Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 10

Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 María Ólafsdóttir maria@mbl.is S infóníuhljómsveit tónlist- arskólanna er samstarfs- verkefni fimm tónlistar- skóla á Reykjavíkur- svæðinu; Tónlistarskól- ans í Garðabæ, Tónlistarskólans í Hafnarfirði, Tónlistarskóla Kópa- vogs, Tónlistarskóla FÍH og Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Tónlistarskólinn í Garðabæ er nú með í fyrsta sinn en einnig hefur öðrum tónlistarskólum verið boðið að senda nemendur í hljómsveitina. Að þessu sinni leika þannig með henni nemendur Listaháskóla Ís- lands, Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, Tónlistarskóla Seltjarnar- ness, Tónlistarskólans í Reykjavík og Skólahljómsveitar Grafarvogs. Ögun í vinnubrögðum „Aðalmarkmiðið er að gefa nemendum sem komnir eru á fram- haldsstig í tónlistarskóla færi á að spila í sinfónískri hljómsveit og fá þá upplifun og reynslu sem fylgir því. Þetta er öðruvísi en annað sem krakkarnir fást við í náminu þar sem þau æfa sig meira ein en spila inn á milli með kennara og smærri hóp- um. Félagslegi þátturinn í tónlist- arnámi er mjög mikilvægur rétt eins og félagslegi þátturinn í samfélag- inu, ekki síst á þessum aldri. Það er mjög hvetjandi að vera innan um krakka sem eru að gera það sama. Eins þarf mikla ögun til að vera í sinfónískri hljómsveit og þar skiptir formfestan máli. Ég hugsa að ekkert listform krefjist jafnmikillar ögunar nema þá kannski ballettdans,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórn- Mikill skóli að vera í sinfóníuhljómsveit Í Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna kemur saman hópur ungra tónlistarnema á framhaldsstigi. Æfingar hafa staðið yfir nú í janúar og lýkur æfingatímabilinu með tónleikum í Hörpu nk. sunnudag. Stjórnandi sveitarinnar, Guðmundur Óli Gunnarsson, segir félagslega þáttinn í tónlistarnámi mjög mikilvægan og gott að ungt fólk sem er að fást við það sama geti komið saman. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson á æfingu með hljómsveitinni. Framhaldsstig Í hljómsveitinni eru nemendur frá fermingu upp að tvítugu. Kaffi er ekki sama og kaffi, það veit hún Elda sem á og rekur kaffihús við Reykjavíkurhöfn sem heitir Cafe Haiti. Elda er alin upp á Haiti og faðir hennar er kaffibóndi og hún flytur beint inn sínar Arabica-kaffibaunir frá æskuslóðunum og sér sjálf um að brenna þær og mala. Hjá Eldu er m.a hægt að fá tyrkneskan og arabískan kaffidrykk. Á vefsíðunni cafehaiti.is er hægt að lesa allt um kaffihúsið og þar er líka hægt að panta kaffi beint á netinu. Lonely Planet hefur komið við hjá Eldu og segir fastagesti full- yrða að þar fáist besta kaffi á land- inu. Lifandi tónlist er fastur liður á Café Haiti og nú á föstudagskvöld mun franski vísnasöngvarinn Donas, troða upp kl. 22. Vefsíðan www.cafehaiti.is Cafe Haiti Eva og Elda eru glaðbeittar þegar þær hella upp á kaffi. Besta kaffið segja sumir Skapandi umbreyting kallast fyr- irlestur Dóru Ísleifsdóttur grafísks hönnuðar og prófessors við Listahá- skóla Íslands og Guðrúnar Lilju Gunn- laugsdóttur hönnuðar hjá Stud- iobility. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Á fyrirlestrinum mun Dóra fjalla um hugmyndir og kenningar um hönnun og hönnunarferli en Guðrún Lilja m.a. velta upp spurningunni: Hvernig verða hönnuðir framtíðarinnar? Fyrirlest- urinn fer fram í Hafnarhúsinu fimmtu- daginn 24. janúar og hefst klukkan 20-21.30. Nánari upplýsingar má nálg- ast áwww.honnunarmidstod.is. Skapandi umbreyting Hönnun og hönnunarferli Morgunblaðið/Golli Íslenskt Hönnun í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin Origami – Brot í brot opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi fimmtudaginn 24. janúar kl. 17. Á sýningunni eru einstök og heillandi pappírslistaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra voru flutt sérstaklega til landsins fyrir sýn- inguna í Gerðubergi en listamenn- irnir verða viðstödd opnunina. Þar verða m.a. þekktustu verk þeirra svo sem Saint George and the Dragon eftir Dave og St. Basil á Rauða torg- inu í Moskvu eftir Assiu. Sýningin er samstarfsverkefni Gerðubergs og Origami Ísland en þeir Björn Finns- son og Jón Víðis eiga einnig verk á sýningunni. Í tengslum við sýninguna verður haldið námskeið í origami helgina 26.-27. janúar þar sem Dave og Assia sjá um kennsluna. Námskeiðið er ætl- að hönnuðum, lista- og handverks- fólki. Kennsla fer fram í Gerðubergi laugardag og sunnudag kl. 9-16. Á námskeiðið er takmarkaður fjöldi þátttakenda, námskeiðsgjald er 28.000 kr. Brot í brot í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi Þekktir origami-listamenn sýna verk sín á Íslandi Orgami Falleg blóm gerð af öðrum listamanni sýningarinnar, Assiu Brill. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vélheflar www.brynja.is - brynja@brynja.is TRÉSMÍÐA- VÉLARNAR FÁST Í BRYNJU LYKILVERSLUN VIÐ LAUGAVEGINN 335.200 kr. 69.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.