Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 18. tölublað 101. árgangur
VERÐLAUNIN
KOMU SKEMMTI-
LEGA Á ÓVART
SÍÐUSTU TVÖ
ÁR EITT ÖSKU-
BUSKUÆVINTÝRI
MIKILL SKÓLI AÐ
VERA Í SINFÓNÍU-
HLJÓMSVEIT
TRAUST Í MARKI ÍÞRÓTTIR UPPLIFUN OG REYNSLA 10HLAUT LJÓÐSTAF JÓNS ÚR VÖR 38
Blæðingar Tjaran hefur hlaðist utan á
dekkin og erfitt reynst að ná henni af.
Fjölmargar tjónstilkynningar
höfðu borist Sjóvá í gær, sem
tryggingarfélagi Vegagerðarinnar,
vegna tjörublæðinga á vegum norð-
an- og vestanlands síðustu daga.
Nokkuð dró úr blæðingunum í gær
en tjörukögglar sem losnuðu undan
ökutækjum ollu einnig vandræðum
í umferðinni. Á meðan ekki hefur
tekist að finna orsakir blæðinganna
er óljóst með bótaskylduna. Mest
tjón hefur orðið á flutningabílum.
Ýmsir samverkandi þættir eru
taldir skýra þetta en böndin berast
m.a. að lýsi sem notað hefur verið
út í slitlagið sem mýkingar- og
þynningarefni í stað terpentínu.
Vegagerðin sendi síðdegis í gær
frá sér yfirlýsingu þar sem vegfar-
endur eru beðnir velvirðingar á
„þessu ástandi“ og ökumenn hvatt-
ir til að gæta varúðar. Varúðar-
skilti verða sett upp á vegunum og
steinefni dreift á valda kafla í
næstu þíðu. »4
Biðjast velvirðingar
á blæðingunum
Eldgos í Heimaey
» Gosið hófst rétt fyrir klukkan
tvö aðfaranótt 23. janúar 1973.
Því lauk 3. júlí sama ár.
» Af um 1.350 húsum í bænum
fóru 417 undir hraun og um 400
hús til viðbótar skemmdust.
» Hinn 1. desember 1972 bjuggu
5.273 í Eyjum. Hinn 1. janúar
2012 bjuggu þar 4.194 manns.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nú, 40 árum eftir eldgosið í
Heimaey, er meira íbúðarhúsnæði í
bænum en var fyrir gos, að mati
Páls Zóphóníassonar, fyrrverandi
bæjartæknifræðings og bæjar-
stjóra. Íbúar Vestmannaeyja eru
nú um 20% færri en þegar fór að
gjósa.
Austurhluti bæjarins fór undir
hraun og vikur lagðist yfir fjölda
húsa. Af um 1.350 húsum fóru 417
undir hraun og um 400 hús til við-
bótar skemmdust, að því er segir á
vefnum Heimaslóð. Páll sagði að í
ljósi hamfaranna væri ekki hægt
að segja annað en að vel hefði tek-
ist til við uppbygginguna eftir gos
með samhentu átaki margra.
Séra Kristján Björnsson, sókn-
arprestur í Eyjum, sagði að eld-
gosið væri nokkuð sem allir miðuðu
við. „Það er allt fyrir eða eftir gos.“
Hann sagði að eldgosið hefði
breytt verðmæta- og gildismati
fólksins. „Hér leggur fólk meira
upp úr hinum andlega sjóði en
margir aðrir. Maður finnur greini-
lega í samfélaginu að hér metur
fólk vináttuna og lífið miklu meira
en allar eigur. Það metur eignir á
annan hátt en gengur og gerist.
Hér eru allir tilbúnir að hjálpa öll-
um.“
Í tilefni þess að í dag eru 40 ár
frá því að jarðeldarnir komu upp á
Heimaey gefur Morgunblaðið út 16
síðna sérblað um eldgosið. Þar er
fjallað um náttúruhamfarirnar í
máli og myndum og minningar
fólks sem tengjast gosinu.
MUppbygging í Eyjum » 16
Fleiri hús en færra fólk
Í dag eru 40 ár liðin frá því að Heimaey fór að gjósa Vel tókst til við uppbygg-
ingu í Vestmannaeyjum eftir gosið Nú eru þar um 20% færri íbúar en fyrir gos
Morgunblaðið/Ómar
Nefndarfundur Stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis á fundi.
Skúli Hansen
Heimir Snær Guðmundsson
„Það er alveg ljóst að það umhverfi
sem þarna er verið að höfða til er al-
gjörlega framandi fyrir núverandi
stjórnsýslu,“ sagði Tryggvi Gunnars-
son, umboðsmaður Alþingis, um 15.
grein stjórnarskrárfrumvarpsins á
fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd-
ar Alþingis í gærkvöldi. Þá benti
Tryggvi á að greinin, sem kveður á um
upplýsingarétt fólks og aðgang þess að
opinberum gögnum, væri með mjög
víðtækt gildissvið eins og hún er sett
fram í texta frumvarpsins.
Í umsögn sinni um frumvarpið
gagnrýnir Tryggvi m.a. skerðingar-
ákvæðið í mannréttindakafla frum-
varpsins en hann telur að það muni
væntanlega leiða til þess að heimilt
verði að takmarka eða skerða stjórn-
arskrárvarin mannréttindi í fleiri til-
vikum og á öðrum grundvelli en hægt
er samkvæmt núgildandi stjórnar-
skrá. Þá gerir Tryggvi fjölda athuga-
semda við frumvarpið í umsögn sinni
en hún er 41 blaðsíða að lengd. »14
Gerir fjölda athugasemda
„Algjörlega framandi fyrir núverandi stjórnsýslu“
Börnin í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum voru
að reisa heilmikið eldfjall úr pappír í einni skóla-
stofunni í gær og nutu við það aðstoðar kennara.
Það var gert í tilefni þess að í dag eru fjörutíu ár
frá því að eldgosið braust út í Heimaey. Börnin í
grunnskólum Vestmannaeyja voru einnig búin
að gera veggmyndir sem sýndar verða í Sagn-
heimum, safnahúsi Vestmannaeyja. Í dag verða
opnaðar þar sýningar í tilefni afmælisins.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Börn í Vestmannaeyjum minnast Heimaeyjargossins fyrir 40 árum
Skuldir Orku-
veitu Reykjavík-
ur hafa gróft á
litið hækkað um
7,3 milljarða síð-
an í lok sept-
ember vegna
veikingar krónu.
Skuldir í evr-
um hafa hækkað
mest eða úr 80,4
milljörðum í 86 milljarða.
Haraldur Flosi Tryggvason,
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur, segir hina neikvæðu
gengisþróun „saxa á eiginfjár-
stöðu“ Orkuveitunnar. »2
Veiking krónu eykur
á skuldabyrði OR
Höfuðstöðvar OR.
TILBOÐ
á 1 lítra
Kókómjólk