Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Alþjóðlegi skíðadagurinn var í gær, sunnudag.
Haldið var upp á hann með margvíslegum hætti
á þeim skíðasvæðum landsins sem gátu haft opið.
Ekki var veður til þess í Bláfjöllum en opið var á
stöðum eins og á Ísafirði, Siglufirði, Ólafsfirði,
Dalvík, í Tindastóli við Sauðárkrók, Hlíðarfjalli
á Akureyri, Stafdal í Seyðisfirði, Oddsskarði og
einnig í Selárdal við Steingrímsfjörð. Víðast var
ókeypis á skíði fyrir börnin og boðið upp á heitt
kakó og með því. Þessi fjölskylda hér að ofan
renndi sér í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur í
gær en áhersla var lögð á að fá krakkana á skíði
og kynna þeim íþróttina. Færið var víðast gott
og fór dagurinn að mestu vel fram, fyrir utan að
sjö ára barn fótbrotnaði í Stafdal.
Líf og fjör í Böggvisstaðafjallinu
Ljósmynd/Bjarni Gunnarsson
Á skíðasvæðum landsins var haldið upp á alþjóðlegan skíðadag í gær
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, segir svör við fyrirspurn sem hann lagði
fram á fundi borgarstjórnar í byrjun september á
síðasta ári um Hörpu vera ófullnægjandi. „Ég bað
m.a. um svar við því hver væri heildarbyggingar-
kostnaður við Hörpu og tengd mannvirki á núver-
andi verðlagi. Það er hins vegar augljóst að þeir
sem svara fyrirspurninni kjósa að svara því ekki
heldur setja fram áætlaðan kostnað sem fylgdi því
að ljúka byggingu hússins eftir hrun en það er allt
annar hlutur,“ segir Kjartan sem telur að kjörnir
fulltrúar og almenningur eigi heimtingu á að vita
hver heildarbyggingarkostnaður er.
Áætlaður kostnaður við að ljúka byggingu Hörpu
er 17,5 milljarðar króna samkvæmt svari til Kjart-
ans en við það bætist annar kostnaður s.s. nærri 3
milljarða króna kostnaður við glerhjúpinn.
Óeðlileg vinnubrögð
Stjórn Austurhafnar neitaði Kjartani í sumar um
aðgang að úttekt um rekstur Hörpu sem gerð var af
KPMG. Þar sem tveir embættismenn borgarinnar
sitja í stjórn Austurhafnar fyrir borgina óskaði
Kjartan eftir skýringu og á aðkomu borgarstjóra að
ákvörðun stjórnarinnar. Borgarstjóri segist ekki
hafa gefið stjórnarmönnum fyrirmæli um að neita
Kjartani um aðgang að úttektinni en um leið gerir
borgarstjóri ekki athugasemd við ákvörðun Aust-
urhafnar. „Með þessu svari er borgarstjórinn ein-
faldlega að gefa vinnubrögðum Austurhafnar bless-
un sína enda ekkert í úttektinni sem mátti ekki líta
dagsins ljós,“ segir Kjartan sem bendir á að
menntamálaráðuneytið hafi síðar opinberað skýrsl-
una í sumar. Kjartan gerir athugasemd við þessi
vinnubrögð sem hann telur óeðlileg.
„Þegar það gengur ítrekað illa að fá svör við ein-
földum spurningum kemur auðvitað upp í hugann
hvort ekki sé eðlilegt að fá óháða opinbera nefnd til
að rannsaka málið ofan í kjölinn,“ segir Kjartan . Þá
kemur fram að launagreiðslur til stjórnarmanna í
Hörpu hafi verið rúmar 33 milljónir króna en mest
af því fékk Þórunn Sigurðardóttir, eða tæpar 13
milljónir króna.
Kostnaðurinn enn hulinn
Fyrirspurn Kjartans Magnússonar um heildarbyggingarkostnað Hörpu ekki
svarað Telur eðlilegt að opinber nefnd rannsaki málið ofan í kjölinn
„Með þessu svari er borgar-
stjórinn að gefa vinnu-
brögðum Austurhafnar
blessun sína.“
Kjartan Magnússon
Jón Sigurðsson
Blönduós
„Ég hef aldrei reykt eða drukkið
áfengi og létt lund og jákvætt við-
horf til lífsins hafa hjálpað mikið,“
segir Ingibjörg Lárusdóttir Berg-
mann á Blönduósi, spurð um leiðina
að langlífi en hún fagnaði 100 ára af-
mæli í gær með vinum og vanda-
mönnum í baðstofu Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Blönduósi.
Ingibjörg er nokkuð ern og les
ennþá sér til gagns og á náttborðinu
hjá henni má finna ævisögu Einars
Benediktssonar skálds sem er í
miklu uppáhaldi hjá henni. Þá er
Ingibjörg mikill „lífskúnstner“ og af-
ar músíkölsk. Hún lærði söng hjá
Sigurði Birkis í Reykjavík og spilaði
á gítar og orgel. Áður fyrr söng hún í
mörgum kórum í héraðinu og var um
tíma organisti í Þingeyrakirkju.
Einnig er Ingibjörg hagmælt og
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hún hefði samið mörg lög og ljóð sem
hún hefði aðeins sungið fyrir sjálfa
sig. Það mun vera haft eftir henni á
70 ára afmælinu að hún myndi ekki
flytja ljóð eftir sig fyrr en hún yrði
100 ára. Í gegnum tíðina hefur mikið
verið leitað til Ingibjargar um að
syngja og flytja ljóð og kveða rímur
við ýmis tækifæri. Þegar fundum
hennar og Sigurðar Sigurðarsonar,
fyrrverandi dýralæknis, bar saman
rétt fyrir afmælisveisluna kváðu þau
snarlega eina stemmu með tilþrifum,
svona til að hita upp fyrir afmælið.
Ingibjörg er fædd á Blönduósi en
fór á sjötta aldursári í fóstur til Jóns
Jónssonar alþingismanns í Stóradal
og konu hans Sveinbjargar.
Ingibjörg giftist Guðmundi Berg-
mann (f. 18.3. 1909) frá Marðarnúpi
á Jónsmessunni 1938 en þá var þre-
falt systkinabrúðkaup haldið á
Stóru-Giljá þegar systur Guð-
mundar, þær Oktavía og Þorbjörg,
giftu sig líka. Ingibjörg var fyrst
húsmóðir á Stóru-Giljá en Guð-
mundur maður hennar stundaði
smíðar víða um héraðið. Árið 1965
fluttust þau hjónin að bænum Öxl í
Sveinstaðahreppi og bjuggu þar uns
þau fluttust á Blönduós. Ingibjörg
og Guðmundur eignuðust ekki börn
en ólu upp tvö fósturbörn, Borgeyju
Jónsdóttur og son hennar Guðmund
Arnarson. Mann sinn missti Ingi-
björg árið 1987.
Létt lund og jákvætt viðhorf til lífsins
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Lífskúnstner Ingibjörg Lárusdóttir Bergmann er hagmælt og söng áður í
mörgum kórum. Hún er meðal afkomenda Bólu-Hjálmars.
Ingibjörg Lárusdóttir Bergmann
fagnar 100 ára afmæli á Blönduósi
„Fyrst og fremst
er lækkandi
markaðsverði á
þorski um að
kenna en einnig
erum við að
borga auðlinda-
gjald af þeim
hluta sem tekinn
er í gegnum
áframeldi á villt-
um þorski sem
við höfum veitt, alið upp og slátrað,“
segir Kristján G. Jóakimsson,
vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hrað-
frystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa
tekið þá ákvörðun að draga verulega
úr þorskeldi sem að undanförnu hef-
ur verið með tvenns konar hætti.
Annars vegar eldi á seiðum sem
klakið er úr hrognum og hins vegar
áframeldi á villtum fiski sem nú
verður látið af. „Við ætlum samt að
reyna að viðhalda áfram þeirri kyn-
bótavinnu sem unnin hefur verið
undanfarin ár í samstarfi við IceCod
og Hafrannsóknastofnun. Og vera
þá meira og minna í sjókvíaeldi,“
segir Kristján. Spurður hvort fyr-
irtækið muni þurfa að grípa til ein-
hverra uppsagna vegna þessarar
breyttu stöðu kveðst hann ekki eiga
von á slíkum aðgerðum. „Við erum
að skoða möguleika á að fara í eldi á
laxi eða regnbogasilungi en það er að
taka sinn tíma að fá tilskilin leyfi.“
Draga
mjög úr
þorskeldi
HG þarf að draga
úr þorskeldi sínu.
HG bindur vonir
sínar við laxfiskeldi
Opnað var fyrir tilboð í veiðiréttinn í
Norðurá síðdegis í gær og bárust
einungis þrjú. Tvö þeirra komu frá
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur en
hið þriðja var ónafngreint fráviks-
tilboð undirritað af Gesti Jónssyni
lögmanni. SVFR ehf., sölufyrirtæki
Stangaveiðifélagsins, átti hæsta boð
upp á kr. 83.500.000 en tilboð SVFR
hljóðaði upp á kr. 76.500.000. Engin
krónutala fylgdi hins vegar fráviks-
tilboðinu.
Gunnar Bender, ritstjóri Sport-
veiðiblaðsins, ritaði færslu á Face-
book-síðu sína þar sem hann talaði
um stórtíðindi. „Veiðileyfaverð er
komið upp í topp og SVFR situr eitt
að spúnni. Öll stóru veiðifélögin
buðu ekki krónu.“
SVFR eitt
um Norðurá