Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 21

Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Hægrimönnum og flokkum sem höfða einkum til trúrækinna gyðinga var spáð sigri í þingkosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Stjórnmálaskýrendur sögðu lík- legt að Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra yrði falið að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar. Stjórnarmyndunarviðræðurnar geta tekið allt að sex vikur. Sameiginlegum lista Likud, flokks Netanyahus, og Yisrael Beitenu, flokks þjóðernissinna, var spáð mestu fylgi en talið var þó að flokk- arnir myndu missa þingsæti. Þeir fengu alls 42 sæti af 120 í síðustu kosningum. Verkamannaflokknum var spáð næstmestu fylgi. Flokkurinn var að- eins með átta þingsæti en talið var að hann myndi styrkja stöðu sína veru- lega, einkum vegna óánægju launþega með hækkandi verð- lag. Leiðtogi flokksins, Shelly Yachimovich, hefur sagt að ekki komi til greina að hann gangi í ríkis- stjórn undir forystu Netanyahus. Flokkur Bennetts í sókn Flokkurinn Habayit Hayehudi (Heimili gyðinga) kom mest á óvart í kosningabaráttunni og honum var spáð þriðja sætinu. Flokkurinn er undir forystu Naftalis Bennett, auð- ugs kaupsýslumanns, sem höfðar einkum til trúrækinna gyðinga og nýtur mikilla vinsælda meðal land- tökumanna á Vesturbakkanum. Bennett vill að stór hluti Vestur- bakkans verði innlimaður í Ísrael og er andvígur hvers konar friðar- samningum sem fela í sér að stofnað verði sjálfstætt Palestínuríki. Flokkurinn fékk aðeins þrjú þing- sæti árið 2009 en fylgi hans hefur aukist mjög undir forystu Bennetts. Hugsanlegar friðarumleitanir voru ekki ofarlega á baugi í kosn- ingabaráttunni. Kannanir bentu til þess að kjósendurnir hefðu meiri áhuga á félagslegum og efnahags- legum vandamálum landsins. Tveir miðflokkar hafa léð máls á því að mynda stjórn með Netanyahu ef hægriflokkarnir fá ekki meiri- hluta á þinginu. bogi@mbl.is Stefnir í nýja hægristjórn AFP Bænagerð Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, baðst fyrir við Grátmúrinn í Jerúsalem áður en hann greiddi atkvæði í þingkosningunum. Naftali Bennett Oft erfitt að mynda meirihlutastjórn » 38 flokkar á 34 listum berj- ast um 120 þingsæti í kosning- unum. » Listarnir fá þingsæti í hlut- falli við atkvæðafjölda og þurfa aðeins tveggja prósenta fylgi til að komast á þing. » Þingsætin skiptast því á marga flokka og stjórnarmynd- unarviðræður eru oft erfiðar í Ísrael. Þetta kerfi hefur stuðl- að að pólitískum óstöðugleika. » Aðeins sex af síðustu 18 þingum hafa getað lokið kjör- tímabilum sínum.  Talið að Netanyahu haldi völdunum Gibbon-apar í dýragarði í Peking sem var opnaður almenningi árið 1908 á svæði sem tilheyrði áður keisarahöll. Öll dýrin í garðinum féllu úr hor í síð- ari heimsstyrjöldinni nema þrettán apar og einn gamall emúi. AFP Apar í gömlum keisaragarði Starfsmenn efna- verksmiðju í Rúðuborg í Norður- Frakklandi reyndu í gær að stöðva gasleka sem hefur valdið miklum óþef sem fundist hefur allt frá París til suð- austurhluta Englands. Frönsk yf- irvöld segja að gaslekinn sé mein- laus þótt margir kvarti undan höfuðverk og ógleði. Fjölmargir hafa leitað til læknis og enn fleiri lagt fram kvörtun til heilbrigðisyfirvalda vegna ódauns- ins sem þykir minna mjög á fúlegg. Gaslekinn varð til þess að fresta þurfti bikarleik í fótbolta milli liðs Rúðuborgar og Marseille sem átti að fara fram í gærkvöldi á fótbolta- leikvangi sem er nálægt efnaverk- smiðjunni. Ekki er vitað hvað olli lekanum. FRAKKLAND Ólykt vegna gasleka barst til Englands th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! www.falkinn.is • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem hönnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.