitár og
fallega
stemningu.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI
Næring fyrir líkama og sál