Morgunblaðið - 23.01.2013, Síða 35
Agnar situr í hreppsnefnd Akra-
hrepps frá 1990 og hefur verið oddviti
hreppsins frá 2002. Hann var formað-
ur sóknarnefndar á Bíldudal og hefur
setið í sóknarnefnd Miklabæjar-
sóknar um árabil, sat í stjórn hesta-
mannafélagsins Stíganda, í stjórn
Sauðfjárræktarfélags Skagafjarðar,
var formaður Veiðifélags Skaga-
fjarðar, sat í áfengisvarnanefnd
Akrahrepps og var stjórnarformaður
Slátursamlags Skagfirðinga. Þá
syngur hann í kirkjukór Silfrastaða-
kirkjusóknar.
Hestamaður og lestrarhestur
Agnar er ekki innfæddur Skagfirð-
ingur heldur ættaður úr Djúpi og af
Skeiðum á Suðurlandi. Hann hefur
engu að síður komið sér vel við Skag-
firðinga enda sjálfur söngmaður og
hestamaður:
„Já ég hef mikinn áhuga á hestum,
er sjálfur með hesta og hef um árabil
farið í góða hestaferð á hverju sumri.
Þá erum við að tala um viku til tíu
daga ferð, oft hálendisferðir þótt það
sé nú ekki alltaf. Maður fer mýkri
höndum um landið á hestum, nær
nánu sambandi við skepnurnar og
landið og nýtur slíkra ferða miklu
betur. Svo ekur enginn með pela upp
á vasann þótt menn hafi hann gjarnan
til taks á hestbaki.
Ég er líka vanur að fara vestur á
firði á hverju sumri. Ég get ekki látið
sumar líða án þess að koma vestur í
Djúp og berja augum Snæfjalla-
ströndina og Grænuhlíð.
Ég hef unun af að hlusta á góða
karlakóra, les heilmikið og þá ekki
síst skáldsögur íslenskra yngri höf-
unda auk þess sem Þórarinn Eldjárn
er í miklu uppáhaldi hjá mér.“
Fjölskylda
Agnar kvæntist 5.6. 1981 Döllu
Þórðardóttur, f. 21.3. 1958, sókn-
arpresti á Miklabæ og prófasti
Skagafjarðar- og Húnavatnsprófasts-
dæmis. Hún er dóttir Þórðar Arnar
Sigurðssonar, fyrrv. deildarstjóra, og
Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur, fyrrv.
sóknarprests í Þykkvabæjar-
prestakalli.
Synir Agnars og Döllu eru Trostan,
f. 25.11. 1981, kennari á Skagaströnd;
Vilhjálmur, f. 15.5. 1985, rafvirki í
Reykjavík, en kona hans er Sirrý Sif
Sigurlaugardóttir, nemi við HÍ, og er
dóttir þeirra Freyja, f. 21.8. 2012.
Systur Agnars eru Kristín Gunn-
arsdóttir, f. 12.8. 1954, kennari, bú-
sett í Reykjanesbæ; Ósk Gunnars-
dóttir, f. 26.12. 1956, kennari, búsett í
Kópavogi.
Foreldrar Agnars: Gunnar Hall-
dórsson, f. 30.5. 1924, d. 28.5. 2007,
sjómaður í Bolungarvík, og k.h.,
Helga Guðmundsdóttir, f. 17.5. 1917,
húsfreyja.
Úr frændgarði Agnars Halldórs Gunnarssonar
Agnar Halldór
Gunnarsson
Jón Einarsson
b. í Vorsabæ á Skeiðum
Kristín Jónsdóttir
húsfr. á Blesastöðum
Guðmundur Magnússon
b. á kennari að Blesastöðum á Skeiðum
Helga Guðmundsdóttir
húsfr. í Bolungarvík
Guðrún Eiríksdóttir
húsfr. í Votumýri, af Reykjaætt
Magnús Sigurðsson
b. á Votumýri
Jónas Jónsson
b. í Svansvík við Ísafjörð í Djúpi
Halldór Þorgeir Jónasson
sjóm. í Bolungarvík
Agnes Veronika Guðmundsdóttir
húsfr. í Bolungarvík
Gunnar Halldórsson
sjóm. í Bolungarvík
Margrét Bárðardóttir
húsfr. í Kotum, af Arnardalsætt
Guðmundur Ásgeirsson
vinnum .í Kotum í Önundarfirði, af Eyrardalsætt
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
húsfr. á Eiði við Hestfjörð
Ásgeir Guðnason
kaupm. og útgerðarm. á Flateyri
Gunnar Ásgeirsson
forstjóri
Guðlaug
Sigurðard.
húsfr. á
Ólafsvöllum
Sigurður
Eiríksson
regluboði
Góðtemplara-
reglunnar
Sigurgeir
Sigurðsson
biskup
Pétur
Sigurgeirss.
biskup
Eiríkur Jónsson
bóndi í Vorsabæ
Jón Eiríksson
oddviti í Vorsabæ
Helga Ragnhildur Eiríksdóttir
ljósmóðir í Vorsabæ
Vigdís
Eiríksdóttir
húsfreyja í
MiðdalEiríkur Guðmundss.
trésmiður í Rvík
Sigríður Eiríksd.
hjúkrunarfr. í Rvík
Vigdís Finnbogad.
fyrrv. forseti
Einar
Guðmundss.
b. í Miðdal
Guðmundur
frá Miðdal
Erró myndlistarmaður
Ari Trausti Guðmundsson
jarðfræðingur og
rithöfundur
Egill Guðmundsson arkitek
Eiríkur Jónsson
hjá Íslenskum getspám
Fyrsta og eina barnabarnið;
Freyja Vilhjálmsdóttir.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
ALLT FYRIR
ÖRYGGIÐ
ENDURSKINS- OG
VINNUFATNAÐUR
Öllum þykir okkur mikilvægt að
finna til öryggis í lífinu.
Dynjandi hefur verið leiðandi á
sviði öryggisvara síðan 1954.
Dynjandi örugglega fyrir þig!
Eyþór Stefánsson, tónskáld ogheiðursborgari Sauðár-króks, fæddist á Sauðár-
króki 23.1. 1901 og átti þar heima
allt sitt líf að undanskildum þeim ár-
um er hann stundaði nám. For-
eldrar hans voru Stefán Sigurðsson,
sjómaður á Sauðárkróki, og Guðrún
Jónasdóttir húsfreyja.
Eyþór kvæntist 1936 Sigríði Önnu
Stefánsdóttur frá Skógum í Þela-
mörk en hún tók virkan þátt í störf-
um Eyþórs bæði í leiklist og tónlist.
Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu
Eyþórsdóttur, f. 1939, d. 1987.
Eyþór hóf að syngja í Kirkjukór
Sauðárkrókskirkju er hann var ell-
efu ára. Hann stundaði tónlistarnám
hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfs-
syni í Reykjavík 1928, lærði auk
þess leiklist hjá Indriða Waage og
stundaði framhaldsnám í tónlist og
leiklist í Hamborg 1934.
Eyþór var á langri ævi einn helsti
menningarfrömuður Sauðkrækinga.
Hann stundaði skrifstofu- og versl-
unarstörf á Sauðárkróki á árunum
1923-48 en var jafnframt organisti
og kórstjóri við Sauðárkrókskirkju
1929-72. Hann var söngkennari við
Barna- og gagnfræðaskóla Sauðár-
króks 1948-72 og skólastjóri Tónlist-
arskóla Sauðárkróks frá stofnun
1964-74, var einn af stofnendum
Lúðrasveitar Sauðárkróks og
stjórnandi hennar fyrstu árin, einn
stofnenda leikfélags á Sauðárkróki
og lék og leikstýrði þar fjölda verka
til 1976 er hann steig síðast á svið en
þá hafði hann leikið 118 hlutverk
fyrir leikfélagið. Þá starfaði hann
auk þess mikið með ungmennafélag-
inu Tindastóli.
Eyþór var á tímabili formaður
Kirkjukórasambands Skagafjarð-
arprófastsdæmis, sat í stjórn
Kirkjukórasambands Íslands og var
sendikennari þess til kirkjukóra á
Norður-, Austur- og Vesturlandi
1952-61. Hann var einn af stofn-
endum Rotaryklúbbs Sauðárkróks
1948 og fræðslustúkunnar Mæli-
fells.
Eftir Eyþór liggur fjöldi sönglaga
en sum þeirra hafa orðið klassísk,
s.s. Lindin og Erla.
Eyþór lést á Sjúkrahúsi Sauðár-
króks hinn 3.11. 1999.
Merkir Íslendingar
Eyþór
Stefánsson
90 ára
Ásta Árnadóttir
80 ára
Dagbjört Kristjánsdóttir
Guðný Gunnarsdóttir
Guðrún Ingimundardóttir
Hilmar Örn Gunnarsson
Jóhannes Sigurðsson
Tómas Albert Holton
75 ára
Alfreð Árnason
Bergljót Gyða
Helgadóttir
Bergljót Rósinkranz
Kristín Zoéga
Lisebet Gestsdóttir
70 ára
Hjördís Torfadóttir
Sigurbjörg S. Jónsdóttir
Þórir Jóhann Axelsson
60 ára
Bjarnveig Gunnarsdóttir
Grazyna Hruswicka
Halla Guðrún
Hallvarðsdóttir
Kjartan Þröstur Ólafsson
Sigurbjörn Björnsson
Sævar Sveinsson
Valgerður Kristín
Gunnarsdóttir
Vilberg Magnús
Ármannsson
Þorgrímur H. Isaksen
Þórhallur Hauksson
50 ára
Árni Geir Ingvarsson
Árni Ólafur Hjartarson
Ásdís Þóra Davidsen
Eva Leila Banine
Guðmundur Svavarsson
Guðrún Ágústsdóttir
Gunnar Steinþórsson
Helga Einarsdóttir
Ingvar Berndsen
Kristín Lára Ásmundsdóttir
Kristján Oddsson
Margrét Ágústa
Sigtryggsdóttir
Miroslaw Stanislaw Werner
Rósa Guðbjörg
Kjartansdóttir
Sigþrúður Inga Jónsdóttir
Steinn Arnar Jóhannesson
40 ára
Ainis Induss
Auður Sigurðardóttir
Berglind Viðarsdóttir
Birgitte Bærendtsen
Björn Haukur Einarsson
Borgþór Hjörvarsson
Hildur María Gunnarsdóttir
Jóhanna Eldborg
Hilmarsdóttir
Jóna Sif Leifsdóttir
Júlíana Bjarnveig
Bjarnadóttir
Margrét Elísabet
Knútsdóttir
Natália dos Santos
Monteiro
Ólafur Rúnar Ísaksson
Valgerður Sigurjónsdóttir
30 ára
Arnar Ágústsson
Brynjar Sigurðsson
Eva Björk Ómarsdóttir
Joao Paulo Goncalves
Portela
Kári Þorsteinsson
Mohamed Tatou
Monica Otero Vidal
Monika Szewczuk
Mustapha Jobi
Sigurður Vigfús
Guðmundsson
Sjöfn Hannesdóttir
Svava Lóa Stefánsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sigurbjörn býr í
Stykkishólmi, er sjómað-
ur og flugnemi við Keili.
Maki: Lilja Nótt Sævars-
dóttir, f. 1985, nemi.
Börn: Andrea Rós, f.
2002; Sævar Þór, f. 2005,
og Marinó Ýmir, f. 2012.
Foreldrar: Helga Kristín
Högnadóttir, f. 1961,
tækniteiknari og versl-
unarmaður, og Álfgeir
Marinósson, f. 1960,
pastor í Hvítasunnukirkj-
unni í Stykkishólmi.
Sigurbjörn Hans
Álfgeirsson
40 ára Þórunn lauk stúd-
entsprófi frá FNV og er fjár-
málafulltrúi hjá Sveitarfé-
laginu Skagafirði.
Maki: Ingvar Páll Ingvars-
son, f. 1972, bygging-
artæknifræðingur.
Börn: Sara Rut, f. 1994;
Tinna Björk, f. 1997, og
Bjarni Páll, f. 1998.
Foreldrar: Hrönn Gunn-
arsdóttir, f. 1958, og Sveinn
Hlynur Þórsson, f. 1956, d.
1985. Fósturfaðir: Rögn-
valdur Valbergsson, f. 1956.
Þórunn Elva
Sveinsdóttir
30 ára Ragna er við-
skiptafræðingur við fjár-
máladeild Vodafone.
Maki: Funi Magnússon, f.
1983, microsoft sharepo-
int sérfræðingur.
Synir: Einar Frosti, f.
2006, og Sindri Hrafn, f.
2011.
Foreldrar: Þorbjörg Skúla-
dóttir, f. 1961, kennari, og
Stefán Hjálmarsson, f.
1948, sagnfræðingur en
fósturfaðir er Gunnar Jón
Sigurjónsson, f. 1956.
Ragna
Stefánsdóttir