Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 39
ingar mætast á förnum vegi er viðbú-
ið að hún stofni þar hóp og fari að
skipta með honum verkum. Hún hik-
ar ekki við að bjóða sig fram í skipu-
lagningu viðburða fyrir vinahópa og
verkefni af ýmsum toga. Ekkert for-
eldrafélag sem verður á vegi hennar
hefur sloppið við áhuga hennar. Hún
sat í stjórn Ísaksskóla og hætti þar
ekki fyrr en mörgum árum eftir að
börn hennar höfðu lokið námi við
skólann. Þá skipuleggur hún golfmót
þótt hún geti tæpast talist til golfara.
Fjölskyldu hennar þykir því stundum
nóg um þessa félagslegu ofvirkni.
Kristín er mjög hláturmild og í
senn fádæma lífs- og veisluglöð og er
stundum sagt að það taki hann tíu
mínútur að kynnast fólki og bjóða því
heim í kaffi og spjall. Þetta nýtist
henni einkar vel í starfi.
Kristín er mikil útvistarmann-
eskja. Hún var í skátunum á sínum
yngri árum, elti síðar börnin sín á
skíða- og fótboltaæfingar og mót, ólst
sjálf upp við gönguferðir um hálendið
og prjónar án afláts. Á sumrum dvel-
ur hún gjarna í Breiðafirðinum þar
sem hún og fjölskyldan eiga athvarf.
Kristín er með pungapróf og mót-
orhjólapróf og draumurinn er að
eignast vespu, þótt reiðhjólið hafi
dugað vel á liðnum árum. Hún hjólar
í kjól til vinnu yfir sumartímann og
jafnvel á fundi fram og aftur um bæ-
inn. Hjólið er Peugeot, 27 ára gamalt,
10 gíra og gengur enn.
Fjölskylda
Eiginmaður Kristínar er Kristján
Kristjánsson, f. á Akureyri 28.6. 1962,
upplýsingafulltrúi Landsbankans.
Foreldrar hans eru Björg Þórð-
ardóttir, f. 30.4. 1938, fyrrv. starfs-
maður við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri, og Kristján Kristjánsson,
f. 18.12. 1932, auglýsingateiknari og
fyrrv. framkvæmdastjóri.
Kristín og Kristján kynntust 1989
en giftu sig í garðinum heima árið
2002. Það partí líður gestum seint úr
minni, kannski sérstaklega fyrir mat-
inn sem ekki kom.
Börn Kristínar og Kristjáns eru
Þórunn Bryndís, f. 2.4. 1992, nemi í
sálfræði og spænsku við HÍ; Högni
Hjálmtýr, f. 10.3. 1994, nemi við VÍ;
Brynja Björg , f. 4.1. 2000, og Kári, f.
24.7. 2004.
Systkini Kristínar eru Pétur, f. 8.4.
1965, framkvæmdastjóri Snerruút-
gáfunnar; Bjarni, f. 2.5. 1957 (fóst-
urbróðir), atvinnurekandi í ferða-
þjónustu; Helga, f. 28.7. 1949
(samfeðra), kennari.
Foreldrar Kristínar: Hjálmtýr
Pétursson, f. 24.8. 1907, d. 24.10.
1974, kaupmaður kenndur við versl-
unina Nonna á Vesturgötu, og Þór-
unn Þórðardóttir, f. í Odda í Ögurvík
5.3. 1933, fyrrv. fjármálastjóri og far-
arstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.
Úr frændgarði Kristínar S. Hjálmtýsdóttur
Kristín S.
Hjálmtýsdóttir
Guðríður Hafliðadóttir
húsfr. á Strandseljum
Þórður Ólafsson
útvegsb. í Odda í Ögurvík
Kristín Svanhildur Helgadóttir
kennari í Odda
Þórunn Þórðardóttir
fyrrv. fjármálastj. Karitas María Daðadóttirhúsfr. á Skarði
Guðrún Hermannsdóttir
húsfr. á Harrastöðum
Þórður Þorsteinsson
b. á Harrastöðum
Helga Þórðardóttir
húsfr. á Ytra-Leiti
Pétur Hjálmtýsson
b. á Ytra-Leiti
Hjálmtýr Pétursson
kaupmaður í Nonna við Vesturgötu
Sigríður Jónasdóttir
húsfr. á Svínhóli
Hjálmtýr Magnússon
b. á Svínhóli í Miðdölum
Guðfinnur
Einarsson
útvegsb.
við Djúp
Einar
Guðfinnss.
útgerðarm.
og forstj. í
Bolungarvík
Guðfinnur
Einarsson
forstj. í
Bolungarvík
Einar K.
Guðfinnss.
alþm. og
fyrrv. ráðh.
Hildur
Einarsdóttir
Einar Benediktsson
forstj. OLÍS
Helgi Guðjón Einarsson
b. á Skarði í Skötufirði, bróðursonur Helga
Hálfdánarsonar prestaskólakennara, föður Jóns
biskups, og bróðursonur séra Guðjóns Hálfdánar-
sonar, föður Hálfdánar vígslubiskups
Helgi Guðjón
Þórðarson
verkfr. og fram-
kvæmdastj.
Guðrún
Þórðard.
kennari í
Rvík
Steinþór
Guðbjartsson
fréttam. við
Morgunblaðið
Ólafur Kristján Þórðarson
b. á Strandseljum í Ögurhreppi
Sólveig Ólafsdóttir
húsfr. á Ísafirði, Rvík
og í Selárdal
Arnór Hannibalsson
heimspekingur
Jón Baldvin Hannibalsson
fyrrv. alþm. og ráðherra
Þóra Arnórsdóttir
dagskrárgerðarm.
Kolfinna Baldvinsdóttir
dagskrárgerðarm.
Hafliði Ólafsson
b. í Ögri
Halldór Hafliðason
b. í Ögri
Halldór Halldórsson
form. Sambands íslenskra
sveitarfélaga og fyrrv.
bæjarstj. á Ísafirði
Friðfinnur Ólafsson
forstjóri Háskólabíós
Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstj.
Stefán Friðfinnsson
fyrrv. forstj. Íslenskra aðalverktaka
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Skechers GOwalk
fisléttir og sveigjanlegir
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage,
Kringlunni og Smáralind | Intersport Lindum, Kópavogi
Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi
Blómsturvellir, Hellisandi | Mössuskór, Akureyri
Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík
Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði
Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum
Skóbúðin, Keflavík
GO Like Never Before
Björn Pálsson flugmaður fædd-ist að Ánastöðum í Norður-Múlasýslu 10.1. 1908. Hann
var sonur Páls Jónssonar, bónda á
Arnhólsstöðum í Skriðdal, og Sól-
rúnar Guðmundsdóttur húsfreyju.
Páll var sonur Jóns Jónssonar,
bónda á Svínabökkum í Vopnafirði,
og Guðlaugar Gísladóttur húsfreyju,
en Sólrún var dóttir Guðmundar
Péturssonar, b. á Hauksstöðum í
Jökuldal, og Jóhönnu Jónasdóttur,
húsfreyju þar.
Björn var í Eiðaskóla og Sam-
vinnuskólanum, tók þátt í svifflugi
frá 1934, lærði vélflug hjá Agnari
Kofoed-Hansen og Sigurði Jónssyni,
lauk einkaflugmannsprófi, því fyrsta
sem tekið var hér á landi, 1939, og
atvinnuflugmannsprófi 1949.
Björn rak sjúkraflugvél í sam-
vinnu við SVFÍ 1951-1966 og rak
Flugþjónustuna hf. með Flugfélagi
Íslands frá 1966. Hann var upphafs-
maður að sjúkraflugi hér á landi og
líklega dáðasti flugmaður Íslend-
inga. Með sjúkraflugi sínu í tæpan
aldarfjórðung vann Björn ótrúleg af-
rek við erfiðar og hættulegar að-
stæður og bjargaði fjölda mannslífa.
Í slíkum ferðum lenti hann vél sinni
og tók á loft á túnum, árbökkum, í
fjörum, á söndum og á ís á vetrum.
Það varð til þess að farið var að
merkja og nota sjúkraflugvelli víða
um land. Sjúkraflug hans rauf alda-
langa einangrun og jók mjög öryggi
afskekktra byggða enda var hann
dáður sem þjóðhetja um allt land.
Björn var hugþekkur, glaðsinna
og yfirvegaður. Hann gegndi fjölda
trúnaðarstarfa, var einn af stofn-
endum Svifflugfélags Íslands 1936
og Flugmálafélags Íslands, átti sæti
í Rannsóknarnefnd flugslysa og sat í
stjórn slysavarnadeildarinnar Ing-
ólfs.
Björn var sæmdur riddarakrossi
fálkaorðunnar, gullmerki SVFÍ og
gullmerki Flugmálafélags Íslands
og var veitt sérstök viðurkenning frá
danska ríkinu vegna sjúkraflugs til
Grænlands.
Björn fórst með vél sinni, TF-
VOR, ásamt fjórum öðrum er vélin
fórst í Búrfjöllum 26.3. 1973.
Merkir Íslendingar
Björn
Pálsson
90 ára
Ólöf Haraldsdóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
80 ára
Ásdís Ingvarsdóttir
Guðmunda L.
Sigvaldadóttir
75 ára
Ágúst Sveinsson
Guðlaug Guðlaugsdóttir
Steinar Gunnarsson
70 ára
Ásgeir Bragi Ólafsson
Eydís Lilja Eiríksdóttir
Kristín Einarsdóttir
Kristján Jónsson
Sigurður Steindórsson
Sveinn Eggertsson
Sveinn Guðbergsson
60 ára
Ágúst Ólafsson
Edda Ástvaldsdóttir
Frímann Ottósson
Hólmfríður S.
Svavarsdóttir
Hörður Ágústsson
Jens Guðbjörnsson
Kristín Einarsdóttir
Ólafur Helgi Gunnarsson
Selma Antonsdóttir
Sigrún Ásdís Gísladóttir
Sína Þorleif Þórðardóttir
Zenaida Zanoria Antonio
Þorsteinn Sigfússon
Þórður Rúnar Magnússon
Örlygur Stefánsson
50 ára
Birgir Már Birgisson
Björgvin Bjarnason
Björn Halldór Sveinsson
Guðlaugur Ingi Sigurðsson
Guðmundur R. Gunnarsson
Guðríður Þórðardóttir
Hildur Kristjana
Arnardóttir
Íris Adolfsdóttir
Jóhann Jóhannsson
Linda Hrönn Arnardóttir
Stefán Eiríkur Stefánsson
40 ára
Agnieszka Elzbieta Lyczek
Arnbjörg Sigurðardóttir
Arunas Brazaitis
Fehrida Crnac
Gunnar Wiencke
Hilmar Pétur Valgarðsson
Ingibjörg Ragnarsdóttir
Ingi Karl Ingólfsson
Lovísa V. Guðmundsdóttir
Ottó Einarsson
Svanbjörg Helena
Jónsdóttir
30 ára
Aðalbjörg Silja Ólafsdóttir
Atli Már Hreggviðsson
Atli Þór Ingvason
Ellen Inga Hannesdóttir
Elva Rut Guðlaugsdóttir
Erna Rós Símonardóttir
Ingrid Adames Santos
Ingvar Örn Ólason
Ivan Örn Hilmarsson
Ísak Fannar Sigurðsson
Til hamingju með daginn
30 ára Þórhildur ólst upp
á Húsabakka í Svarf-
aðardal, lauk MSc.-prófi í
jarðeðlisfræði við HÍ og er
nú kennari við MA.
Maki: Jóhann Þórhalls-
son, f. 1980, sjávarútv.-
og viðskiptafræðingur.
Börn: Edda Júlíana, f.
2008, og Þórhallur, f.
2010.
Foreldrar: Júlíana Lár-
usdóttir, f. 1947, bóka-
safnsfræðingur, og Björn
Þórleifsson, f. 1947, d.
2003, skólastjóri.
Þórhildur
Björnsdóttir
40 ára Ragnar er gull-
smiður hjá Jóni Sig-
mundssyn gullsmið.
Maki: Dísa Ragnheiður
Tómasdóttir, f. 1977, hjá
HN-Markaðssamskipti.
Börn: Alexandra Sigrún,
f. 1992; Ásta Margrét, f.
1995; Embla Dögg, f.
1998; Símon Tómas, f.
2002; Ísabella Eir, f.
2009, og Mikael, f. 2011.
Foreldrar: Símon Ragn-
arsson og Halldóra Arth-
ursdóttir.
Ragnar
Símonarson
30 ára Vala ólst upp í
Grafarvoginum, lauk at-
vinnuflugmannsprófi og
er nú flugumsjónarmaður
hjá Air Atlanta.
Maki: Rafael Cecchini, f.
1975, iðnnemi.
Dætur: Elísabet Björk, f.
2007, og Ísabella El-
ínborg, f. 2011.
Foreldrar: Elínborg
Bjarnadóttir, f. 1958,
læknaritari, og Gaukur
Pétursson, f. 1959, kaup-
maður.
Vala
Gauksdóttir
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón