Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 14
97 nemendaíbúðir fyrir ein- staklinga munu rísa við Braut- arholt 7, á 2.480 fermetra lóða- svæði í Rauðarárholti, samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Reykjavík- urborgar. Kynningarfundur vegna deili- skipulagsins var haldinn sl. þriðju- dag. Íbúar í nágrenninu og rekstr- araðilar gerðu athugasemdir við fá bílastæði á svæðinu. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir átta bílastæðum við bygginguna, þar af tveimur fyrir fatlaða. Svæðið sem um ræðir er nú bílastæðalóð. „Fólki bregður við að fá hús al- veg upp að svölunum sínum. Gert er ráð fyrir fáum bílastæðum við húsið en að auki hafa gestir notað bílastæðin sem eru á reitnum,“ segir Helga Jónsdóttir, íbúi í Ás- holti 24 og formaður húsfélagsins. Hún sagðist hafa fengið fyrir- spurnir frá íbúum, hvort og hvern- ig hægt væri að mótmæla byggð- inni. Húsfélagið mun funda áður en frestur til athugasemda við deiliskipulagið rennur út 23. jan- úar næstkomandi. Verkið verður ekki boðið út fyrr en deiliskipulagsferli er lokið, sam- kvæmt Hákoni Erni Arnþórssyni, formanni FS. Stúdentar noti strætó og hjól Ætlast er til að stúdentar noti fyrst og fremst almennings- samgöngur og hjól sem ferðamáta, samkvæmt tillögunni. „Þetta er tækifæri til að snúa við þeirri þró- un þar sem gert er ráð fyrir að fólk eigi bíla,“ segir Margrét Leifs- dóttir, arkitekt og verkefnastjóri deiliskipulagsins. Varðandi bílastæðin segir Hákon þetta í samræmi við aðra stúd- entagarða og bendir á að margir nemendur séu bíllausir. Þá sé fjar- lægðin frá háskólasamfélaginu hentug til að hjóla eða ganga auk þess sem strætósamgöngur séu góðar. Markmið með byggingu stúdentagarða á þessum stað er að færa mannlíf inn á svæðið og þétta byggð sem áður var iðnaðar- og at- vinnuhúsnæði, samkvæmt tillög- unni. Hákon bendir á að þetta sam- ræmist stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar. Biðlistar munu styttast „Biðlistar munu að sjálfsögðu styttast eitthvað en að sama skapi hefur eftirspurn verið að aukast og þeir lengjast ár hvert. Eftir að út- hlutun lauk nú í haust voru t.d. rúmlega 1.000 manns eftir á bið- lista, sem eru fleiri en nokkru sinni áður,“ segir Hákon. thorunn@mbl.is 97 íbúðir fyrir nemend- ur á deiliskipulagi  Ætlast til að stúdentar noti almenningssamgöngur Nemendaíbúðir Húsin verða á tveimur hæðum og snúa inn að torgi/innigarði. Lagt er til að útlit húsanna verði brotið upp í smærri einingar sem eru í mælikvarða miðborgarinnar og til að koma í veg fyrir einsleitt yfirbragð. Stúdentaíbúðir við Brautarholt 7 Loftmyndir ehf. Laugavegur Laugavegur Brautarholt M jölnisholt Ásholt S túfholt Þv er ho lt Stakkholt Þv er ho lt Stórholt Brautarholt 7 Fyrirhugaður byggingareitur 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Flugför Landhelgisgæslunnar fá í dag gefin út ný lofthæfisskírteini. Með þeim á að taka af allan vafa um að flugförin og áhafnir þeirra hafi heimild til þess að fljúga út fyrir 12 mílna landhelgi til að geta sinnt lög- bundnu hlutverki sínu innan efna- hagslögsögunnar. „Ég vil ítreka að það eru engar skorður í nýju reglugerðinni og eng- in takmörk á flugi utan land- og loft- helgi, en orðalag sem hefur verið í þessum lofthæfisskírteinum er að valda misskilningi núna. Flugmála- stjórn telur því ástæðu til að breyta því orðalagi þar sem þetta orðalag hefur verið í þessum skírteinum í mörg ár,“ segir Valdís Ásta Aðal- steinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands. Á við um allan flugflotann Valdís segir að skírteinin verði gefin út á allan flugflota Landhelgis- gæslunnar, þar með talið TF-SYN, sem í dag er eina loftfar Gæslunnar sem hefur leyfi frá EASA, Flugör- yggisstofnun Evrópu. Hin loftförin, TF-SIF, TF-LIF og TF-GNA, starfa í dag einungis eftir leyfum frá íslenskum flugmálayfirvöldum. Eftir fréttir á mbl.is í fyrrakvöld og á forsíðu Morgunblaðsins í gær sendi Flugmálastjórn frá sér yfirlýs- ingu þar sem segir meðal annars: „Engar nýjar skorður hafa verið settar með nýju reglugerðinni varð- andi leitar- og björgunarhlutverk Landhelgisgæslunnar og flugrekst- ur á þyrlum hennar. Afla þarf viðeig- andi leyfa sé ætlunin að fljúga í loft- helgi annars ríkis eins og áður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig: „Á alþjóðlegu flugsvæði við Ísland, fyrir utan lofthelgi Íslands, þarf ekki sér- staka heimild og engar skorður eru í nýju reglugerðinni við flugi utan 12 mílna eins og gefið er til kynna í frétt Morgunblaðsins.“ Heimildir blaðsins traustar Morgunblaðið áréttar að frétt blaðsins á forsíðu þess í gær byggist á traustum heimildum manna sem þekkja mjög vel til málsins. Í fréttinni kom fram að loftför Gæslunnar hefðu fengið nýja skrán- ingu um síðustu áramót og heyrðu nú undir íslenska reglugerð en ein- ungis eitt þeirra undir reglugerð EASA. Haft var eftir heimildum að sá flugstjóri sem flygi loftfari sem ekki heyrði undir EASA út fyrir landhelgi bryti með því reglur og jafnvel tryggingaskilmála og óvíst væri hvort áhöfnin væri tryggð. Sú staðreynd að í dag verða gefin út ný lofthæfiskírteini sýnir að ekki lá skýrt fyrir að heimilt væri að fljúga öllum flugflota Gæslunnar út fyrir 12 mílna lofthelgi. Með útgáfu nýrra skírteina staðfestir Flugmála- stjórn raunar þennan misskilning sem sagður er hafa verið til staðar og að ástæða hafi verið til þess að eyða honum með útgáfu nýrra lofthæfis- skilríkja á allan flugflota Gæslunnar. Ekki áður valdið misskilningi Morgunblaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að það sé rúmt ár síðan málið kom upp og að það hafi síðan verið hérlendis í meðförum hjá Flugmálastjórn og Landhelgisgæsl- unni en einnig komið inn á borð inn- anríkisráðuneytisins. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að Landhelgis- gæslan hafi gert athugasemdir við málið og verið í samskiptum við inn- anríkisráðuneytið fyrir áramót vegna þess. Lögmaður Landhelgis- gæslunnar sendi síðast erindi til ráðuneytisins í gærmorgun. Leitað var svara við því hvort ekki hefði verið ástæða til að yfirfara loft- hæfisleyfi flugflotans af hálfu Flug- málastjórnar áður en breytingin átti sér stað um áramót. Í svari upplýs- ingafulltrúa Flugmálastjórnar kom fram að orðalagið hefði ekki áður verið mistúlkað og því væri fyrst nú verið að endurskoða leyfin. Loftför Gæsl- unnar fá ný loft- hæfisleyfi í dag  Orðalag sagt hafa valdið misskilningi  Rúmt ár síðan málið kom til vinnslu Morgunblaðið/Sigurgeir S Á hafi úti Þyrla Landhelgisgæsl- unnar við æfingastörf á hafi úti. KEMUR HEILSUNNI Í LAG 20% AFSLÁTTUR Í JANÚAR EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.