Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Við fráfall Brynhildar systur
minnar birtast minningar og
minningabrot liðinna ára. Minn-
ingar sem ylja í senn og vekja
ljúfar tilfinningar til hennar og
þess tíma sem við áttum saman.
Ég segi; áttum saman, því Bryn-
hildur var ekki bara systir mín,
heldur einn minn besti vinur. Ég
á minningar frá fæðingu hennar,
pabbi æðandi um gólf, og víst
búinn að raka sig þrisvar meðan
á fæðingunni stóð, en Brynhild-
ur fæddist heima í svefnherbergi
foreldra okkar að Varmalandi.
Ég á minningar í hugskoti mínu
af því þegar Brynhildur byrjaði
að ganga í stofunni heima, tím-
anum í Kaupmannahöfn þar sem
fjarveran frá heimahögunum
þjappaði okkur saman, þegar
pabbi var í framhaldsnámi í
kennslufræðum þar. Við eignuð-
umst lífsförunaut okkar á svip-
uðum tíma, Brynhildur minn
góða félaga Þór Ottesen sem
hefur verið henni ástsæll og góð-
ur félagi. Börnin komu í heiminn
á svipuðum tíma og var mikill
samgangur og vinfengi. Á þess-
um árum var staðið að stofnun
hjónaklúbbs, svo barnafólkið
kæmist út að dansa, fara í leik-
hús, útilegur og annað það sem
gladdi andann. Ótaldar eru þær
mörgu ferðir sem farnar voru til
útlanda. Alltaf með börnin og
dvalið í sumarhúsum þar sem
hægt var að rækta fjölskylduna.
En þar komum við að einum
skemmtilegasta eiginleika Bryn-
hildar, ræktarseminni. Í for-
eldrahúsum var okkur kennt að
rækta vinskap og tengsl við okk-
ar nánustu, því þar færu þeir
sem leita mætti til, bæði í gleði
og sorg. Þetta gerði Brynhildur
dyggilega. Hennar frændgarður
og vinahópur var ekki bara stór
heldur óvenju þéttur og sam-
heldinn. Hennar vinir voru mínir
vinir og mínir vinir hennar og á
þann hátt deildi hún sínum vin-
um svo ljós vináttunnar mætti
vaxa og dafna, ljós sem lýsir nú
yfir minningu hennar sem fag-
urt vitni um vinfasta og trúa
manneskju. Samband okkar var
óvenju hreinskipt. Þegar upp
komu ágreiningsmál og eða ann-
að óhreinlyndi var bara hringt
og spurt; er þetta rétt Ingvar? Á
þann hátt voru mál leyst, kláruð
og skilin eftir fyrir aftan okkur.
Þegar Brynhildur sá hvert
stefndi í sínum veikindum, átt-
um við gott samtal, þar sem hún
var að velta fyrir sér framtíðinni
og hvert för hennar væri heitið.
Þá skynjaði ég það sem ég þó
taldi mig hafa vitað, hversu
sterk persóna hún var og kær-
leiksrík.
Brynhildur fór í Verslunar-
skólann og ætlaði sér að stunda
verslunar- og skrifstofustörf. En
kennarastarfið heillaði hana og
eftir einn vetur við kennslu í
Seljalandsskóla undir Eyjafjöll-
um, snéri hún sér að kennara-
námi og lauk því námi á undra-
skömmum tíma. Brynhildur hóf
síðan störf við kennslu og skóla-
stjórnun sem hún stundaði til
dauðadags og munu aðrir skrifa
um það, sem til þess eru betur
færir.
Með þessum skrifum, viljum
við Björg, þakka samveruna og
vinsemdina á liðnum árum. Um
leið og við vottum okkar góða
vini Þór og börnum hans Ás-
Brynhildur
Ólafsdóttir
✝ BrynhildurÓlafsdóttir
fæddist á Varma-
landi í Borgarfirði
23. janúar 1956.
Hún lést á líkn-
ardeild LSH 18.
desember 2012.
Útför Brynhildar
var gerð frá Nes-
kirkju 4. janúar
2013.
laugu, Brynju og
Bjarka samúð okk-
ar.
Þinn bróðir,
Ingvar Ólafsson.
Það er sárt að
kveðja kæra svil-
konu, hana sem var
svo dugleg og barð-
ist hetjulega til síð-
asta dags. Bryn-
hildur var einstök kona,
glæsileg, kraftmikil, ósérhlífin
og hvers manns hugljúfi. Við
hittumst fyrst þegar þau Þór
mágur minn komu í heimsókn til
okkar Sigga til Svíþjóðar 1978,
með okkur tókst ómetanlegur
vinskapur og fjölskyldur okkar
tengdust órjúfanlegum fjöl-
skylduböndum. Brynhildur var
alltaf glaðlynd og bjartsýn, hún
var foringi að eðlisfari og því
góður stjórnandi, hún átti gott
með að fá fólk til að vinna með
sér og var frábær í mannlegum
samskiptum. Það kom því engum
á óvart sem til hennar þekktu að
hún hafi valist til stjórnunar-
starfa, kennarastarfið var henni í
blóð borið, þar var hún á réttri
hillu, því er það mikill missir fyr-
ir starfsfélaga að sjá á eftir góð-
um félaga og fagmanni.
Nú síðari ár hittumst við líka
oft á golfvellinum. Þar var það
sama sagan, það sem hún tók sér
fyrir hendur gerði hún vel enda
ekki lengi að lækka forgjöfina,
ég dáðist að því hvað hún var
dugleg. Alltaf kom hún eins fljótt
og hún hafði þrek til aftur út á
golfvöll eftir erfiðar meðferðir.
Fólk tók eftir því hversu dugleg
hún var og hafði orð á því við
mig. Ég var stolt af því að eiga
Brynhildi sem vinkonu.
Fjölskyldur okkar hafa átt
ómetanlegar samverustundir í
gegnum tíðina. Við Brynhildur
vorum duglegar að taka okkur
saman um að hittast af og til og
aldrei stóð á því að Þór og Bryn-
hildur væru til í að halda fjöl-
skylduboðin heima hjá sér. Þau
reyndust mér og fjölskyldu
minni líka einstaklega vel við
andlát Sigga.
Með trega og tárum kveð ég
og fjölskylda mín Brynhildi.
Með okkur lifir minning um
einstaka konu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Elsku Þór, Áslaug, Brynja,
Bjarki, Bjössi og Ólafur, okkar
innilegustu samúðarkveðjur,
megi guð gefa ykkur styrk í mik-
illi sorg.
Anna Kjartansdóttir
og fjölskylda.
Í dag minnumst við Brynhild-
ar Ólafsdóttur, fyrrum samkenn-
ara og vinar í Fellaskóla. Hún
kom til starfa ung að árum á
miðju skólaári í forföllum annars
kennara, og bættist þar í hóp
ungra kennara við skólann. Þá
strax kom í ljós að um öflugan
liðsmann var að ræða þó hún
hefði ekki lokið formlegu námi á
þeim tíma. Að námi loknu hélt
hún síðan áfram að vinna við
skólann.
Brynhildur var alla tíð áræðin,
skipulögð og tók snemma for-
ystu í breytingastarfi sem leiddi
til betri kennsluhátta, sannkall-
aður frumkvöðull. Hún hvatti
ávallt nemendur og samstarfs-
fólk til góðra verka. Hún var
hugmyndarík og afar listræn
sem kom svo vel fram í öllu
hennar starfi, m.a. lagði hún
mikla áherslu á skapandi vinnu
nemenda sinna og var ljósritun-
arvélin henni lítt að skapi. Það
kom því ekki á óvart þegar hún
fluttist með fjölskyldunni tíma-
bundið til Danmerkur að hún fór
í nám í fatahönnun enda annáluð
smekkkona á fatnað og alla
hönnun. Brynhildur kenndi við
Fellaskóla í yfir tuttugu ár og
það einkenndi hana alla tíð
hversu vel hún hélt utan um fólk-
ið sem næst henni vann og lét
hún sér sérstaklega annt um
unga og nýútskrifaða kennara.
Hún var dugleg að leiðbeina
þeim og aðstoða eftir bestu getu.
Hún bjó yfir þeim góðu eiginleik-
um að ná vel til nemenda sinna
og átti jafnan farsælt samstarf
við foreldra.
Síðustu árin í Fellaskóla tók
hún að sér stjórnun og fórst það
vel úr hendi. Okkur fannst það
því eðlilegt framhald að þegar
hún kvaddi skólann tók hún við
stöðu aðstoðarskólastjóra við
Álftamýrarskóla og varð síðar
skólastjóri sama skóla. Það var
mikil eftirsjá að Brynhildi úr
kennarahópnum en við fögnuð-
um því að hún fengi tækifæri til
að taka að sér nýtt og krefjandi
starf þar sem hæfileikar hennar
fengju notið sín.
Hugur okkar er hjá fjölskyldu
Brynhildar og föður hennar
Ólafs sem eitt sinn var einnig
samstarfsmaður okkar við skól-
ann. Blessuð sé minning Bryn-
hildar Ólafsdóttur.
F.h. vina og samstarfsfólks í
Fellaskóla,
Guðrún Bj., Margrét J., Ólöf
I., Ólöf S. og Valgerður E.
Ég byrjaði að kenna við Álfta-
mýrarskóla haustið 2002, þá ný-
útskrifuð frá Kennaraháskólan-
um. Þetta sama haust hóf
Brynhildur störf sem aðstoða-
skólastjóri við skólann. Hún
þaulvanur kennari, ég með enga
reynslu. Við áttum það þó báðar
sameiginlegt að standa frammi
fyrir nýjum og spennandi verk-
efnum og samhliða eftirvænting-
unni fylgdi smá kvíðahnútur. Við
áttum líka sameiginlegan afmæl-
isdag og það fannst mér alltaf
svo dásamlega skemmtilegt!
Ég þurfti oft að leita til Bryn-
hildar á þessum fyrstu árum.
Oftast var það vegna nemenda
eða foreldra. Ég var nýútskrifuð
og vissi svo ósköp fátt en taldi
mig geta allt! Á meðan ég sat
inni hjá Brynhildi og tjáði mig
um skólamál líkt og ég hefði
kennt í fjörutíu ár, horfði hún á
mig, brosti og hlustaði. Það var
eins og hún vissi hvernig mér
leið. Og ég veit að hún vissi
hvernig það var að vera nýút-
skrifuð, full af eldmóði. Hún vissi
líka að framundan yrðu nokkrar
hindranir á vegi mínum.
Brynhildur gaf mér dýmæta
gjöf. Hún hafði trú á mér. Við-
mót hennar, hvatning og já-
kvæðni varð til þess að ég þrauk-
aði fyrstu árin og skildi hlutverk
mitt sífellt betur. Smám saman
fór ég að njóta þess að kenna og
skynjaði hvar hæfileikar mínir
lágu. Þegar ég ræddi við hana
um að fara í framhaldsnám sagði
hún umsvifalaust: „Gerðu það.
Enginn vafi, við reddum þessu!“
Það voru yfirleitt viðbrögðin sem
maður fékk frá henni. Og ég
gerði mér ekki grein fyrir því
hvað mér þótti ægilega vænt um
þau.
Ég hitti Brynhildi síðast út í
Berlín. Hefði ég vitað að það
yrðu okkar síðustu samveru-
stundir hefði ég sagt eitthvað
öðruvísi, horft öðruvísi, hlustað
öðruvísi. Vonandi fæ ég tækifæri
til þess einhverntímann. Í
miðjum súkkulaðihátíðum
himnaríkis.
Mig langar að þakka Bryn-
hildi fyrir gjöfina sem hún gaf
mér. Ég lofa að nýta hana áfram
í mínu lífi og framsenda hana til
annarra.
Til fjölskyldunnar allrar sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Helga Helgadóttir.
Elsku Binni bróð-
ir og mágur. Það er erfitt að trúa
því að þú sért búinn að kveðja
okkur og ekki nema níu mánuðir
síðan Bárður bróðir okkar kvaddi
okkur. Þetta er mikill missir og
stórt skarð í okkar fjölskyldu. Við
eigum svo margar góðar minning-
ar um þig og Ólöfu þína. Allar
heimsóknirnar til ykkar voru eins
og að koma heim; tekið á móti
okkur með útbreiddan faðm og
hlýju. Margt erum við búin að
bralla saman, s.s. gæsaveiðar og
sjóstöng á Mærudögum þar sem
við fengum medalíu fyrir stærsta
fiskinn. Og svo þegar við fórum til
Björns í Lóni og fengum leyfi til
að veiða, gormurinn í veiðihjólinu
brotnaði í fyrsta kasti og þú sagð-
ir: „Við förum bara heim í Bólu og
lögum þetta, fiskurinn stækkar á
meðan!“ Þú sagðist eiga gamla
klukkufjöður sem við getum
klippt úr og þar með var fjöðrin
klippt til og hjólið lagað. Ég skil
ekki enn hvernig þú fórst að því
að koma þessu fyrir með þínum
sveru puttum en þú varst úrræða-
góður og handlaginn og alltaf
tilbúinn til hjálpa. Þú hefur
greinilega erft þessa lagni og
hjálpsemi frá forfeðrum þínum.
Takk fyrir allar dásamlegar
samverustundir, þær lifa í minn-
ingunni.
Elsku Ólöf, börn, barnabörn og
barnabarnabörn. Guð blessi ykk-
ur á þessum erfiðu tímum.
Kveðja,
Elías og Lissý.
Elsku afi, langafi og tengdaafi.
Óteljandi góðar minningar hafa
brotist um í kollinum á okkur síð-
an við kvöddum þig. Eitt er víst að
mikið eigum við eftir að sakna þín
og þá er gott að ylja sér við minn-
ingar um góðar stundir.
Stundirnar allar í Bólu, sum-
arbústað ykkar ömmu á ættar-
óðalinu Sultum. Ófáar góðar mál-
tíðir snæddar þar, mikið rætt og
notið lífsins. Enda nutuð þið ykk-
ar best þar umkringd börnum,
barnabörnum, barnabarnabörn-
um og fylgifiskum. Allar góðu
heimsóknirnar ykkar til okkar,
upp tröppurnar komst þú í öllum
færum þrátt fyrir að eiga oft erfitt
með það. Þegar við ungu hjónin
Brynjar Þór
Halldórsson
✝ Brynjar Þórfæddist á
Siglufirði 14. maí
1938. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 20. des-
ember 2012.
Útför Brynjars
fór fram frá Húsa-
víkurkirkju 4. jan-
úar 2013.
áttum ekki skóhorn
til að lána þér þá
komst þú með
heimasmíðað skó-
horn búið til með
þínum laghentu
höndum og færðir
okkur. Alltaf varst
þú tilbúinn að
hjálpa, ekki nema
eitt stutt símtal og
þú varst mættur
hvort sem það var til
að skutla Hildi Önnu í skólann ef
mamman var föst með Erlu Þyri
heima eða hjálpa tengda-
afadótturinni inni í húsið þegar
hún var búin að læsa sig úti.
Hildur Anna og Erla Þyri
langafadætur ykkar hafa nú held-
ur betur fengið að njóta góðs af
því að eiga góðan langafa. Í heilan
vetur fengu þær að koma til ykkar
í Litlahvamm tvo daga í viku í
nokkrar klukkustundir til að brúa
bilið milli vinnu foreldranna, al-
veg sjálfsagt mál frá ykkar hendi.
Þá lumaðir þú oftast á grænum
Opal til að gefa þeim, stundum
deildu þær með sér pakka en oft-
ast var það heill pakki á hvora
stelpu enda voru heimsóknirnar
margar og stundum áttum við
svolítið mikið af grænum Opal.
Einnig var mjög vinsælt að fá afa
Binna til að prenta út myndir í
tölvunni til að lita. Í sumar fóruð
þið með Hildi Önnu og Brynju
Ósk nöfnu þína í eina af mörgum
Kiwanis-útilegum. Þið
aldursforsetarnir með flest börn-
in, Ólöf hafði nú á orði að þetta
yrði nú örugglega síðasta útilegan
sem farið yrði í þar sem þú varst
ansi þreyttur við að pakka í tjald-
vagninn, en þú Kiwanis-maður af
lífi og sál lést þig ekki vanta og
ekki datt okkur í hug að sú yrði
raunin.
Ég, nafni þinn, á heldur betur
eftir að sakna þess á komandi tíð
að geta ekki hringt í minn besta
mann, afa minn Binna, veiðifélaga
minn og góðan vin minn og verið
viss um að á hinni línunni værir
þú svo sannarlega klár í slaginn
hvernig sem viðraði, hvernig sem
veiðiútlit var, maður gat alltaf
treyst á að þú værir klár. Í haust
komumst við ekki saman eins og
mörg önnur haust heim að Ein-
arsstöðum til að veiða rjúpu. Þú
ætlaðir eins og í fyrrahaust að
vera leiðsögumaður á bílnum fyr-
ir mig, pabba og Balla, þar sem þú
áttir orðið erfitt með að fóta þig í
bröttum hlíðunum. Ástríðan fyrir
veiðum og seiglan var endalaus.
Aldrei að gefast upp. Einnig eig-
um við félagar í Dalton eftir að
sakna þess að mæta í skúrinn í
Steinagerði og sjá þig kláran með
svuntu, kaffi í brúsa og byrjaður
að gera að bráðinni.
Svona væri hægt að skrifa vel
og lengi um þig en látum hér við
sitja.
Nú kveðjum við þig með sorg í
hjarta en góðar minningar um
góðan mann lifa með okkur
áfram.
Takk fyrir allt, elsku besti afi
Binni.
Brynjar, Kristey, Hildur
Anna og Erla Þyri.
Elsku afi Binni. Nú þegar þú
ert farinn frá okkur hugsa ég um
allar þær frábæru minningar sem
ég á um þig. Útilegurnar með
Kiwanis-klúbbnum Skjálfanda,
alltaf var mikil tilhlökkun að fara í
þær með þér og ömmu Ólöfu.
Eins allar góðu stundirnar í sum-
arbústaðnum Bólu í Sultum.
Vænt þykir mér um þær minn-
ingar um heimsóknir ykkar
ömmu til mín í Reykjavík þegar
ég bjó þar. Þú varst alltaf tilbúinn
að hjálpa mér með allt, ég mun
ekki gleyma því þegar þú og Elli
mágur þinn plokkuðuð naglana úr
vetardekkjunum mínum fyrir
mig, það þótti mér mikil hjálp. Ég
er svo ánægð með að hafa flutt
heim til Húsavíkur aftur og verið
hér með þér þín síðustu ár.
Þið amma eruð frábær.
Bless elsku afi.
Þín afastelpa
Sylvía.
Elsku Binni bróðir, með stóra
faðminn. Eftir stutta sjúkrahús-
legu hefur þú kvatt þennan heim.
Þremur dögum áður sagðir þú:
„Það er allt í fína hjá mér.“ Nei,
aldrei kvartaðir þú, ekki einu
sinni þegar þú lamaðist fyrir 35
árum eftir bakaðgerð og þér var
sagt að þú mundir ekki ganga á
ný. Með jákvæðni þinni og þraut-
seigju fórstu á lappir og sýndir að
ekkert er ómögulegt.
Ég á svo ótal góðar minningar
um ykkur Ólöfu í gegnum árin og
svo þakklát að hafa átt ykkur að.
Nú síðast í sumar dvaldi ég hjá
ykkur í Litla-Hvammi í tvær vik-
ur og var það með bestu sumarfrí-
um sem ég hef átt. Sá þig hampa
bikar fyrir sjóstöng á Mærudög-
um. T.d. aksturinn að Jökulsár-
gljúfrum o.fl. Það er ekki hægt að
lýsa því hvað við erum þakklát
systkinin fyrir að hafa verið hjá
þér og kvatt þig elsku vinur og
bróðir.
Ólöf mín. Binni hefði aldei lifað
það af ef þú hefðir farið á undan.
Þú hugsaðir um hann og dekraðir
alla tíð. Börnin ykkar bera því
vitni hversu mikla alúð þið hafið
veitt þeim. Ég gæti skrifað svo
ótal margt og þegar hugurinn
reikar get ég bara brosað og það
færist yfir mig vellíðunartilfinn-
ing. Takk fyrir allt og allt. Elsku
Ólöf mín, Anna, Guðrún, Gunni og
aðrir ástvinir. Megi Guð styrkja
okkur öll.
Sigurbjörg Halldórsdóttir
(Sibba systir).
Elsku langafi minn.
Þá ertu kominn á betri stað og
það sem eftir stendur eru allar
góðu minningarnar um þig. Ég
gleymi því aldrei hversu góður og
yndislegur maður þú varst og
hvað mér fannst gaman að koma á
Krókinn að heimsækja ykkur
langömmu þegar ég var lítil og
hlusta á sögurnar sem þú sagðir,
Jósef Sigfússon
✝ Jósef StefánSigfússon
fæddist í Blöndu-
dalshólum í Ból-
staðarhlíðarhreppi
28. nóvember 1921.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Sauðárkróki 21.
desember 2012.
Útför Jósefs fór
fram frá Sauð-
árkrókskirkju 5.
janúar 2013.
eins og til dæmis
söguna af gamla
hestinum þínum, þar
sem þú varst mikill
hestamaður, og fórst
stundum í hesthúsið.
Ég gleymi heldur
ekki þegar þú sagðir
einu sinni að hestur-
inn þinn væri eins og
kviðslitin rolla, og
mér fannst það svo
fyndið að ég hló mig
næstum máttlausa þegar ég
heyrði af því, en það sem ég mun
sakna mest af öllu ert þú, elsku afi.
Stuttu áður en þú varðst engill
fann ég á mér að eitthvað væri
ekki eins og það átti að vera, því ég
gat ekki hætt að hugsa um þig, og
fór til ykkar nokkrum dögum
seinna ásamt mömmu og ömmu.
Það er dagur sem ég á aldrei eftir
að gleyma.
Við komum á sjúkrahúsið til
ykkar ömmu, og þú sast í rúminu
og hlustaðir á útvarpið, eins og þú
varst vanur að gera. Við heilsuð-
um þér og kysstum þig og ég sá að
þér þótti mjög notalegt að fá okk-
ur í heimsókn, þrátt fyrir veikind-
in. Mamma og amma spjölluðu að-
eins við þig á meðan ég sat þögul
og virti herbergið ykkar fyrir mér,
og nokkru seinna spurðir þú hvort
ég væri ekki örugglega með og þá
kom ég að rúminu þínu þar sem
mamma og amma voru og þegar
ég kom að rúminu, og þú sást mig,
brostirðu svo fallega til mín með
augunum, þessum fallegu, góð-
legu bláu augum sem minntu mig
helst á tvær perlur, sem var eitt af
því fallegasta sem ég hef séð. Svo
settist ég hjá þér og strauk þér um
öxlina, og síðan tók ég um höndina
á þér og fann að hún var köld og
reyndi að halda á henni hita, og
þrátt fyrir veikindi þín sá ég að
þér fannst það gott að hafa mig
hjá þér.
Hvíldu í friði elsku langafi og þú
munt alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Bryndís Ýrr Ingvarsdóttir.