Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 4
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vegagerðin, lögreglan á Blönduósi,
Umferðarstofa og Sjóvá hafa síðustu
daga fengið fjölda tilkynninga um
tjón á ökutækjum vegna tjörublæð-
inga í malbiki á löngum vegarkafla á
Norðurlandi. Aðallega hefur þetta
verið frá Holtavörðuheiði og austur
að Blönduósi en einnig voru dæmi um
blæðingar austar, sem og áVest-
urlandi og Vestfjörðum. Þá voru öku-
menn varaðir við tjörukögglum sem
losnuðu af bílum, allt frá Hvalfjarð-
argöngum og norður til Akureyrar.
Líkt og tíundað hefur verið ítarlega
á mbl.is fór fyrst að bera á þessum
blæðingum að ráði sl. föstudag og
ágerðist smátt og smátt. Klæðning
hlóðst utan á dekkin og spýttist upp í
hjólhlífar og bretti og utan á ökutæk-
in, með tilheyrandi tjóni, óþægindum
og ógnun við umferðaröryggið.
Minna bar á nýjum tilkynningum í
gær, að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi, en tjörukögglar sköpuðu áfram
hættu á vegunum. Þannig voru öku-
menn í Hvalfjarðargöngum varaðir
við og þurfti Spölur að setja upp að-
vörunarskilti í gærmorgun á meðan
stórir kögglar voru hreinsaðir upp.
Lögreglan taldi ástæðu til að vara
ökumenn við í fyrrakvöld, eftir að
borið hafði á blæðingunum í þrjá
daga. Spurður hvort ekki hafi verið
ástæða til þess fyrr segir Kristján
Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á
Blönduósi, að ökumenn hafi verið
varaðir við á sunnudagskvöld en ef-
laust hafi mátt gera það fyrr.
Lögreglan hafi þó ekki séð þetta
strax með eigin augum og tilkynn-
ingar ekki verið margar í fyrstu. Síð-
an hafi þetta ágerst og valdið öku-
mönnum tjóni. Kristján vonast til að
fari að draga úr blæðingunum og tel-
ur ekki ástæðu til að takmarka um-
ferð, biður ökumenn bara að fara var-
lega og miða ökuhraða við aðstæður.
Lýsið ódýrara og mengar minna
Vegagerðin er með ábyrgðartrygg-
ingu hjá Sjóvá en í gær var enn óljóst
um bótaskyldu þar sem orsök blæð-
inga liggur ekki endanlega fyrir.
Ýmsar kenningar eru uppi um hvað
veldur þessu. Vegagerðin hefur talað
um marga samverkandi þætti, eins
og tíðarfarið þar sem skipst hefur á
frost og þíða. Voru vonir bundnar við
að ástandið lagaðist með lækkandi
hitastigi. Einnig hefur verið bent á of-
aníburð á salti og sandi og það bland-
ast saman við tjöruna með þessum af-
leiðingum.
Verktakar sem unnið hafa við
klæðningar í mörg ár, en vildu ekki
koma fram undir nafni, fullyrtu í sam-
tali við Morgunblaðið að líklega væri
meginástæðan fyrir þessum blæð-
ingum lífolían, eða lýsið, sem farið var
að nota sem mýkingarefni í slitlagið í
stað terpentínu. Var það gert af
umhverfisástæðum fyrst og fremst,
til að draga úr mengun, auk þess sem
lífolían er ódýrari en terpentínan.
Hún er unnin úr fiskafurðum hjá Lýsi
hf. Allar klæðningar, sem lagðar voru
yfir vegi sl. sumar, voru með lýsinu út
í, þar á meðal í Húnavatnssýslunum.
Einn verktaki benti á að terpentínan
gufaði upp úr tjörunni eftir ákveðinn
tíma en lýsið gerði það á mun lengri
tíma, blandaðist meira saman við
tjöruna og gæti orðið að leðju. Einnig
virtust steinefnin ekki festast nógu
vel við tjöruna og þá skapaðist aukin
hætta á blæðingum.
Miklar blæðingar sl. sumar
Gunnar Helgi Guðmundsson,
svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Ak-
ureyri, hefur kynnt sér vel íslenskar
olíur til vegalagningar og var fulltrúi
Vegagerðarinnar í starfshópi sem
skilaði nýlega af sér seinni áfanga-
skýrslu um efnið. Þar var sérstaklega
tekið fyrir þynningar- og mýking-
arefni úr lífolíum sem framleiddar
eru úr afgangssteikingarolíu frá veit-
ingastöðum og úr dýrafitu frá af-
urðastöðvum. Lagður var 400 m lang-
ur tilraunakafli skammt frá Húsavík
með þessu efni og Gunnar segir eng-
ar blæðingar hafa átt sér stað þar.
Hann segir annað mýkingarefni,
unnið úr lýsi, vera á klæðningunum
um Húnavatnssýslur og víðar um
land. Síðasta sumar hafi talsvert bor-
ið á blæðingum, fljótlega eftir að nýtt
slitlag var lagt með lýsinu saman við.
„Þetta var til vandræða á nokkrum
köflum á Vesturlandi og Norðurlandi
og þurfti að sanda þá oftar en einu
sinni. Annars er verið að skoða þessi
mál og starfshópur kominn af stað að
finna út úr þessu nákvæmlega. Lík-
lega er þetta sambland af ýmsum
þáttum en alveg ljóst að veðurfarið
hefur þarna einhver áhrif.“
Vegagerðin og verktakar höfðu
notast við terpentínu sem mýking-
arefni í slitlag allt frá árunum í kring-
um 1980. Fyrir um sjö árum voru
gerðar tilraunir með repjuolíu og síð-
an farið yfir í lífolíu úr fiskafurðum.
Gunnar Helgi telur reynsluna al-
mennt hafa verið góða til þessa en
gefa þurfi lífolíu meiri tíma til að
sanna sig. „Það bar á vetrarblæð-
ingum með terpentínuna en alls ekki í
þessu magni sem nú er að gerast.
Þetta er með því svæsnasta sem við
höfum séð núna,“ segir Gunnar
Helgi en bendir einnig á
stóraukna þungaflutn-
inga um vegi landsins.
Einn flutningabíll með
tíu tonna öxulþunga
jafnist á við 10 þúsund
fólksbíla hvað varðar
álag á vegina. Þetta
aukna álag hafi áreið-
anlega sitt að segja,
sem og margir fleiri
þættir.
Blæðingar valdið miklu tjóni
Vegagerðin kannar orsakir tjörublæðinga á vegum norðanlands Ýmsir samverkandi þættir
Böndin berast m.a. að lýsi í mýkingarefni slitlagsins Fjöldi tjónstilkynninga hefur borist Sjóvá
Tjón Margir bílar hafa orðið fyrir skemmdum vegna tjörublæðinga á norðurleiðinni. Rífa hefur þurft bretti undan
bílum til að losa um tjöruna. Fjöldi tjónstilkynninga hefur borist til Sjóvár, sem tryggingarfélags Vegagerðarinnar.
Tjörublæðingar
á vegum
Loftmyndir ehf.
Blönduós
Staðarskáli
Hvalfjarðargöng
Akureyri
Víða tilkynnt um
tjöruköggla á vegum:
Tjara Ökumenn hafa þurft að stoppa för sína til að hreinsa tjöruna.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Guðmundur Magnússon hjá
Sjóvá segir óljóst með bóta-
skyldu vegna tjörublæðing-
anna. Hvert mál verði skoðað
fyrir sig. Hann á von á fleiri til-
kynningum eftir því sem líður á
vikuna.
Guðmundur segir að finna
þurfi út úr því hvað veldur
þessum blæðingum, áður en
ákvörðun verður tekin um bóta-
skyldu eða afgreiðslu þessara
mála. Hvetur hann ökumenn
sem lent hafa í tjóni til að til-
kynna það til næsta útibús Sjó-
vár, þannig að hægt sé að
skrá málin niður.
„Það þarf að fá öll
gögn upp á borðið
áður en ljóst er
hvar sökin ligg-
ur. Þetta er
mjög sérstakt
mál og hefur
komið upp á
stórum veg-
arkafla.“
Hvert og eitt
mál skoðað
BÓTASKYLDA ÓLJÓS
Vinnumálastofnun hefur afskrifað 223 milljónir króna
sem 4.735 einstaklingar fengu í ofgreiddar atvinnuleys-
isbætur á árunum 2009 og 2010. Viðkomandi einstak-
lingar fengu tilkynningu um afskriftirnar nú í byrjun
janúar. Um er að ræða bætur er einstaklingar fengu á
móti skertu starfshlutfalli.
Eftir hrun var sett bráðabirgðaákvæði í lög þar sem
heimild atvinnuleitenda til að hafa tekjur meðfram at-
vinnuleysisbótum var rýmkuð til muna. Samhliða því
voru atvinnurekendur hvattir til að minnka frekar
starfshlutfall starfsmanna í stað þess að segja þeim
upp. Markmiðið var að einstaklingar héldu að minnsta
kosti í hluta starfshlutfalls og héldu þar með virkni á
vinnumarkaði.
Fylgja vilja löggjafans
Vorið 2011 kom í ljós að hluti þeirra atvinnuleitenda
sem nýttu sér úrræðið hafði fengið ofgreiddar atvinnu-
leysisbætur, þar með safnað skuldum gagnvart Vinnu-
málastofnun þrátt fyrir að vera langt innan tekjumarka
að því er segir í svari frá Vinnumálastofnun. Ástæð-
urnar voru margvíslegar, t.d. að umræddir einstakling-
ar höfðu ekki látið stofnunina vita um t.d. breytt starfs-
hlutfall eða launahækkun en ekki var talið að um væri
að ræða bótasvik í þeim tilfellum.
„Vilji löggjafans var alltaf sá að viðkomandi gæti haft
þokkalega góðar tekjur ásamt því að fá bætur. Við náð-
um ekki að fylgja því eftir þegar fólk hækkaði í launum
miðað við það sem það hafði áætlað. En í ljósi þess
hvernig hugur löggjafans var þegar lögin voru sett
þótti okkur eðlilegt að afskrifa þessar skuldir,“ segir
Unnur Sverrisdóttir, forstöðumaður stjórnsýslusviðs
Vinnumálastofnunar.
Vorið 2011 samþykkti stjórn Vinnumálastofnunar að
afskrifa skuldir þeirra einstaklinga sem höfðu fengið
greiddar atvinnuleysisbætur meðfram hlutastarfi á ár-
unum 2009 og 2010. Hins vegar voru skuldir sem sann-
arlega voru tilkomnar vegna svika áfram innheimtar.
Þess má geta að Ríkisendurskoðun veitti stofnuninni
heimild til afskriftanna. heimirs@mbl.is
Afskrifa 223 milljónir
Vinnumálastofnun afskrifar ofgreiddar atvinnuleysisbætur
Komu til er einstaklingar fengu bætur á móti hlutastarfi