Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Harry Bretaprins, sem líkti því að skjóta skæruliða í Afganistan við að spila tölvuleik, er líklega orðinn „geðveikur“, að sögn talibana. „49 ríkjum með sína voldugu heri hefur mistekist í baráttu sinni við hermenn íslams og núna kemur þessi prins og líkir þessu stríði við leikina sína, Playstation eða hvað hann kallar þetta,“ segir talsmaður talibana, Zabiullah Mujahid, við AFP-fréttastofuna. Harry, sem er þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni, segist hafa fellt talibana er hann var við hermennsku í Afganistan í 20 vikur. Harry er þjálfaður þyrluflugmaður. Hann gegndi stöðu aðstoðarflugmanns og hafði umsjón með skotvopnum þyrl- unnar sem eru allt frá byssum til flugskeyta og eldflauga. „Þetta er skemmtilegt því ég er einn af þeim sem elska að spila í PlayStation og Xbox. Þannig að með mína þumal- fingur tel ég mig koma vel að gagni,“ sagði Harry í viðtali á mánudag, eftir að hann lauk dvöl sinni í Afganistan. Segja prinsinn „geðveikan“  Talibanar í Afganistan gagnrýna ummæli Harrys prins AFP Þyrluflugmaður Harry prins í her- stöð í Afganistan í nóvember sl. Franskir og þýskir ráðamenn komu saman í Berl- ín í gær til að minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Élysée-samningurinn var undirritaður til að stuðla að sáttum og samstarfi milli Þjóðverja og Frakka eftir síðari heimsstyrjöldina. Charles de Gaulle, þáverandi forseti Frakk- lands, og Konrad Adenauer Þýskalandskanslari undirrituðu samninginn 22. janúar 1963. Ríkin tvö gegndu síðar lykilhlutverki í þróun Evrópusam- starfsins. Leiðtogar þeirra litu svo á að vin- áttubönd ríkjanna myndu styrkjast með aukinni efnahagslegri samvinnu og einingu þannig að Merkel og Hollande sögðu eftir viðræðurnar að ríkin myndu leggja fram sameiginlegar tillögur í maí um aðgerðir til að stuðla að hagvexti á evru- svæðinu. Þau lögðu áherslu á nauðsyn þess að halda áfram nánu samstarfi ríkjanna þrátt fyrir togstreitu sem hefur verið á milli þeirra vegna ágreinings um hvernig bregðast eigi við skulda- vanda evrulanda. Hollande hefur beitt sér fyrir auknum ríkisútgjöldum til að ýta undir hagvöxt og gagnrýnt þýsku stjórnina fyrir að leggja of mikla áherslu á sparnað í ríkisfjármálum til að minnka fjárlagahalla evruríkja. bogi@mbl.is styrjaldir milli ríkjanna yrðu úr sögunni. Afmælisins var minnst með vináttuhátíð sem hófst með því að François Hollande, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, ræddu við listamenn frá löndunum tveimur í sendiráði Frakka í Berlín og um 200 unga náms- menn í byggingu kanslaraembættisins. Ráðherrar ríkisstjórna landanna tveggja héldu einnig sameiginlegan fund í þýsku höfuðborginni. Síðar um daginn sátu nær 400 franskir þingmenn fund með þýskum þingmönnum í þinghúsinu í Berlín. AFP Sögulegs samnings minnst Vináttuhátíð Frá sameiginlegum fundi franskra og þýskra þingmanna í þinghúsinu í Berlín í gær í tilefni af afmæli Élysée-samningsins. 56 ára gömul bresk kona, Lindsay Sandi- ford, var dæmd til dauða í Indónesíu í gær fyrir að reyna að smygla kókaíni til landsins. Dómurinn kom mjög á óvart vegna þess að sak- sóknarar vildu að konan yrði dæmd í fimmtán ára fangelsi. Sandiford var handtekin á flug- velli á ferðamannaeyjunni Balí í maí á liðnu ári þegar hún kom þangað með flugvél frá Bangkok og tæp fimm kíló af kókaíni fund- ust í ferðatösku hennar. Indónesísk yfirvöld segja að kon- an hafi verið í fíkniefnasmyglhring ásamt þremur Bretum og Indverja sem hafa einnig verið handteknir. Sandiford segist hafa neyðst til að flytja kókaínið til að vernda börn sín sem hefðu verið í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að konan hefði ekkert sér til málsbóta og hefði ekki játað glæp sinn. Verjendur konunnar sögðu lík- legt að hún myndi áfrýja dómnum. Hugo Swire, aðstoðarutanrík- isráðherra Bretlands, gagnrýndi dóminn og sagði bresku stjórnina vera andvíga dauðarefsingum. Konan gæti óskað eftir því að for- seti Indónesíu mildaði dóminn ef áfrýjun dygði ekki. INDÓNESÍA Bresk kona dæmd til dauða fyrir smygl Helge Lund, for- stjóri norska orkufyrir- tækisins Statoil, hefur lofað um- fangsmikilli rannsókn á því hvað fór úr- skeiðis þegar vopnuðum ísl- amistum tókst að ráðast inn gas- vinnslustöð í Alsír og taka tugi er- lendra starfsmanna hennar í gíslingu, þeirra á meðal Norð- menn. Lund hefur einnig lofað að niðurstöður rannsóknarinnar verði birtar. Statoil rekur gasvinnslustöðina ásamt breska fyrirtækinu BP og alsírska orkufyrirtækinu Sona- trach. Að sögn Aftenposten segja sjónarvottar að hryðjuverkamenn- irnir hafi komið í gasvinnslustöð- ina í bíl sem hafi verið í litum Sonatrach. Einnig hafa komið fram vísbendingar um að starfs- menn Sonatrch hafi veitt íslamist- unum upplýsingar um gasvinnslu- stöðina fyrir árásina. NOREGUR Statoil lofar rann- sókn á gíslatökunni Endurvinnslutunnan er raunhæfur valkostur! Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is Kynnið ykkur vel hvaða valkostir eru í boði: Þið eigið val um að panta Endurvinnslutunnuna frá Gáma- þjónustunni en í hana má setja SJÖ flokka af endurvinnsluefnum. Okkar lausn er umhverfisvæn, ódýr og sparar þér sporin. Kynnið ykkur allt um Endurvinnslutunnuna á endurvinnslutunnan.is m ag gi @ 12 og 3. is 21 .8 50 /0 1. 13 Pappi Pappír Dagblöð/ tímarit Fernur Rafhlöður Málmar Plast- umbúðir Fyrir 7 árum hóf Gámaþjónustan hf. að bjóða upp á Endurvinnslutunnu á höfuðborgarsvæðinu til flokkunar á heimilissorpi. Í hana mega fara SJÖ flokkar af efnum, allt laust í tunnuna nema rafhlöður sem fara í þar til gerða poka. Aðeins Endurvinnslutunnan bíður upp á þetta marga flokka í sömu tunnu, sem er mikil hagræðing. Allt sem í Endurvinnslutunnuna fer er síðan flokkað í móttöku- og flokkunarstöð Gámaþjónustunnar hf., baggað og gert klárt til útflutnings. Endurvinnsla okkar er ábyrg og örugg! ET+ Þarft þú að losna við raftæki? Við sækjum stærri raftæki til viðskipta- vina Endurvinnslutunnunnar þeim að kostnaðarlausu. Ekkert skrefagjald!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.