Morgunblaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Snorri Helga-
son hefur tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra alþýðutónlistar-
hátíðarinnar Reykjavík Folk
Festival og verður sú næsta haldin í
salnum Gym og Tónik á Kex Host-
eli, 7.-9. mars nk. Áherslur verða
aðrar á henni en á fyrri hátíðum
sem haldnar voru árin 2008 og 2010
en það var Ólafur heitinn Þórðar-
son, einn liðsmanna Ríós tríós, sem
stofnaði hátíðina ásamt meðlimum
hljómsveitarinnar South River
Band.
En hverjar eru hinar nýju
áherslur? Snorri svarar því. „Hátíð-
in var stofnuð af Óla Þórðar sem
var með pabba í Ríó. Þegar Reykja-
vík Folk Festival var haldin síðast
var gerð á henni úttekt, talað við
fólkið sem kom. Það var hópur hjá
Háskólanum í Reykjavík í námi í
verkefnastjórnun sem gerði skýrslu
og þar voru ýmsar pælingar varð-
andi framtíðina og festivalið og ein
af þeim var að yngja áhorfendahóp-
inn,“ segir Snorri. Gestirnir hafi
einkum verið fastakúnnar Rósen-
berg, South River Band spilað, KK
og Halli Reynis, m.a.
„Það er svo ótrúlega mikið að
gerast hjá unga fólkinu, t.d. Of
Monsters and Men, Ólöf Arnalds og
allt þetta, margt spennandi að ger-
ast í folk-inu. Okkur langaði til að
blanda þessu saman, taka þessa
gömlu senu með Savannatríóinu,
Þremur á palli og öllu þessu dæmi
og blanda því við þetta nýja, þetta
sem er kallað ný-„folk“ af þessum
poppspekúlöntum.“
Andstæður og rauðir þræðir
Snorri segir ekki hægt að segja
frá því hverjir koma fram á hátíð-
inni þar sem það liggi ekki endan-
lega fyrir. „Þetta eru þrjú kvöld og
það verða svona þrjú til fjögur at-
riði á kvöldi þannig að hvert atriði
verður svolítið langt, lengra sett en
er oft á svona festivölum, þetta er
ekki beint svona „show-case“ festi-
val þar sem reynt er að ná mörgum
böndum,“ segir Snorri. Áherslan
verði frekar lögð á að búa til and-
stæður og rauða þræði fyrir hvert
kvöld. „Ég held það gæti verið
mjög gaman að reyna að blanda
saman einhverjum af þessum gömlu
og þessu nýja „folk“-i,“ segir
Snorri. Sem dæmi um slíka blöndu
nefnir hann Savannatríóið og Ás-
geir Trausta. „Það er langt þarna á
milli, þannig séð, en það er þessi
rauði þráður. Það eru allir að koma
úr sömu áttinni sem er „folk“-
tónlist.“
-„Alþýðutónlist“ í íslenskri þýð-
ingu?
„Já, það er bara í fínu lagi. Það er
mjög erfitt að finna beina þýðingu
fyrir þetta,“ segir Snorri og tekur
undir það með blaðamanni að
„folk“ sé býsna stórt mengi.
Miðasala á hátíðina hefst um
næstu mánaðamót og þá mun liggja
fyrir hverjir koma fram á hátíðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdastjórinn Snorri Helgason mun bjóða upp á öðruvísi Reykja-
vík Folk Festival, 7.-9. mars næstkomandi, á Kex Hosteli við Skúlagötu.
Nýtt og gamalt
„folk“ í bland
Snorri stýrir Rvk. Folk Festival
Djasshljómsveitin Sound Post held-
ur tónleika í kvöld kl. 20.30 á Café
Haiti, Geirsgötu 7b, í Reykjavík.
Hljómsveitina stofnaði íslenska tón-
skáldið og kontrabassaleikarinn
Haraldur Guðmundsson, sem býr og
starfar í Salzburg í Austurríki en
hann er þar í fleiri hljómsveitum, Ba-
ad Roots, Groundfloor og The girl at
the piano. Sound Post gaf út fyrstu
breiðskífu sína í fyrra, Stories,
sungna djassplötu með tónlist í anda
Billie Holiday og var henni dreift í
Þýskalandi og Austurríki af útgáfu-
fyrirtækinu Timezone. Söngkona
hljómsveitarinnar og eiginkona Har-
alds er einnig íslensk, Harpa Þor-
valdsdóttir sem hefur numið óperu-
söng hjá Barböru Bonney í
Mozarteum-tónlistarháskólanum í
Salzburg.
Á tónleikunum í kvöld koma fram
með þeim Haraldi og Hörpu gítar-
leikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson
og trommuleikarinn Magnús
Trygvason Eliasen sem hafa verið
áberandi í íslenska djass- og popp-
geiranum. Kvartettinn flytur lög af
fyrrnefndri plötu auk nýrra laga eft-
ir Harald. Það verður því kvartett
sem flytur gestum ilmandi djass í
kvöld sem gestir geta skolað niður
með rjúkandi kaffibolla.
helgisnaer@mbl.is
Djass Haraldur Guðmundsson og Harpa Þorvaldsdóttir koma fram á Café
Haiti í kvöld með Andrési Þór og Magnúsi Trygvasyni Eliasen.
Sound Post
á Café Haiti
www.falkinn.is
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR m.a.
BESTA MYND
BESTI LEIKSTJÓRI
- V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS
-EMPIRE
-H.S.S., MBL -T.V., SÉÐ OG HEYRT
-H.V.A., FBL
SÉÐ OG HEYRT/VIKAN
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSLENSKT TAL
STÓRMYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLEÐILEG NÝTT BÍÓÁR 2013
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 6 L
THE HOBBIT 3D KL. 5.40 - 9 12
LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10
CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 SÍÐUSTU SÝNINGAR 16
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 - 6 L
THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12
THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 4.30 - 8 12
LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.45 10
LIFE OF PI KL. 8 - 10.45 10
GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.40 - 5.50 7 THE HOBBIT 3D KL. 5.50 - 9 12
LIFE OF PI 3D KL. 8 - 10.20 10
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 5.50 L
THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6-10
THE HOBBIT 3D Sýndkl.7-10:30
HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.6
LIFE OF PI 3D Sýndkl.8-10:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
“Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.”
-Séð & Heyrt/Vikan
12
12
10
7
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM ANG LEE
SÝND Í 3D
OG Í 3D(48 ramma)
STÓRMYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR!
Vinsælasta bíómyndin á íslandi í dag
„Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd,
falleg og upplífgandi“
-H.S.S., MBL
„Life of Pi er mikil upplifun.
Augnakonfekt með sál““
-T.V., S&H
„Life of Pi er töfrum líkust”
- V.J.V., Svarthöfði.is
- EMPIRE
- H.V.A., FBL
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar