Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 22
319 fleiri fluttu frá landinu en til þess SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslenskir ríkisborgarar semfluttust úr landi árið 2012 voru936 fleiri en aðfluttir íslenskirríkisborgarar. Aðfluttir er- lendir ríkisborgarar voru hins vegar 617 fleiri en brottfluttir. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands yfir Búferlaflutninga 2012. Dregið hefur úr brottflutningi frá árinu 2011, þá fluttust 1.404 úr landi umfram aðflutta, en árið 2012 fluttust 319 fleiri frá landinu en til þess. Alls fluttust 6.276 frá landinu, samanborið við 6.982 á árinu 2011. Til landsins fluttust 5.957 manns, sem er nokkur aukning miðað við árið 2011 þegar 5.578 manns fluttu til landsins. Íslenskir ríkisborgarar voru mun fleiri en erlendir í hópi brott- fluttra, eða 4.066 á móti 2.210. Þeir voru einnig fleiri meðal aðfluttra, 3.130 á móti 2.827. Í plús á Vestfjörðum Norðurlöndin draga Íslend- ingana til sín. Á nýliðnu ári fluttust 3.015 íslenskir ríkisborgarar til Nor- egs, Danmerkur eða Svíþjóðar. Af þeim fóru 1.395 til Noregs. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 2.321, flestir þó frá Danmörku, eða 1.132. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 740 af 2.181 alls. Þaðan komu líka 886 erlendir ríkisborgarar. Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti voru flestir brottfluttra á aldrinum 20 til 24 ára en fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 25 til 29 ára. Mesta fækkun vegna fólks- flutninga frá landinu var í aldurs- hópnum 30 til 34 ára. Árið 2012 flutt- ust 300 fleiri karlar úr landi en til landsins og 19 fleiri konur. Innanlandsflutningar árið 2012 voru 48.893 og fækkaði þeim um 505 frá fyrra ári. Enn liggur straumurinn til höfuðborgarsvæðisins, þangað fluttu alls 525 umfram brottflutta frá öðrum landsvæðum. Langflestir þeirra sem fluttust til útlanda fóru frá höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum. Þegar litið er til bæði inn- anlands- og utanlandsflutninga voru Vestfirðir eina landsvæðið sem kom út með jákvæðan flutningsjöfnuð en þangað fluttu 38 fleiri en fluttu brott. Síðan efnahagshrunið reið yfir hefur fjöldi fólks ráðið sig til starfa erlendis, sérstaklega á öðrum Norð- urlöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands fluttu 86 læknar með lækningaleyfi frá land- inu tímabilið frá maí 2011 til ágúst 2012. 40 læknar fluttu aftur heim á þessu tímabili. Talið er að frá árinu 2008 hafi læknum fækkað um 100 hér á landi. Til Noregs og Grænlands Þorbjörn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Samiðnar, sambands iðnfélaga, segir að hjá sambandinu séu um 800 manns á skrá erlendis hjá tveimur stærstu aðildarfélögum Samiðnar. „Það er fyrst og fremst Noregur og Grænland sem menn hafa verið að sækja til enda eru ís- lenskir verktakar með töluverð um- svif í þessum tveimur löndum,“ seg- ir Þorbjörn og bætir við að tilfinningin sé sú að það hafi hægt á útstreymi til þessara landa á síðasta ári. „Hins vegar er nokkuð ljóst miðað við verkefnastöðuna hér heima að verktakar munu verða áfram erlendis í verkefnum og þeir sem eru á eigin vegum munu dvelja eitthvað áfram. Ástæður fyrir því að starfsmenn leita starfa erlendis eru fyrst og fremst lítið framboð af störfum og lítið atvinnuöryggi í verktakaiðnaði hér og lækkandi kaupmáttur launa.“ Aðfluttir og brottfluttir eftir aldri 2012 1.200 1.000 800 600 400 200 0 0-4 ára 5-9 ára 10 -14 ára 15- 19 ára 20 -24 ára 25 -29 ára 30 -34 ára 35 -39 ára 40 -44 ára 45 -49 ára 50 -54 ára 55 -59 ára 60 -64 ára 65 ára + 45 7 4 87 37 3 36 7 27 2 26 6 37 2 29 8 1. 0 54 1. 15 1 1. 07 7 1. 0 50 76 1 90 8 50 9 55 6 35 2 35 5 25 6 30 7 20 1 24 5 12 2 15 2 83 80 68 54 Heimild: Hagstofan Aðfluttir Brottfluttir 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Blekkinginum að eng-in aðlögun eigi sér stað í tengslum við að- lögunarviðræð- urnar við Evrópu- sambandið hefur verið eitt helsta vopn stjórnvalda í bar- áttunni fyrir því að halda við- ræðunum áfram. Ítrekað er fullyrt að einungis sé um við- ræður að ræða og engin aðlög- un eigi sér stað samhliða þeim. Svo muni viðræðunum ljúka með því að landsmenn geti „kíkt í pakkann“ og á þeim tíma muni ekkert í íslensku laga-, reglugerða- eða stofnanaum- hverfi hafa breyst. Oft hefur verið bent á að þetta standist ekki og að Ísland sé á fullri ferð í aðlögun að ESB, en að minnsta kosti jafn oft er lygin endurtekin og stað- hæft að ekkert slíkt eigi sér stað. Að því hlýtur að koma að þeir ráðherrar og embætt- ismenn sem þannig hafa blekkt þjóðina verði látnir sæta ábyrgð fyrir þessi verk sín. En þrátt fyrir ítrekaðar lyg- ar eru dæmin um aðlögunina mörg. Eitt nýlegt dæmi er að finna í frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um „breytingu á lögum um fjöl- miðla, nr. 38/2011 (eign- arhaldsreglur og endurbæt- ur).“ Ef frumvarpið er ekki lesið í heild er svo sem ekkert í heiti þess sem bendir til aðlög- unarinnar. Í texta frumvarps- ins og þá ekki síst í athuga- semdum við það fer hins vegar ekki á milli mála að meðfram lagasetningu um eignarhald, sem ekki verður fjallað um hér, á að lauma inn ákvæðum um aðlögun. Þannig segir á einum stað í athugasemdunum: „Á vegum mennta- og menningar- málaráðuneytisins var einnig unnið að tillögum að breyt- ingum á nokkrum þáttum laganna sem brýnt er að bæta úr, m.a. vegna ábendinga sem hafa komið fram á rýnifundum með framkvæmdastjórn ESB í við- ræðum um aðild Íslands að ESB.“ Getur orðið eitthvað skýrara að unnið sé að aðlögun í tengslum við aðlögunarvið- ræðurnar? Tæplega, en þó má benda á að hnykkt er á þessu á fleiri stöðum í athugasemd- unum við frumvarpið. Vafinn um það hvort aðlögun á sér stað er því enginn í huga mennta- og menningar- málaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp sem hefur með- al annars þann tilgang að upp- fylla kröfur framkvæmda- stjórnar ESB vegna umsóknar Íslands að sambandinu. Og vaf- inn er hvergi annars staðar fyr- ir hendi enda algerlega aug- ljóst hvað er á ferðinni þó að sumum gangi illa að við- urkenna staðreyndir. Þrátt fyrir orð mennta- og menningarmálaráðherra og annarra fulltrúa VG um að flokkurinn vilji ekki aðlögun er unnið með þessum hætti. Og því miður mætir ráðherrann lítilli fyrirstöðu á þingi þar sem málið rann umræðulítið í gegn- um fyrstu umræðu líkt og ýmis önnur mál sem eru sama marki brennd. Stjórnarliðar munu ekki bæta ráð sitt og ætla sér án efa að halda áfram aðlöguninni þvert á yfirlýsta stefnu. Þeim mun mikilvægara er að stjórn- arandstaðan hafi andvara á sér og átti sig á hvað er að gerast. Aðlögunartextinn rennur umræðulítið í gegnum fyrstu umræðu á þingi} Menntamálaráðherra viðurkennir aðlögun Ekki hefur ver-ið brugðist af nægilegri festu við óvenjulegu ástandi á vegum á vestanverðu land- inu. Fréttir með myndum af „blæðingu“ slit- lags á þessum vegum kalla á mun markvissari viðbrögð. Ekki er frambærilegt að kenna sveiflum í veðri um. Engin slík afbrigði hafa verið í veðurfari upp á síðkastið að réttlæti þá sakbendingu. Þótt ætla megi að hitabreytingar hafi haft eitthvað að segja kæmi slíkt ekki til nema vegna alvarlegra galla á slit- laginu eða lagningu þess. Ekki er frambærilegt að bjóða ökumönnum að nálgast „beiðni“ hjá Vega- gerðinni um þrif, þegar þeir séu komnir í gegnum hroðann. Taka þarf mun fastar á, vakta svæðið vel, koma upp aðvör- unum og kostum til að þrífa dekk á leiðinni, því þau verða ökumönnum verri en gagns- laus eftir að slitklessurnar hafa myndað þéttan hjúp um þau. Vegagerðin er um margt fyrirmyndarstofnun, en hún má ekki bregðast svo kæru- leysislega við þessu vanda- máli. Öryggi ökumanna og farþega er bersýnilega ógnað. Sú ágæta stofnun Vegagerðin þarf að bregðast betur við „blæðingu“ slitlags} Vantar upp á S tundum hitta menn nagla á höfuðið þó að þeir hamri annan nagla en þeir ætluðu. Árni Pál Árnason mætti í Kastljósið á mánudags- kvöldið með Guðbjarti flokks- bróður sínum vegna formannsframboða þeirra í Samfylkingu. Þar hitti Árni Páll nagla á höfuðið með eftirfarandi ummælum: „Við verðum að fara að jarðtengja stjórnmála- umræðuna í landinu. Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að tala bara í einhverjum slagorðum um hlut- ina.“ Þetta voru orð að sönnu þó að auðvitað sé nærtækast að ætla samfylkingarfólki slíka umvöndun. Samræðustjórnmál þeirra eru slagorðastjórnmál. Frá bankahruni hafa þau verið sérlega kokhraust í fjölmiðlum, á net- miðlum, í fésbókum og heitum pottum sundlauganna. Með dyggri aðstoð ríkisfjölmiðla hafa þau verið fljót að pikka upp „línunni“. Síðan éta þau upp, og jarma, hvert eftir öðru, fáránleg, órökstudd slagorð sem helst minna á roll- urnar í Animal Farm. Örfá dæmi: Um ástæður fyrir bankahruni og alþjóðlegri fjármálakreppu: „nýfrjáls- hyggju Sjálfstæðisflokksins að kenna“ og „arkitektar hrunsins“; um loforð vegna skuldavanda heimila sem síð- an voru meira og minna svikin: „Skjaldborg um heimilin“; um kröfuna að láta íslenska skattgreiðendur borgar Ice- save-skuldir: „Þjóð meðal þjóða“; um kröfuna um að leggja niður stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem var samþykkt með 97% atkvæða árið 1944: „úrelt bráða- birgðastjórnarskrá frá dönskum kóngi“. Það er samt ekki fyrr en þetta góða fólk byrjar að messa um ESB sem maður spyr sjálfan sig hvort það sé með réttu ráði. Fyrir mörgum árum varð til hið kostulega slagorð þeirra um ESB-aðild að við „… vær- um að missa af strætisvagninum.“ Ég man hvað mér létti við þessi tíðindi og vonaðist eftir vagninum sem fyrst svo við gætum misst af honum. En við höfum því miður ekki misst af honum enn. Merkilegast er þó hvernig núverandi ráða- mönnum hefur tekist að blekkja þjóðina í fjögur ár með „pakkanum“ sem við eigum að fá að „kíkja í“. Auðvitað var aldrei neinn slík- ur pakki frá Evrópusambandinu til okkar. Hinn raunverulegi pakki er frá okkur til þeirra. Og við kíkjum sko ekkert í hann því við erum sjálf í pakkanum. Þetta vita fáir betur en Jóhanna og Össur enda hafa stækkunarstjóri og aðrir embættismenn ESB verið óþreytandi að árétta fyrir þeim þessa staðreynd. Þá marg endurteknu áréttingu frá ESB til Össurar og Jóhönnu mætti vel orða með limru sem yrði þá nokkurn veginn svona í íslenskri þýðingu: Atvinnuleysið það lokkar og latte-kaffið það rokkar. En með Ísland í pakka er ekkert að þakka því hann er frá ykkur til okkar. Kjartan G. Kjartansson Pistill Um pakka – frá hverjum til hvers? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) segir að mikill fjöldi rafiðnaðarmanna starfi í Noregi eða hafi flutt alfarið þangað á undanförnum árum. Kristján telur að frá árunum fyrir hrun hafi rafiðnaðarmönn- um fækkað um 1.000. Hann seg- ir RSÍ þó eiga erfitt með að meta hverjir flytji úr landi, eini mæli- kvarðinn á þann fjölda sé þau sveinsbréf sem þýdd eru á annað tungumál hjá RSÍ: „Við höfum á undanförnum árum þýtt í kring- um 500 sveinsbréf og það bæt- ist sífellt í þann hóp. Það má segja að um 20% rafvirkja hafi yfirgefið landið, fækkunin sem hlýst beint af hruninu er um 10%,“ segir Kristján. Hann hefur á tilfinningunni að það sé enn straumur úr landi og jafnvel aukning á milli ára. Launin eru meginástæðan fyrir því að raf- iðnaðarmenn fara út, í Noregi fá þeir um 5.000 kr. á tímann, hér fá þeir 1.700 kr. til 2.350 kr. Um 20% raf- virkja flutt út RAFIÐNAÐARMENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.