Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
✝ Ásta Svein-bjarnardóttir
fæddist 9. júlí
1939 á Breiðaból-
stað í Fljótshlíð.
Hún lést 14. jan-
úar 2013 á Land-
spítalanum í
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru sr. Svein-
björn Högnason
prófastur, f. 6.
apríl 1898, d. 21. apríl 1966, og
frú Þórhildur Þorsteinsdóttir,
f. 20. janúar 1903, d. 21. des-
ember 2003. Systkini Ástu eru:
1) Ragnhildur, f. 25. mars
1927, d. 19. apríl 2008, gift
Jóni Kristinssyni, f. 1925, d.
2009. 2) Sváfnir, f. 26. júlí
1928, fyrri kona hans var Anna
Elín Gísladóttir, f. 1930, d.
1974, seinni kona hans var
Ingibjörg Þ. Halldórsdóttir, f.
1936, d. 2012. 3) Elínborg, f.
10. júní 1931, gift Guðmundi
Sæmundssyni, f. 1932, d. 2005.
Ásta giftist 30. september
1961 Garðari Steinarssyni flug-
stjóra. Hann lést 6. nóvember
2007. Ásta og Garðar eign-
uðust þrjú börn. 1) Hróðný, f.
7. apríl 1962, dóttir hennar og
Friðriks Þórs er Ásta, f. 29.
helstu hugðarefnum sem fólust
í ræktun af ýmsum toga, bæði í
gróðurhúsinu og garðinum.
Fjölskylda og vinir skiptu
hana miklu máli og hún hélt
alla tíð tryggð við vinkonurnar
frá æsku- og námsárunum.
Einnig lagði hún mikið upp úr
fjölskylduhefðum og tengslum
við fólkið sitt. Ásta var virk í
félagsstarfi á Seltjarnarnesi.
Hún var í kvenfélaginu til ævi-
loka, söng í fjölda ára með Sel-
kórnum, var virk í Framsókn-
arflokknum og sat meðal
annars í ýmsum nefndum fyrir
hans hönd.
Ásta ferðaðist víða, bæði
innanlands og utan ásamt eig-
inmanni sínum og vinum. Hún
hafði mikinn áhuga á sögu og
fór á miðjum aldri í sagn-
fræðinám í Háskóla Íslands.
Mörg ferðalögin tengdust
þessu áhugamáli hennar.
Árið 2001 fluttu hjónin að
Flyðrugranda 4 og áttu þar
heimili til æviloka. Þau reistu
sér jafnframt sumarhús á
æskuslóðum Ástu í Fljótshlíð-
inni þar sem hún undi sér best
hin síðustu ár.
Ásta verður jarðsungin frá
Neskirkju í dag, 23. janúar
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
júní 1982. 2) Þór-
hildur, f. 15. júlí
1965, gift Björgvini
Þórðarsyni, f. 14.
janúar 1959, sonur
þeirra er Garðar, f.
26. september
2001. Börn Björg-
vins eru Hildur, f.
16. apríl 1983 og
Haukur, f. 8. apríl
1989. 3) Páll, f. 9.
júlí 1971, dóttir
hans og Ernu S. Jónsdóttur er
Dúna, f. 26. nóvember 2004.
Dóttir Ernu er María Ösp, f.
15. apríl 1996.
Ásta ólst upp á Breiðabóls-
stað í Fljótshlíð hjá foreldrum
sínum og systkinum. Að loknu
námi í Skógaskóla fór hún í
Menntaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan stúdentsprófi 1959.
Eftir það starfaði hún meðal
annars við bankastörf þar til
þau hjónin stofnuðu heimili á
Dvergasteini á Seltjarnarnesi.
Ásta sinnti börnum og búi
ásamt því að reka Áhaldaleig-
una sf. ásamt manni sínum,
systur hans og mági. Hjónin
reistu sér hús að Vesturströnd
27 á Seltjarnarnesi og fluttist
fjölskyldan þangað árið 1980.
Þar gat Ásta sinnt sínum
Þegar aldur færist yfir og ann-
ríki starfsáranna linnir virðist
tíminn ýmist hægja á sér eða
þjóta hjá sem fljúgi fugl. Hið síð-
arnefnda skynjum við með afger-
andi hætti þegar ástvinir kveðja
óvænt og um aldur fram. Ásta
systir mín var allnokkrum árum
yngri en við hin þrjú systkinin.
Hún fæddist á sólríkum sumar-
degi og glöggt er í minni að við
eldri systkinin vorum send til að
leika okkur við jafnaldra á næsta
bæ meðan á fæðingunni stóð. Og
ekki síður minnisstætt að sjá litlu
systur nýfædda í faðmi móður
okkar. Er hún óx úr grasi var
hún áfram sólskinsbarn með
ljósa lokka og létta lund – og sáði
alla sína ævi fræjum gleði og
góðvildar í sálir samferðafólks-
ins.
Ástu veittist létt að læra og
eftir barnaskóla í heimasveit
lauk hún námi í Skógaskóla og
stúdentsprófi í MR. Öll skólaárin
var hún heima á Breiðabólstað á
sumrin við heyskap og önnur
sveitastörf, en eftir stúdentspróf
vann hún um skeið í Búnaðar-
bankanum í Reykjavík. Á þeim
árum kynntist hún lífsförunaut
sínum, Garðari Steinarssyni flug-
stjóra, og giftu þau sig árið 1961.
Bjuggu þau sér fyrst heimili í
Dvergasteini á Seltjarnarnesi en
reistu síðan glæsilegt einbýlishús
á Vesturströnd 27 og ræktuðu
þar og prýddu í kringum sig af
natni og myndarskap. Börn eign-
uðust þau þrjú, sem í öllu bera
uppruna sínum fagurt vitni. Eiga
þau öll afkomendur og var Ástu
það yndi mest að sinna um og
fylgjast með uppvaxandi kynslóð
komast til vaxtar og þroska. Síð-
ustu árin bjuggu Ásta og Garðar
sér heimili á Flyðrugranda 4 í
Reykjavík. Ásta og Elínborg
systir okkar voru ætíð mjög nán-
ar, einnig eftir að þær fóru að
búa syðra ungar að árum –
studdu hvor aðra, ekki síst á síð-
ustu árum þegar sjúdóma og ást-
vinamissi bar að höndum.
Þau Ásta og Garðar nutu þess
að ferðast bæði utanlands og inn-
an og fóru víða. Minnisstæðar
eru heimsóknir þeirra til okkar
að Kálfafellsstað í Suðursveit og
aðdáun barna okkar sem þau
heilluðu í ævintýraferðum inn á
dal, út í Þrándarós í veiðiskap og
yfir vötn og sanda að skoða ís-
borgirnar á Jökulsárlóni. Það
voru góðir dagar. Síðar urðu
Ásta og Garðar dýrmætir tengi-
liðir við þau af börnunum sem er-
lendis hafa búið, svo tíðar ferðir
sem þau áttu á þær slóðir. Ásta
hélt jafnframt tryggð við æsku-
slóðir og þau Garðar byggðu
snoturt og vel búið sumarhús í
landi Múlakots í Fljótshlíð og
nefndu Garðarshólma. Minnis-
stæð er vígsla og húsblessun bú-
staðarins þegar stórfjölskyldan
fagnaði nafngjöf hans í boði
stoltra húsráðenda. Þar undi
Ásta sér marga stund við að
rækta og prýða í kringum sig,
einnig eftir lát eiginmanns síns
haustið 2007.
Síðustu árin átti Ásta við al-
varlegan sjúkdóm að stríða, en
hélt þrátt fyrir það sínum hug-
arstyrk og glaða viðmóti allt til
endadægurs. Fjölskyldu hennar
votta ég innilega samúð mína og
fjölskyldu minnar – í þeirri trú að
hún muni í nýrri tilvist uppskera
eins og hér var til sáð. Megi
henni áfram fylgja birta og bless-
un Guðs. Í hans hendur felum við
systur mína – og allt það sem
henni var kært.
Sváfnir Sveinbjarnarson.
Í dag kveðjum við elskulega
móðursystur okkar hana Ástu,
sem nú hefur hlotið hvíld eftir
langvinn og erfið veikindi.
Margar góðar stundir koma
upp í hugann enda var samgang-
ur á milli heimila okkar nokkuð
mikill, sérstaklega hér á árum
áður þegar við vorum börn.
Helgarheimsóknir, afmælisveisl-
ur og jólaboð auk samveru í
Fljótshlíðinni þegar amma bjó á
Staðarbakka standa upp úr frá
þessum árum.
Ásta viðhélt tengingu við
gömlu sveitina sína og fyrir u.þ.b.
10 árum hófust þau Garðar
handa við að koma sér upp sum-
arhúsi í landi Múlakots í Fljóts-
hlíð. Í sumarhúsinu þótti þeim
báðum gott að dvelja og þar gátu
þau haldið áfram í ræktunar-
störfum eftir að húsið á Vestur-
ströndinni hafði verið selt með
garðinum og gróðurskálanum
sem þar voru. Ferðir austur í bú-
staðinn á þessum seinni árum
komu í stað ferða erlendis en á
meðan heilsan entist voru þau
hjónin víðförul og dugleg að
skoða sig um á ókunnum slóðum.
Ásta var elskuleg og góð heim
að sækja. Ekki voru miklar líkur
á að kvatt væri eftir heimsókn án
þess að boðnar hefðu verið
kræsilegar veitingar. Hún bjó
sér og fjölskyldu sinni fallegt
heimili og ræktaði garðinn sinn í
mörgum skilningi þeirra orða.
Þegar jarðnesk bresta böndin,
blítt við hjörtu sorgum þjáð
vonin segir: Heilög höndin
hnýtir aftur slitinn þráð.
Blessuð von, í brjósti mínu
bú þú meðan hér ég dvel,
lát mig sjá í ljósi þínu
ljómann dýrðar bak við hel.
(Helgi Hálfdánarson.)
Hróðnýju, Þórhildi og Palla og
fjölskyldum þeirra færum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Minningin um yndislega
frænku lifir.
Sæmundur og Þórhildur.
Fallin er frá heiðurskonan
Ásta Sveinbjarnardóttir. Ástu
kynntist ég fyrir áratugum síðan
og fann fljótt að hún var öflug og
heil í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Leiðir okkar Ástu tvinn-
uðust saman á margan hátt því
hún var virk í starfi Kvenfélags
Seltjarnarness og starfi fram-
sóknarmanna á Seltjarnarnesi.
Hún var jafnréttissinni í hjarta
sínu og kvenréttindakona. Alltaf
lagði hún gott til mála, var réttlát
og víðsýn. Einnig lágu leiðir okk-
ar saman í gegnum dóttur henn-
ar og æskuvinkonu mína, Hróð-
nýju Garðarsdóttur. Ein af
mínum kæru minningum um
Ástu er einmitt tengd Hróðnýju.
Þannig var að fyrir þremur árum
hittumst við æskuvinkonurnar,
Hróðný Garðarsdóttir, Heiður
Björnsdóttir og Anna Hrönn Jó-
hannsdóttir, í sumarbústað fjöl-
skyldu Ástu í Fljótshlíðinni á
Suðurlandi. Ásta var þar einnig,
kát og gestrisin að venju.
Skyndilega verðum við varar við
ref sem er að snudda í kringum
maríuerluhreiður þar hjá. Ásta
var þá úrræðagóð, brást hratt við
og hljóp sem fætur toguðu með
kúst á lofti, kom refnum frá og
bjargaði hreiðrinu. Fannst okkur
þetta skemmtileg og óvenjuleg
sjón.
Nú að leiðarlokum vil ég
þakka Ástu fyrir hlýhug og góðar
minningar bæði í einkalífi og fé-
lagsstarfi. Einnig votta ég Hróð-
nýju, Þórhildi og Páli og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu
samúð vegna fráfalls hennar.
Guð blessi minningu Ástu.
Siv Friðleifsdóttir.
„Minninganna töfratunga tal-
ar málið sitt“ þegar traust og in-
dæl vinkona er öll. Leiðir hafa
lengi legið saman við leik, störf
og hvers kyns ræktun anda og
urta. Við vinkonurnar vorum
stjórn Selkórsins í árdaga, segi
og skrifa vorum stjórn, skemmt-
um okkur og unnum vel saman.
Stjórnarfundir voru tíðir, nær
daglega, ákvarðanir margar,
fæstar endanlegar, enda auðvelt
að skipta um skoðun. Aðalatriðið
var samt alltaf að syngja ekki
falskt.
Við eignuðumst börnin um
svipað leyti og þau uxu úr grasi á
Nesinu „litla og lága“. Við skipt-
umst á áhyggjum, töluðum dugg-
unarlítið um þær af því að konur
eru svo skilningsríkar og vita að
sumt er ekki hægt að leysa en
lundinni hægist við að létta á sér.
Eiginmennirnir bundust einnig
órjúfanlegum vinaböndum,
áhugasviðin féllu saman. Þau
Ásta og Garðar Steinarsson flug-
stjóri voru reyndar ótrúlega
samhentar manneskjur og sam-
heldnar. Nefndi maður annað
hlaut nafn hins að fylgja. Myndir
líða hjá:
Ásta í altinum, lygnir augun-
um, kann allt.
Ásta við píanóið, gömlu slag-
ararnir spýtast undan fingrum
hennar.
Ásta með Sýnisbók íslenskra
bókmennta í útilegu, menningar-
vaka í tjaldvagni.
Ásta reigir sig og skýtur aug-
unum í skjálg þegar hún hermir
eftir skólstjórafrúnni sem heill-
aðist af einum kórfélaganum.
Ásta, rugluð og samanbitin,
með öll skilningarvit lokuð, að
spila golf á Kiðjabergi með plast-
poka á höfðinu til varnar mýi.
Ásta með svuntu á gamlaárs-
dag, steikin í ofninum; sérrí á
hraðbergi fyrir nýju ári og ævar-
andi vináttu.
Ásta svo fyndin!
Ásta búin að loka sig inni á
klósetti í Kaíró af því að hún þolir
ekki tónlistina við magadansinn.
Ásta vill ekki kæra herberg-
isþjóninn í Luxor þótt ilmvatnið
hennar minnki dag frá degi af því
að kona þess grunaða á sennilega
ekki ilmvatn.
Ásta: „Já, það er svona …“
Fæst orð bera minnsta ábyrgð.
Ásta að leggja sig … les samt
fróðleik um eldgamlan Fljóts-
hlíðing eða einhvern biskup.
Ásta, hljóðlát, full kímni; vin-
kona með blik í auga og bros á
vör.
Ásta, umfram allt Ásta en þó
auðvitað Ásta hans Garðars.
Hvernig væri róður án sam-
vinnu sjómannanna? Hvernig
væru tónleikar án samhæfingar?
Hvernig væri lífið án góðra sam-
ferðamanna? Trúi að við höfum
verið hvert öðru góðir samferða-
menn hvort heldur var á ógleym-
anlegum ferðalögum eða vegferð
lífsins.
Nú er skarð fyrir skildi hérna
megin grafar en fylkingin hefur
þést hinum megin. Hver veit
nema þau hjónin, Ásta og Garð-
ar, aki nú í karlsvagninum á vit
nýrra ævintýra með Pólstjörn-
una að leiðarljósi og Venus í
vestri. Þau þurfa ekki lengur að
draga dýnurnar út á veröndina á
Garðarshólma á vetrarkvöldum
til að fylgjast með stjörnunum.
Þau tilheyra nú þegar þeirri óra-
vídd sem mannlegur skilningur
fær tæpast áttað sig á fyrr en í
fyllingu tímans þegar við sjáumst
á ný. „Við sjáumst síðar“ voru
hinstu orð Ástu til Kristínar um
leið og hendur þrýstust. Með
þeim orðum, hlöðnum þakklæti
fyrir allar góðar stundir og góð-
um óskum, skal hún kvödd. Að-
standendum er vottuð djúp sam-
úð.
Kristín og Haukur.
Í dag kveðjum við Ástu Svein-
bjarnardóttur með miklum sökn-
uði og trega. Ásta var fædd og
uppalin á Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð, flutti suður til náms og
starfa og giftist Garðari Stein-
arssyni flugstjóra sem lést fyrir
aldur fram árið 2007. Ásta og
Garðar voru alltaf nefnd í sömu
andrá. Hugurinn reikar, aftur í
tíma, til heimsókna þeirra austur
til móður Ástu og annarra skyld-
menna. Komu þeirra fylgdi eft-
irvænting og gleði. Ýmislegt var
brallað og alltaf var líf og fjör í
sveitinni. Stundum var til dæmis
farið í dagsferðir upp á hálendið
á mörgum bílum. Ekið var eftir
þröngum, bröttum og holóttum
vegunum. Allir fóru með, ungir
sem aldnir. Bundin voru vináttu-
bönd, sem aldrei bar skugga á.
Síðar þegar við, óhörðnuð ung-
menni fluttum suður eitt af öðru,
vorum við tíðir gestir á heimili
Ástu og Garðars á Seltjarnar-
nesi. Þar mætti okkur hlýja,
gestrisni og velvild. Til Ástu var
gott að leita með hin ýmsu úr-
lausnarefni. Hún var vel lesin og
fróð, um sögu lands og þjóðar, Ís-
lendingasögurnar og bókmenntir
almennt. Þannig má áfram telja.
Hún ferðaðist einnig víða utan
lands og innan. Hún unni tónlist
og spilaði sjálf á hljóðfæri og
söng í kórum. Það var því ætíð
um nóg að spjalla og margt er að
þakka.
Ásta var traust, heilsteypt,
æðrulaus og hjartahlý. Hún hafði
sig ekki í frammi, en var mann-
blendin og félagslynd. Það mátti
treysta dómgreind hennar og
skynsemi. Hún hafði jákvætt við-
horf til manna og málefna, var
lífsglöð og því stutt í hlátur og
gleði. Hún var greiðvikin. Til
dæmis bauð hún fram aðstoð við
nám, en hún hafði reynslu af
kennslu. Fyrir undirritaða gætti
hún í lengri tíma ungbarns með-
an ég stundaði fulla vinnu. Ásta
var þá sjálf heima með ung börn
sín. Ekki fannst henni það til-
tökumál og ekki var við það kom-
andi að ég fengi að greiða henni
fyrir.
Ásta og Garðar komu sér upp
sumarhúsi í landi Múlakots í
Fljótshlíð. Þau höfðu mikla
ánægju af gróðursetningu þar og
ræktun. Í þessum sælureit, í
sveitinni fögru, dvaldi Ásta oft
sumarlangt og um helgar með
fjölskyldu sinni og vinum.
Við þökkum af alhug dýrmæt-
ar samverustundir og bjartar
minningar.
Systkinin frá Lambey og fjöl-
skyldur þeirra senda börnum
Ástu og ástvinum hennar öllum,
innilegar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning Ástu Sveinbjarn-
ardóttur.
Guðbjörg Jónsdóttir.
Ásta var vinkona okkar. Hún
var vinkona Söru frá fjögurra ára
aldri þegar þær bjuggu hvor á
sínum bænum hlið við hlið í
Fljótshlíðinni, Ásta á Breiðaból-
stað og Sara á Sámsstöðum. Hún
var vinkona okkar hinna frá ung-
lingsaldri þegar við vorum allar
fimm saman í Héraðsskólanum á
Skógum. Við vorum herbergis-
félagar á Skarði 1954-1955 og
kenndum við okkur síðan við það
herbergi.
Árin í Skógaskóla voru okkur
öllum dýrmæt og sérstæð. Við
vorum þá að fara í fyrsta skipti
að heiman og hugsa um okkur
sjálfar og að vera frá fjölskyldum
okkar. Einn dagur í eldhúsi
Skógaskóla á vetri var gagnleg
reynsla þó að það þyrfti að flysja
kartöflur fyrir 100 manns. Skóla-
stjórinn okkar fyrstu árin í
Skógaskóla, Magnús Gíslason,
var strangur uppalandi og skóla-
meistari. Eiginkona hans, Britta,
er okkur ekki síður minnisstæð
en hún sá um listviðburði í skól-
anum enda spilaði hún og söng
fagurlega eins og Magnús gerði
einnig. Britta sá líka til þess að
öllum nemendum var fært
súkkulaði og bakkelsi í rúmið
hinn 13. desember á Lúsíudaginn
að sænskum sið. Skólameistari
síðasta árið í Skógaskóla var Jón
R. Hjálmarsson sem bar með sér
fríska strauma, nýkominn úr
námi erlendis. Guðrún, kona
hans, var okkur öllum hjálpar-
hella og vinur í raun og hjúkraði
okkur í veikindum.
Minningar frá árunum í
Skógaskóla eru ótal margar og
minnisstæðar, gönguferðir að
fossunum tveim, Skógafossi og
Kvernufossi, klifur stráka til
þess að komast á stelpugang,
gróðursetning í fjallshlíðinni fyr-
ir ofan skólann undir styrkri leið-
sögn kennara okkar, Jóns Jósefs
Jóhannessonar, og margar,
margar fleiri. Öllum þessum
minningum deildum við með
Ástu.
Við Skarðsverjar misstum
sjónar hver af annari um tíma en
tókum upp þráðinn aftur og höf-
um hist reglulega í mörg ár og
borðað saman góða máltíð, hlegið
og orðið 15 ára aftur. Ásta var
alltaf glöð þrátt fyrir erfið veik-
indi síðustu árin og naut sín vel í
okkar hópi. Við minnust hennar
með þakklæti fyrir árin sem við
áttum saman og söknuði og trega
að hún skuli vera horfin úr hópn-
um.
Ásta var glaðlynd, greind og
vel gerð manneskja, sterk og fal-
leg kona sem vildi öllum vel. Hún
var líka góð vinkona og skóla-
systir. Kraftur Ástu birtist vel í
ummælum föður Söru þegar hon-
um varð að orði: „Ef ætti að gera
Tindfjöll að túni teldi ég best að
Ásta væri með ýtuna.“
Við vottum fjölskyldu Ástu,
börnum, tengdabörnum og
barnabörnum einlæga samúð
okkar.
Skarðsverjar,
Áslaug Ólafsdóttir,
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
Ingibjörg Þorgilsdóttir
og Sara Hjördís
Sigurðardóttir.
Það er komið að kveðjustund,
hún Ásta vinkona okkar til
margra ára er horfin til æðri
heima, eftir að hafa háð harða
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við,
sem höfum verið með Ástu í
saumaklúbb alveg frá árinu 1964,
sitjum nú hnípnar og söknum
þess sárt að hún verði ekki með
okkur lengur, en um hana eigum
við eingöngu góðar minningar.
Það hefur verið aðdáunarvert
að fylgjast með hetjulund hennar
í baráttunni við veikindi sín, en
þeim tók hún með miklu jafnað-
argeði. Hún kvartaði aldrei og
vildi heldur tala um „eitthvað
skemmtilegt“ eins og hún orðaði
það sjálf þegar við hittumst. Allt-
af var hún jafn prúð, með hlýja,
fallega brosið sitt og ekki talaði
hún illa um nokkurn mann.
Við höfum yfirleitt ekki haft
saumaklúbb í desember, en að
þessu sinni var það gert. Það
vakti með okkur bjartsýni hvað
Ásta sýndist vera hress og sér-
staklega létt yfir henni og það
var mikil gleði í klúbbnum. Þetta
reyndist síðan verða okkar síð-
asti klúbbur með elsku Ástu.
Ásta var einstaklega vönduð
kona, grandvör og vel af Guði
Ásta Sveinbjarnardóttir
✝
Aðstandendur þakka öllum sem auðsýndu
samúð og vinarhug vegna andláts
JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR,
Skúlagötu 40b,
sem lést þriðjudaginn 1. janúar.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á
Droplaugarstöðum fyrir frábæra umönnun.
Ólafur Guðjónsson,
Gísli Ólafsson, Elísabet Solveig Pétursdóttir,
Viðar Ólafsson, Birna Björnsdóttir,
Þórunn Ólafsdóttir,
Sveinn Ingi Ólafsson, Gyða Þórðardóttir
og fjölskyldur.