Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 42

Morgunblaðið - 10.01.2013, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Kraumur tónlistarsjóður, sem hef- ur á síðustu misserum styrkt ís- lenskt tónlistarlíf með myndar- legum hætti, auglýsir nú eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði ís- lenskrar tónlistar sem ráðgert er að eigi sér stað árið 2013. Tónlistarfólk og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar geta sótt um stuðning fyrir verkefni sín. Um- sóknarferlið er einnig opið fyrir viðburði og fræðsluverkefni. Umsækjendum er bent á að kynna sér markmið Kraums, sem er sjálfstæður sjóður á vegum Auroru velgerðasjóðs, ásamt upplýsingum um umsóknarferlið, á vefsíðunni www.kraumir.is. Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahafar Kraumur tónlist- arsjóður styrkir tónlistarmenn. Kraumur leitar umsækjenda Svar Maríu nefnist ný sýning um ævi og störf hinnar heimskunnu óp- erusöngkonu Maríu Callas. Hún er sýnd með söng og leiklestri í Saln- um í Kópavogi í kvöld, fimmtudag, og aftur á laugardag. Báðar sýn- ingarnar hefjast klukkan 20. Höfundur handrits er Bylgja Dís Gunnarsdóttir en verkið byggist á bréfi frá aðdáanda sem fannst í fór- um Callas eftir lát hennar. Í verk- inu svarar Callas bréfinu og komast leikhúsgestir að ýmsu um þessa stórbrotnu söngkonu. Að sýning- unni koma meðal annars María Dal- berg, Ragnheiður Steindórsdóttir og Bylgja Dís. Leikstjóri er Jamie Hayes og Antonia Hevesi tónlistar- stjóri. Stórbrotin Söngkonan María Callas er viðfangsefni sýningarinnar. Verk um ævi Maríu Callas Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er óhætt að segja að þetta verk sé á mörkum vísinda, leikhúss og dans,“ segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri sýningar sem nefnist Stundarbrot og frumsýnd verður á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld kl. 20, en sýningin er sam- vinnuverkefni Borgarleikhússins og sviðslistahópsins Sublimi. Að sögn Leifs eru þrjú ár síðan hann fékk hugmyndina að Stund- arbroti og byrjaði undirbúnings- vinnuna við sýninguna. Leifur út- skrifaðist úr fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands árið 2009. Hann hlaut mikið lof fyrir lokaverk- efni sitt, Endurómun, og var t.d. til- nefndur til Grímunnar sem danshöf- undur ársins það ár ásamt döns- urum verksins. Aðspurður segir Leifur Stundarbrot vera rökrétt framhald af Endurómun, en þó á mun stærri skala. „Verkið fjallar um tímann og stór- ar spurningar eins og lífið og dauð- ann. Við skoðum m.a. hvernig við upplifum tímann og hvernig dagatal- ið og klukkan eru oft í andstöðu við það hvernig við skynjum tímann,“ segir Leifur og tekur fram að hann hafi um langt skeið rannsakað tím- ann og m.a. sankað að sér allskyns greinum og bókum um efnið. „Texta- brot úr þeirri heimildavinnu rata inn í sýninguna í flutningi dansaranna. Viðfangsefnið er mjög stórt og kall- aði á sterka sjónræna upplifun. Sök- um þessa valdi ég að nota dansara í stað leikara, því mér fannst dans henta betur til þess að túlka við- fangsefnið,“ segir Leifur og bendir á að hann sé ekki danshöfundur í venjulegum skilningi. Hver dansari með eigin tónlist „Einmitt vegna þess að ég er ekki danshöfundur sjálfur en er samt að leikstýra dansverki þá horfi ég allt öðruvísi á dansinn en danshöfundur myndi gera. Ég vinn þannig með dansinn frekar eins og stærðfræði- formúlu en bara hreyfingar. Sem dæmi þá vinnum við með sérstaka tækni í sambandi við dansinn. Yf- irleitt í danssýningum eru allir dans- ararnir að hlusta á sömu tónlistina, en í þessu verki er hver dansari með sína eigin tónlist í eyrunum. Tíma- setningin á tónlistinni er forrituð í tölvu þannig að allar hreyfingar dansaranna eru forritaðar. Í raun má segja að við séum búin að búa til klukku úr þessum fjórum döns- urum,“ segir Leifur. Dansarar í verkinu eru þær Ásrún Magn- úsdóttir, Kara Hergils Valdimars- dóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir, en tónlistina sem- ur Lydia Grétarsdóttir. Eitthvað óendanlega áhrifamikið Spurður um Sublimi segist Leifur hafa stofnað hópinn í samvinnu við Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. „Við höfum það að markmiði að vinna með nýsköpun í íslensku leikhúsi. Sýningar okkar eru tiltölulegar óhefðbundnar og mínimalískar, en eiga það sameiginlegt að rúma stór heimspekileg viðfangsefni á borð við tímann. Viðfangsefnin eru útskýrð á mjög sjónrænan en jafnframt að- gengilegan hátt. Markmiðið er að áhorfendur komi út að lokinni sýn- ingu með hugmyndir eða vitneskju sem þeir höfðu ekki áður.“ En hvaðan kemur nafnið á sviðs- listahópnum? „Sublimi er ístegund í Suður-Ameríku sem seld er í And- esfjöllum í kringum fornar rústir Inkanna. Nafnið tengist einhverju óendanlega áhrifamiklu. Hug- myndin er sú að leikhúsgestir geti með einum leikhúsmiða keypt eitt- hvað óendanlega áhrifamikið með sama hætti og fjallgöngumenn geta keypt þennan ís í Andesfjöllum fái þeir ekki þessa stórkostlegu upp- lifun sem þeir leita að í fjallgöngunni sjálfri.“ Verk á mörkum vísinda, leikhúss og dans Forritun „Tímasetningin á tónlistinni er forrituð í tölvu þannig að allar hreyfingar dansaranna eru forritaðar. Í raun má segja að við séum búin að búa til klukku úr þessum fjórum dönsurum,“ segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri Stundarbrots.  Sublimi frumsýnir Stundarbrot í Borgarleikhúsinu  Tíminn til skoðunar í nýju sviðsverki Leifs Þórs Þorvaldssonar  Rökrétt framhald Endurómunar STOFNAÐ 1987 M ál ve rk : V ig n ir Jó h an n ss o n Úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn | Skipholt 50a | Sími 581 4020 | www.galleri l ist. is einstakt eitthvað alveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.