Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Þær verða settar upp á lykilsam-
göngustöðum og ljósleiðaranet sem
sveitarfélagið á notað þannig að
gögnin fari beint til lögreglu,“ segir
Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs
Sveitarfélagsins Árborgar, spurður
út í samstarf sveitarfélagsins við
lögregluna í Árnessýslu um upp-
setningu þriggja öryggis- og eftir-
litsmyndavéla á Selfossi.
Bæjarráð samþykkti samhljóða á
124. fundi sínum hinn 24. janúar síð-
astliðinn að setja umræddar vélar
upp og byggðist ákvörðunin meðal
annars á fyrra samráði milli sýslu-
mannsembættisins og sveitarfé-
lagsins um málið, en hugsunin er að
myndavélarnar séu settar upp bæði í
öryggis- og forvarnarskyni. Eyþór
segir að lögreglan hafi með þessu
beinan aðgang að myndavélunum og
sjái einnig um vistun gagna.
Fælir frá og vistar gögn
„Ég held að þetta sé nánara sam-
starf við lögreglu heldur en hefur
verið gert áður milli sveitarfélaga og
lögreglu. Með þessum hætti er bæði
ákveðinn fælingarmáttur og
líka möguleiki á að afla
sönnunargagna. Þetta
eru myndavélar sem
geta náð myndum af bíl-
númerum í myrkri,“ segir
Eyþór.
Gerður verður sam-
starfssamningur um
málið milli sveitarfé-
lagsins og lögregl-
„Það er mjög brýnt að afnema
gjaldeyrishöftin sem allra fyrst. Ég
tel að það sé raunhæft markmið en
við þurfum ekki að kasta krónunni,“
sagði Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, um stöðu ís-
lensku krónunnar. Fjallað er um
hana í drögum að ályktun um efna-
hags- og viðskiptamál sem lögð
verður fyrir landsfund Sjálfstæðis-
flokksins í febrúar. Þar segir m.a.:
„Íslenska krónan í höftum getur
ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóð-
arinnar ef stefnt er að því að Íslend-
ingar eigi kost á því að taka þátt í
alþjóðlegri samkeppni og afla þjóð-
inni tekna á alheimsmarkaði.“ Þá er
lagt til að hafist verði handa við að
taka upp alþjóðlega mynt á Íslandi.
Bjarni taldi margt vera ágætt í
drögunum að ályktuninni. Hann
kvaðst þó vera mjög ósammála því
að hverfa frá íslensku krónunni og
taka upp einhverja alþjóðlega mynt
í hennar stað.
„Verkefni okkar næstu árin er að
endurheimta stöðugleika í efnahags-
lífinu á grundvelli íslensku krónunn-
ar. Það gerum við með því að hefja
nýtt vaxtarskeið, loka fjárlagagat-
inu, lækka vexti og halda verðbólgu
í skefjum,“ sagði Bjarni. „Ég hef
ekkert á móti því að menn ræði val-
kosti í gjaldmiðilsmálum. Ég hef
hins vegar ekki neina trú á að lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins komist
að þeirri niðurstöðu að rétt sé að
hverfa frá íslensku krónunni. Ég
mun að minnsta kosti ekki styðja
það.“
Bjarni sagði gjaldeyrishöftin vera
yfirlýsingu um að við hefðum ekki
trú á virði gjaldmiðilsins. Það skað-
aði fjárfestingarstigið. Hann sagði
ómögulegt að fyrirbyggja alla
áhættu við afnám gjaldeyrishaft-
anna.
„Verkefnið er að lágmarka áhætt-
una og við vitum hvaða vandamál
þarf að leysa. Þau eru þrotabú
bankanna, aflandskrónurnar, endur-
fjármögnun fyrirtækja eins og
Landsbankans og Orkuveitu
Reykjavíkur og einhverra sveitarfé-
laga. Það þarf að eyða pólitískri
óvissu, bæta rekstrarumhverfið og
laga skattkerfið þannig að fjárfestar
fái á ný trú á efnahagskerfinu. Tal
um að taka upp nýjan gjaldmiðil án
þess að grípa til þessara ráðstafana
er út í hött.“ gudni@mbl.is
„Brýnt að afnema
gjaldeyrishöftin
sem allra fyrst“
Formaður Sjálfstæðisflokksins ósam-
mála því að kasta íslensku krónunni
Morgunblaðið/Kristinn
Formaður Bjarni Benediktson vill
afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst.
Í fréttatilkynningu frá Alþýðu-
sambandi Íslands í gær kom fram
að hækkanir hins opinbera á gjald-
skrám og neyslusköttum um síð-
ustu áramót hafi aukið enn álögur á
heimilin í landinu. Þannig höfðu op-
inberar hækkanir 0,4% áhrif til
hækkunar á verðlagi í janúar, sam-
kvæmt verðbólgutölum Hagstof-
unnar. Þá segir að mest áhrif hafi
hækkanir á fasteignagjöldum
(sorphirðugjald, holræsagjöld og
vatnsskattur) haft, en fram kemur
að flest sveitarfélög hafi hækkað
þessi gjöld um áramót og að hækk-
unin nemi að jafnaði 7,3%, en áhrif-
in af því til hækkunar á vísitölu
neysluverðs hafi numið alls 0,13%.
Neysluverð hækkaði
um 0,13% vegna
fasteignagjalda
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Grundarfjörður er í hópi skuldsett-
ustu sveitarfélaga á landinu. Við
fengum mjög rækilega rekstrarút-
tekt á síðasta ári. Hún sýnir einfald-
lega að við erum búin að taka til í
rekstri eins og kostur er og erum
jafnframt að fullnýta tekjustofna.
Þetta álag á fasteignagjöldin er til
tveggja ára á meðan við erum að
vinna okkur út úr erfiðustu skulda-
stöðunni,“ segir Sigurborg Kr.
Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar
Grundarfjarðarbæjar, um þá ráð-
stöfun að leggja 0,125% álag á fast-
eignaskatt í A-flokki sem nú er
0,625% í stað 0,5% eins og lögin
heimila almennt. „Við fórum hins-
vegar þá leið á síðasta ári að við
fjölguðum gjalddögum til að létta
fólki þetta aðeins,“ segir Sigurborg.
Fasteignareigandi í Grundarfirði
hafði samband við blaðið og vakti at-
hygli á því að hann þyrfti nú að
greiða 19.371 krónu á mánuði í fast-
eignagjöld en í fyrra hafi gjöldin fyr-
Greiða álag á fasteignaskatt
Grundfirðingar greiða 0,125% hærri fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði en 2012
Forseti bæjarstjórnar segir ekki aðra kosti í stöðunni vegna mikilla skulda
ir sömu fasteign og þjónustu verið
um 13.800 krónur. Hann segir þetta
álíka nú og af sambærilegri eign sem
hann eigi á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er ekki trúverðugt ef við er-
um að reyna að ná samningum við
okkar lánardrottna og erum ekki að
nýta tekjustofna eins og kostur er
heima fyrir,“ segir Sigurborg.
Hún segir sveitarfélagið ekki eiga
aðra kosti en bendir jafnframt á að
það hafi áhrif á framlög úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga hvort tekjustofn-
ar séu nýttir til fulls.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður Fasteignaskattur í
A-flokki hækkaði í 0,625% 2013.
„Þetta er mjög gott verkefni og við gerum okkur miklar væntingar um að
þetta takist vel til og verði mikil hjálp í þessu,“ segir Ólafur Helgi Kjart-
ansson, sýslumaður Árnesinga, um samstarfið við sveitarfélagið Árborg.
„Það er því miður alltaf talsvert um að það séu bæði innbrot og önnur af-
brot og við teljum okkur með þessu móti geta fengið gleggri mynd af að-
stæðum,“ segir Ólafur. Hann segir þetta hjálpa lögreglunni á niðurskurð-
artímum og að lögreglumenn séu mjög áhugasamir um að leita leiða svo að
sem bestur árangur verði af þeirra störfum.
Um reynslu af sambærilegum vélum í Hveragerði segir Ólafur: „Við höf-
um því miður ekki haft alveg jafn mikið gagn af þeim og við
vildum, en þær hafa haft mikinn fælingarmátt.“
Ólafur segir samstarfið við Árborg ganga lengra þar sem
lögreglan geti haft eftirlit með rauntímamyndum.
Hefur mikinn fælingarmátt
LÖGREGLUSTJÓRINN Í ÁRNESSÝSLU
Ólafur Helgi
Kjartansson
unnar sem felur einnig í sér ákvæði
um kostnaðarskiptinguna. „Okkar
tæknideild er í samskiptum við lög-
regluna varðandi verkaskiptingu og
það verður gengið frá samningi á
næstu dögum,“ segir Eyþór.
Á að styðja við bak löggæslu
– En er eitthvert sérstakt tilefni
fyrir þessu samstarfi?
„Það eru kannski nokkur tilefni.
Það má nefna sem dæmi að það hafa
verið þjófnaðir í hesthúsum og verið
erfitt að rekja slík mál. Svo hafa
komið upp mál í sveitarfélaginu eins
og í öðrum sveitarfélögum og við
sjáum fyrir okkur að þarna sé verið
að nútímavæða málin. Svo er rétt að
geta þess að lögreglan er fáliðuð um
allt land – ekki síst í Árnessýslu og
þetta er til að styðja við bakið á lög-
gæslunni. Þó að það sé ekki á okkar
borði beint.“
– Hver er áætlaður kostnaður?
„Við ákváðum að verja allt að
tveimur milljónum í þetta sinnið og
síðan er kostnaður sjálfsagt hjá lög-
reglunni líka.“
Í minnisblaði, sem lagt var fram á
fundi bæjarráðs um málið, segir að
lögreglan muni geta fylgst með um-
ferð um bæinn á rauntíma. Þar segir
einnig: „Til samanburðar er það
þannig í Hveragerði og Reykholti,
þar sem vélar hafa verið settar upp,
að þar getur lögregla nálgast upp-
tökur fyrir ákveðin tímabil.“
Eyþór telur að önnur sveitarfélög
gætu tekið upp samskonar samstarf
við lögreglu og nú er gert í Árborg.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Öryggi og forvarnir Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 24. janúar 2013 að leggja tvær milljónir til upp-
setningar á öryggismyndavélum á þremur stöðum á Selfossi í samvinnu við lögreglustjóraembættið í Árnessýslu.
Öryggismyndavélar
settar upp á Selfossi
Á að fæla frá brotamenn Styður við fáliðaða lögreglu