Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Ferðaáæ
tlun FÍ 2
013
er komi
n út
Námskeið í vetrarfjallamennsku
9. febrúar
Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í vetrarfjalla-
mennsku laugardaginn 9. febrúar nk.
Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði vetrar-
fjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og
snjóflóðahættu.
Leiðbeint er um göngu í snjó og notkun ísaxar og
ísaxarbremsu, göngu á mannbroddum og snjó- og
ístryggingar. Fjallað um hnúta, línumeðferð, sig
og létt snjó- og ísklifur.
Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum
19., 21. og 26. febrúar
Tími: Kl.18-22 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í skyndihjálp
og óhöpp í óbyggðum.
Verklegt námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og
viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta
upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð aðal-
áhersla á raunhæf verkefni og fræðslu og frásagnir af
slysum á Íslandi og þannig reynt að æfa viðbrögð við
óhöppum. Námskeiðið endar á verklegri útiæfingu þar
sem björgunarfólkið þarf að fást við slasaða sjúklinga.
Ferðafélag Íslands
Skráning á námskeiðin eru í síma 568 2533 eða í
netpóst fi@fi.is
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Námskeið í febrúar
FUNDIR - MÓTTÖKUR - VEISLUR
NÝTT ÁR - NÝTT UPPHAF
Í Kjós
Í sveitasetrinu við Laxá í Kjós
er stór og vandaður veislu-
salur sem tekur um 80
manns í sæti og með gistingu
fyrir allt að 40 manns.
A ð e i n s 2 5 m í n . f r á
Reykjavík.
Í Borgarfirði
Í sveitasetrinu við Grímsá
er glæsilegur salur sem
tekur allt að 70 manns í
sæti og gisting fyrir allt að
36 manns. Í húsinu er
gufubað og heitur pottur
svo hægt er að slaka vel á
eftir góðan dag. Aðeins 50
mín. frá Reykjvaík.
www.hreggnasi.is
Nánari upplýsingar í 892-9263 eða julli@hreggnasi.is og 661-0413 eða doddi@hreggnasi.is
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra hefur falið refsiréttarnefnd að
vinna að frumvarpi til breytinga á
hegningarlögum sem þrengir og
skerpir á klámhugtakinu. Hann
kynnti þessi áform sín á ríkisstjórn-
arfundi í gær.
„Ný skilgreining skal taka mið af
ákvæði norskra hegningarlaga og
lagt er sérstaklega til að refsiréttar-
nefnd fjalli um hvort ástæða sé til að
bann nái einnig til vörslu kláms líkt og
á við um klámefni sem sýnir misnotk-
un á börnum,“ segir í minnisblaði ráð-
herra.
Þá hefur innanríkisráðherra óskað
eftir tilnefningum í starfshóp sem að-
ilar í lögreglunni, embætti ríkissak-
sóknara og Póst- og fjarskiptastofnun
koma til með að skipa. Starfshópnum
er ætlað að „fara yfir hvernig tryggja
megi lögreglu lagalegt úrræði til að
bregðast við skaðlegu efni á netinu.
Hópnum er gert að taka til sérstakrar
skoðunar möguleg úrræði sem heim-
ila lögreglu að knýja eiganda, hýsing-
araðila eða fjarskiptafyrirtæki til að
loka á dreifingu efnis“, stendur enn-
fremur í minnisblaðinu.
„Árið 2010 hóf Ögmundur samráð
um meðferð kynferðisbrota í réttar-
kerfinu. Ýmsir fagaðilar voru kallaðir
til og vöktu margir athygli á að skír-
skotun til kláms kæmi oft upp í brota-
flokknum, bæði í mynstri ofbeldisins
og sumir bentu á tengsl við tíðni,“
segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðar-
maður Ögmundar.
Þessi vinna byggist á tillögum und-
irbúningshóps um hvernig sporna
megi við klámvæðingu. Hópurinn
fjallaði m.a. um klám út frá lagalegu,
heilbrigðislegu og samfélagslegu
sjónarhorni og hvert hlutverk stjórn-
valda skyldi vera í þessum efnum.
thorunn@mbl.is
Frumvarp í bígerð þar sem
klámhugtakið er þrengt
Ný skilgreining kláms tekur mið af norskum lögum
Frumvarp Spornað við klámvæðingu.
Óvissuástandi var aflétt á Landspítalanum í gær. Í máli
Björns Zoëga, forstjóra LSH, í fyrradag kom m.a. fram
að ef ekki biðu jafnmargir sjúklingar á LSH eftir
hjúkrunarrýmum hefði ekki þurft að grípa til þessara
aðgerða; að lýsa yfir óvissuástandi.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra svarar því
til að fjöldi sjúklinga sem bíði eftir hjúkrunarrýmum
gengi í bylgjum og listinn hafi vissulega lengst lítillega
undanfarið.
„Í þessu tilfelli er átt við fólk sem ætti að vera inni á
hjúkrunarheimilum og er með vistunarmat. Fólk hefur
rétt á að velja hvert það vill fara. Í sumum tilfellum hef-
ur það neitað ákveðnum plássum. Fólkið vill ekki fara
út fyrr en það kemst í rétt pláss en plássin eru vissu-
lega fyrir hendi. Við höfum verið að ræða hvernig við
tökum á þessu,“ segir Guðbjartur og bætir við að mark-
miðið hljóti að vera að fólk hafi ekki
val um að fá að vera á sjúkrahúsi ef
hjúkrunarrými er í boði.
En þá víkur málinu aftur að
ástandi LSH. Guðbjartur var spurð-
ur hvort aukafjárveiting væri á
teikniborðinu til heilbrigðiskerfisins,
m.a. með hliðsjón af fyrirhuguðum
uppsögnum hjúkrunarfræðinga.
„Það er verið að skoða lausnir í sam-
bandi við hjúkrunarfræðingana,“
segir hann og vísar m.a. í „jafn-
launaátak 2013“ sem hann og fjármálaráðherra kynntu
í ríkisstjórn í gær. Átakinu er ætlað að vinna gegn
launamun kynjanna, sem er mestur hjá heilbrigð-
isstofnunum. thorunn@mbl.is
Geta hafnað hjúkrunarrýmum
Guðbjartur
Hannesson