Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 36

Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum Fáanlegir sérútbúnir fyrir íslenskan fiskiðnað ▪ Handlyftarar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigetu. ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð. ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu. ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það hefur verið mikið að gera hjá þér upp á síðkastið þannig að nú þarftu á hvíld að halda. Forðastu ágreining því enginn mun tapa nema þú. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú lagar eitthvað sem hefur verið bilað lengi. En nú verður breyting þar á og þú munt bæði geta kennt öðrum ýmislegt og lært af þeim. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki kaupa neitt af fljótfærni í dag. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Settu markið hátt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nýjar upplýsingar berast þér í dag. Stattu fastur á þínu uns rykið eftir hina hefur sest aftur og ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er mikill vandi að bregðast rétt við óvæntum tíðindum. Reynið að gera eitthvað nýtt í dag sem opnar þér nýja sýn á umhverf- ið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Veltu þess- um hlutum fyrir þér í einhvern tíma en ekki of lengi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vinnufélagar sem þú hefur lengi unnið með halda þér á jörðinni. En sjálfsagt er að njóta meðbyrsins meðan hann er. Reynið að jafna ágreininginn sem allra fyrst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Ekki vera hrædd- ur við að segja góðum vini leyndarmál. Aðal- málið er að stefna í rétta átt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás og vertu hvergi hræddur við að sýna þínum nánustu afraksturinn. Leggðu þitt af mörkum til að komast að hinu sanna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur lagt hart að þér og nú er komið að verklokum og uppskeruhátíðinni. Haltu áfram á sömu braut og hlustaðu ekki á öfundarraddir annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft ekki að sannfæra aðra um að þú hafir rétt fyrir þér. Þér finnast alls kyns áhrif steðja að þér svo þú átt erfitt með að vinna úr þeim. 19. feb. - 20. mars Fiskar Möguleikar til að ferðast munu bjóð- ast, en einnig gætu aðrir kostir á sviði mennt- unar eða útgáfu komið fram. Sparaðu kraft- ana ef eitthvað óvænt kæmi upp á. eftir Jim Unger „ÞESSI VAR MÁLUÐ Í „FRÖNSKU BYLTINGUNNI.“ HermannÍ klípu „FYRST LÍTUM VIÐ Á BJÖRTU HLIÐARNAR. SVO Á DÖKKU HLIÐARNAR OG SVO LOKS Á BAKHLIÐARNAR.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... skjöldur þinn og sverð. ÁHÆTTU- STÝRING MIG VERKJAR Í FÓTINN, LÆKNIR. ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ HONUM. 1, 2, 3, 4, 5 ... NEI, ÞAÐ VIRÐIST VERA Í GÓÐU LAGI MEÐ HANN. ÉG VISSI AÐ ÉG HEFÐI ÁTT AÐ FARA TIL FÓTASÉRFRÆÐINGS!LEYFÐU MÉR AÐ SJÁ. ENGINN KOM Í AFMÆLIÐ MITT. ÞÚ ÁTT EKKI AFMÆLI. KANNSKI VAR ÞETTA VOND HUGMYND. Í ALVÖRU? EN VIÐ EIGUM ÞÓ FLOTTA HATTA! TÍMI FYRIR AFMÆLIS- KLÓRIÐ ÞITT. Skráning sögunnar er mikilvæg.Sagan er hins vegar flókið og margslungið fyrirbæri. Eitt er að segja sögu leiðtoga og stjórnmála. Annað er saga viðskipta og atvinnu- lífs. Síðan er saga menningar og lista. Og svo er saga hins daglega lífs. Sagnfræðingurinn vinnur með heimildir og notar þær til að greina viðfangsefni sitt oft langt aftur í tíma. Hann þarf að leiðrétta skekkj- ur og finna sem flest sjónarhorn til að setja saman trúverðuga frásögn. x x x Bókasafn bandaríska þingsins erviðamikið og geymir miklar heimildir um sögu Bandaríkjanna. Nú ætlar safnið að ráðast í það mikla verkefni að safna öllum skilaboðum, sem Bandaríkjamenn senda á sam- skiptavefnum Twitter. Skilaboð þessi, sem kölluð hafa verið tíst, nema að sagt er 170 milljörðum. Í frétt AFP um málið kemur fram að Bandaríkjamenn tísti 400 milljón sinnum á dag. Bandaríkjaþing hefur gert samning við Twitter, sem nær til skilaboða allt frá árinu 2006. Markmið safnsins er „að taka saman sögu Bandaríkjanna og eignast söfn, sem hafa fræðilegt gildi“. Það er ekki lítið mál að halda utan um tíst- in. Bókasafn Bandaríkjaþings hefur fengið fyrirtæki í Colorado til að vista þau og hefur það tekið frá rúm- lega 133 þúsund gígabæt. Þegar mest lætur og stórfréttir gerast eru send mörg þúsund tíst á sekúndu. Skyldi bandarísk þjóðarsál leynast á Twitter? x x x Skráning sögunnar veldur einnigheilabrotum í Þýskalandi og aft- ur eiga hin rafrænu samskipti hlut að máli – reyndar samskipti einnar manneskju, Angelu Merkel, við mann og annan. Spurningin er hvernig eigi að fara með smáskila- boð, sms, kanslarans. Merkel sendir margvísleg skilaboð með undir- skriftinni „am“ þar sem vænta má að örlög stjórnmálamanna ráðist og lín- ur séu lagðar um menn og málefni. Merkel vill halda þessum skila- boðum fyrir sig, en skjalaverðirnir eru á öðru máli. Smáskilaboðin eigi rétt eins og sendibréf heima í skjala- söfnum varði þau embættisverk kanslarans og því megi ekki þurrka þau út. víkverji@mbl.is Víkverji Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. (Filippíbréfið 4:4) Ígær var rifjuð upp grein Hall-dórs Laxness um vísuna: Ljót er bölvuð blekkingin blindar á lífsins Kjalveg, þó er verst ef þekkingin þjónar henni alveg. Þar gerði Halldór góðlátlegt grín að Adolf J. Petersen, sem hafði eignað Jóni frá Bægisá og Snorra á Húsafelli vísuna. En Adolf kunni að svara fyrir sig. Í fyrsta lagi benti hann á að í Brekkukotsannál eftir Halldór væri hún einmitt eignuð þeim og þangað hefði hann sótt vís- una. Þá svaraði hann aðfinnslum Hall- dórs um að „stórskrýtna“ orðið „al- veg“ virtist ófundið upp um miðja 19. öld og hefði því ekki verið til í ís- lensku um lífdaga Jóns og Snorra, en þeir létust í byrjun 19. aldar. Um það segir Adolf: „Svona getur blekkingin orðið ljót, ég bara vissi ekki að orðið „al- veg“ væri svo ungt að árum í ís- lensku máli að kalla mætti það skrýtið, og það meira að segja stór- skrýtið, eins og Halldór segir, en svona er nú það. Ég er heldur ekki málfræðingur umfram það sem hún fóstra mín reyndi að kenna mér þá ég var í æsku, hún vildi ekki að ég misgengi móðurmálið, t.d. mátti ég ekki segja „aldeilis“ því það væri danska, ekki mátti ég segja Ég er aldeilis hissa, heldur átti ég að segja Ég er alveg hissa. Fóstra mín var fædd fyrir miðja nítjándu öldina og það í Ólafsfirði og uppalin þar, en í þeim firði var minna um það en í sumum öðrum verstöðvum á þeim tíma, að móðurmálið væri afskræmt með stórskrýtnum orðum.“ Þá stóðst hann ekki mátið að botna sögu Halldórs, sem sagðist í félagi við Halldór heitinn Kolbeins einungis hafa fundið eitt rímorð við alveg „sem þó er ekki kórrétt stað- arfall; mundi heita „á Kjalvegi“. og „Kjalveg“, eins og Halldór orð- aði það. Um það segir Adolf: „Mér þótti vísan „Ljót er bölvuð blekkingin“ hafa nokkuð það gott við sig, þrátt fyrir vöntun á einum bókstaf, að hún mætti vel koma meira fyrir al- menningssjónir en svo að vera í bók sem er kanski of sjaldan lesin og of oft lokuð inni í skáp hjá fólki.“ Og hann klykkti út með vísu barmafullri af rímorðum við orðið „alveg“: Skýringin er skjalleg, mér skjátlaðist á talveg. Að yrkja um skrýtið „alveg“ aldrei framar skal ég. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Enn af vísu um blekkingu og rímorðum við „alveg“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.