Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Tilboðsverð kr. 99.900
Fullt verð kr. 124.875
Meira en bara
blandari!
• Mylur alla ávexti, grænmeti
klaka og nánast hvað sem er
• Hnoðar deig
• Býr til heita súpu og ís
• Uppskriftarbók og
DVD diskur
fylgja með
Lífstíðareign!
Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, sór
embættiseið sinn í gær og hóf þar með seinna
kjörtímabil sitt. Athöfnin fór fram í bláa her-
berginu í Hvíta húsinu en það var forseti hæsta-
réttar Bandaríkjanna, John G. Roberts jr., sem
stýrði athöfninni og tók niður eið forsetans.
Ásamt forsetanum og forseta hæstaréttar voru
viðstödd Michelle Obama, eiginkona Obama, og
dætur þeirra Malia og Sasha.
AFP
Barack Obama settur í embætti í annað sinn
Seinna kjörtímablið að hefjast
Víða í Evrópu
hefur snjóað um-
talsvert undan-
farna daga og
þótt skíða-
áhugamenn fagni
því eflaust hefur
snjókoman valdið
töfum á flugi og
almennri umferð.
Franska flug-
félagið Air
France hefur m.a. þurft að aflýsa
hátt í 40 prósentum af öllum styttri
og meðallöngum flugferðum sínum
um helgina en snjókoma hefur verið
á Charles de Gaulle-flugvelli og
Orly-flugvelli í Frakklandi alla
helgina. Í norður- og suðvesturhluta
Frakklands hefur sums staðar fallið
15-20 cm snjór síðan það byrðjaði að
snjóa.
Samkvæmt upplýsingum frá
frönsku lögreglunni hefur nokkuð
verið um slys vegna hálku og snjó-
komu en víða eru ökumenn og gang-
andi vegfarendur illa búnir undir
færð sem þessa. Þá létust þrír her-
menn í umferðarslysi er þeir voru á
leið til Malí að berjast.
Enn sem komið er hefur snjókom-
an í Evrópu ekki haft áhrif á flug frá
Íslandi til Bretlands eða Frakklands
Mikil snjó-
koma í
Frakklandi
Tafir á flugi og
almennri umferð
Fönn Það snjóar í
Frakklandi.
Ahmed Dogan, leiðtogi MRF flokks-
ins í Búlgaríu, slapp heldur betur
með skrekkinn þegar skammbyssa
sem miðað var að höfði hans stóð á
sér. Dogan stóð í pontu á ráðstefnu í
Sofíu, höfuðborg landsins, þegar
hinn 25 ára gamli Oktai Enimehme-
dov stökk upp á sviðið og miðaði
skammbyssu að höfði Dogans. Líf-
vörðum Dogans tókst að yfirbuga
árásarmanninn en á myndbandi sem
náðist af atvikinu hefur vakið at-
hygli að ráðstefnugestir veitast að
Enimehmedov þar sem honum er
haldið niðri og ganga í skrokk á hon-
um.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Búlgaríu er um gasbyssu
að ræða. Þær eru almennt ætlaðar
til sjálfsvarnar en skortir afl til að
valda bana. Enimehmedov verður
því væntanlega ekki ákærður fyrir
morðtilraun.
Sakaskrá Enimehmedovs er löng
vegna eignatjóns, innbrota og rána
og eiturlyfja. Ekki er vitað hvað hon-
um gekk til með árásinni á Ahmed
Dogan.Tilræði Byssu miðað á Dogan.
Byssan stóð á sér á sviðinu
Stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan stálheppinn
Í myndskeiði sem birst hefur í
Máritaníu af Mokhtar Belmokhtar,
sem skipulagði árásina á gas-
vinnslusvæðið í Alsír, segir Belm-
khtar, sem einnig er þekkur sem
eyðimerkurrefurinn, að árásin hafi
hlotið blessun hryðjuverkasamtak-
anna Al Kaída. „Við í Al Kaída lýs-
um því yfir að við blessum þessa að-
gerð,“ segir Belmokhtar á
myndskeiðinu. „Við erum tilbúnir til
samningaviðræðna við Vesturlönd
og ríkisstjórn Alsírs ef sprengju-
árásir á múslima í Malí verða stöðv-
aðar.“ Ekki er vitað hvar Belmok-
htar heldur sig en CIA,
leyniþjónusta Bandaríkjanna, hefur
heitið því að hafa uppi á honum.
Ekki hefur fengist uppgefið hversu
margir létust í árásinni á gas-
vinnslustöðina en alls hafa fundist
48 lík að sögn stjórnvalda í Alsír.
AFP
Hryðjuverkamaður Eineygði eyðimerkurrefurinn Mokhtar Belmokhtar
segir árásirnar á gasvinnslustöðina í Alsír skipulagðar af Al Kaída.
Árásin í Alsír sögð
skipulögð af Al Kaída
Vilja semja við Vesturlönd um Malí
Kjósendur í
Austurríki
greiddu atkvæði
með því í þjóðar-
atkvæðagreiðslu
að hafa áfram
herskyldu í land-
inu. Á hverju ári
eru um tuttugu
þúsund karlmenn skyldaðir til að
gegna herþjónustu í hálft ár. Um 40
prósent kjósenda vildu afnema her-
skyldu.
AUSTURRÍKI
Haldið í herskylduna
í Austurríki
Fyrrverandi
borgarstjóri
New Orleans,
Ray Nagin, hefur
verið ákærður
fyrir mútur, fjár-
svik, skattsvik og
peningaþvætti.
Nagin komst í
sviðsljósið árið
2005 en þá olli
fellibylurinn Katrína miklu tjóni í
New Orleans sem enn má sjá um-
merki um í borginni.
Ray Nagin
BANDARÍKIN
Fyrrverandi borgar-
stjóri New Orleans
kærður