Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 24

Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Við hjúkr- unardeildastjórar á bráðalyflækn- ingadeildum Land- spítalans við Hring- braut viljum skora á velferðar- og fjár- málaráðherra að bregðast sem fyrst við uppsögnum hjúkr- unarfræðinga með við- unandi hætti. Hver dagur sem líður skipt- ir sköpum. Landspít- alinn er háskóla- sjúkrahús og sjúkrahús allra lands- manna, þar er veitt flókin, dýr og sérhæf meðferð. Hjúkrunarfræð- ingar útskrifast eftir fjögurra ára há- skólanám og við tekur afar krefjandi starf. Eftir því sem starfsreynsla þeirra eykst verður sérhæfingin oft meiri, sem er einn af lykilþáttum hvað varðar öryggi í meðferð og umönnun sjúklinga. Við efnahagshrunið á Íslandi voru gerðar miklar kröfur um sparnað á Landspítala en á sama tíma jókst vinnuálag. Þrátt fyrir þetta hafa hjúkrunarfræðingar lagt sig fram um að veita sjúklingum örugga og góða þjónustu. Við undirritaðar höfum und- anfarið fundið fyrir vaxandi þreytu hjúkrunarfræðinga á þessu viðvar- andi ástandi sem ríkir á Landspít- ala og óánægju með að þeir fái ekki laun í samræmi við mikla ábyrgð og álag. Meirihluti þeirra hjúkrunarfræð- inga sem nú hafa sagt upp eru reynslumiklir og er fyrirséð að brotthvarf þeirra mun hafa miklar afleiðingar fyrir starfsemi Land- spítala. Margir þessara hjúkr- unarfræðinga eru nú þegar að leita sér að annarri vinnu hér á landi eða erlendis. Það virðist vera mjög auð- velt að fá vinnu annars staðar og eftir því sem tíminn líður stækkar sá hópur sem ekki hyggst koma aftur til baka til starfa á Landspít- ala. Uppsagnirnar munu taka gildi 1. mars og þegar sá dagur rennur upp er mikil hætta á að sjúklingar á Landspítala fái ekki þá lágmarks- þjónustu sem þeir þurfa. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í faglegu starfi á deildum á undanförnum árum og í nokkur ár hefur náðst undraverður árangur í rekstri spítalans, m.a. vegna þess að stöðugildi hjúkrunarfræðinga hafa verið vel mönnuð og því hægt að draga úr aukavöktum og yf- irvinnu. Ef af uppsögnunum verður er þessi stöðugleiki fyrir bí og loka þarf deildum og sameina aðrar sem við sjáum ekki ganga upp þar sem spítalinn er fullnýttur nú þegar. Við skipuleggjum alla þjónustu sem veitt er út frá hagsmunum sjúklinga og því höfum við af þessu miklar áhyggjur. Þetta mál verður að leysa. Allir þeir aðilar sem koma að þessu máli verða að finna far- sæla lausn á þessu svo ekki skapist hættuástand. Við sem þjóð ættum að samein- ast í því að hafa góða og örugga heilbrigðisþjónustu því öll þurfum við á þessari þjónustu að halda á einhverjum tímapunkti lífs okkar. Opið bréf til velferðar- og fjár- málaráðherra vegna uppsagnar hjúkrunarfræðinga á Landspítala Eftir Bylgju Kær- nested, Halldóru Hálfdánardóttur, Hildi Þóru Hall- björnsdóttur og Kristjönu G. Guð- bergsdóttur »Eftir því sem starfs- reynsla þeirra eykst verður sérhæfingin oft meiri, sem er einn af lykilþáttum hvað varðar öryggi í meðferð og umönnun sjúklinga. Bylgja Kærnested Bylgja er hjúkrunardeildarstjóri áhjartadeild 14EG, Halldóra hjúkrunardeildarstjóri á krabba- meinslækningadeild 11E, Hildur Þóra hjúkrunardeildarstjóri á melt- ingar- og nýrnadeild 13E og Krist- jana hjúkrunardeildarstjóri á blóð- lækningadeild 11G. Kristjana G. Guðbergsdóttir Halldóra Hálfdánardóttir Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir Að geta átt sam- skipti við aðrar mann- eskjur er eitt það mik- ilvægasta í daglegu lífi hvers manns. Það hjálpar manneskju að geta tjáð vanlíðan sína og óánægju, tjáð gleði og langanir. Til að ná árangri í starfi þurfum við að geta skýrt hugs- anir okkar í máli. Sam- skiptahæfni okkar byggist á þróun máls, tals og skiln- ings. Ef röskun verður á tali eða málþroska geta afleiðingarnar verið námserfiðleikar, hegðunarvandamál og andlegir erfiðleikar. Á Íslandi er áætlað að um 300-700 börn í hverjum árgangi þurfi á að- stoð að halda vegna tal- og mál- þroskaröskunar. Til að þessir einstaklingar virki betur innan hópsins, samfélaginu öllu til heilla, þarf að aðstoða þau. Í dag er þjónusta við þessi börn ekki nægjanleg og oft erfitt fyrir að- standendur þeirra að átta sig á hvert skuli leita. Aðalskýringin á því er að málaflokkurinn heyrir undir tvö ráðuneyti og er bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Margar stofnanir bera ábyrgð á þjónustu, eftirliti og stefnumótun og skimun fer bæði fram innan heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir skýrslu frá menntamálaráð- herra um stöðu þessara mála og kom skýrslan út í mars 2012. Í skýrslunni kemur fram að erlendis sé víða gert ráð fyrir að um 15% leikskólabarna og 10% grunnskólabarna þurfi að- stoð vegna tal- og málþroskaraskana til lengri eða skemmri tíma. Á Ís- landi eru engar opinberar tölulegar upplýsingar til um fjölda barna sem greind hafa verið með tal- og mál- þroskaröskun. Skýrslan dregur fram að kerfið er of flókið og ekki nægilega skilvirkt auk þess sem það annar engan veginn eft- irspurn. Langir biðlist- ar eru eftir greiningu og sérfræðiaðstoð. Það er ekki ásættanlegt að ung börn þurfi að bíða í allt að ár eftir að fá þá þjónustu sem þau þurfa. Ég hef ásamt 9 öðr- um þingmönnum lagt fram þingsályktun- artillögu þess efnis að mennta- og menningar- málaráðherra verið falið að endur- skoða málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun með markvissri aðgerðaáætlun í sam- ræmi við niðurstöður skýrslunnar. Tillaga að endurskoðun hefur nú verið samþykkt í velferðarnefnd og bíður afgreiðslu Alþingis. Foreldrar, talmeinafræðingar, sérkennarar, grunnskólakennarar og leikskólakennarar þurfa að geta unnið saman af virðingu og heil- indum börnunum til heilla. Nefndin leggur áherslu á að náin samvinna verði milli mennta- og menningar- málaráðuneytisins, velferðarráðu- neytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ef hægt er að láta þessa málsaðila og þessar stofnanir tala saman er von til þess að brag- arbót verði á málefnum þess stóra hóps barna sem eru með tal- og mál- þroskaröskun. Þá geta allir talað betur saman. Bragarbót fyrir börn með tal- og málþroskaraskanir Eftir Unni Brá Konráðsdóttur Unnur Brá Konráðsdóttir » Á Íslandi er áætlað að um 300-700 börn í hverjum árgangi þurfi á aðstoð að halda vegna tal- og málþroskarösk- unar. Höfundur er þingmaður og gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Suðurkjördæmi. Frásögn Ingibjargar Reynisdóttur af lífshlaupi Gísla á Uppsölum er góð lýsing á því hvernig sveitarstjórn- arfulltrúar og ráðherrar búa að þeim sem sam- félagið ýtir til hliðar vegna fá- tæktar og sér- sinnis. Skólaár Gísla einkenndust af brengluðu hug- arfari þeirra sem töldu sig standa honum ofar í þjóðfélagsstiganum og gerðu honum lífið nánast óbærilegt og það varð upphaf að hans samfélagslegu ein- angrun. Skólastjórnendur létu svona mál yfirleitt óhreyfð svo lengi sem kostur var eða viku þolendum úr skóla, gerendunum til ánægju. Gísli var samt ekki einn á þessum tíma því móðurástin er oft sterkust til þeirra hrjáðu og Gísli átti traust at- hvarf hjá móður sinni. Það má svo velta því fyrir sér hvort hún hafi ekki verið of verndandi síðar meir því það leyndi sér ekki að Gísli þráði að elska og vera elskaður, hann þráði einnig einhverja nafnbót sem lyfti honum upp yfir núllið. Hvort hann hefði svo verið fær um að fara þá leið sem hann þráði mest verður aldrei svarað því hann fékk ekki tækifæri. Eftir að móðir Gísla dó og bræður hans fluttu að heiman varð einangr- unin nánast alger og ekkert skipt sér af því við hvaða lífsskilyrði hann bjó, samt voru sumir nágrannar hans landsþekktir embættismenn. Síðan gerist það að Árni Johnsen, þá blaðamaður, gefur sig á tal við Gísla og finnst aðstæður hans allfrum- legar og bendir Ómari Ragnarssyni, sem þá vann að mannlífsþáttunum Stiklum, á að þarna væri verkefni fyrir hann. Þáttur Ómars leiddi í ljós að Gísli byggi við steinaldarað- stæður, það var ekkert í íbúð hans sem tilheyrði samtímanum, ekki einu sinni rafmagn eða vatnslögn í húsinu. Eftir umfjöllun Ómars var leitt inn rafmagn og vatn, einnig komu góðhjartaðir menn með sjón- varp. Rafmagn og vatn var Gísla kærkomið en sjónvarp sýndi honum inn í heim sem hann þráði en fékk aldrei að njóta, svo hann lét það fara. Hann hafði verið færður yfir í stein- aldartímabil og það var orðið of seint að snúa við. Eftir að Gísli dó hafa ís- lenskir ferðafrömuðir stoltir sýnt umheiminum þær aðstæður sem Gísli bjó víð en eru raunverulega að sýna niðurlægingu mannréttinda á Íslandi. Embættismenn hefðu gott af því að íhuga hvernig þeim myndi líða í híbýlum Gísla í vetrarkulda skammdegisins og samfélagslegri einangrun. Ég held að flestir myndu fá hroll af að hugsa til dvalarinnar. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2. Gísli á Uppsölum Frá Guðvarði Jónssyni Guðvarður Jónsson Bréf til blaðsins - með morgunkaffinu Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.