Morgunblaðið - 10.01.2013, Page 26

Morgunblaðið - 10.01.2013, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Landsmenn hafa verið að lesa um vand- ræði vegna stökk- breyttra lána. Um- ræðuefnið er illa afmarkað þannig að fólk áttar sig ekki á um hvað málið snýst. Flóknar og óskiljan- legar skilgreiningar eru of margar og óskiljanlegar fyrir venjulegt fólk. Hugtök eins og verðtrygging (skv. neysluvísitölu eða geng- isbundin), verðbætur, verðbólga (ýmist raunveruleg eða reiknuð, brúttó eða nettó), verðbólguviðmið, verðhækkanir, vísitölur, verðlag, neyslusamdráttur og fjölmörg álíka hugtök flæða um og fáir skilja hvaða þættir hafa áhrif á hvað eða hvað stjórnar í reynd efnahagssveiflunum í samfélaginu. Hvað stjórnar hækk- unum á lánum og ekki sést hverjir af þessum þáttum varða hag heim- ilanna. Þar fyrir utan er frumskógur hugtaka og skilgreininga innan rík- is- og banka- og fjármálakerfisins sem er notaður í allskonar tilgangi og mataður inn í tölvukerfi þessara aðila. Er hægt að ganga lengra í að flækja líf rúmlega 300 þúsund íbúa á eyju nyrst í Atlantshafi? Eina örugga í stöðunni er að fólk sér nauðungarsölurnar dynja yfir með botnlausum ruglingi þannig að mætustu menn eða konur vita ekki sitt rjúkandi ráð með ríkið og alþingi í sömu stöðu – alger blinda – og eng- in ráð í augsýn á þeim bæ til að glíma við ástandið. Nýlega birtust tvær greinar í Mbl., önnur eftir Frosta Sigur- jónsson rekstrarhagfræðing sem telur mikla þensluhættu stafa af peningamyndun innan bankakerf- isins og vera rót vandans og hin eftir Sigurbjörn Svavarsson rekstrar- fræðing. Sigurbjörn leiðir líkum að því í sinni grein að þegar verð vöru og þjónustu hækkaði um 57% á árunum 2008-2011 þá hafi heimilin dregið saman útgjöldin hjá sér um rúm 70% til að mæta skellinum. Vísitala neysluverðs (VNV) hafi hækkað um 38% á þessum tíma þó innkaup (verð og magn) vísitöluheim- ilisins hafi hækkað að- eins um 12% á sama tímabili. Enda hækk- uðu launin í raun ekki neitt. Þannig hækkaði VNV um 216% umfram hækkun á verði og magni á vörum í inn- kaupakörfu vísitölufjöl- skyldunnar. Þetta skýrist meðal annars af því að Hagstofan mælir ekki verð og magn á innkaupum vísitölufjölskyldunnar heldur verðhækkanir á innkaup- unum. Sigurbjörn sýnir fram á að verð- bólgan, mæld með neysluverðs- vísitölunni VNV, sem sér um að mæla bætur fjármálastofnana á verðrýrnun fjármuna í lánasamn- ingum vegna hagfræðilegrar verð- bólgu, mælir brúttóhækkun á vörum ca. 38% á tímabilinu, en ætti ein- ungis að sýna nettóhækkun tíma- bilsins (hækkanir að frádregnum samdrætti) u.þ.b. 12%. Allir verðtryggðir lánasamningar eru hækkaðir í samræmi við brúttó- hækkun á verði innkaupakörfu vísi- tölufjölskyldunnar en ekki miðað við verð og magn innkaupa sömu fjöl- skyldu, til dæmis mánaðarleg inn- kaup. Það mundi sýna raunverulega verðbólgu eins og verðbólgan er skilgreind hagfræðilega, samkvæmt grein Sigurbjörns. Í þessu liggur gríðarleg skekkja enda hafa u.þ.b. 600 milljarðar verið færðir frá heimilum og fyrirtækjum til lánastofnana og þar af u.þ.b. 445 milljarðar frá heimilunum á tíma- bilinu, sem virðist allt vera svindl. Hjónin Sigurður Hreinn Sigurðs- son og dr. Maria Elvira Mendez Pi- nedo unnu fordæmisgefandi mál gegn banka vegna gengistryggðs láns sem nú hefur valdið því að fjár- málastofnanir skulu endurreikna ólögleg lán og endurgreiða til fólks og fyrirtækja. Frúin er prófessor við Háskóla Ís- lands í Evrópurétti (EU- og EEA- lögum) og með meistaragráðu í al- þjóðlegum réttindareglum frá Uni- versity of the Pacific Mc. George School of Law í Sacramento í Kali- forníu auk doktorsgráðu í Evrópu- rétti frá Universidad de Alcalá de Henares í Madrid á Spáni. Hún hefur tjáð sig um þessi mál í þættinum Silfur Egils: http://blog.pressan.is/larah- anna/2010/01/10/edalsilfur/ http:// elvira.blog.is/blog/elvira/ entry/1271224/. Auk þess er frúin með öfluga heimasíðu: http://elvira.blog.is/blog/ elvira/, þar sem er að finna gríð- arlegar upplýsingar um allt þetta séríslenska vísitölumál og hvernig Íslendingar eru beittir algerum órétti og lögbrotum samkvæmt Evr- ópurétti í þessum lána- og verð- tryggingarmálum. Elvira hefur haldið því fram að verðtryggingin hækki skuldir með veldisvísi en ekki línulega eins og haldið hefur verið fram. Það þýðir að verðtryggðar skuldir hækka þannig að skuldin verður á endanum óendanlega há. Þetta kerfi geti lifað í um 30 til 40 ár en síðan hrynur það. Núverandi kerfi er samkvæmt því dauðadæmt og allir núverandi langir verðtryggðir lánasamningar ónýtir. Hvar er Fjármálaeftirlitið og hvað eru þessir eftirlitsaðilar að gera? Ætla má að ástæður fyrir snjó- boltaáhrifunum á lánasamninga stafi af verðbættum vaxta-vaxtareikningi bankanna. Þannig hleður lánið utan á sig eins og snjóbolti – en á löngum tíma – auk þess sem skekkja Sig- urbjörns upp á 216% hlýtur að skipta máli. Einhvers staðar er skekkja Elviru og Sigurbjörns inn- byggð í útreikningana. Er þetta ekki peningaþenslan sem Frosti er að tala um? Peningarnir bólgna út innan bankanna eins og brauð með lyftidufti. Fólk þarf helst að vera með dokt- orsgráðu í þessum vísindum til að hafa haldbæra yfirsýn yfir vanda- málið. Það er ekki boðlegt. Vísitölu- og lánaruglingurinn Eftir Sigurð Sigurðsson » Verðtryggð lán hækka í það óend- anlega og er kerfið sam- kvæmt því dauðadæmt og allir núverandi langir verðtryggðir lánasamn- ingar ónýtir. Sigurður Sigurðsson Höfundur er BSc cand. phil. bygg- ingaverkfræðingur. Útvegsbóndi fór út til að huga að bát sín- um á köldum vetr- armorgni, sá hann þá að gömul förukona sat í hnipri, þétt við keip og hélt fast um ár- hölduna. Hendur kon- unnar voru bláar af kulda. Bóndinn spurði konuna því hún sæti þar og kona svaraði „Úr haldinu fá þeir hitann frá“. Það var algengt að vermenn réru svo rösklega úr vör, að sauð á keip- um Þessi gamla ísl. þjóðsaga er eins og flestar þjóðsögur, þ.e.a.s. dæmi- saga, og má með góðu ætla að ef þessi forna farandkona væri meðal vor í dag þá væri hún félagi í VG og fjandsamleg atvinnurekstri. Þjóðarsálin Það verður ekki sakast við VG. Að hafa staðið gegn fjárfestingum, því það er einfaldlega þeirra stefna að vera á móti slíku, jafnvel hótel á hálendinu er þess eðlis að þeir vilja eitthvað annað. Það sem er öllu verra er að þeir sem ættu að vera í forsvari fyrir atvinnusköpun hrópa á afléttingu gjaldeyrishafta svo að þeir geti fjárfest erlendis og hrópa á erlenda fjár- festingu hérlendis. Það er ekki mikil trú á landið, gögn þess og gæði. Í október 2008 skrifaði ég í blaða- grein um að breyta þyrfti lögum um líf- eyrissjóði og gera þeim fært að fjárfesta í orkugeiranum. En VG flokkar lífeyr- issjóði sem einkaaðila og fussar við. Það eru viss vandræði að nota innlent fé til fjárfestinga í atvinnu- vegum, því vextir eru of háir, sem skaðast af verðbólgu og alltof dýr- um rekstri bankanna, sem eru með tvöfalt fleira fólk en þyrfti að vera. Kornrækt Ég skrifaði í grein fyrir rúmum 10 árum að Skeiðarársandur gæti orðið stærsti kornakur Evrópu en á meginlandinu eru bara smá skik- ar. Það væri tækifæri fyrir ísl. kornbændur að stofna samyrkjubú og byrja á söndunum fyrir Suður- landi. Gera þyrfti skjólvarnir þvert á vindáttina og planta viðju, en hver skiki yrði að vera það stór að stórum vélum yrði komið að við sáningu og uppskeru. Land- græðslusjóður ætti að vera með í verki, því korn er betra en mel- gresi. Matvælaverð er að hækka á heimsmarkaði, þannig að með ræktun í stórum stíl yrði kornið góð útflutningsvara. Það verður þó að játa að þægi- legra væri fyrir landann að láta Berkshire Hathaway sjá um fyr- irhöfnina. Tómatarækt Annað sem hægt væri að gera er að tómataræktendur stofnuðu sam- yrkjubú til stórræktunar á tómöt- um til útflutnings, staðsetningin yrði að vera í nálægð við flugstöð- ina þar sem er líka næg og ódýr orka. Það gæti orðið erfitt fyrir tómataræktendur ef útlendur aðili yrði fyrri til og notaði ódýrt erlent vinnuafl, því slíkur aðili gæti einnig snúið sér að litla innanlandsmark- aðnum með erfiðum afleiðingum fyrir nú starfandi tómatabændur á Íslandi. elias@icelandbeachfarm.com Úr haldinu fá þeir hitann frá Eftir Elías Kristjánsson » Það verður ekki sak- ast við VG. Að hafa staðið gegn fjárfest- ingum, því það er ein- faldlega þeirra stefna að vera á móti slíku. Elías Kristjánsson Höfundur er fv. forstjóri. Heildarlausnir fyrir bílinn þinn Bílaraf www.bilaraf.is Gott verð, góð þjónusta! • Bremsuviðgerðir • Kúplingar • Bilanagreiningar • Kóðalestur/Tölvuaflestur Endurstillingar • Rafmagnsviðgerðir af öllum toga • Startarar og alternatoraviðgerðir • Rafgeymar og margt, margt fleira... Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 bilaraf@bilaraf.is • bilaraf.is –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ : Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar. Þetta sérblað verður með ýmislegt sem tengist þorranum s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Þorranum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.