Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Nýlega voru 17 nemendur útskrif- aðir frá Ráðgjafarskóla Íslands eftir nám á haustönn. Fór út- skriftin fram við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Allur hópurinn er að vinna við ýmis umönnunarstörf, ráðgjöf eða handleiðslu í samfélaginu. Alls hafa 250 nemendur lokið prófi frá Ráðgjafarskóla Íslands síðan hann var stofnaður um haustið 2004. Vorönnin hefst mánudaginn 21. janúar nk. og er að verða full- bókað í þá önn, segir í tilkynn- ingu. 17 ráðgjafar útskrifaðir Ráðgjafar Útskriftarhópurinn frá Ráðgjafarskóla Íslands. Skólastjórinn Stefán Jóhannsson er lengst til vinstri. Útgjöld Sjúkra- trygginga Ís- lands (SÍ) vegna geðrofslyfja fara lækkandi. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá stofn- uninni um notkun þessara lyfja á árinu 2012 lækkuðu útgjöld ríkisins um 83 milljónir króna á sex mánaða tíma- bili. SÍ segir, að lækkunin sé vegna reglugerðarbreytingar sem tók gildi hinn 1. júní 2012. Breyting- arnar fólu í sér að stofnunin tekur nú einungis þátt í greiðslu hag- kvæmustu pakkninga geðrofslyfja. Stofnunin segir að miðað við stöðuna nú megi ætla að árlegur sparnaður geti orðið allt að 150-200 milljónir króna Heildarkostnaður vegna geðrofs- lyfja árið 2011 var 756 milljónir króna. Enn á eftir að tryggja kostn- aðarlækkun upp á 450 milljónir vegna lyfja í heild í samræmi við forsendur fjárlaga 2013. Í kjölfar breytinganna hefur tals- verður fjöldi dýrari geðrofslyfja lækkað í verði. Munar þar langmest um Quetiapin Mylan en lyfið hefur lækkað um allt að 69% að sögn SÍ. Á síðastliðnum 12 mánuðum hafa um 10 þúsund einstaklingar fengið ávísuð geðrofslyf sem er svipaður fjöldi og árið áður. Kostnaður vegna geðrofslyfja lækkar Árleg þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins verður haldin á Ísafirði 14. til 17. janúar undir yfirskriftinni „Vestnorræn heilbrigðiskerfi; áskoranir og möguleikar“. Um 40 vestnorrænir og norskir stjórnmála-, háskóla- og fræðimenn taka þátt í ráðstefnunni en mark- mið hennar er að veita innsýn í heil- brigðiskerfi Íslands, Grænlands og Færeyja, á hvaða hátt þau séu ólík og greina hvaða vandamálum þau standi frammi fyrir auk þess að rannsaka hvaða tækifæri felist í auknu samstarfi landanna. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða ráðherrar heilbrigðismála landanna þriggja auk sérfræðinga og embættismanna. Skoða samstarf Vestur-Norðurlanda um heilbrigðismál Forsætisnefnd Josef Motzfeldt, forseti Vestnorræna ráðsins, og varaforsetarnir Ólína Þorvarðardóttir og Henrik Old. Þriggja klukku- tíma samspil slökunar og frið- sælla hljóma verður í Guðríð- arkirkju klukkan 20-23 á föstu- dagskvöld. Fram kemur í tilkynningu, að danski tónlistar- maðurinn Dreamhub leiki slökunar- og hug- leiðsluhljóma en hann hafi reglu- lega staðið fyrir sambærilegum kyrrðarstundum, m.a. í Vor Frue Kirke í Kaupmannahöfn. Gestir eru hvattir til að taka með sér grjónastóla, bangsa eða bækur og láta fara vel um sig og upplifa innri frið og ró. Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju Dreamhub. Borgartún • Fákafen • Hæðasmári www.lifandimarkadur.is OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Heilsusprengja Heilsan í fyrirrúmi árið 2013! 20% afsláttur af öllum NOW bætiefnum fimmtudag til sunnudags 20% afsláttur! Yfir 200 tegundir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.