Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 13

Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 13
rannsóknargögn á fullnægjandi hátt samkvæmt kröfum Orkustofnunar og fá heimild til rannsókna á hverju stigi, þannig að þær uppfylli kröfur rannsóknaráætlunar. Orkustofnun er heimilt að framlengja leyfið til allt að tveggja ára í senn en há- markstími leyfis til rannsókna skal ekki vera meiri en 16 ár. Uppfylli leyfishafi öll skilyrði á hann forgang á að framlengja leyfi til vinnslu kolvetnis í allt að 30 ár. Leyfishafinn getur gefið eftir hluta leyfissvæðisins að loknu hverju und- irtímabili, þ.e. afmarkað tiltekið svæði, og gefið annað eftir, að fengnu samþykki Orkustofnunar. Er leyfishöfum óheimilt að fram- selja leyfið til þriðja aðila eða sam- leyfishafa nema með samþykki Orkustofnunar. Leyfishafi getur sem fyrr segir kært úrskurði Orkustofnunar til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindanefndar og skal ágreiningurinn meðhöndlaður samkvæmt íslensk- um lögum og skal dómstóllinn vera í Reykjavík. FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 „Stjórnvöld geta ekki stöðvað ferlið ef öll skilyrði eru uppfyllt. En það er hægt að setja skilyrði, sem eru málefnaleg, m.t.t. umhverfismála og slíks, og leyfishafa verður að gefast kostur á að uppfylla þau,“ segir Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetna ehf., spurður um þau ummæli Stein- gríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, að þrátt fyrir sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu sé ekki í hendi að leyfi fyrir frekari vinnslu og borunum fengist. „Kerfið gengur út á að úthluta vinnsluleyfum til aðila sem leggja á grundvelli þeirra í mikinn kostnað og taka um leið mikla fjárhagslega áhættu. Í hverri tilraunaborun eru minni líkur en meiri á að olía finn- ist. Líkurnar á því geta t.d. verið 10-20% en kostnaðurinn getur verið frá 100 og upp í 200 milljónir bandaríkjadala [eða frá 13 og upp í 26 milljarða kr. á núverandi gengi]. Kostnaðurinn við hljóðendur- varpsmælingar, eða það sem er stundum nefnt jarðsveiflu- eða bergmálsmælingar, er einnig veru- legur. Rannsóknarleyfið kveður annars vegar á um tvívíðar mæl- ingar sem kosta á bilinu 5-10 millj- ónir dala og hins vegar á um þrí- víðar mælingar sem kosta svipað en eru á afmarkaðra svæði,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram. Réttur til vinnslu er forsenda „Menn leggja ekki út í þennan kostnað við rannsóknir og mæl- ingar nema að hafa rétt til vinnslu í kjölfarið. Íslendingar notast í þessu efni við sömu aðferð og Norðmenn og fleiri hafa gert. Þar sem leyfi hafa verið veitt er staðið við þau. Stjórnvöld geta þannig ekki tekið ákvarðanir sem virða ekki rétt leyfishafa til vinnslu. Lögin og leyf- in bera það með sér að um sé að ræða vinnslu. Þá má nefna að leyfishafar borga ríkinu árleg leyfisgjöld, sem að sjálfsögðu væri ekki ef leyfin fælu ekki í sér skýr réttindi sem geta reynst verðmæt.“ segir Gunnlaugur. Verða að fá umbun Í olíunni Gunnlaugur Jónsson.  Leit að olíunni kostar milljarða EFLA verkfræðistofa kom að hönnun mann- virkja við gerð fjögurra kílómetra langs vegar sem nýlega var opnaður við hátíðlega athöfn í nágrenni Stavanger í Noregi. Vegurinn, Solasplitten, er fjögurra akreina og tengir flugvöllinn í Sola við E-39 hraðbrautina. Einnig tengir hann flugvöllinn betur við hverfið Forus þar sem mörg af helstu tækni- og iðn- aðarfyrirtækjum olíuiðnaðarins eru með skrif- stofur og framleiðslu. Á þessum fjögurra kílómetra kafla eru fern mislæg gatnamót, tvær göngubrýr, ein jarð- göng, 300 metra langur steyptur stokkur, und- irgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. EFLA hefur komið að hönnun frá upphafi og annaðist meðal annars ofanvatnskerfi vegarins og settjarnir. Ofanvatnsskurður var lagður í stokk undir veginn og er hann þannig útfærður að froskar og önnur smádýr eiga greiða leið þar um. Settjarnir eru þrjár og hafa einnig það hlutverk að miðla ofanvatninu inn í yfirlestuð fráveitukerfi sveitarfélaganna. EFLA sá einnig um hönnun á færslu allra lagna sveitarfélag- anna. Á framkvæmdatímanum annaðist íslenska verkfræðistofan samræmingu hönnunar og hélt utan um allar breytingar sem gerðar voru á hönnun. Norska vegagerðin stóð fyrir framkvæmdinni sem kostaði um 600 milljónir norskra króna sem svarar til nærri 14 milljarða íslenskra króna. Þótt vegurinn hafi verið opnaður fyrir umferð er eftir að ljúka uppgræðslu og fleiru. Áætlað er að öllu verði lokið um mitt ár. EFLA tók þátt í hönnun Solasplitten  14 milljarða króna vegaframkvæmd tekin í notkun við Stavanger í Noregi Ljósmynd/Ole Harald Dale Brú Fern mislæg gatnamót eru á veginum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.