Morgunblaðið - 10.01.2013, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
✝ RögnvaldurÓmar Gunn-
arsson fæddist í
Reykjavík 16. júní
1957. Hann lést á
Landspítalanum 4.
janúar 2013.
Foreldrar hans
voru Sigurbjörg
Rögnvaldsdóttir,
fædd 26. mars 1940
og Gunnar Konráð
Berg Guðnason,
fæddur 26. september 1937, dá-
inn 6. febrúar 2010. Systur Óm-
ars voru Anna Rúnarsdóttir,
fædd 2. desember 1963, Sigrún
Rúnarsdóttir, fædd 23. ágúst
1965 og Erla Vigdís Rúnars-
dóttir, fædd 16. júní 1982.
Ómar ólst til 12 ára aldurs að
mestu leyti upp hjá
afa sínum og ömmu,
Rögnvaldi Ámunda-
syni og Sigrúnu
Jónsdóttur í Vatna-
hverfi, A-Húna-
vatnssýslu. Flyst þá
til Reykjavíkur til
móður sinnar og
fósturföður, Rúnars
Ársælssonar. Ómar
stundaði sjó-
mennsku frá 15 ára
aldri á hinum ýmsum togurum
og bátum, þar til hann lét af
störfum vegna heilsubrests.
Útför Ómars fer fram frá
Breiðholtskirkju í dag, 10. janúar
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með þessum ljóðlínum kveðj-
um við okkar ástkæra bróður,
mág og frænda. Þín verður sárt
saknað.
Anna, Sigrún, Erla Vigdís
og fjölskyldur.
Rögnvaldur Ómar
Gunnarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Okkur langar að minnast Ingu
frænku okkar sem var okkur afar
kær. Ef litið er yfir farinn veg eru
margar góðar minningar sem sitja
eftir og þær ætlum við að geyma í
hjörtum okkar.
Heimsóknir og aðstoð Ingu,
Magga, Hlyns og Skúla í sveitina
vetur, sumur, vor og haust eru
okkur ómetanlegar. Þá fylltist
búrið hennar ömmu af alls kyns
góðgæti, allt varð hreint og fínt og
líf og fjör einkenndi dagana. Inga
var ævinlega tilbúin til að leggja
öðrum lið og hlífði sér hvergi til
verka. Allt sem hún tók sér fyrir
hendur var unnið af alúð og vel-
vild. Inga bjó ein systkinanna í
Reykjavík lengst af og í gegnum
árin hefur verið ómetanlegt að
eiga fjölskylduna á Þinghólsbraut
að. Eins konar stoppistöð okkar
stórfjölskyldunnar. Þangað er og
verður alltaf gott að koma. Okkur
systrum er það minnisstætt er við
Ingunn Jónsdóttir
✝ Ingunn Jóns-dóttir fæddist á
Sólvangi í Fnjóska-
dal 30. desember
1950. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 28. des-
ember síðastliðinn.
Útför Ingunnar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 4. jan.
2013.
vorum á íþróttamót-
um í Reykjavík og
heimþrá gerði vart
við sig, þá var Inga
óðara komin með op-
inn faðminn.
Öll þau skipti sem
Inga var okkur til
staðar eru ómetan-
leg, hvort sem um
var að ræða gómsæt
matarboð, kaffihúsa-
ferðir, búðarráp eða
spjall um lífið og tilveruna. Elsku
Inga, við ætlum svo sannarlega að
taka þig til fyrirmyndar í lífi okkar
og starfi. Þú munt ávallt vera með
okkur í huga og hjarta.
Elsku Magnús, Hlynur, Skúli
og Guðrún Katrín, hugur okkar er
hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.
Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar,
er ljóð, sem himininn sjálfur skapar.
Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar,
er ljóð um kjarnann, sem vex og
dafnar.
Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar,
er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Líney, Silja, Hrönn
og Arnar Geir.
Svo hlý og góð að börnin hænd-
ust að henni.
Svo skipulögð og vönduð í
vinnubrögðum að börnin tömdu
sér aga og góð vinnubrögð.
Fagmanneskja fram í fingur-
góma sem smitaði margan nem-
andann af áhuga á matseld og
hollu líferni.
Já, skólasamfélagið hér í
Smáraskóla hefur misst mikið við
fráfall Ingunnar Jónsdóttur heim-
ilisfræðikennara.
Ég kynntist Ingunni fyrst fyrir
rétt rúmum þremur árum er ég
kom til starfa hér við skólann.
Hæglát en föst fyrir og stutt í
glettnina. Hún var einn af mátt-
arstólpum þessa samfélags og
hafði einna lengstan starfsaldur
þeirra starfsmanna sem nú starfa
við skólann. Fagmennska, snyrti-
mennska og öguð vinnubrögð
hennar voru eftirtektarverð. Og
börnin fundu svo vel fyrir hlýju
hennar og hjartagæsku. Þau
sakna nú góðs kennara.
Fyrir tveimur árum var tekin
ákvörðun af skólastjórnendum
hér við skólann að ganga til liðs við
verkefnið Heilsueflandi grunn-
skólar. Í tengslum við það verk-
efni var myndaður stýrihópur og
þar var Ingunn mikilvægur hlekk-
ur m.a. vegna yfirgripsmikillar
þekkingar sinnar og reynslu á
sviði heimilis- og heilsufræði.
Í vor sem leið fór starfsmanna-
hópurinn í fræðslu- og skemmti-
ferð til Vestmannaeyja. Þar var
Ingunn m.a. fremst í flokki vaskra
starfsmanna sem klifu Heima-
klett. Dreif aðra áfram þegar þeir
voru að því komnir að gefast upp á
göngunni og fyllti þá af krafti til að
sigrast á klettinum. Hún hafði
mikla unun af útivist og göngu-
ferðum í íslenskri náttúru.
Það var okkur mikið áfall af
heyra af veikindum hennar stuttu
áður en mætt var til vinnu til að
undirbúa yfirstandandi skólaár.
En hún bar sig vel og af eftirtekt-
arverðu æðruleysi tókst hún á við
vágestinn. En baráttan var frekar
stutt og snörp.
Þegar við, nokkrir starfsmenn
skólans, heimsóttum hana hinn 20.
desember með gjafir og hugheilar
jóla- og batakveðjur frá nemend-
um skólans var mjög af henni
dregið. Þrátt fyrir það var stutt í
glettnina og hún gat ekki varist
brosi og glampi kom í augu henn-
ar þegar ég sagði henni að við
hefðum alveg verið í vandræðum
með kakódaginn okkar á aðvent-
unni þar sem hennar hefði ekki
notið við. Við hefðum farið nærri
því að klúðra deginum m.a. með
alltof miklum innkaupum.
Hugur okkar og hlýjar hugsan-
ir eru hjá elskulegum eiginmanni
hennar, Magnúsi Skúlasyni,
drengjunum þeirra tveimur og
aldraðri móður Ingunnar. Missir
þeirra sem og nánustu aðstand-
enda er mikill.
Við erum full þakklætis fyrir að
hafa fengið að ganga með Ingunni
þennan spöl á hennar alltof stuttu
ævigöngu. Við erum ríkari fyrir
það að hafa fengið að njóta hlýju
hennar, hjartagæsku og fag-
mennsku.
Blessuð sé minning hennar.
Friðþjófur Helgi Karlsson,
skólastjóri Smáraskóla.
Ef ég þyrfti að útskýra tilfinn-
ingar mínar til hennar Guðlaugar
Marteinsdóttur í fáum orðum
myndi ég hætta núna því það yrði
vonlaust verkefni. Guð gefur okk-
ur foreldra við fæðingu sem leiða
okkur í gegnum lífið sem best þeir
geta. Sjaldan getur maður sagt að
hin „ógurlega“ tengdamamma sé í
raun ástrík og í miklu uppáhaldi.
Mamma Lóló er fyrir mér sú
manneskja. Hún studdi mig í
gegnum margar erfiðar stundir,
var sú sem ég gat ætíð leitað til
þrátt fyrir mína bjöguðu ensk-ís-
lensku tungu. Hún baðaði allt og
alla þá sem á hennar vegi urðu í
ást sinni en hafði samt alltaf pláss
fyrir mig í hjarta sér og ég verð
ávallt þakklátur fyrir það. Ég veit
Guðlaug
Marteinsdóttir
✝ Guðlaug Mar-teinsdóttir
(Lóló) fæddist í
Reykjavík 31. októ-
ber 1931. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 17. des-
ember 2012.
Útför Guðlaugar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 7. jan-
úar 2013.
að það eru aðrir fjöl-
skyldumeðlimir og
kærkomnir vinir
sem líður eins og
mér á þessum tíma-
punkti og ég veit að
mér verður fyrirgef-
ið fyrir þessi sjálfs-
elsku orð mín hér í
dag.
Ég elska þig
mamma mín og ég
mun alltaf sakna þín.
Ef ég þyrfti að fljúga þúsund mílur,
ég myndi fljúga þúsund til.
Bara til þess að halda þér að mér,
er þú opnar þínar dyr.
Fjarveran mín ávallt fyllt með örlæti og
ást.
Ég er stoltur að kalla þig mamma mín,
fyrir öllum heiminum að dást.
Tíminn sem áttum við saman,
hefur horfið burt á braut.
Og tárin sem flæða þorna upp,
er við komumst í gegnum þessa þraut.
Nú er komin kveðjustund er ég flýg þús-
und mílur til,
Þar til við hittumst enn á ný elsku
mamma mín,
Þar sem ég svo kveð á þínar dyr.
Þinn tengdasonur,
Michael G. Whalley.
Kveðja.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Jón V. Guðjónsson
✝ Jón Vilbergfæddist í
Reykjavík 15. nóv-
ember 1922 og lést
27. desember 2012
á Landspítalanum
við Hringbraut.
Jón var jarð-
sunginn frá Sel-
tjarnarneskirkju 4.
janúar 2013.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin
stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú
hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við systkinin og börn okkar
kveðjum Jón Vilberg með þakk-
læti og söknuði í hjarta. Farinn
er drengur góður.
Sveinfríður Jóhannesdóttir,
Hákon Jóhannesson
og Helga Jóhannesdóttir.
Selma var fædd og uppalin
hér í sveitinni. Faðir hennar
lést þegar hún var mánaðar-
gömul og var hún skírð við
kistu hans. Hún var yngst fimm
alsystra. Tveggja ára fór hún
að Seljanesi þegar móðir henn-
ar fór í sambúð með Kristni
Jónssyni. Árið 1953 flutti fjöl-
skyldan að Dröngum. Þar ólst
hún upp til fullorðinsára.
Ung varð hún þátttakandi í
önnum fólksins enda veitti
ekki af, fjölskyldan stækkaði
óðum og allir verkfærir urðu
að leggja sitt af mörkum.
Þetta mótaði hana og vinna í
hennar augum var sjálfsagður
hlutur. Á haustdögum árið
1961 kom hún að Steinstúni og
tóku þau þá við húsforráðum,
Ágúst Gíslason og hún. Það
kom fljótt í ljós að hún var vel
undirbúin að taka við húsmóð-
urstörfum á venjulegu sveita-
heimili, þar sem margt var
unnið heima, m.a. matargerð
ýmiskonar, sem frekar er sótt
í búðir í dag.
Það fjölgaði fljótt í heimili
ungu hjónanna, þrátt fyrir það
var hún liðtæk utan heimilis-
verka, svo sem við heyskap,
sauðburð, hún lá ekki á liði
sínu. Þau hjónin voru hagsýn
og vel var haldið um alla hluti,
ekkert fór til spillis. Gestrisin
voru þau og gjarnan gest-
kvæmt á heimilinu, en alltaf
nóg á borðum og heimilishald
allt til fyrirmyndar.
Þegar Selma kom að Stein-
stúni var amma okkar bræðra,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, á
heimilinu í hárri elli og þurfti
mikla umönnun, lést árið 1967,
Selma Jóhanna
Samúelsdóttir
✝ Selma JóhannaSamúelsdóttir
fæddist í Bæ í Tré-
kyllisvík, Árnes-
hreppi, 20. janúar
1942. Hún lést á
Höfða, hjúkrunar-
og dvalarheimili,
Akranesi, 29. nóv-
ember 2012.
Útför Selmu fór
fram frá Árnes-
kirkju í Trékyll-
isvík 8. desember 2012.
hundrað og tveggja
ára. Umönnun
hennar var nokk-
urs konar húsmóð-
urskylda, þetta
fórst Selmu vel úr
hendi. Ég leyfi mér
hér með að færa
Ágústi og Selmu
þakkir fjölskyld-
unnar frá Stein-
stúni fyrir þá
miklu fórnfýsi. Ár-
ið 1960 stofnuðum við Margrét
heimili okkar í Kaupfélaginu í
Norðurfirði. Við húsbænda-
skiptin á Steinstúni ári síðar
fór í hönd samgangur milli bæj-
anna, sem staðið hefur í hálfa
öld.
Það er ljúft að minnast þess-
ara ára, aldrei bar skugga á,
börnin tíu voru eins og einn
„systkinahópur“, þau gengu
milli húsa til leikja að vild.
Konurnar voru samrýndar,
skruppu gjarnan framan af ár-
um í heimsóknir á bæi í sveit-
inni á köldum vetrardögum,
annaðhvort gangandi eða á
hestum meðan þeir voru til,
ekki beðið eftir akfærum vegi.
Við þessi tímamót er okkur
hjónunum og börnum okkar
þakklæti í huga fyrir þessi ár.
Fyrir nokkrum árum greindist
Selma með sjúkdóm, sem ekki
varð læknaður, og sigraði að
lokum, leiddi til þess að þau
fluttu frá Steinstúni. Nú rýkur
ekki lengur úr strompinum þar.
Gott er samt til þess að vita, að
enn er rekinn búskapur á
Steinstúni, sem Guðlaugur
Agnar, sonur þeirra, og Ragn-
heiður Edda, kona hans, standa
fyrir. Ég lýk hér með þessum
síðbúnu kveðjuorðum. Hugur
okkar hefur verið hjá Ágústi
bróður mínum og fjölskyldunni.
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri …
Svo yrkir Bjarni Thoraren-
sen.
Minningin um Selmu mun
lifa með okkur.
Gunnsteinn Gísla-
son frá Steinstúni.
✝
Þakka öllum þeim sem sýndu mér og
fjölskyldu minni samúð vegna andláts eigin-
konu minnar,
RAGNHILDAR EINARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Reynihlíð
á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri fyrir alla þá
góðu umönnun er hún hlaut er hún dvaldi þar.
Alfreð Jónsson.
✝
Elsku mamma, tengdamamma og amma
okkar,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Grindavík,
Lækjargötu 30,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 5. janúar.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
föstudaginn 11. janúar kl. 13.00.
Sóley Ólöf Hlöðversdóttir, Heiðar Jóhannsson,
Bjarney Kristín Hlöðversdóttir, Ólafur Ingólfsson,
Þórey Maren Sigurðardóttir, Óskar Thorarensen,
Sveinbjörn S. Sigurðsson, Arndís Þorvaldsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmu,
SÓLVEIGAR VIGDÍSAR
ÞÓRÐARDÓTTUR,
Bankavegi 5,
Selfossi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju.
Sigfús Kristinsson,
Aldís Sigfúsdóttir,
Guðjón Þórir Sigfússon, Guðrún Guðbjartsdóttir,
Kristinn Hafliði Sigfússon,
Þórður Sigfússon, Selma Jónsdóttir,
Sigríður Sigfúsdóttir, Baldur Guðmundsson
og barnabörn.