Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Starfsfólk Ískrafts, sem er rafiðn- aðarheildverslun í eigu Húsasmiðj- unar, afhenti Fjölskylduhjálp Ís- lands á dögunum 350 þúsund króna peningagjöf. Á árlegum haustfagnaði, sem Ís- kraft heldur rafverktökum og starfsmönnum þeirra, var haldið uppboð sem að þessu sinni var til styrktar Fjölskylduhjálpinni. Gestir tóku virkan þátt í upp- boðinu og söfnuðust samtals 270 þúsund í uppboðinu. Ískraft lagði síðan til 80 þúsund til viðbótar, svo gjöfin nam samtals 350.000 krónum. Á myndinni, sem tekin var þeg- ar gjöfin var afhent, er hluti starfsfólks Ískrafts ásamt fulltrú- um Fjölskylduhjálpar Íslands. „Viljum við færa þeim hjartans þakkir fyrir stuðninginn,“ segir í frétt frá Fjölskylduhjálpinni. Samtökin vekja einnig athygli á því og úthlutun til skjólstæðinga fari fram allan ársins hring og því séu allar gjafir vel þegnar. Starfsfólk Ískrafts efndi til uppboðs Fyrsta miðvikudagserindi ársins 2013 hjá Orkustofnun verður hald- ið í dag, miðvikudaginn 23. janúar. Erindið fjallar um endurbætur á innrauðum hitaskanna og sýndar verða fyrstu niðurstöður til- raunamælinga á jarðhitasvæðunum á Reykjanesi og Þeistareykjum. Með styrk frá Orkusjóði tókst að ljúka endurbótum á skannanum þannig að hann er nú áreiðanlegt rannsóknatæki. Höfundar eru: Kol- beinn Árnason hjá Landmælingum Íslands og Háskóla Íslands og Axel Björnsson prófessor emeritus. Flytjandi erindisins er Kolbeinn Árnason. Erindið verður haldið í fyrirlestarsal Orkugarðs kl. 12:00. Mælingar með inn- rauðum hitaskanna Hrafnaþing hefjast að nýju eftir miðsvetrarfrí. Fyrsta erindi á vor- misseri verður haldið miðvikudag- inn 23. janúar kl. 15.15. Þá mun Trausti Baldursson líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindi sitt Natura Ísland 2012-2015 – Flokkun vistgerða og kortlagning búsvæða dýra og plantna. Nánari upplýsingar um erindið má finna á vef Náttúrufræðistofn- unar. Hrafnaþing er haldið í húsa- kynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, og er öllum opið. Ræðir flokkun vist- gerða á Hrafnaþingi STUTT Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þótt skammt sé liðið á árið hefur ver- ið í ýmis horn að líta hjá Evrópu- stofu. Miðvikudaginn 16. janúar fóru Timo Summa, sendiherra ESB á Ís- landi, og Henrik Bendixen, yfirmað- ur Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi, yfir stöðu aðildarviðræðna á fundi á Höfn á Hornafirði. Þá fór Bendixen yfir stöðuna á fundi hjá Rótarý-félagi á Egilsstöðum í sömu viku. Mánudaginn 21. janúar ýtti Evrópustofa úr vör myndbrota- keppni í tilefni af eins árs afmæli stofunnar. Er þar með fylgt eftir ljósmyndakeppni Evrópustofu í fyrra. Fyrstu verðlaun eru flugferð fyrir tvo til Parísar ásamt gistingu. Stefna á að gera tíu myndbönd Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastýra Evrópustofu, segir frekari fundahöld fyrirhuguð. „Við ætlum að halda ferðalögun- um út á land áfram á næstu vikum. Þá erum við að fara í loftið með stutt skýringarmyndbönd á vef okkar um Evrópusambandið, hvað það er og hvernig það starfar. Efnið er heima- unnið. Við stefnum á að gera allt að tíu myndbönd.“ – Hvað geturðu sagt mér um pok- ann sem þið hafið látið gera? „Það sem við setjum í pokann er allt efni sem við höfum gefið út á ís- lensku. Framboð og eftirspurn ræð- ur magninu. Við byrjuðum á að gera 500 poka. Þeir eru allir farnir. Þá gerðum við 500 til viðbótar og sjáum til hvað þeir endast lengi. Við gripum til þessa ráðs til að gera kynningar- efni okkar aðgengilegra fyrir fólk. Við munum bæta í pokann eftir því sem við gefum meira efni út á ís- lensku. Það er hægt að sækja poka og allt annað upplýsingaefni hjá okk- ur á Suðurgötu og á skrifstofu okkar á Akureyri. Svo höfum við poka með okkur á fundum úti á landi.“ „Ávinningur innan seilingar“ Meðal efnis í pakkanum er bækl- ingurinn Evrópusambandið – hvaða þýðingu hefði það fyrir mig? Fjórir einstaklingar, fjórar sögur. Formála ritar Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB. Skrifar hann þar m.a.: „Dyr ESB eru opnar og ávinningur sam- einingar er innan seilingar ... Ég vona innilega að þið verðið virkir borgarar í Evrópusambandinu og grípið þau spennandi tækifæri sem fylgja ESB-aðild,“ skrifar Füle og á við sameiningu Evrópu. Síðan er rætt við fjóra einstak- linga, pólskan bónda, búlgarskan starfsmann fjarskiptafyrirtækis á Kýpur, ungverskan þýskukennara og slóvenska hjúkrunarkonu. Lýsa reynslusögurnar því hvernig aðild að ESB hefur gagnast þeim í leik og starfi. Bæklingurinn er prentaður í Belgíu. Annað smárit sem fylgir með í pakkanum er bæklingurinn Hvað viltu vita? 10 algengar spurningar og svör um innri markað ESB. Eru kostir innri markaðarins þar tíund- aðir. Enn annar bæklingur er ritið Talað fyrir Evrópu: Tungumál Evrópusambandsins. Eru þar rakin dæmi af því hvernig ESB stuðlar að aukinni málakunnáttu þegnanna. Þá fylgir með í pakkanum motta fyrir tölvumús með teikningum eftir Halldór Baldursson skopteiknara, þeim sömu og prýða pokann sjálfan. Sex önnur smárit eru í pakkanum. Meðal þeirra er bæklingurinn Efna- hags- og peningamál, þar sem segir að tekið hafi verið á evrukreppunni af festu. „Fjármálakreppan sýndi fram á annmarka í hagstjórnarkerfi ESB og því voru reglugerðir þar að lútandi nýverið endurbættar.“ Evrópustofa setur fræðsluefni í poka  500 eintök þegar farin út og nýja upplagið jafn stórt Morgunblaðið/RAX Kíkt í pokann Átta bæklingar, ferðabæklingur, stuttermabolur, blaðra, kúlupenni og músamotta eru í pokanum sem Evrópustofa lét gera. Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is … Heilsurækt fyrir konur Nýtt! bjóðum nú einnig upp á tri mform Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Nýr lífstíll á nýju ári Bankastræti 2, Sími 551 4430 info@laekjarbrekka.is - www.laekjarbrekka.is ...í sögulegu umhverfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.