Morgunblaðið - 10.01.2013, Qupperneq 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Nýtt verk eftir myndlistarmanninn
Ragnar Kjartansson, „The Visitors“,
verður sett upp á annarri einkasýn-
ingu hans í galleríinu Luhring Aug-
ustine í Chelsea í New York sem opn-
uð verður 1. febrúar næstkomandi.
„Þetta er eitt myndbandsverk sýnt á
níu skjám, níu kvikmyndir sem allar
eru af mismunandi tónlistarmönnum,
teknar upp á sama tíma í sama húsi.
Þetta er stund við sólsetur í ágúst
síðastliðnum, þar sem ég og nokkrir
vinir mínir úr reykvísku tónlistarsen-
unni tökum upp tónlist við epískar
aðstæður,“ útskýrir Ragnar. Í raun
sé þetta eins og fjölrása hljóðvers-
upptaka í kvikmyndarformi.
Ragnar leikur í verkinu lag ásamt
fjölda manns við texta eftir Ásdísi Sif
Gunnarsdóttur myndlistarmann.
„Þetta er í rauninni ljóðræn mús-
íkölsk framvinda sem er í gangi í
klukkutíma, svolítið eins og mantra,
eða löng gospelmessa ellegar sat-
anistamessa,“ segir Ragnar. Spurður
að því hvort verkið sé þá ekki í anda
verka hans hin síðustu misseri segir
Ragnar það að vissu leyti ólíkt þeim.
„Þetta er ekki jafn hrein endurtekn-
ing, þetta er meira sinfónísk eða mús-
íkölsk endurtekning. Þetta er ekki
ein mantra aftur og aftur, í raun
miklu meiri uppbygging og fram-
vinda.“
Flókið
Um tökur á verkinu sá Tómas Örn
Tómasson kvikmyndatökumaður en
Ragnar hefur unnið mikið með hon-
um. Tómas sá fagurfræðilega og
tæknilega um tökur verksins og segir
Ragnar tökurnar hafa verið flóknar.
„Við vorum að undirbúa og æfa tón-
listina í heila viku og höfðum svo einn
dag til að stilla öllu upp fyrir kvik-
myndatöku og taka upp,“ útskýrir
Ragnar. Og til að heyra hver í öðrum
voru listamennirnir með heyrnartól
við flutninginn, hver í sínu herbergi, í
gömlu sveitasetri Astoria-fjölskyld-
unnar í Hudson-dal, í nágrenni New
York.
-Þú hefur ekki notað þessa aðferð
áður, er það?
„Nei, ég vann þetta verk samt dá-
lítið upp úr verkinu sem við Davíð
Þór Jónsson gerðum, „The End“, þar
sem við vorum tveir að baksa í
Klettafjöllunum. Mig langaði að taka
þetta form aðeins lengra, að búa til
sinematískt, malerískt tónverk þar
sem áhorfandinn er umvafinn sama
augnablikinu,“ segir Ragnar. Tónlist-
armennirnir sem leika með Ragnari í
verkinu eru Davíð fyrrnefndur,
Kjartan Sveinsson, Gyða Valtýsdótt-
ir, Kristín Anna Valtýsdóttir, Ólafur
Jónsson, Þorvaldur Gröndal og Shah-
zad Ismaily, auk íbúa hússins sem
syngja í kór og skjóta við og við af
fallbyssu.
Sýnir með Munch
-Hvernig var síðasta ár hjá þér,
sýningar út um allar trissur?
„Já, það eru búnar að vera sýn-
ingar út um hvippinn og hvappinn,
rosa gaman og pródúktíft, ekkert
nema gott um það að segja,“ svarar
Ragnar kátur. Við það má bæta að
einkasafn á Ítalíu, Fondazione Sand-
retto Re Rebaudengo, keypti sl. sum-
ar málverk Ragnars frá sýningu hans
á Feneyjatvíæringnum 2009, The
End Venezia, 144 talsins.
Sýning á völdum verkum Ragnars,
Song, sem upphaflega var sett upp í
Carnegie Museum of Art í Pitts-
burgh í Bandaríkjunum í mars 2011,
var sett upp í Miami og Boston á
árinu og í september hlaut hann sjón-
listaorðu Íslensku sjónlistaverð-
launanna. Þá hélt hann tvær sýn-
ingar í Migros-listasafninu í Zürich í
Sviss, þar sem „The Visitors“ var
frumsýnt, í nóvember og er þar með
ekki allt upptalið.
Það liggur beinast við að spyrja
hinn víðfræga listamann hvað sé
framundan á árinu 2013. „Það er sýn-
ing í Moderna Museet í Malmö, þar
er ég að fara að sýna með Edvard
Munch. Ég og norski málarinn,“ seg-
ir Ragnar kíminn en sú sýning verður
opnuð 3. maí. „Þessi sýning er samtal
milli verks míns „Scandinavian Pain“
og Munchs,“ segir Ragnar. Margar
aðrar sýningar séu í bígerð en ekki
komnar á það stig að gaspra megi um
það í Morgunblaðinu.
Miklu meiri uppbygg-
ing og framvinda
Ragnar Kjartansson sýnir „The Visitors“ í New York
Bað Ragnar syngur og spilar í baði í verki sínu The Visitors. Verkið var tekið upp á gömlu óðalssetri í Hudson-dal.
Myndir úr verkinu eru birtar með leyfi listamannsins, Luhring Augustine, NY og i8 gallerís, Reykjavík.
Virðulegt Davíð Þór leikur á flygil í The Visitors.
Einbeiting Gyða Valtýsdóttir sellóleikari í The Visitors.
luhringaugustine.com/artists/
ragnar-kjartansson
Undankeppni Söngvakeppni
sjónvarpsins í ár verður háð 25.
og 26. janúar í sjónvarpssal en
úrslitakeppnin fer fram í tón-
listarhúsinu Hörpu 2. febrúar.
Fyrirkomulag keppninnar í ár
verður með nýju sniði, skv. frétt
á vef RÚV þar sem segir að at-
kvæði áhorfenda muni gilda til
helmings við atkvæði dóm-
nefndar og að tvö lög muni
heyja einvígi í lokakeppninni.
Alls verði 12 lög í keppninni.
Mun þetta vera svipað fyrir-
komulag og í Danmörku og Sví-
þjóð. Kynnar keppninnar í ár
verða Guðrún Dís Emilsdóttir
og Þórhallur Gunnarsson.
Kynnir Guðrún Dís Emilsdóttir, jafnan kölluð
Gunna Dís, mun kynna ásamt Þórhalli.
Kosið milli tveggja laga
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Lau 12/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 16:00 Aukas.
Sun 13/1 kl. 13:00 35.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 37.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 39.sýn
Sun 13/1 kl. 16:00 36.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 38.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 40.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Lau 26/1 kl. 13:00 Aukas.
Sýningar í janúar komnar í sölu!
Macbeth (Stóra sviðið)
Fim 10/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 11.sýn
Fös 11/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Mið 16/1 kl. 19:30 Aukas. Fim 24/1 kl. 19:30 10.sýn
Aðeins sýnt út janúar! Athugið - stobe lýsing notuð. Ekki við hæfi barna.
Jónsmessunótt (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 25.sýn Lau 19/1 kl. 19:30 27.sýn
Sun 13/1 kl. 19:30 26.sýn Sun 20/1 kl. 19:30 28.sýn
Frábær skemmtun! Síðustu sýningar!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 12/1 kl. 13:30 9.sýn Lau 12/1 kl. 16:30 Aukas. Sun 13/1 kl. 15:00 12.sýn
Lau 12/1 kl. 15:00 10.sýn Sun 13/1 kl. 13:30 11.sýn Sun 13/1 kl. 16:30 Aukas.
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Fim 31/1 kl. 20:30 19.sýn Fös 8/2 kl. 20:30 21.sýn Fös 15/2 kl. 20:30 24.sýn
Sun 3/2 kl. 20:30 20.sýn Lau 9/2 kl. 20:30 23.sýn Lau 16/2 kl. 20:30 25.sýn
Nýtt sýningatímabil hefst eftir áramót - miðasala í fullum gangi!
Já elskan (Kassinn)
Fim 10/1 kl. 20:00 6.sýn
Nýtt íslenskt dansverk um margbreytileg mynstur fjölskyldna.
Með fulla vasa af grjóti (Samkomuhúsið Akureyri)
Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 16:00
Sýningar á Akureyri
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mýs og Menn (Stóra svið)
Fim 10/1 kl. 20:00 aukas Lau 19/1 kl. 20:00 9.k Fös 1/2 kl. 20:00 14.k
Fös 11/1 kl. 20:00 5.k Sun 20/1 kl. 20:00 10.k Fös 8/2 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 aukas Fim 24/1 kl. 20:00 11.k Lau 9/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 6.k Fös 25/1 kl. 20:00 aukas Fös 15/2 kl. 20:00 aukas
Mið 16/1 kl. 20:00 7.k Lau 26/1 kl. 20:00 aukas Lau 16/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 8.k Sun 27/1 kl. 20:00 12.k Sun 17/2 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 aukas Fim 31/1 kl. 20:00 13.k. Mið 27/2 kl. 20:00
Jólasýningin 2012. Meistaraverk eftir John Steinbeck. Sýningum lýkur í febrúar.
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Sun 13/1 kl. 14:00 Sun 3/2 kl. 14:00
Sun 20/1 kl. 14:00 Lau 9/2 kl. 14:00 Lokas
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma. Aukasýningar í janúar!
Gullregn (Nýja sviðið í janúar. Stóra sviðið í febrúar)
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00
Sun 13/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00
Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00
Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00
Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðustu sýningar.
Stundarbrot (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 frums Þri 15/1 kl. 20:00 3.k Þri 22/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 20:00 2.k Sun 20/1 kl. 20:00 4.k
Framsækið sjónarspil á mörkum vísinda, leikhúss og dans
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Lau 12/1 kl. 13:00 1.k Sun 13/1 kl. 13:00 3.k Lau 19/1 kl. 13:00 5.k
Sun 13/1 kl. 11:00 2.k Lau 19/1 kl. 11:00 4.k
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Stundarbrot – frumsýning í kvöld!