Morgunblaðið - 23.01.2013, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. „Svakalegt að lenda í svona“
2. Ísland hefði farið í undanúrslit
3. Daníel hellir niður mjólkinni
4. Anna Mjöll giftir sig á Íslandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Barnabók Þórarins Leifssonar,
Bókasafn ömmu Huldar, verður gefin
út á Ítalíu af forlaginu Salani. Bókin
kom fyrir skömmu út í Noregi á veg-
um forlagsins Orkana og útgáfurétt-
urinn hefur einnig verið seldur til
Danmerkur, Finnlands og Eistlands.
Barnabók Þórarins
gefin út á Ítalíu
Sjónvarpsstöðin SkjárEinn mun
bjóða upp á fréttaskýringaþætti
Sölva Tryggvasonar, Málið, og gam-
anþættina Hæ gosa með íslenskum
texta í stafrænni sjónvarpsleigu
stöðvarinnar, VOD.
Stöðin hefur boðið
upp á þættina Sönn
íslensk sakamál
með íslenskum
texta, þannig að
heyrnarlausir og
-skertir geti
notið þeirra.
Þættir textaðir
fyrir heyrnarlausa
Hallfríður
Ólafsdóttur
flautuleikari,
Daði Kolbeins-
son óbóleikari
og Peter Maté
píanóleikari
frumflytja verk
eftir Huga Guð-
mundsson í dag
í hátíðarsal Háskóla Íslands á tón-
leikum sem hefjast kl. 12.30. Einnig
verða flutt verk eftir Jacques Ibert og
Madeleine Dring.
Ný íslensk verk flutt
á háskólatónleikum
Á fimmtudag Gengur í suðaustan 8-15 m/s með slyddu eða
rigningu S-til á landinu og hita 0 til 6 stig. Bjart að mestu N-
lands og frost 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-15 m/s, hvassast syðst á land-
inu. Stöku skúrir eða él S- og A-lands, en bjart með köflum
annars staðar. Hiti 0 til 5 stig, en um og undir frostmarki N-til.
VEÐUR
„Hlynur Bæringsson lagði hart
að mér að vera með landsliðinu
og ég gerði mér grein fyrir
því að þetta yrði einstakt
tækifæri fyrir mig,“ sagði
Justin Shouse meðal annars
í samtali við Morgun-
blaðið en hann gaf frá
sér möguleikann á
landsliðssæti síð-
asta sumar af
persónulegum
ástæðum.
»4
Fyrirliðinn lagði
hart að Shouse
Tvær knatt-
spyrnukonur
úr Val gætu
verið á leið í at-
vinnumennsku á
Norðurlönd-
unum því Kristín
Ýr Bjarnadóttir
fór til Svíþjóðar í
gær þar sem hún skoð-
ar aðstæður hjá úrvalsdeild-
arliðinu Mallbacken og Rak-
el Logadóttir fer til Noregs
í næstu viku og æfir þar
með liði Medkila. »1
Tvær Valskonur á leið
í atvinnumennsku?
„Ég held að þetta mót komi íslenska
landsliðinu til góða. Aron Krist-
jánsson er að byggja upp nýtt lið og
sú reynsla sem ungu mennirnir fengu
á mótinu á eftir að nýtast liðinu í
framtíðinni,“ sagði Lars Christian-
sen, fyrrverandi landsliðsmaður Dana
í handknattleik, meðal annars þegar
Morgunblaðið settist niður með hon-
um í Barcelona. »3
Lars Christiansen bjart-
sýnn fyrir hönd Íslands
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir er
fyrsti Vestmannaeyingurinn sem
fæddist eftir gos – kom í heiminn á
fæðingardeild Landspítalans nokkr-
um klukkutímum eftir að ósköpin
hófust í Eyjum eða kl. 12.20 hinn 23.
janúar 1973. „Gosið hefur fylgt mér
alla tíð vegna þess að ég heiti þessu
nafni sem ég heiti og er Vest-
mannaeyingur,“ segir Jóhanna Eld-
borg. „Þegar ég held upp á afmælið
minnast allir gossins og umræðuefn-
ið hefur alltaf verið eldgosið að hluta
til.“
Eyjamenn eru þekktir fyrir dugn-
að og uppgjöf þekkist ekki í þeirra
herbúðum. Hilmar Jónasson, faðir
Jóhönnu, fór til dæmis tveimur dög-
um eftir fæðinguna aftur út í Eyjar
til þess að bjarga verðmætum og
taka þátt í uppbyggingarstarfi.
Boðberi bjartsýni
Fæðing dótturinnar og millinafn
hennar minna ekki aðeins á eldgosið
heldur er hún boðberi bjartsýni – líf-
ið heldur áfram. Jóhanna tekur und-
ir það. „Í umræðunni á eftir kom
fram að það að ég skyldi hafa fæðst
hefði falið í sér ákveðna von, að
mamma hafði verið komin í bæinn í
tíma og fæðingin tekist vel. Fólk var
mjög þakklátt fyrir það og ég hef oft
upplifað það.“
Fjölskyldan flutti aftur til Eyja
síðsumars og Jóhanna ólst þar upp,
en flutti með foreldrum sínum upp á
land þegar hún var 14 ára. „Það var
hræðilegt,“ rifjar hún upp. „Það tók
mjög stóran toll af allri fjölskyld-
unni. Vestmannaeyjar eru ynd-
islegur staður og þær eiga enn mjög
sterkar taugar í mér. Ég er Vest-
mannaeyingur og verð alltaf
Vestmannaeyingur.“
Jóhanna býr með eiginmanni og
tveimur sonum þeirra í Hafnarfirði.
Hún segir að uppruninn hafi haft
þar mikil áhrif. „Sjórinn skiptir höf-
uðmáli úti í Eyjum, hann togar gíf-
urlega í mig og við búum nánast
niðri í fjöru auk þess sem tóm-
stundir okkar tengjast sjónum. Sjór-
inn er jafneðlilegur og blóðið sem
rennur í æðum mér.“
Það er kraftur í Jóhönnu, sem er
sjúkraliði að mennt en starfar sem
dagforeldri. „Ég er adrenalínfíkill,“
segir hún og bendir á að fjölskyldan
og vinir ætli á skíði í tilefni dagsins.
„Við ætlum í reykvísku alpana, Blá-
fjöllin, og svo verður boðið í skúffu-
köku og kaffi.“
Jóhanna Eldborg og vonin
Fyrsti Vestmannaeyingurinn sem
fæddist eftir gosið fyrir 40 árum
Morgunblaðið/Golli
Tímamót Mæðgurnar Ester og Jóhanna Eldborg með 40 ára úrklippubók.
Ester Árnadóttir, móðir Jóhönnu Eldborgar, var mætt á fæðingardeildina
um miðnætti og frétti fyrst af eldgosinu í Eyjum hjá læknum, þegar kom-
ið var undir morgun. Hjónin fóru með dótturina á þjóðhátíð um sumarið
og opnuðu leikskóla í Eyjum um haustið. „Fyrsta veturinn var þetta eins
og að vera á stríðssvæði,“ segir hún. „Við bjuggum í gamla bænum, neglt
var fyrir flesta glugga, engar götulýsingar til að byrja með og vikur fjúk-
andi um allt.“
Hún segir að nafnið Eldborg hafi verið valið til að minnast gossins en
mannanafnanefnd hafi hafnað því í fyrstu. „Það varð fátt um svör þegar
ég benti á að þetta væri venjulegt nafn sem beygðist eins og Gullborg og
Herborg. Nefndin óttaðist að nafnið yrði notað sem ættarnafn en gaf
loks eftir.“
Móðirin gaf sig ekki
MANNANAFNANEFND HAFNAÐI ELDBORGU