Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Miklir umhleypingar hafa verið
norðanlands í vetur og gríðarlegur
klaki hefur myndast á túnum víða.
Mörgum er í fersku minni hve
tún, knattspyrnu- og golfvellir fóru
illa sumarið 2011 og útlitið er vægast
sagt ekki gott núna. En allt er reynt
til að koma í veg fyrir miklar
skemmdir.
Stórvirkar vinnuvélar sjást ekki
oft á viðkvæmum grasvöllum en hafa
brunað um bæði golfvöllinn að Jaðri
og Þórsvöllinn síðustu daga, m.a.
veghefill!
KA-völlurinn hefur sloppið mjög
vel, þar er snjór en enginn klaki að
sögn Sævars Péturssonar fram-
kvæmdastjóra félagsins. En Þór og
Golfklúbbur Akureyrar hefðu hæg-
lega geta boðið fólki á skauta upp á
síðkastið hefði áhugi verið á því!
Hitakerfi er undir aðalvellinum á
svæði Þórs og var vatni hleypt á
hann í gær í þeirri von að bræða það
sem vinnuvélarnir náðu ekki af klak-
anum. Að sögn Rögnvalds Jóns-
sonar vallarstjóra var víða 20 cm
þykkur klaki á grasinu og allt upp í
30 cm áður en hafist var handa.
Knattspyrnufélag Akureyrar
varð 85 ára á þriðjudaginn, 8. jan-
úar. Haldið verður upp á það með
glæsilegri veislu í KA-heimilinu á
laugardagskvöldið en kl. 14.00 þann
dag verður tekin fyrsta skóflustunga
að gervigrasvelli sem lagður verður
sunnan við KA-heimilið í sumar.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir verður í
listamannsspjalli í Flóru í Hafnar-
stræti 90 kl. 20-21 í kvöld en sýningu
hennar á staðnum er einmitt að
ljúka. Allir eru velkomnir.
Friðgeir Einarsson leiklistar-
maður er í vinnustofu hjá Leikfélagi
Akureyrar um þessar mundir. Hann
vinnur að fyrirlestrarleikverki sem
frumsýnt verður á LÓKAL leiklist-
arhátíðinni í haust og sýnt hjá LA á
næsta leikári. Friðgeir verður með
kynningu á vinnu sinni kl. 12-13 á
morgun, föstudag. Allir eru vel-
komnir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ótrúleg sjón Klaki hefur verið skafinn af knattspyrnuvöllunum tveimur á Þórssvæðinu með ýtum og veghefli.
Hömlur og klakabrynja
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Eignarhaldsfélag Landsbank-
ans, Hömlur, hefur yfirtekið allar
fasteignir Hótels sólar ehf. á Ak-
ureyri. Þetta kom fram á sjónvarps-
stöðinni N4 í gærkvöldi.
Um er að ræða margar eignir í
grennd við Ráðhústorgið, auk Hafn-
arstrætis 67, gamla Skjaldborgar-
hússins, þar sem nú er Hótel Akur-
eyri og Kjarnalundar í Kjarnaskógi.
Eignirnar verða settar í sölu
þegar yfirtökuferlinu er lokið.
Brunabótamat þeirra í heild er yfir
800 milljónir króna skv. frétt stöðv-
arinnar.
Stundum er sagt að grasið sé
grænna hinum megin. Það á ekki
alltaf við en knattspyrnumenn og
kylfingar á Akureyri geta með
sanni sagt að grasið sé grænna hin-
um megin á Íslandi um þessar
mundir.
Reykárhverfi við Hrafnagilsskóla í
Eyjafjarðarsveit hefur fengið nýtt
nafn og heitir nú Hrafnagilshverfi.
Örnefnanefnd hefur samþykkt þessa
breytingu. Nefndin samþykkti nöfn
sautján nýbýla á liðnu ári en hafnaði
tveimur.
Nafnið Reykárhverfi hefur verið
við lýði í um það bil tuttugu ár eða
frá því fljótlega eftir að hverfið fór að
byggjast á landi úr jörðinni Hrafna-
gili. Í rökstuðningi örnefnanefndar
kemur fram að nafnið hafi ekki öðl-
ast sess í daglegu tali íbúa á svæðinu.
Þéttbýlið hafi ýmist verið kallað
Hrafnagilshverfi eða einfaldlega
Hverfið. Nafnbreytingin var gerð að
tillögu sveitarstjórnar Eyjafjarðar-
sveitar, að undangenginni skoðana-
könnun íbúa.
Örnefnanefnd samþykkti eina
breytingu á nafni lögbýlis á síðasta
ári. Það er Suðurá í Mosfellsbæ sem
áður hét Reykjahlíð garðyrkja.
Nefnin samþykkti og sendi til þing-
lýsingastjóra heiti sautján nýbýla.
Tveimur nöfnun var hafnað, að því er
fram kemur í ársskýrslu örnefna-
nefndar, vegna þess að þau féllu ekki
að þeim venjum sem ráðið hafa nafn-
giftum býla hér á landi. Annað þótti
aukinheldur ekki í samræmi við ís-
lenska málvenju.
Nöfnin sem samþykkt voru eru
þessi: Árprýði er byggð úr landi
Efri-Grófar í Flóahreppi, Bjarna-
staðir úr landi Hamrahóls og Syðri-
Hamra í Ásahreppi, Egilsstaðatjörn
úr landi Egilsstaða í Flóahreppi,
Espiholt og Espilundur úr landi
Espihóls í Eyjafjarðarsveit, Hest-
hagi úr jörðinni Þórisstöðum í
Grímsnesi, Kaldaðarnes II úr landi
Kaldaðarness, Klofahólar úr landi
Litla-Klofa í Rangárþingi ytra,
Lómsstaðir úr landi Hamarsholts í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Lækja-
brekka úr landi Höskuldsstaða í
Breiðdalshreppi, Mosheiði úr landi
Litlu-Sandvíkur í Árborg, Skeið úr
landi Hemlu I í Rangárþingi eystra,
Skógarás úr jörðinni Ási III í Ása-
hreppi, Stekkatún úr landi Miðhúsa í
Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Sörla-
tunga úr landi Haga II í Rangárþingi
ytra, Tungubotnar úr landi Kjóa-
staða I í Bláskógabyggð og Vonar-
land úr landi Vestri-Grundar í Ár-
borg. helgi@mbl.is
Hverfið heitir
Hrafnagilshverfi
en ekki Reyká
Örnefnanefnd samþykkir heiti 17 býla
Morgunblaðið/Skapti
Hrafnagil Fjölsótt handverkshátíð
er haldin á hverju ári á Hrafnagili.
Örnefnanefnd
» Verkefni örnefndanefndar er
að úrskurða um nafn nýbýlis
og breytingu á nafni býlis.
» Nefndin fjallar um tillögu
sveitarstjórnar um lögfestingu
á nafni á nýju þéttbýli eða
þorpi.
» Þá úrskurðar hún um hvaða
örnefni skuli sett á landakort,
þar sem ágreiningur kemur
upp.
Engin merki fundust um flúoreitrun í
beinum grasbíta í Reyðarfirði þrátt
fyrir hækkun á flúorgildi í grasi síð-
astliðið sumar. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá Alcoa-Fjarðaáli en þar
segir að rannsóknum á heilsufari
grasbíta í Reyðarfirði, sem ráðist var
í í kjölfar bilunar á mengunarvarn-
arbúnaði Fjarðaáls síðastliðið sumar,
sé nú lokið.
Í skýrslu dýralækna sem skoðuðu
beinsýni úr ellefu kindum frá bænum
Sléttu segir að tennur og kjálkabein
hafi engin merki sýnt um flúoreitrun.
„Þó var flúor í beinum yfir þúsund
míkrógrömm á hvert gramm af bein-
ösku og sýndi rannsóknin jafnframt
fram á að meðalstyrkur flúors hefur
aukist frá árinu 2006, eða áður en
Fjarðaál hóf framleiðslu,“ segir í til-
kynningunni.
Sigurður Baldursson, bóndi á
Sléttu, segir að sér hafi ekki verið
kynntar rannsóknarniðurstöðurnar
en hann sé rólegur þar sem ástandið
sé vaktað og sýni tekin úr grasi á
sumrin og heyi á veturna.
„Ég er alveg rólegur ennþá. Maður
bíður bara eftir sumrinu, að sjá
hvernig það verður, hver staðan verð-
ur þá,“ segir Sigurður. Hann segir þó
skorta á upplýsingar, t.d. hafi hann
aldrei fengið svör við því hvers vegna
flúormagnið reyndist lægra í heysýn-
um en grassýnum frá liðnu sumri.
„Ég myndi hafa áhuga fyrir því að
fara nákvæmlega yfir útkomuna úr
þessum rannsóknum og ræða þetta í
hörgul. Hvað þarf að gerast til að það
skapist hættuástand? Mér er það
ekki ljóst, hvar hættumörkin liggja,“
segir hann.
Í tilkynningunni frá Fjarðaáli segir
að í sjónrænni skoðun dýralæknis á
þrjátíu grasbítum á svæðinu hafi ekk-
ert bent til þess að þeir hefðu orðið
fyrir flúoreitrun vegna tímabundinn-
ar flúoraukningar í útblæstri frá ál-
verinu. Þar sem hluti þeirra éti enn
hey af umræddum túnum í Reyðar-
firði verði þó áfram fylgst með
ástandi bústofnsins.
holmfridur@mbl.is
Fundu engin merki
um flúoreitrun
Vill nánari skýringar á niðurstöðunum
Sauðfé Áfram verður fylgst með
ástandi grasbíta á svæðinu.
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00 og lau. 11.00-15.00
friendtex.is • praxis.is • soo.dk
Útsöluvörur - Frábær tilboð
ÚTSALA
40-70%
AFSLÁTTUR
ÖLL BARNAFÖT
50-70%
Afsláttur