Morgunblaðið - 23.01.2013, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Eldgos Aska liggur yfir Vestmannaeyjum árið 1973. Heimaey breytti svo sannarlega um svip í gosinu en unnið var að hreinsunarstarfi allt fram til ársins 1976.
Ólafur K. Magnússon
Mín fyrsta minning
tengd Heimaeyjargos-
inu var þegar ég sat,
sex ára gömul, við
eldhúsborðið á heimili
mínu í Keflavík og
skoðaði forsíðumynd
Morgunblaðsins af
gossprungunni. Mér
þótti þetta svakalegt
og ég man að ég vor-
kenndi jafnöldrum
mínum sem töpuðu
öllum leikföngunum sínum alveg
sérstaklega. Í dag eru 40 ár liðin
frá þessum atburði, sem snerti
okkur öll svo djúpt. Einum mestu
náttúruhamförum Íslandssög-
unnar, þar sem við vorum ræki-
lega minnt á hversu öflug náttúran
getur verið og hversu vanmáttug
við mannfólkið erum þegar hún
lætur á sér kræla.
En gosið er ekki eingöngu
merki um hrikalegar nátt-
úruhamfarir, heldur einnig til
merkis um magnaðan kraft, sam-
stöðu og mátt mannfólksins, Eyja-
manna og annarra, sem hjálpuðu
til við uppbyggingu eftir gosið. Af
1.350 húsum í Eyjum fóru 417
undir hraun og önnur 400
skemmdust. Fræði- og vís-
indamenn töldu að við tæki
margra ára hreinsunarstarf, en
bjartsýni og elja Eyjamanna átti
sér lítil takmörk og þvert á spár
var hreinsunarstarfi að mestu lok-
ið í ágúst sama ár.
Á ferðum mínum til Vest-
mannaeyja verð ég þess alltaf vör
hversu stóran sess
eldgosið hefur í hug-
um og hjörtum Eyja-
manna. Þess verð ég
líka vör þegar ég
hitti brottflutta Eyja-
menn víða um land.
Þessi atburður bind-
ur þá sameiginlegum
böndum og þá skiptir
litlu hvort þeir eru
fæddir fyrir eða eftir
gos. Eyjamenn eru
stoltir af framgöngu
sinni í gosinu og það mega þeir
vera.
Og í dag, 40 árum seinna, þá
þökkum við fyrir á sérstakri
þakkargjörðarathöfn sem haldin
er í Vestmannaeyjum. Við þökk-
um fyrir að ekki varð mannskaði.
Við þökkum fyrir að kraftur Eyja-
manna og annarra sem tóku þátt í
uppbyggingunni á þessum tíma,
hefur skilað sér í einu sterkasta
byggðarlagi á Íslandi.
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur
»En gosið er ekki
eingöngu merki um
hrikalegar náttúruham-
farir, heldur einnig til
merkis um magnaðan
kraft, samstöðu og
mátt mannfólksins …
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Höfundur er alþingismaður
og oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi.
Kraftur, dugn-
aður og elja
Eyjamanna
Í dag eru 40 ár frá
upphafi gossins á
Heimaey. Eyjamenn
og landsmenn flestir
minnast þess nú þegar
jörðin rifnaði í jaðri
byggðarinnar í Vest-
mannaeyjum og gló-
andi hraun vall úr. Í
ávarpi sínu við upphaf
gossins sagði þáverandi
biskup að varla hefði í
annan tíma jafn mikill voði vofað yfir
jafn mörgum Íslendingum á sama
andartaki og þá nótt. Gosið á Heima-
ey væri einn hrikalegasti atburður
sem orðið hefði í sögu landsins. Það
voru vafalaust orð að sönnu og mikil
var sú mildi að ekki varð tjón á lífi
íbúa, björgunarmanna og framtíð
byggðar.
Mögnuð sena
Sjálfur var ég of lítill til að skilja að-
stæðurnar sem ég upplifði gosnóttina,
þá rétt tæplega fjögurra ára. Tilhugs-
unin um þessa tíma hrærir þó ætíð
upp magnaðri atburðarás í huga mér.
Atburðarás sem lýsir hvernig lítið
barn vaknar og lítur heimsviðburð við
svefnherbergisgluggann. Sér eldgos
nær en nokkrum er hollt. Verður vitni
að geðbrigðum sem spanna allt frá
ótta yfir í fullkomið æðruleysi. Fylgist
með íbúum heils byggðarlags koma
sér niður að skipshlið í fullkominni
óvissu um hvað framtíðin komi til með
að bera í skauti sér. Það er erfitt að
gera sér grein fyrir því hvað er raun-
veruleg minning og hvar frásagnir,
kvikmyndir og ljósmyndir hafa fyllt í
eyðurnar. Ljóslifandi finnst mér þó
standa mér í hugskoti hvernig úr
hverju einasta andliti mátti lesa þau
meitluðu skilaboð að til
Eyja myndi fólk snúa
aftur eins fljótt og
verða mætti.
Gosið var Eyja-
mönnum erfitt
Þeir sem ekki upp-
lifðu þessa atburði
hljóta að eiga erfitt með
að skilja þær tætings-
legu tilfinningar sem
við Eyjamenn berum
enn í dag til þessara
hamfara. Ég vil gerast
svo djarfur að halda því fram að gosið
hafi verið okkur Eyjamönnum erf-
iðara en seinni tíma söguskýring hef-
ur viljað vera láta. Söguskýringin á
sjálfsagt rót í því að við Eyjamenn
dveljum ekki lengi við vandamálin en
snúum þeim í verkefni. Hjá því verð-
ur þó ekki horft að Eyjamenn urðu að
hverfa í hendingskasti frá heimilum
sínum með fátt annað með sér en föt-
in sem þeir klæddust. Eignatjónið
varð gríðarlegt og við tóku tímar full-
kominnar óvissu. Fjölskyldur tvístr-
uðust og fréttirnar sem bárust af
heimahögum voru oftar en ekki þung-
bærar.
Samfélag byggt á kjarki
Þeim mun ótrúlegri var sá kjarkur
sem Eyjamenn höfðu til að bera þeg-
ar þeir völdu að flytja aftur heim til
Eyja. Að velja að takast á við það
risavaxna verkefni að hreinsa bæinn
af ösku og eignast á ný það samfélag
sem var þeim svo kært. Að taka taf-
arlaust í sátt þá óblíðu náttúru sem
ógnað hafði bæði lífi og eignum. Að
veðja á rjúkandi eldfjallaeyju sem
framtíð sína og sinnar fjölskyldu.
Undir gunnfánum samheldninnar
sneru Eyjamenn aftur og byggðu það
fyrirmyndarsamfélag sem í dag á sér
ekki hliðstæðu. Það þurfti kjark, dáð
og þor til að endurreisa byggð í Eyj-
um. Af því áttu Eyjamenn nóg til að
takast verkefnið.
Þakkargjörð
Ár hvert nota Eyjamenn 23. janúar
til að færa þakkargjörð. Þá þakka
þeir þá guðsmildi hversu vel fór við
hrikalegar aðstæður. Í hörmung-
unum sýndi hin íslenska þjóð hvers
hún er megnug. Samhugurinn og
drengskapurinn var alger. Fyrir það
færum við Eyjamenn Íslendingum
öllum þakkir. Á sama hátt réttu vina-
þjóðir okkar Íslendinga Eyjamönn-
um hjálparhönd, bæði í gosinu og því
ógnvænlega verkefni sem við tók í
kjölfar þess. Það voru vinahót sem
Eyjamenn gleyma aldrei. Þeir Eyja-
menn sem ekki fluttu til baka hafa
síðan þá upp til hópa reynst sínum
heimahögum vel. Það eru þeir sem
svo oft mynda varðlínu um hagsmuni
Vestmannaeyja sem um hefur mun-
að. Öllum þessum aðilum færa Eyja-
menn þakkir. Sjálfur færi ég sér-
staklega því hugrakka fólki sem á
tvísýnustu tímum byggðar í Eyjum
sneri heim strax að gosi loknu,
hreinsaði Eyjuna af ösku og byggði á
ný samfélag sem ekki á sér hliðstæðu
í veröldinni.
40 ár frá upphafi
Heimaeyjagossins
Eftir Elliða
Vignisson » Gosið var einn hrika-
legasti atburður
sem orðið hefur í sögu
landsins. Vart hefur í
annan tíma jafn mikill
voði vofað yfir jafn-
mörgum Íslendingum.
Elliði Vignisson
Höfundur er bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum.