Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 18
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutabréfasjóður á vegum Stefnis
sem fjárfestir í hlutabréfum sem
skráð eru í Kauphöll, IS-15, hefur
vaxið mikið eftir áramót. Sjóðurinn
hefur vaxið í 15,5 milljarða króna en
var 10,5 milljarðar við áramótin. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
má rekja um fjóra milljarða króna af
þessari fimm milljarða aukningu til
þess að fjárfestar hafi lagt nýtt fé í
sjóðinn, þ.e. fjárfest í honum, og um
einn milljarður sé vegna gengishækk-
ana á markaði. Stefnir er í eigu Arion
banka og rekur fjárfestingarsjóði.
Lífeyrissjóðir eru afar áberandi á
hluthafalistum skráðra félaga í Kaup-
höll. Þeir hafa mikið fé undir höndum,
sem fer vaxandi. Nú er mun meiri
áhugi á hlutabréfum en verið hefur
frá hruni. Það sést meðal annars á því
að eignir hlutabréfasjóða hafa vaxið í
33,8 milljarða króna í nóvember úr
18,5 milljörðum við upphaf síðasta árs
eða 83%, samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum. Þessi þróun helgast
meðal annars af miklum skorti á fjár-
festingarkostum vegna gjaldeyris-
hafta og að skuldabréfamarkaðurinn
skilaði í fyrra – í fyrsta skipti frá
hruni – ekki frábærri ávöxtun.
Skuldabréfamarkaðurinn hækkaði
um 6,6% á árinu 2012, samkvæmt
skuldabréfavísitölu GAMMA. Fram
hefur komið að á árunum 2008 til 2011
hafi ávöxtunin á skuldabréfamarkaði
verið tæplega 17% á ári að nafnvirði.
En í fyrra hækkaði Úrvalsvísitalan,
sem mælir þróunina á hlutabréfa-
markaðnum, um 16%. Sum fyrirtæki
gerðu betur: Icelandair Group rauk
upp um 61%.
Auk þess hefur skráðum félögum
fjölgað. Ekki er langt síðan Hagar,
Eimskip, Reginn og Vodafone voru
skráð á markað. Annar hvati er að inn-
lánsvextir hafa ekki verið að veita
góða ávöxtun. Vegna skorts á fjárfest-
ingarkostum óttast þeir sem Morgun-
blaðið ræddi við að bóla muni myndast
á hlutabréfamarkaði. Margir hefðu
viljað sjá fleiri skráningar á markað í
kortunum, enda eru lífeyrissjóðirnir
með fulla vasa fjár og mikið fé liggur á
innlánsreikningur sem þarf að ávaxta.
Fjárfestar leggja um fjóra
milljarða í hlutabréfasjóð
Morgunblaðið/Ásdís
Mikill vöxtur Eignir hlutabréfasjóða hafa vaxið í 33,8 milljarða króna í
nóvember úr 18,5 milljörðum við upphaf síðasta árs eða 83%.
Stefnir IS-15
vex frá áramótum
Óttast bólu
» Það að aukið fjármagn leiti á
hlutabréfamarkaðinn nú er ekki
einsdæmi. Erlendis hafa verið
sagðar fréttir af hinu sama.
» Hlutabréfasjóður Stefnis
IS-15 sem fjárfestir í hlutabréf-
um skráðum í Kauphöll, hefur
vaxið í 15,5 milljarða króna en
var 10,5 milljarðar við áramót-
in.
» Fjárfestar óttast bólumynd-
un á hlutabréfamarkaði.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Stuttar fréttir ...
● Greiningardeild Arion banka spáir
0,10% lækkun á vísitölu neysluverðs í
janúar, en gangi spáin eftir mun árs-
verðbólga mælast 3,8% samanborið
við 4,2% í desember. Helstu áhrifa-
þættir fyrir lækkuninni eru útsöluáhrifin
og minni gjaldskrárhækkanir en al-
mennt hafa verið síðustu ár. Áfram sé
flugliður vísitölunnar talinn vera mesti
óvissuþátturinn en hann sveiflist einna
mest í verðmælingum Hagstofunnar.
Spáir verðhjöðnun í janúar
Verðbólgan á evrusvæðinu mældist
2,2% í desember miðað við sam-
ræmda vísitölu neysluverðs og var
hún óbreytt frá fyrri mánuði.
Verðbólgan mældist aðeins meiri
sé tekið mið af öllum ríkjum Evr-
ópska efnahagssvæðisins (EES),
eða sem nemur um 2,3%. Í desem-
ber 2011 mældist verðbólgan á
evrusvæðinu 2,7% en 3,0% sé miðað
við EES, og hefur því talsvert dreg-
ið úr verðbólgu í þessum nágranna-
löndum okkar, samkvæmt því sem
fram kemur í morgunkorni grein-
ingar Íslandsbanka.
Verðbólgan á evrusvæðinu er þó
enn lítillega yfir 2% verðbólgu-
markmiði Seðlabanka Evrópu en
verðbólgan hefur verið yfir því
marki allt frá því í desember árið
2010.
Miðað við samræmdu vísitölu
neysluverðs mældist verðbólgan
5,1% hér á landi í desember sl.
Minnkaði hún mikið frá fyrri mán-
uði þar sem hún hafði mælst 6% í
nóvember, samkvæmt morgunkorni
greiningar.
„Í raun dró talsvert meira úr
verðbólgu hér á landi en í löndum í
kringum okkur. Þó trónir Ísland
enn á toppnum með mestu verð-
bólguna af ríkjum EES í desember,
en sætinu er að þessu sinni deilt
með Ungverjalandi. Þar hefur raun-
ar verulega dregið úr verðbólgu að
undanförnu líkt og hér á landi.“
Af löndum EES hafi verðbólgan
mælst minnst í Grikklandi (0,3%) en
næstminnst í nágrannalöndum okk-
ar Svíþjóð (1,1%) og Noregi (1,1%).
Sé Sviss, sem ekki er innan EES,
hér meðtalið í samanburðinum hafi
verðbólgan verið minnst þar en þar
hafi tólf mánaða takturinn mælst
neikvæður um 0,2% í desember.
Minni verðbólga
á evrusvæðinu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Verðbólga Evrusvæðið nálgast 2%
verðbólgumarkmiðið óðfluga.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./+
,0,.1-
+,2./,
,,.23-
,,./04
+/.151
+5-.-1
+.4401
+/1.44
+-0.1+
+,2.,,
,05.+1
+,/.5
,,./,4
,,./-+
+/.1/4
+52.+4
+.4442
+/-.05
+-+.0/
,5,.35/1
+,2.35
,05.13
+,/.12
,,.//+
,5.052
+/.-3,
+52.3,
+.44/
+/-.1,
+-+.3-
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Fataskápur
Hæð 2100 mm
Breidd 800 mm
Dýpt 600 mm
58,900 kr m vsk
Tegund: Strúktúr eik
TIL Á LAGER
SKÁPATILBOÐ
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Hlutabréf hafa lækkað í verði í Kauphöllinni und-
anfarna viðskiptadaga og nemur lækkun Úrvalsvísitöl-
unnar á því tímabili tæplega 2%. Þessir lækkun nú
kemur í kjölfarið á mikilli hækkun á hlutabréfamarkaði
sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, samkvæmt því
sem fram kemur í morgunkorni Íslandsbanka í gær.
Þar kemur fram að Úrvalsvísitalan náði sínu hæsta
lokagildi frá upphafi síðastliðinn miðvikudag þegar hún
stóð í 1.164 stigum en vísitalan nær aftur til ársbyrj-
unar 2009. Frá því í nóvemberbyrjun hafi vísitalan
hækkað um 20%. Frá áramótum hafi Úrvalsvísitalan
hækkað um 8% en til samanburðar hafi hún hækkað
um rúmlega 16% allt árið í fyrra. „Af einstökum fé-
lögum hefur Icelandair hækkað mest það sem af er
árinu eða um tæplega 14%. Þá hefur Reginn hækkað
um 11% og Eimskip um 10%.“
Lækkun undanfarna daga sé leiðrétting á þeirri
miklu hækkunarhrinu sem hafi verið viðvarandi frá því
um miðjan desember sl. Framundan sé uppgjörstíð en í
næstu viku muni Marel birta afkomu sína fyrir fjórða
ársfjórðung síðasta árs og í fyrstu vikunni í febrúar sé
von á uppgjöri Icelandair. Félögin munu svo kynna
uppgjör sín fyrir fjórða ársfjórðung koll af kolli út febr-
úar.
Nokkrir rauðir dagar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kauphöllin Lækkun er skýrð sem
leiðrétting eftir miklar hækkanir.
● Jón Ásgeir Jó-
hannesson hefur
verið skilgreindur
sem yfirmaður
þróunarverkefna í
skipuriti 365 miðla.
„Þetta er í sjálfu
sér ekki nein ráðn-
ing. Hann er áfram
í ráðgjafahlutverki
eins og hann hefur
verið undanfarin ár,
en ekki í fullu starfi,“ sagði Ari Edwald,
forstjóri 365 miðla. Ari telur að staða
Jóns Ásgeirs muni ekki hafa áhrif á um-
fjöllun fréttadeilda og að þrátt fyrir að
vera til rannsóknar eigi það ekki að úti-
loka menn frá atvinnu.
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Yfirmaður þróunarverk-
efna hjá 365 miðlum