Morgunblaðið - 21.01.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 16. tölublað 101. árgangur
NÝR VETTVANG-
UR FYRIR TÍSKU-
LJÓSMYNDIR
KVIKMYNDIN XL
FRUMSÝND
FRIÐRIK ÞÓR
SITUR EKKI
AUÐUM HÖNDUM
MARGT UM MANNINN 28 STÖÐUGUR INNRI HLÁTUR 26DEA MAGAZINE 10
Hollustan hefst á gottimatinn.is
léttur
fiskréttur
Kristján H. Johannessen
Björn Jóhann Björnsson
„Ástandið er mjög erfitt og álag mik-
ið, langt út fyrir Landspítalann. Það
er ekki þrautalaust að halda rekstr-
inum í jafnvægi við þessar kringum-
stæður,“ segir Sigríður Snæ-
björnsdóttir, forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Suðurnesja, um stöðuna
á stofnuninni en í ofanálag hefur
þurft að grípa til þess að takmarka
heimsóknir vegna flensu.
Á sama tíma eru nærri 40 manns
enn í einangrun á Landspítala sem
starfað hefur á fyrsta stigi við-
bragðsáætlunar frá því fyrir helgi
vegna aukins álags af völdum vírus-
faraldra. Már Kristjánsson, yfir-
læknir smitsjúkdómadeildar LSH,
segir stöðufund verða haldinn fyrir
hádegi í dag.
„Þá verður tekin ákvörðun um
hvort við getum haft einhverja val-
starfsemi í gangi en það verður í al-
gjöru lágmarki,“ segir Már. »6
Álag setur sterkan svip á spítalana
Stöðufundur verður haldinn á LSH
fyrir hádegi Erfitt ástand líka á HSS
Morgunblaðið/Golli
Landspítali Mikið álag hefur verið á starfsfólki spítalans að undanförnu.
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lauk í gærkvöldi keppni á heims-
meistaramótinu á Spáni þegar það tapaði naumlega fyrir heims- og Ólymp-
íumeisturum Frakka, 28:30, í Barcelona. Kári Kristján Kristjánsson var
öflugur á línunni hjá íslenska liðinu og á myndinni er hann í hörðum slag
við frönsku vörnina. » Íþróttir
Féllu út með sæmd
Ljósmynd/Hilmar Þór
Ísland hefur lokið keppni á HM á Spáni
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Trúnaðarráð VR samþykkti með
miklum meirihluta í gærkvöldi, 43
atkvæðum gegn 2, að framlengja
kjarasamninginn. „Það er mjög
þung krafa, bæði á atvinnurekendur
og hið opinbera, að halda aftur af
verðlagshækkunum á komandi mán-
uðum,“ segir Stefán Einar Stefáns-
son, formaður VR. Annars sé stöð-
ugleika á vinnumarkaði ógnað.
Að sögn Stefáns Einars hefur
hann því fullt umboð til þess að fram-
lengja kjarasamninginn þegar hann
fer inn í samninganefndina.
Í dag verður því að öllum líkindum
gengið frá samkomulagi ASÍ og SA
um framlengingu kjarasamninga en
til stendur að framlengja þá til 30.
nóvember á þessu ári. Að sögn Vil-
hjálms Egilssonar, framkvæmda-
stjóra SA, og Gylfa Arnbjörnssonar,
forseta ASÍ, mun undirbúningur fyr-
ir næstu kjarasamninga hefjast sem
fyrst. Báðir benda þeir á að aðkoma
ríkisstjórnarinnar að samkomulag-
inu hafi engin verið.
„Við ætlum að reyna að hefja und-
irbúning að næstu samningum varð-
andi vinnulag við gerð kjarasamn-
inga,“ segir Gylfi og bætir við að
vonandi geti sú vinna alið af sér ein-
hvers konar þjóðarsátt.
MGanga frá samkomulagi »4
Fyrstu skref
að nýrri þjóð-
arsátt í dag
Samþykkt í stjórn og trúnaðarráði VR
í gær að framlengja kjarasamninginn
Samkomulag
» Allt stefnir í að kjarasamn-
ingar verði í dag framlengdir til
30. nóvember 2013.
» Stjórnvöld höfðu enga að-
komu að samkomulagi aðila
vinnumarkaðarins.
Ríkisstjórn-
arflokkarnir
munu í dag funda
með stjórnarand-
stöðunni en á
fundinum stend-
ur til að ræða
tímalengd um-
ræðunnar um
stjórnarskrár-
frumvarpið.
Þingflokks-
formenn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks ætla að mæta á fund-
inn. „Það auðvitað vekur nokkra
furðu mína að það sé verið að funda
um þetta mál þegar allar nefndir
þingsins eru ekki ennþá búnar að
skila sínu áliti til stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar,“ segir Illugi Gunn-
arsson og bætir við: „Mér finnst
þetta einmitt um leið endurspegla
vinnubrögðin í þessu máli .“ »4
Funda í dag um
stjórnarskrána
Illugi
Gunnarsson
„Það er erfitt að kalla þetta nokk-
uð annað en aðför að því samfélagi
sem við búum í. Staðreyndin er sú
að ríkisvaldið er búið að skera nið-
ur hjá okkur um 48 stöðugildi frá
því 2008 eða um 14% þeirra opin-
beru starfa sem fyrir voru í Skaga-
firði. Það hlýtur að vekja spurn-
ingar um framtíðarsýn ríkisins
gagnvart svæðinu,“ segir Stefán
Vagn Stefánsson, formaður
byggðaráðs Skagafjarðar, en opin-
berum störfum í Skagafirði hefur
fækkað meira en annars staðar á
landinu frá 2008. bjb@mbl.is »12
Aðför stjórnvalda
að Skagfirðingum
Skagafjörður Færri opinber störf.
„Ég lít svo á að ríkisstjórnin hafi klúðrað 2013 og
í rauninni sé þess vegna meginviðfangsefni okkar
að horfa til næstu ára og hvernig við getum kom-
ist í það að bæta lífskjörin á grundvelli efnahags-
legs stöðugleika og lágrar verðbólgu,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, en hann bendir á að ekki hafi verið
óskað eftir aðkomu stjórnvalda að samkomulag-
inu. Í sama streng tekur Gylfi Arnbjörnsson, for-
seti ASÍ. »4
Horft verði til næstu ára
EKKI VAR ÓSKAÐ EFTIR AÐKOMU STJÓRNVALDA
Vilhjálmur Egilsson