Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 10.01.2013, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 ✝ Þórlaug Júl-íusdóttir fædd- ist hinn 13. janúar 1932 á heimili for- eldra sinna á Ak- ureyri og ólst þar upp. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 3. janúar 2013. Foreldrar Þór- laugar voru Júlíus Pétursson, f. 28. október 1905, d. 4. september 1969, og kona hans Brynhildur Jóhannsdóttir, f. 16. maí 1903, d. 9. nóvember 1976. Systkini Þórlaugar voru Erla, f. 14. september 1930, d. 27. júní 2012, og Jóhann, f. 22. desember 1932, d. 13. sept- ember 1981. Hinn 2. janúar 1955 giftist Þórlaug eftirlifandi manni sín- um, Sverri B. Valdemarssyni, f. á Dalvík 9. júlí 1932. Foreldrar hans voru Valdemar Krist- jánsson og kona hans Árný Guð- jónsdóttir. Þórlaug og Sverrir eiga eina dóttur, Brynhildi. Hún er gift Atla Guðmundssyni. Börn þeirra eru Júlíus og Jórunn. Júl- íus er kvæntur Lilju Björk Einarsdóttur og eiga þau tvö börn, Sóleyju Birnu og Björgvin Atla. Jórunn er gift Al- berti Steini Guð- jónssyni og eiga þau tvö börn, Bjarka Marinó og Gabríelu. Þórlaug og Sverrir bjuggu mestallan sinn búskap hér sunn- an heiða, lengst af í Hafnarfirði. Þórlaug starfaði framan af við hárgreiðslu, síðar við skrif- stofu- og bankastörf. Aðal- áhugamál þeirra hjóna voru ferðalög utanlands og innan. Sérstakt áhugamál var sum- arbústaðurinn í Biskupstungum sem þau byggðu af alúð. Einnig var skíðamennskan í hávegum höfð og voru þau meðlimir í skíðafélaginu Eldborg. Útför Þórlaugar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. janúar 2013, kl. 13. Jarðsett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. Elsku mamma mín. Þú varst mér svo kær og gerðir svo margt sem enginn annar gat gert. Sama hvað það var, allt lék í höndunum á þér. Kjólarnir sem þú saumaðir handa mér, svefnpokinn sem þú saumaðir handa mér, gardín- urnar sem þú saumaðir fyrir mig og fötin handa krökkunum mínum sem þú saumaðir líka. Mér fannst oft að það væri óhugsandi að lifa án þín og snilli þinnar. Ég er svo lánsöm að hafa notið þín við lengi, en vildi svo gjarna hafa þig lengur. Þú máttir ekki fara frá mér, en ég verð að sleppa þér. Fyrir pabba er lífið óhugsandi án þín, en við verðum að hjálpast að svo sökn- uðurinn verði okkur ekki um megn. Kæra mamma mín. Ég vona að þú fáir þá hvíld sem þú átt skilið. Þú lifir áfram í okkur öll- um, pabba, barnabörnunum þínum sem voru hjá þér á dán- arstundinni og barnabarna- börnunum þínum sem kvöddu þig svo fallega daginn fyrir andlátið. Minningin lifir í hjört- um okkar um langa tíð. Þannig munt þú lifa áfram. Þín elskandi dóttir, Brynhildur. Hún Þórlaug tengdamóðir mín er farin frá okkur. Það er mikill söknuður hjá okkar litlu fjölskyldu, öllum sem þótti svo afar vænt um hana og hann Sverri, en umhyggja þeirra var alltaf svo óendanleg og innileg. Ég kynntist Þórlaugu árið sem ég var nýstúdent og tók hún mér svo vel að frá upphafi leið mér eins og ég væri líka sonur þeirra hjóna. Þau hjónin að- stoðuðu okkur Baddý og studdu í okkar fyrstu sambúðarskref- um og gerðu það af alúð alla tíð síðan. Þau tóku okkur með á sínum ferðalögum og á skíði í Eld- borgargili í Bláfjöllum, og með þeim lærðum við og börnin okk- ar að njóta þeirrar skemmtunar sem skíðamennskan er. Það var oft gaman í litla kofanum í Gilinu og sá Þórlaug til þess að þar var notalegt að vera. Með þeim lærðum við líka að njóta íslenskrar náttúru og alls þess sem hún hefur upp á að bjóða. Löngu áður en ofurjeppar fóru að þeytast um hálendið, fóru þau alla fjallvegi á Moskóvits og nutu þess sem öræfin höfðu upp á að bjóða. Þá voru engar útivistarbúðir eða útilegugræj- ur til, en það var engin hindrun. Þórlaug saumaði svefnpoka, sóltjöld, sólstóla og annað sem til þurfti og Sverrir lagði til vél- smíðuðu hlutana. Sú þekking á íslenskri náttúru sem við lærð- um meðal annars á ferðalögum með þeim hefur komið sér vel og veitt okkur mikla ánægju. Þau kynntu okkur líka fyrir Ölpunum og sérstaklega skíða- brekkunum í Lech, en ferðirnar sem þau fóru þangað á vetrum urðu óteljandi margar. Þórlaug kunni vel að meta ferðirnar til Lech, því hún kom jafnan heim sólbrún og útitekin. Henni leið sérstaklega vel þegar sólin skein, og kunni hún að meta sólskinið. Þau hjónin nutu þess að fara til sólarlanda og slaka á, og þegar þau byggðu sér sum- arbústaðinn, sem við vorum svo lánsöm að eignast með þeim, þá lögðu þau mikla áherslu á að geta notið sólarinnar og gróð- ursettu mikil skjólbelti. Þór- laug vildi logn þegar hún naut sólarinnar. Hún var mikill drif- kraftur í að skapa þá gróðurvin sem bústaðurinn varð þeim. Það var mikið áfall fyrir þau þegar Þórlaug veiktist fyrir um 18 árum. Það var henni erfitt að geta ekki farið á skíði og sinnt bústaðnum sem fyrr. Þau tóku þessu bæði af miklum styrk og sérstaklega Sverrir, sem sinnti nýju hlutverki af einstakri um- hyggju og gerði allt sem hann gat til að Þórlaugu liði vel. Það hlýtur því að vera óbærilegt fyrir Sverri að bæði missa Þór- laugu og hafa ekki lengur þetta göfuga hlutverk. Ég vona að al- mættið gefi þér styrk, tengda- pabbi minn, til að finna aftur tilgang í lífinu, og að minning- arnar um Þórlaugu verði þér ferðanesti fram á veginn. Við, börnin, barnabörnin og barna- barnabörnin, finnum sársauk- ann með þér. Blessuð sé minn- ing Þórlaugar. Atli. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku amma mín. Stundirnar sem við áttum saman við eld- húsborðið á Suðurbrautinni þar sem þú kenndir okkur Jórunni og síðar langömmubörnunum að spila veiðimann, ólsen og að leggja hina ýmsu spilakapla. Öll ferðalögin okkar saman, stutt og löng; upp í Bláfjöll, norður á Akureyri og Dalvík, sól á Möltu, skíði í Austurríki allar helgarnar austur í sumarbústað og svo „rúnturinn“ frá Dan- mörku til Ítalíu þar sem þú hafðir meiri þolinmæði til bíl- setu en 5 ára gamall ég. Þol- inmæðin er eiginleiki sem Sóley mín fann hjá þér og hún hafði frá því hún gat sagt sín fyrstu orð gaman af að ræða við þig um allt milli himins og jarðar. Þú kunnir einnig á Björgvin og bauðst upp á nóg af mjólk og kexi þegar við komum í heim- sókn. Þú varst ævinlega vel tilhöfð og jafnvel á þinni hinstu stundu skartaðirðu gyllta úrinu fína. Skóskápurinn og fataskápurinn með kápunum og pelsunum sem afi gaf þér eru ofarlega í minn- ingunni og skartgripaskrínið með perlufestum og öðru glingri var uppspretta fjöl- margra leikja hjá tveimur uppátækjasömum barnabörn- um. Það sem stendur þó hæst upp úr er samband ykkar afa. Þið voruð lipur á skíðum en jafnvel enn liprari á dansgólf- inu. Ég gleymi seint sporunum sem þið tókuð eitt aðfangadags- kvöld í stofunni í Hafnarfirði. Þar tókst ykkur að vekja að- dáun drengs sem venjulega fundust fótatilburðir ekki merkilegir nema þeir ættu sér stað á grasi með markstöngum hvorum á sínum endanum. Elsku afi minn. Þú hefur hugsað svo vel um ömmu öll þessi ár. Þetta eru erfiðir og undarlegir tímar en ég veit að maður sem frá unga aldri veiddi í matinn fyrir fjölskyldu sína og síðar þeyttist með trak- tor upp um öll fjöll og firnindi til að setja upp skíðalyftur hef- ur styrk til að takast á við þær tilfinningar sem bærast í brjósti við þessar aðstæður. Við söknum öll ömmu og langömmu mikið en huggum okkur við það að hún er á góðum stað með systkinum sínum og foreldrum. Bless Þórlaug amma og langamma. Takk fyrir allar þær stundir og minningar sem munu alltaf lifa með okkur. Júlíus, Lilja Björk, Sóley Birna og Björgvin Atli. „Er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir,“ eins og segir í kvæðinu. Það má segja að þessi texti lýsi afar vel minn- ingum mínum um Þórlaugu frænku mína sem nú hefur lok- ið lífsgöngu sinni. Þegar ég var barn og fram eftir aldri var mikill samgangur á milli þeirra systra Þórlaugar og Bíbíar mömmu minnar. Það var mikið sungið, því þær kunnu öll lög og alla texta og sungu mjög vel. Mikið var alltaf gaman og eilíft sólskin í kringum þær. Þær tóku slátur saman á hverju hausti og var amma Brynhildur alltaf verkstjórinn á meðan hennar naut við og alltaf var bakað laufabrauð í desember og það skorið svo listilega vel út af þeim systrum að kökur okkar hinna virtust ósköp þvældar eitthvað fyrir bragðið. Einnig var Þórlaug afskaplega mynd- arleg í saumaskap og hver há- tískuflíkin af annarri var fram- leidd af henni, enda var hún frænka mín einstaklega glæsi- leg kona, alltaf fallega klædd og vel tilhöfð, eftir nýjustu tísku og með fallegar og snyrtilegar rauðlakkaðar neglur. Skó- skápnum hennar Þórlaugar gleymi ég aldrei, ég mátti skoða og máta eins og ég vildi og það var sko ekki lítið gaman fyrir mig, unga stelpuna. Þórlaug frænka mín var sannkölluð nú- tímakona og vann alltaf utan heimilisins. Fyrst við hár- greiðslu sem hún lærði á Ak- ureyri sem ung kona og síðari ár við skrifstofustörf og þar af vann hún lengst hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þórlaug og Sverrir maðurinn hennar bjuggu svo til allan sinn búskap í Hafnarfirði, fyrst á Öldugötuni, síðan á Suður- brautinni og nú síðast á Sól- vangsveginum. Nú hafa þau öll kvatt þessa jarðvist systkinin þrjú, börn Júlíusar og Brynhildar, móður- foreldra minna, í Oddeyrargötu 22 á Akureyri. Systkinin sem mér þótti svo undur vænt um. Jóhann lést fyrir aldur fram ár- ið 1981 aðeins 49 ára gamall, og Bíbí lést 27. júlí 2012 og það eru því aðeins 6 mánuðir á milli þeirra systra. Elsku Sverrir, Baddý, Atli og fjölskyldan öll, við Einar og synir okkar sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Ég minnist frænku minnar með hlýhug í hjarta og þakka henni samfylgdina. Hvíl í friði, kæra Þórlaug. Brynhildur Birgisdóttir (Binna). Komið er að kveðjustund. Í dag kveðjum við Þórlaugu Júl- íusdóttur, frænku mína. Hún og systkini hennar Bíbí og Jói pössuðu mig og bræður mína þegar við vorum lítil. Feður okkar voru bræður og reistu fjölskyldum sínum heim- ili í Oddeyrargötunni á Akur- eyri, annar í nr. 22 og hinn í nr. 23. Það var því stutt að fara á milli húsa og samgangur mikill. Við mátum þetta frændfólk okkar mikils, þau voru svo stór þáttur í lífi okkar. Ég gleymi ekki hvað það var sjálfsagt að ég fengi að máta háhæluðu skóna þeirra systra og skoða fallegu skartgripina og leika mér að dótinu þeirra. Þær gáfu mér dúkkurnar sínar og allt var látið eftir mér. Ef eitthvert okkar systkinanna var veikt var komið með litabækur eða eitthvað sem við höfðum gaman af. Vináttan sem varð til á þessum árum hefur fylgt okk- ur alla tíð síðan. Þegar ég var 10 ára flutti Þórlaug með honum Sverri sín- um og Baddý litlu til Hafnar- fjarðar. Foreldrar hennar og systir höfðu áður flutt til höf- uðborgarinnar en tengslin við fjölskylduna úr Oddeyrargötu 22 héldust alla tíð. Mig langar að þakka Þór- laugu allar gömlu góðu sam- verustundirnar. Guð blessi þig, kæra frænka. Við Erling sendum Sverri, Baddý og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Ragnheiður. Þórlaug Júlíusdóttir ✝ Margrét Ó.Svendsen, hár- greiðslukona og húsmóðir, fæddist 11. nóvember 1924 í Stóra-Knarr- arnesi í Vatns- leysustrandar- hreppi. Hún lést 27. desember sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 88 ára að aldri. Margrét var dóttir hjónanna Þuríðar Guðmunds- dóttur, húsmóður frá Bræðra- parti í Vogum, f. 17.4. 1891, d. 25.2. 1974 og Ólafs Péturs- sonar, útgerðarmanns og bónda frá Tumakoti í Vogum, f. 28.6. 1884, d. 11.10. 1964, búsett frá árinu 1913 að Stóra-Knarrarnesi. Systkini hennar voru Guðmundur, f. 1914, d. 1921, Guðrún Ingi- björg, f. 1916, d. 1995, Ellert, f. 1917, d. 1984, Guðfinna Sigrún, f. 1918, d. 2009, Guð- mundur Viggó, f. 1920, d. 2002, Pétur, f. 1922, d. 1998, Hrefna, f. 1923, Ólafur, f. 1926, d. 1940, Guðbergur f. Bryndísi Evu, f. 2010 og Eme- líu Rún, f. 2012, fyrr átti Halla Björg dótturina Guð- rúnu Elfu, f. 2001.3) Skúli Thor Palmqvist Svendsen, f. 1959, börn David, f. 1980, maki Julie Haworth, f. 1975, þau eiga Ania, f. 2001 og Zi- las, f. 2006, og Signe, f. 1991. Margrét ólst upp í Stóra- Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd í hópi 14 systkina. Hún fluttist ung til Danmerk- ur þar sem hún kynntist eig- inmanni sínum. Þau bjuggu fyrstu árin sín í Kaupmanna- höfn en fluttu síðan til Ís- lands. Fyrst bjuggu þau í Innri-Njarðvík, síðan í Stóra- Knarrarnesi hjá foreldrum Margrétar og fluttu síðan í Vogana. Þegar Edward dó fluttist hún til Danmerkur með yngsta son sinn en flytur síð- an aftur til Íslands og býr þá í Reykjavík en fluttist síðan á Kirkjuveg 1 í Reykjanesbæ. Margrét lærði hárgreiðslu í Danmörku og var með hár- greiðslustofu þar. Hún rak verslun um tíma í Vogunum. Hún vann lengst af hjá Sjálfs- björg meðan hún bjó í Reykjavík. Útför Margrétar fer fram hjá ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, í dag, 10. jan- úar 2013, og hefst hún kl. 13. 1927, Bjarney Guðrún, f. 1928, Áslaug Hulda, f. 1930, Eyjólfur, f. 1931 og Hulda Klara, f. 1933, d. 1994. Margrét giftist Edwardi Marius Palmqvist Svendsen. Hann var fæddur í Dan- mörku 24.10. 1920 og dó 11.9. 1974. Margrét og Edward eign- uðust þrjá drengi: 1) Bern- hard Palmqvist Svendsen, f. 1950, maki Kolbrún Sigurð- ardóttir, f. 1957, börn: Linda Rós, f. 1977, Íris, f. 1978 og Lilja, f. 1988, maki hennar er Kris Farayi Kristoffersen, f. 1988, þau eignuðust son, óskírður, þann 31.12. 2012. 2) Bjarne Palmqvist Svendsen, f. 1956, maki Elínborg Ell- ertsdóttir, f. 1957, börn Thor Palmqvist Svendsen sem er f. 1978 og býr í Danmörku og Halla Björg Evans sem er f. 1980, hún er trúlofuð Brynj- ari Erni Sigmundssyni, f. 1974 og eiga þau tvær dætur, Elsku Magga amma. Við kveðjum þig með tár í augum en trúum jafnframt að nú líði þér betur. Margar góðar minningar koma upp í hugann, eins og þegar þú talaðir á dönsku við mig en á íslensku við Thor bróður – það gerðist frekar oft og alltaf gátum við hlegið okkur máttlaus af því. En fyrst og fremst minnumst við þakklætis og gleðinnar sem þú sýndir við innlit til þín, bæði á Bræðraborgarstíginn og á Kirkjuveginn. Okkur þykir svo vænt um stundina okkar saman á Þorláksmessu. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Man ég þig ástkæra meyja, meðan að lifi ég hér. Minning sem aldrei skal deyja samverustundin með þér. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Elsku pabbi og mamma, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og okkur langar til að þakka ykkur fyrir allt sem þið gerðuð fyrir Möggu ömmu – það er ómetanlegt. Ágæta fjölskylda og vinir Möggu ömmu, gleðjumst nú með henni. Hún er nú komin til Eðvarðs síns, sem örugglega tók vel á móti henni. Þökkum fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi með okkur. Blessuð sé minning Möggu ömmu. Halla Björg, Brynjar Örn, Guðrún Elfa, Bryndís Eva og Emelía Rún. Magga frænka var ein af systrum mömmu. Hún fluttist til Danmerkur en kom aftur til Íslands þegar við vorum litlar stelpur og þá hófust löng og góð kynni okkar af Möggu frænku. Við fórum oft í heim- sókn til hennar eða hittum hana hjá afa og ömmu í Stóra- Knarrarnesi. Eftir því sem árin liðu þá urðu þessar samveru- stundir fleiri og fleiri og hún kom oft inn á heimili okkar systra og aðstoðaði okkur við ýmsa gagnlega hluti sem hún kunni betri skil á en við. Magga var hörkudugleg til vinnu eins og systkini hennar og foreldrar. Hún var mikill fagurkeri og þótti henni gam- an að sauma út, mála á postu- lín og útbúa fallega hluti. Má minnast þess er gullfallegur vasi stóð óvænt á borðinu heima hjá einni okkar, hafði Magga þá fengið hann að láni til að fegra hann og málaði á hann fallega mynd. Þarna kom í ljós hvað hún var einnig nýt- in á ýmsa hluti. Eitt sinn saumaði hún ákaflega fallegt áklæði á píanóstól og gaf einni okkar. Stóllinn ber henni fag- urt vitni sem góðri hannyrða- konu og okkur þykir mjög vænt um hann. Hún hafði mik- inn áhuga á ættfræði og þótti henni gaman að vita hverjir væru ættfeður og ættmæður fjölskyldu hennar. Áttum við ófáar stundir með henni þar sem farið var yfir ættfræðina, okkur systrum til mikillar gleði og lærdóms, enda mik- ilvægt í svo stórri fjölskyldu sem okkar. Magga var alltaf hjálpsöm og hlýleg við alla og eigum við ekkert nema góðar minningar um hana. Hún hafði gaman af því að klæða sig í fín og flott föt og fór aldrei út úr húsi öðruvísi en vel tilhöfð. Það var alltaf gaman að fá Möggu í heimsókn, en hún og mamma voru alla tíð góðar vinkonur og fengum við systurnar því mörg tækifæri til að kynnast henni vel. Öllum var hlýtt til Möggu frænku og allir sem hittu hana töluðu vel um hana. Hún átti góða fjölskyldu sem hún lifði fyrir og barnabörnin hennar voru, að hennar sögn, þau allra bestu. En henni þótti líka óendanlega vænt um frænd- fólk sitt og fylgdist vel með öllum litlu krílunum sem voru eins og hún sagði ekkert síður góð. Það eru forréttindi að hafa átt frænku eins og Möggu, sem alltaf var að hugsa um aðra og finna ráð til að hjálpa öðrum. Hún var aldrei ráðþrota að okkar mati. Alltaf fann hún lausn á vand- anum og aldrei skipti hún skapi né æðraðist. Návist hennar jók kjark og bjartsýni, hvatti til iðjusemi og náunga- kærleika. Við kveðjum Möggu með miklum söknuði en fyrst og fremst með óendanlegu þakk- læti fyrir það sem hún gaf okk- ur og fjölskyldum okkar. Við sendum okkar samúðarkveðjur til sona hennar og fjölskyldna. Hvíl í friði, góða frænka. Kristín, Elín og Rós. Margrét Ólafsdótt- ir Svendsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.