Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 38

Morgunblaðið - 23.01.2013, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta kom mér skemmtilega á óvart, enda býst maður aldrei við að vinna þó að maður taki þátt,“ segir Magnús Sigurðsson sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Tunglsljós í árlegri ljóða- samkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Verðlaunin voru afhent að kvöldi 21. janúar sl. sem er fæðingardagur Jóns úr Vör. Magnús hlaut peningaverðlaun að upphæð 500.000 kr. og Ljóð- staf Jóns úr Vör, áletraðan með nafni sínu, til varðveislu í eitt ár. Auk þess hlaut hann eign- argrip sem Sigmar Maríusson gullsmiður hann- aði. Samkeppnin var nú haldin í tólfta sinn en til- gangur hennar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. Alls bárust um 400 ljóð í sam- keppnina. Ljóðin voru send inn undir dulnefni. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að ljóðið hafi galdrað fram andrúmsloft sem dragi lesandann til sín aftur og aftur. „Ljóðið Tunglsljós hefur yfir sér dularfullan blæ sem heillaði okkur,“ segir m.a. í rökstuðningnum sem lesa má í heild sinni á vef Kópavogsbæjar (www.kopavogur.is). Dómnefnd í ár skipuðu rithöfundarnir og ljóð- skáldin Gerður Kristný og Sindri Freysson, ásamt Gunnþórunni Guðmundsdóttur, bók- menntafræðingi og dósent við Háskóla Íslands. Sendir frá sér ljóðabók með vorinu Í þakkarræðu sinni lagði Magnús áherslu á að verðlaun væru ekki eingöngu hvatning þeim sem þau hlytu, heldur heiðruðu þau minningu geng- inna skálda. Sagði hann að ljóðlistin þarfnaðist umræðu og að tómarúm væri sá veruleiki sem ís- lensk ljóðlist byggi að mörgu leyti við við. „Sér- stök bókmenntaþjóð getum við þó varla talist með réttu, ef við skellum skollaeyrum við tungumáli ljóðlistarinnar og tjáningarmöguleikum hennar. Við færum einfaldlega á mis við of margt,“ sagði Magnús. Í samtali við Morgunblaðið segist Magnús ekki óttast dauða ljóðsins. „Það er auðvitað margoft búið að spá endalokum ljóðsins, en ljóðlistin mun aldrei deyja. Hins vegar væri jákvætt ef hún næði eyrum fleiri og fengi meira vægi í umræðunni.“ Aðspurður hvort hann hafi ungur byrjað að yrkja svarar Magnús því neitandi. „Ég hef fyrst og fremst gefið mig að ljóðaþýðingum, en fór svo smám saman að yrkja sjálfur,“ segir Magnús, en árið 2007 komu út þýðingar hans á ljóðabálki Ezra Pounds, Söngvarnir frá Písa. Í framhaldinu sendi hann ásamt Laía Argüelles Folch frá sér þýðingar á ljóðum Ingibjargar Haraldsdóttur á spænsku og skömmu fyrir síðustu jól kom út Steingerð vængjapör með þýðingum hans á ljóðum norska ljóðskáldsins Tors Ulven. Að sögn Magnúsar stefnir hann að því að senda frá sér frumsamda ljóðabók með vorinu, sem hlot- ið hefur titilinn Tími kaldra mána og verður verð- launaljóðið að finna í bókinni. Þetta verður þriðja ljóðabók Magnúsar, en fyrri bækur hans eru Fiðr- ildi, mynta og spörfuglar Lesbíu, Blindir fiskar sem og smásagnasafnið Hálmstráin. Fyrir fyrst- nefndu bókina hlaut Magnús Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2008. „Kom skemmtilega á óvart“  Ljóðskáldið og þýðandinn Magnús Sigurðsson sem er verðlaunahafi Ljóðstafs Jóns úr Vör í ár hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2008 Verðlaun Magnús Sigurðsson, ljóðskáld og þýðandi, fær Ljóðstaf Jóns úr Vör, áletraðan með nafni sínu, til varðveislu í eitt ár. Jafnframt hlýtur hann peningaverðlaun og verðlaunagrip til eignar. Í nýjasta tölublaði Katalog, tímarits hins þekkta ljósmyndasafns Brandts í Óðinsvéum í Danmörku, er umfjöllun Maríu Karenar Sig- urðsrdóttur, forstöðumanns Ljós- myndasafns Reykjavíkur, um ís- lenska samtímaljósmyndun. Í síðasta tölublaði var fyrri hluti út- tektar ritsins, með grein Jóns Proppé listfræðings og verkum nokkurra íslenskra ljósmyndara, en með grein Maríu Karenar birtast myndraðir eftir Orra Jónsson af eyðibýlum, Spessa frá Foco-eyju við Kanada, og Pétur Thomsen frá Ás- fjallshverfinu í Hafnafirði. Í grein- inni segir María Karen ljósmynda- listina í miklum blóma hér á landi en veltir líka fyrir sér hvort áhersla á sögulegt mikilvægi verka frum- kvöðla í ljósmyndun hér hafi yf- irskyggt listrænt gildi þeirra. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Austurbar 1957 Mynd Andrésar Kolbeinssonar birtist með greininni. Ljósmynd- ir í Katalog  Íslensk ljósmynd- un í dönsku tímariti Borgarnes í myndum er við- fangsefni nýrrar sýningar sem opnuð hefur ver- ið í Safnahúsi Borgarfjarðar. Tilefni sýning- arinnar er að Borgarnes- hreppur varð fyrst til sem sér- stakt sveitarfélag árið 1913. Á sýn- ingunni má sjá málverk og ljós- myndir eftir ýmsa höfunda þar sem Borgarnes er myndefnið. Verkin eru úr safnkosti listasafns, byggða- safns og héraðsskjalasafns auk ljós- mynda úr nútímanum. Uppsetningu annaðist Þóra H. Þorkelsdóttir. Sýningin stendur til 27. mars nk. og er opin alla virka daga kl. 13-18. Borgarnes í myndum Verk eftir Einar Ingimundarson. Skandinavíski leikhópurinn Sticks & Stones verður í kvöld með kynningu á verki sem þau eru að vinna að í vinnustofu Leik- félags Akureyr- ar. Kynningin fer fram í heita pott- inum í Sundlaug Akureyrar kl. 19.30 og eru allir laugargestir velkomnir. Í lok febrúar hyggst Sticks & Sto- nes frumsýna verkið Punch í leik- stjórn Tryggva Gunnarssonar í Rými LA, en sýningin fer héðan í leikferð til Noregs og Danmerkur. „Punch er byggt á miðaldasögn- inni um hjónakornin Punch og Judy. Þrátt fyrir að hafa verið upp- runalega ætluð börnum er sagan blóði drifin og svo uppfull af ofbeldi að jafnvel blóðugustu hasarmyndir samtímans komast ekki í hálfkvisti við illsku Punch,“ segir m.a. í til- kynningu frá leikhópnum. Kynning í heitum potti Tryggvi Gunnarsson köflum forvitnileg en í myndina vantar meiri mannlega nánd og hlý- leika. Plús svolítið meira af svarta húmornum sem Frakkar kunna svo vel að pipra með. Bæjarstjórinn Simon Wolberg er Ef marka má þær frönskukvikmyndir sem ég hefséð eru Frakkar ekkimikið fyrir að búa til formúlumyndir. Þeir vilja frekar láta áhorfandann halda að hann sé t.d. mættur til að horfa á grínmynd en skyndilega er skellt fram drama- tísku eða sjokkerandi atriði. Einmitt þetta er það sem gerir franska kvik- myndagerð svo skemmtilega og um leið vantar það í kvikmyndina um Wolberg-fjölskylduna. Samtöl í myndinni eru heimspekileg og á vinsæll í sínu starfi en á erfitt með að skapa sér vinsældir heima fyrir. Hann elskar fjölskyldu sína en þau virðast ekki skilja hvert annað. Sim- on er mjög borgaralegur og vill ekki að sonurinn verði bóhem líkt og móðurbróðir hans sem kemur í heimsókn og veldur nokkrum usla. Áhorfandi fær það á tilfinninguna að æska og uppruni Simons, sem er gyðingur, hafi mótað réttlæt- istilfinningu hans sem er gott og gilt en eðlileg mannleg samskipti virðast þó mæta afgangi. Það er mjög skrýt- ið að fylgjast með Simon, sem í ljós kemur að á ekki langt eftir ólifað, reyna að klóra í bakkann. Hann vill ekki segja fjölskyldu sinni þessar fréttir þó svo að honum finnist að fjölskyldumeðlimir eigi ekki að eiga nein leyndarmál. Þannig þykir hon- um eðlilegt að taka son sinn með sér í heimsókn til fyrrverandi elskhuga eiginkonu sinnar á þeim forsendum að um opinbera heimsókn borg- arstjóra sé að ræða. Vekur það atriði helst viðbrögð manns í myndinni. Famille Wolberg er skrýtin mynd um undarleg mannleg samskipti sem stórlega þarf að laga en mann- lega nálgun og hlýju vantar til að gera myndina áhugaverða og að ein- hverju leyti skemmtilega. Því Frökkum tekst jú alltaf að finna húmor jafnvel í svartasta myrkri. Sundurleit Simon elskar fjöskyldu sína en á erfitt með að sýna það. Sorgarsaga Wolberg Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói Wolberg fjölskyldan/La Famille Wolberg bbnnn Leikstjóri: Axelle Ropert. Aðalleikarar: François Damiens,Valérie Benguigui og Valentin Vigourt. Frakkland, 92 mínútur. MARÍA ÓLAFSDÓTTIR KVIKMYNDIR Samhliða afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör var tilkynnt um úrslit í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Í þremur efstu sætum urðu Ester Hulda Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla, fyrir ljóð sitt Tunglið. Lára Pálsdóttir, Lindaskóla, fyrir ljóð sitt Árstíðirnar og Patrik Snær Krist- jánsson, Hörðuvallaskóla, fyrir ljóð sitt Nóttin. Auk þess voru verðlaunuð Ljóð eftir Ásdísi Birtu í Hörðuvallaskóla, Ég er eins og ég er eftir Evu Marín Steingrímsdóttur í Salaskóla, Veröld eftir Friðnýju Karitas í Hörðuvalla- skóla, Dansinn eftir Gertrudu Paceviciute í Álf- hólsskóla, Jólaljóð eftir Guðmund Birni Björns- son í Álfhólsskóla, Jólin koma eftir Hjört Hilmar K. Benediktsson í Kópavogsskóla, Nótt og dagur eftir Kolfinnu Ingólfsdóttur í Hörðu- vallaskóla, Að semja ljóð eftir Ósk Hoi Ning Chow Helgadóttur í Álfhólsskóla sem og Ást- arljóð og Afsökunarljóð eftir Ýri G. Adolfs- dóttur í Hörðuvallaskóla Gleði Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, (lengst t.v.) og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri (lengst t.h.) afhentu verðlaunin. Í fremri röð eru Ester Hulda, Lára og Patrik Snær. Ljóðakeppni grunnskóla Kópavogs Sólin er hnigin til viðar. Hver á fætur öðrum tínast námumennirnir upp úr jörðinni. Þeir krjúpa við árbakkann í kvöldrökkrinu, drekka úr skálum lófa sinna og strjúka framan úr sér rykið. Fölbleik andlit þeirra eru 20.000 nýkviknuð tungl á kolsvörtum himni. Tunglsljós in memoriam

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.