Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Árið 2012 var mjög hlýtt, sér-
staklega um landið vestanvert.
Þannig var árið það sjöunda hlýjasta
frá upphafi mælinga í Stykkishólmi,
en þær spanna síðustu 177 árin.
„Ekkert lát virðist vera á hlýind-
unum miklu sem hófust skömmu fyr-
ir aldamót,“ segir Trausti Jónsson
veðurfæðingur í ítarlegu veðuryf-
irliti ársins 2012 sem hann hefur
tekið saman og birt er á vef Veð-
urstofu Íslands.
Í Reykjavík er árið það 17. í óslit-
inni röð ára þar sem árshitinn er yfir
meðallagi og það 14. á Akureyri.
Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5
stig og er það um 1,2 stigum ofan
meðallags áranna 1961 til 1990 og í
meðallagi sé miðað við árin 2001 til
2010. Á Akureyri var meðalhitinn
4,3 stig. Það er 1,1 stigi ofan með-
allags.
Meðalhiti ársins 2012 mældist
hæstur í Surtsey, 6,8 stig, og 6,6 stig
á Garðskagavita. Á vegagerð-
arstöðvunum var meðalhitinn hæst-
ur á Steinum undir Eyjafjöllum, 6,7
stig. Lægsti meðalhiti ársins mældist
á Brúarjökli -2,1 stig og -1,9 stig á
Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn
lægstur í Möðrudal, 1,1 stig og 1,3
stig í Svartárkoti í Bárðardal. Á
vegagerðarstöðvunum var meðalhiti
lægstur á Öxi og Fjarðarheiði, 0,2
stig.
Hæsti hiti ársins mældist á Eski-
firði 9. ágúst, 28,0 stig. Hæsti hiti á
mannaðri stöð mældist 26,2 stig á
Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 10.
ágúst. Lægsti hiti ársins mældist á
Brúarjökli 2. apríl, -25,7 stig. Í
byggð mældist hiti lægstur í Svart-
árkoti á jóladag, 25. desember, -24,6
stig. Á mannaðri stöð mældist hiti
lægstur á Grímsstöðum á Fjöllum
19. desember, -20,0 stig. Hæsti há-
markshiti ársins í Reykjavík mældist
21,3 stig þann 16. ágúst. Hæsti há-
markshiti ársins á Akureyri mældist
þann 9. ágúst, 24,4 stig.
Lægsti lágmarkshiti ársins í
Reykjavík mældist þann 3. janúar,
-7,9 stig. Lægsta lágmark ársins hef-
ur aldrei orðið jafnhátt í Reykjavík
frá upphafi mælinga, segir Trausti.
Á Akureyri mældist lægsta lágmark
-12,3 stig þann 18. mars. Er það líka
óvenjuhátt ársgildi en var lítillega
hærra árið 2005 [-11,9].
Úrkoma í Reykjavík mældist
966,6 millimetrar en það er um 21%
yfir meðallagi, þar af féllu 70,4 mm á
einum degi 29. desember. Úrkoma
hefur aldrei mælst svo mikil á einum
sólarhring í Reykjavík. Úrkoma á
Akureyri mældist 578,9 mm og er
það um 18% yfir meðallagi en
óvenjuúrkomusamt var þar í sept-
ember og nóvember.
Sólskinsmet féllu
Árið var sérlega sólríkt bæði suð-
vestanlands og á Norðurlandi. Sól-
skinsstundir mældust 1.587 í
Reykjavík á árinu og hafa aðeins
einu sinni mælst fleiri. Það var árið
1924. Þetta var þrettánda árið í röð
sem sólskinsstundafjöldi er yfir með-
allagi áranna 1961 til 1990. Á Ak-
ureyri mældust sólskinsstundirnar
1.415 og hafa aldrei mælst fleiri á
einu ári. Þetta er nærri 140 stundum
meira en áður hefur mest mælst á
einu ári á Akureyri. Þó eignaðist ár-
ið þar ekkert mánaðarmet.
„Ekkert lát á hlýindunum miklu“
Meðalhiti á nokkrum veðurstöðvum 2012
Reykjavík
12. heitasta ár af 142 mældum
Stykkishólmur
7. heitasta ár af 177 mældum
Bolungarvík
13. heitasta ár af 115 mældum
Grímsey
13. heitasta ár af 139 mældum
Akureyri
18. heitasta ár af 131 mældum
Egilsstaðir
21. heitasta ár af 58 mældum
Dalatangi
22. heitasta ár af 74 mældum
Teigarhorn
17. til 18. heitasta ár af 140 mældum
Fagurhólsmýri
22. heitasta ár af 110 mældum
Kirkjubæjarklaustur
23. heitasta ár af 86 mældum
Stórhöfði
14. til 15. heitasta ár af 135 mældum
Hveravellir
4. heitasta ár af 47 mældum
Hæll
13. til 14. heitasta ár af 132 mældum
Eyrarbakki
20. heitasta ár af 117 mældum
Meðalhiti á viðkomandi veðurstöð 2012 (°C)
Meðalhiti á viðkomandi veðurstöð 1961-1990 (°C)
5,4°
5°
4,2°
3,7°
4,3°
3,7°
4,4°
4,5°
5,5°
5,3°
5,8°
0,6°
4,7°
5,1°
4,2°
3,5°
2,9°
2,4°
3,2°
2,9°
3,5°
3,7°
4,6°
4,5°
4,8°
-1,1°
3,6°
4,1°
Árið 2012 fer í veðurannála sem hlýtt, sólríkt en úrkomusamt Árið reyndist
vera það 7. hlýjasta í Stykkishólmi síðan mælingar hófust fyrir 177 árum
Lögreglan á Suðurnesjum og
Reykjanesbær hafa að undanförnu
unnið að því að endurnýja sam-
komulag við veitingamenn í
Reykjanesbæ. Samkomulagið er að
nokkru leyti byggt á samkomulagi
sem gert var árið 2007, en hefur þó
verið uppfært í ljósi reynslunnar af
því.
Í nýja samkomulaginu styttist af-
greiðslutíminn m.a. á fimmtudögum
umtalsvert, en þar er gert ráð fyrir
að stöðunum sé lokað eigi síðar en
kl. eitt og allri áfengissölu lokið
klukkan eitt. Gestir skulu hafa yfir-
gefið veitingastaðinn eigi síðar en
einni klukkustund eftir lokun.
Um helgar og almenna frídaga
er veitingamönnum heimilt að hafa
opið í síðasta lagi til hálffimm að
nóttu, þannig að ekki verði hleypt
inn á staðinn eftir kl. hálffimm og
allir gestir hafi yfirgefið veitinga-
staðinn kl. fimm. Þá skal áfengis-
sölu lokið kl. hálffimm, samkvæmt
upplýsingum frá Reykjanesbæ.
Morgunblaðið/Svanhildur
Reykjanesbær Nýtt samkomulag
milli lögreglu og veitingamanna.
Breyta af-
greiðslu-
tímanum
Samið við veitinga-
hús í Reykjanesbæ
Hafnarfjarðarbær hefur ekki áhuga
á að byggja viðbyggingu við Ás-
landsskóla í einkaframkvæmd, en
skólinn sjálfur var byggður í einka-
framkvæmd. Eyjólfur Sæmunds-
son, formaður fræðsluráðs Hafnar-
fjarðar, segir við mbl.is að brýnt sé
að stækka skólann því íbúum hafi
fjölgað og eigi eftir að fjölga.
Á sínum tíma var talsvert um að
sveitarfélög fjármögnuðu opinberar
byggingar í einkaframkvæmd, m.a.
skóla. Eftir hrun keyptu sveitar-
félögin sumar þessar byggingar.
Þannig eignaðist Hafnarfjarðarbær
opinberar byggingar eftir að Nýsir
varð gjaldþrota. Áslandsskóli er
hins vegar enn í einkaframkvæmd
og er, eftir því sem best er vitað,
eini grunnskólinn á höfuðborg-
arsvæðinu í einkaframkvæmd. Hús-
næðið er í eigu FM-húsa ehf. og fé-
lagið á einnig lóðina við skólann
þar sem fyrirhugað er að byggja
við hann.
„Bærinn hefur ekki umráð yfir
lóðinni, en hann hefur ekki áhuga á
að bæta þessari viðbyggingu við í
einkaframkvæmdina. Við erum að
skoða hvaða lausnir eru mögulegar
í málinu, en þetta flækir það,“ segir
Eyjólfur. egol@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Áslandsskóli Skólinn var á sínum tíma byggður í einkaframkvæmd.
Vilja ekki byggja við
í einkaframkvæmd
Talið brýnt að stækka Áslandsskóla
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
18
16
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
LÁTTU FAGMENN
META GULLIÐ
Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt
gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku
á þessu sviði.
Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla
og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri
skartgripagæðum.
Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og
framleiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri.
Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega
ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum.
Það skiptir mestu máli.
Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki.
Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18.
Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði.
Útsalan hefst í dag kl. 10
Klappastíg 44 - sími 562 3614
Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni • Nýtt kortatímabil
ÚTSALA