Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Skýrslan er algerlega skýr og nefndin gekk eins langt í að álykta afdráttarlaust um sannleiksgildi þessara frásagna og mögulegt var. Við höfum upplýsingar um það að aðrir sem dvöldust þarna hafi verið mjög sáttir við umfjöllun nefndar- innar,“ segir Róbert Spanó, formað- ur Vistheimilanefndar, um gagnrýni vistmanna á Kumbaravogi á skýrslu nefndarinnar. Þær Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir gagnrýndu skýrslu Vistheimilanefndarinnar í viðtali í Kastljósi á þriðjudagskvöld, meðal annars á þeim forsendum að brot Karls Vignis Þorsteinssonar gegn börnum á Kumbaravogi hefðu varla verið nefnd í henni. Þá eru þær ósáttar við það orðalag nefndarinnar að „meiri líkur en minni“ hafi verið á því að börnin hafi þurft að sæta kynferðisofbeldi af hálfu Karls Vignis. Karl Vignir ekki kallaður til Róbert segir að nefndinni hafi ekki verið ætlað að fjalla um sekt manna eða sýknu. Hún hafi ekki haft lögregluvald og hafi aðeins getað skyldað yfirmenn og starfsfólk vist- heimila á fund sinn. Nefndarmönnum hafi verið kunn- ugt um kæru og játningu Karls Vignis hjá lögreglu árið 2007 og það komi fyrir í skýrslunni. Nefndin hafi aldrei falast eftir því að Karl Vignir kæmi fyrir hana enda hefði neitun hans aldrei getað haft áhrif á nið- urstöðu hennar. Dró ekki úr sannleiksgildinu Hvað varðar athugasemdir við orðalag nefndarinnar segir Róbert að gerð hafi verið grein fyrir því í bréfi árið 2009 til þeirra vistmanna sem þær gerðu. Í því sagði: „[N]efndin [leggur] á það áherslu að ekki er rétt að álykta svo af þess- ari umfjöllun í áfangaskýrslu nefnd- arinnar að dregið sé á nokkurn hátt í efa sannleiksgildi frásagna um ein- stök tilvik sem lúta að þessum þætti.“ Nefndinni ekki ætlað að fjalla um sekt eða sýknu Kumbaravogur Vistheimilanefndin taldi að „meiri líkur en minni“ hefðu verið á að börn á Kumbaravogi hefðu verið misnotuð kynferðislega.  Vistmenn á Kumbaravogi ósáttir við skýrslu Vistheimilanefnd » Nefndin var skipuð árið 2007 til að fjalla um vistheim- ilið Breiðavík en verkefni henn- ar var síðar víkkað út. » Hún skilaði áfangaskýrslu sinni um Kumbaravog árið 2009. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ekki gilda sérstakar reglur fyrir karla sem vinna á leikskólum Reykjavíkurborgar um umgengni við börn samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði borg- arinnar. Í Danmörku eru karlkyns starfs- mönnum víða settar ýmsar skorð- ur í starfi, þeim meinað að skipta á börnum og hugga þau. Þá er jafnvel algengt að nýir leikskólar séu innréttaðir með glerveggjum til að vernda karlana gegn orð- rómi um að þeir sæki í störf með börnum til að geta misþyrmt þeim kynferðislega að því er segir í frétt Jyllands-Posten um síðustu helgi. Eins og kveðið er á um í æsku- lýðslögum þurfa þeir sem sækja um störf í skólum eða með börnum hjá borginni að veita heimild fyrir því að sakaskrá þeirra sé skoðuð. Þar að auki er spurst fyrir um um- sækjendur og leitað meðmæla eins og almennt gerist samkvæmt upp- lýsingum skóla- og frístundasviðs. Almenn regla á leikskólum sé að starfsmenn séu aldrei einir með börnunum. Starfsfólk fari ekki skipulega á námskeið sem fjalla um kynferðislega misnotkun en samtökin Blátt áfram hafa komið á flesta vinnustaði þar sem unnið er með börnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barn Almennar reglur gilda fyrir starfsmenn á leikskólum borgarinnar. Sömu reglur fyrir karla og konur Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Viðbrögðin hafa verið sterk frá því á mánudag. Það er búið að hringja mjög mikið hingað og skrifa, bæði vegna ofbeldis þessa manns og ann- arra, ekki síst vegna umfjöllunarinn- ar,“ segir Guðrún Jónsdóttir, tals- kona Stígamóta, um viðbrögð við umfjöllun um kynferðisbrot Karls Vignis Þorsteinssonar í fjölmiðlum síðustu daga. Hún segist þó ekki hafa tölu á þeim fjölda sem hafi hringt enda hafi starfsmönnum Stígamóta ekki gefist tími til að taka það saman í annrík- inu. Margir sem hringt hafi hafi ósk- að eftir viðtali hjá samtökunum. „Við höfum galdrað tíma sem ekki var til svo að hægt sé að koma fólki að,“ segir Guðrún. Hún segir að fólk hafi hringt sem hafi orðið fyrir barðinu á Karli en ekki gert sér grein fyrir því hversu stórtækur hann var og hafi ef til vill ekki látið sér detta í hug að hægt væri að gera nokkuð í málinu eða ná fram réttlæti. „Svo hefur þetta mál auðvitað ýtt við fólki sem hefur verið beitt ofbeldi af öðrum. Oft þarf eitthvað svona til þess að fólk leiti sér hjálpar. Við- brögðin hafa verið ansi mikil.“ Algengt sé að fólk leiti sér hjálpar í kjölfar sterkrar umfjöllunar um slík mál á opinberum vettvangi og nefnir hún sem dæmi afhjúpanir um kynferðisofbeldi innan þjóðkirkj- unnar og kaþólsku kirkjunnar. „Það kemur við fólk og því finnst gott að svona mál skuli loksins tekin alvarlega eftir að það hefur hvað eft- ir annað reynt að ná eyrum þeirra sem ráða. Því finnst gott að eitthvað það gerist sem veldur því að byrjað er að hlusta,“ segir Guðrún. Búa til tíma handa fórnarlömbum  Fjölmargir hringt og skrifað Stígamótum í kjölfar mikillar umræðu um kynferðisbrot gegn börnum  Umfjöllunin hefur ýtt við mörgum sem hafa verið beittir ofbeldi af öðrum, segir talskona samtakanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Stígamót Margir hafa sett sig í samband við samtökin síðustu daga. Karl Vignir Þorsteinsson starf- aði aldrei með börnum og ung- lingum á vegum Reykjavíkur- borgar. Kemur það fram í yfirlýsingu sem borgin hefur sent frá sér vegna fjölmiðlaum- fjöllunar um meint brot Karls Vignis. Fram kemur í yfirlýsingunni að Karl Vignir Þorsteinsson starfaði við heimaþjónustu fyrir aldraða hjá Reykjavíkurborg á tímabilinu 1989 til 2002 og að ekki sé vitað til þess að hann hafi gerst brotlegur í starfi. „Hafi einhver orðið fyrir miska af hálfu Karls Vignis Þor- steinssonar á meðan hann gegndi starfi hjá Reykjavík- urborg er viðkomandi hvattur til að koma ábendingum á framfæri varðandi meint brot hans, hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í síma 411 1500,“ segir í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Starfaði aldrei með börnum og ungling- um hjá borginni Mjög léttir, hljóðlátir, litríkir og kröftugir hárblásarar. Aðeins 350 gr. og 14 cm. Ársábyrgð. HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR REDKEN ONLY SALON SALONVEH HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI s. 568 7305 • salonveh.is ÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR VELECTA HÁRBLÁSARAR NOTAÐIR AF FAGMÖNNUM Losaðu þig við byrðina - aðeins 350 grömm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.