Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er þrítugur þegar þetta er og svo er ég búinn að vera hérna síðan,“ sagði Páll H. Zóphóníasson, sem var bæjartæknifræðingur í Vest- mannaeyjum þegar fór að gjósa á Heimaey, hinn 23. janúar 1973. Hann hafði tekið við starfi bæjartækni- fræðings árinu áður og gegndi starf- inu til ársins 1976. Þá var Páll ráðinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegndi því embætti til 1982. Hann hefur síðan rekið ráðgjafar- og teiknistofu í Vestmannaeyjum. Austurhluti bæjarins fór undir hraun og vikur lagðist yfir fjölda húsa. Af um 1.350 húsum í bænum fóru 417 undir hraun og um 400 hús til viðbótar skemmdust, að því er segir á vefnum Heimaslóð. Páll sagði að í ljósi hamfaranna væri ekki hægt að segja annað en að vel hefði tekist til við uppbygginguna eftir gos með samhentu átaki margra. Fljótt hugað að endurreisn Eldgosið hafði ekki staðið lengi þegar farið var að huga að framtíð byggðar á Heimaey. Páll sagði að menn hefðu verið minnugir þess að árið 1961 gaus á eynni Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi. Allir íbú- arnir voru fluttir til Englands í gos- inu en flestar fjölskyldurnar fluttu aftur til baka árið 1963. „Það hafði því gerst áður í sögunni að áfram væri búið á eyju sem hafði gosið á. Það var mjög fljótlega sem mönnum þótti sjálfsagt að hér yrði áfram byggð,“ sagði Páll. „Mark- miðið var að endurbyggja það sem tapaðist. Við vorum svo heppin að haustið 1971 var samþykkt hér nýtt aðalskipulag. Þar var tekin sú stefna að íbúðarbyggð skyldi þróast í vestur á Heimaey. Strax í mars 1973 hófst vinna við deiliskipulag að nýja vest- urbænum.“ Mælt var fyrir nýju götunum í apr- íl og maí 1973 og stærstu hraunnibb- unum úr gamla hrauninu ýtt úr veg- stæðunum. Páll sagði að mjög fljótlega hefði verið byrjað að hreinsa burt vikur og var hann not- aður til að byggja upp nýju göturnar. Skipulögð hreinsun hófst um sum- arið og var 700-800 þúsund rúmmetr- um af vikri ekið í nýja hverfið þar sem hann var notaður í götur og lóð- ir. Goslokum var lýst yfir hinn 3. júlí 1973. Fjölskyldur hófu að flytja aftur til Eyja í ágúst. Fiskvinnslustöðvar og skólar fóru af stað um haustið og voru stöðvarnar komnar á fullt á næstu vetrarvertíð. Páll sagði að fljótlega hefði orðið vart húsnæðisskorts eftir að Vest- mannaeyingar fóru að flytja heim fyrir alvöru. Vestmannaeyjabær tók þá ákvörðun að láta byggja sjö fjöl- býlishús við Foldahraun og Áshamar á árunum 1975-76. Verktakafyr- irtækið Breiðholt hf. byggði húsin og voru íbúðirnar seldar á kostnaðar- verði. Einstaklingar sem höfðu misst hús undir hraun og fleiri stofnuðu byggingarfélag og fengu lóðir við Dverghamar. Félagið fékk Ístak til að byggja húsin. Auk uppbygging- arinnar vestur í hrauni var byggðin þétt annars staðar í bænum og byggt á auðum lóðum. Þegar var byrjað að byggja á þeim lóðum haustið 1973. Páll telur að nú sé meira íbúðar- húsnæði í Vestmannaeyjum en var fyrir gosið. Færri íbúar en fyrir gos „Við erum mun færri í hverju húsi í dag en var,“ sagði Páll. „Þó að það vanti 20% upp á fólksfjöldann hér frá því sem var fyrir gos búum við í fleiri húsum en við gerðum þá.“ Þess má geta að hinn 1. desember 1972 bjuggu 5.273 manns í Eyjum og höfðu íbúar þar aldrei verið fleiri. Hinn 1. janúar 2012 bjuggu 4.194 í Vestmannaeyjum. Páll taldi líklegt að breyttir atvinnuhættir, aukin hag- ræðing og vélvæðing í fiskvinnslu- húsum og fiskmjölsverksmiðjum og breyttir útgerðarhættir ættu stóran þátt í því að íbúafjöldinn hefur ekki náð fyrri hæðum. Þá hefur almennt verið fækkun á landsbyggðinni á þessum tíma. Viðlagasjóður stóð fyrir innflutn- ingi á rúmlega 500 einbýlishúsum sem öll voru reist uppi á landi. Þegar ákvörðun var tekin um það vantaði Vestmannaeyinga sem voru uppi á landi húsnæði. Páll sagði að upp- byggingin í Eyjum hefði gengið hraðar en menn höfðu reiknað með. Stjórn Viðlagasjóðs taldi sig ekki hafa það verkefni að byggja upp í Vestmannaeyjum. Íslendingar fengu mikinn stuðning að utan vegna eldgossins, einkum frá Norðurlandaþjóðum. Endurbygging elliheimilis og barnaheimilis í Eyjum naut þess. Eins var hluta af söfn- unarfé í Finnlandi varið til efnis- kaupa í nýtt íþróttahús og sundlaug. Vestmannaeyjabær fékk og söfn- unarfé og bætur úr Viðlagasjóði vegna tjóns sem hann varð fyrir. Páll sagði að mikið hefði munað um allan þennan stuðning. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Uppbygging í Eyjum tókst vel  Páll Zóphóníasson var bæjartæknifræðingur Vestmannaeyja í Heimaeyjargosinu og síðar bæjar- stjóri  Nú er meira íbúðarhúsnæði í Eyjum en áður en gosið braust út þótt íbúar séu færri Heimaey 10. mars 1973 F.v.: Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Páll Zóphóníasson, þáverandi bæjartæknifræðingur í Vestmannaeyjum, að skoða ummerki eldgossins. Fyrsta málþing ársins 2013 á vegum Orators, félags laganema við Háskóla Ís- lands, verður haldið í dag, miðvikudag, kl. 12:30. Málþingið verður haldið í sal 101 í Lögbergi. Yfirskrift málþingsins er „Barnalögin – Breytingar til batn- aðar?“ Þar verður rætt um nýtil- komnar breytingar á barnalög- unum sem mikið hafa verið í um- ræðunni upp á síðkastið. Framsögumenn á málþinginu eru eftirfarandi: Hrefna Friðriksdóttir, dósent í fjölskyldu- og erfðarétti, Þyrí Halla Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður og Gunnar Hrafn Birgisson sál- fræðingur. Málþingið er öllum opið. Málþing um breyt- ingar á barnalögum „Eldgosið er gríðarlega stór þáttur í ævi allra sem komnir voru til með- vitundar 23. janúar 1973,“ sagði séra Kristján Björnsson. Hann hef- ur þjónað sem sóknarprestur í Vestmannaeyjum undanfarin fjór- tán ár. Kristján kvaðst ekki hafa orðið mikið var að fólk væri fast í áfallastreituröskun vegna atburð- anna. Hann sagði allar fjölskyldur sem bjuggu í Eyjum á dögum goss- ins eiga það sem kallað er „helgar sögur“. Hvar menn voru, hvert þeir fóru og hvernig þeir brugðust við. „Fyrstu viðbrögð eru mjög sterk reynsla í lífi allra. Þetta er eins og landnámsöskulagið í jarðveginum, eitthvað sem allir geta miðað við. Það er allt fyrir eða eftir gos.“ Kristján sagði gosið koma við sögu í öllum minningarorðum og æviágripum þeirra sem uppi voru á þessum tíma. En óttast einhverjir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, óttinn er ekki áberandi. Mér finnst frekar að þetta hafi ekki komið fólki svo mjög á óvart. Fólk hér þekkti Surtseyjargosið og það sem því fylgdi,“ sagði Kristján. Honum finnst fólk í Eyjum hafa endurmetið verðmætamat sitt og gildin í lífinu. „Hér voru allar eigur í hættu en fyrst það tókst að bjarga öllum þá snýst þetta um endurmat á öllum gildum.“ Kristjáni finnst þetta birtast í því að menn séu ekki jafnbundnir því hverfula og jarð- neskum eigum og fólk er annars staðar. Vestmannaeyingar eigi minningar um hús og heimili sem hurfu en viðhorf þeirra til eigna og veraldlegra hluta hafi breyst. „Hér leggur fólk meira upp úr hinum andlega sjóði en margir aðr- ir. Maður finnur greinilega í sam- félaginu að hér metur fólk vinátt- una og lífið miklu meira en allar eigur. Það metur eignir á annan hátt en gengur og gerist. Hér eru allir tilbúnir að hjálpa öllum – það reyndi mikið á það í rýmingu Eyjanna. Öll börn voru börn allra. Þetta kemur fram í samkenndinni og samfélagið virkar mjög vel.“ Kristján sagði merkilegt að heilt bæjarfélag hefði fengið að reyna sameiginlega björgun. Mikil ró hefði verið yfir þegar fólk fór niður að höfn eða upp á flugvöll. Fólki hefði frekar fundist það vera að bjargast en að það upplifði sig í bráðum lífsháska gosnóttina forð- um. Gosið breytti verðmæta- og gildismati Morgunblaðið/Árni Sæberg Séra Kristján Í Vestmannaeyjum miðast allt við fyrir eða eftir gos.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.