Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 11

Morgunblaðið - 31.01.2013, Side 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fræðsla Þeim Kristjáni Hermanni Þorkelssyni, Guðríði Jóhannsdóttur, Agli Fannari Halldórssyni og Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur finnst það jákvæð þróun í kynfræðslu að stuttmynd eins og Fáðu já sé aðgengileg fyrir ungt fólk. er alltaf sama manneskjan, bæði fyrir og eftir að ofbeldið á sér stað.“ Guðríður: „Það er lítið talað um það við okkur hvernig maður á að bregðast við í þessum aðstæðum, bæði sem einstaklingur sem verður fyrir þessu eða aðstandandi.“ Vitið þið sjálf hver eru ykkar mörk? Egill: „Ég á ekki í erfiðleikum með að tjá mig og hef ekki lent í neinum erfiðum aðstæðum með það. En ég held að ég myndi aldrei gera neitt sem ég myndi ekki vilja gera til að þóknast öðrum.“ Kristján: „Ég hef aldrei sest niður og hugsað sérstaklega hver eru mín mörk. Maður veit bara hvað maður vill og hvað ekki.“ Guðríður: „Maður áttar sig líka betur á eigin mörkum eftir því sem maður upplifir meira bæði í sam- böndum og kynlífi. Maður finnur þau með því að prófa sig áfram með einhverjum sem maður treystir.“ Fræðsla frá jafningjum Hvar hafið þið hlotið bestu fræðsluna er varðar kynlíf? Guðný Rós: „Það er örugglega meðal vina.“ Kristján: „Ég myndi ekki segja að maður læri mikið um kynlíf í skól- anum nema hvað er typpi og hvað er píka. Maður lærir miklu meira af því að deila sögum og spjalla við vini.“ Guðný Rós: „Síðan lærir fólk oft mikið í samböndum, lærir inn á hvað annað og þarfir beggja.“ Egill: „Ég held að maður læri langmest af því að tala við vini sína. Gott námsefni í skólum er mjög tak- markað og mjög ábótavant.“ Guðríður: „Það þarf kannski að vera ólík nálgun í grunnskólum og menntaskólum af því að kynferð- isleg virkni er orðin svo miklu meiri í menntaskólum.“ Kristján: „Það vantar efni í grunn- skólana sem vekur áhuga hjá krökkum. Ekki einhver vandræða- legur kennari úti í horni sem bendir á myndir af kynfærum með priki. Ef það kæmi einhver ungur inn sem myndi nálgast grunn- skólanema sem jafningi en ekki sem kennari held ég að hann myndi ná góðum árangri í fræðslu.“ Haldið þið að ungt fólk í dag sé með óraunhæfar hugmyndir um kynlíf? Guðríður: „Að einhverju leyti. Það kom til dæmis upp í umræðum hjá okkur áðan að manneskjur sem byrja að stunda kynlíf mjög ungar og manneskjur sem ákveða að bíða hafa mjög ólíkar hugmyndir um kynlíf. Manneskja sem byrjar of ung upplifir oftar það sem var kannski ekki í lagi.“ Kristján: „Ég held samt að ein- staklingur sem er í vinahópi þar sem margir hafa prófað að stunda kynlíf finni fyrir pressu að gera það líka.“ Guðríður: „Krökkum finnst oft vandræðalegt ef þau hafa ekki sofið hjá og þora ekkert að tjá sig um það. En það er samt mikilvægt að allir viti að það er í lagi að bíða.“ Kristján: „Það er ekkert hægt að alhæfa um kynlíf. Þú getur ekkert skrifað á blað svona er kynlíf og það á að vera svona, þú átt að byrja á þessum aldri og gera þetta eða hitt. Þetta er alltaf samkomulag sem þú átt með þeim sem þú stundar kynlíf með.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Fjarðarkaup Gildir 31. janúar - 1. febrúar verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb., kjötborð ............................... 1.198 1.598 1.198 kr. kg Svínalundir, kjötborð........................................ 1.598 2.398 1.598 kr. kg Nautahakk pakkað .......................................... 1.298 1.598 1.298 kr. kg Kjarnafæði ísl. heiðarlamb ............................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Ísfugl kalkúnasn. m/sítrónugr. .......................... 1.659 1.958 1.659 kr. kg Ísfugl kalk.lund. m/sesam/teriy........................ 2.498 2.949 2.498 kr. kg Hamborgarar 115 g, 2 stk. pk........................... 420 504 210 kr. stk. Findus wok grænmeti, 500 g ............................ 349 598 349 kr. pk. Hagkaup Gildir 31. janúar - 3. febrúar verð nú áður mælie. verð Holta leggir ferskir ........................................... 779 1.198 779 kr. kg Holta kjúklingalundir........................................ 2.249 2.998 2.249 kr. kg Ísl. lamb læri stutt ........................................... 1.499 2.098 1.499 kr. kg Ísl.naut hamb. m/brauði, 4 stk. ........................ 699 979 699 kr. pk. Ísl. naut hakk 4% ............................................ 1.699 2.098 1.699 kr. kg Maísbrauð ...................................................... 299 415 299 kr. stk. Mini kleinuhringir............................................. 299 399 299 kr. pk. Kjarval Gildir 31. janúar - 3. febrúar verð nú áður mælie. verð Holta kjúkl.borg. m/brau., 2 stk........................ 498 598 498 kr. pk. SS rifsberjal. lambalæri ................................... 1.679 2.398 1.679 kr. kg SS hangiálegg í boxi, 115 g.............................. 498 589 498 kr. pk. Meistara rúlluterta brún ................................... 848 998 848 kr. stk. Kjötís mjúkís, súkk. og vanillu ........................... 498 649 498 kr. ltr Egils pilsner í dós, 0,5 ltr.................................. 98 119 98 kr. stk. Krónan Gildir 31. janúar - 3. febrúar verð nú áður mælie. verð Ungnauta Entrecote erlent................................ 2.698 4.598 2.698 kr. kg Ungnauta Rib eye erlent ................................... 2.135 4.270 2.135 kr. kg Lambafille m/fiturönd...................................... 3.589 4.298 3.589 kr. kg Grísakótilettur ................................................. 998 1.469 9.98 kr. kg Lambalærissneiðar.......................................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Krónu kjúklingalasagna.................................... 998 1.098 9.98 kr. kg Goða súrmatur í fötu, 1,2 ltr ............................. 1.998 2.498 1.998 kr. kg Nóatún Gildir 1. - 3. febrúar verð nú áður mælie. verð Lamba Prime, kjötborð ..................................... 2798 3.498 2.798 kr. kg Lambahr. m/villisv., kjötborð ............................ 1.998 2.498 1.998 kr. kg Þorramatur fjölskyldubakki ............................... 3.198 3.998 3.198 kr. stk. ÍM kjúklingalundir............................................ 2.198 2.649 2.198 kr. kg H&G veislusalat .............................................. 449 578 449 kr. pk. Meistara hjónabandssæla ................................ 639 869 639 kr. pk. Dalahringur hvítm.ostur, 200 g ......................... 499 568 499 kr. stk. Þín Verslun Gildir 31. janúar - 1. febrúar verð nú áður mælie. verð Fjallalambs lambalæri, kjötb. ........................... 1.498 1.798 1.498 kr. kg Fjallalambs lambahryggur, kjötb. ...................... 1.998 2.198 1.998 kr. kg Ísfugls kjúklingur 1/1, ferskur ........................... 919 1.149 919 kr. kg Kornmo hafrakex, 225 g................................... 179 235 796 kr. kg Homeblest súkkul.kex, 300 g ........................... 298 349 994 kr. kg Daloon kínarúllur, 6 stk. ................................... 698 919 698 kr. pk. Milka mjólkursúkkulaði, 100 g.......................... 209 298 2.090 kr. kg Ristorante Mozzar. pitsa, 355 g ........................ 598 689 1.685 kr. kg LU Bastogne kanilkex, 260 g ............................ 398 498 1.531 kr. kg Helgartilboðin Sýningar á stutt- myndinni Fáðu já fara nú fram í menntaskólum landsins og efstu bekkjum grunnskóla. Myndinni er ætlað að útskýra á einfaldan hátt mörk kynlífs og ofbeldis og er það gert á jafnrétt- isgrundvelli. Í mörgum skólum hafa verið teknar upp umræður í kjölfar sýningar myndarinnar þar sem ungu fólki gefst kostur á að ræða opinskátt um þessi mörk. Handritshöfundarnir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson vilja líka með mynd sinni benda á hversu mik- ið klámvæðingin hefur ýtt undir ranghugmyndir fólks um kynlíf og mikilvægi þess að allir beri virðingu fyrir sjálfum sér í nán- um samskiptum. Í myndinni er lögð áhersla á að allir fái já áður en kynlíf er stundað svo að reynslan verði bæði jákvæð og skemmtileg fyrir alla aðila. Er þetta útgangspunktur höfunda sem sýna það á áhrifaríkan hátt í myndinni að þögn er ekki alltaf sama og samþykki. Myndin er aðgengileg á faduja.is. Kynlíf og sjálfsvirðing FADUJA.IS ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · notadir.is Opið frá kl.10-18 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 12 -0 91 3 Gæða- bíll Kia Sorento EX Luxury Árgerð 2012, 197 hestafla dísilvél, 2199 cc, ekinn 20.000 km, 6 ár eftir af ábyrgð. Ásett verð: 6.990.000 kr. Tilboðsverð: 6.690.000 kr. Mánaðarleg afborgun: 54.900 kr.** Bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar, íslenskt leiðsögukort, heilsársdekk, 17” álfelgur, Bluetooth, hleðslujafnari að aftan, hraðastillir, rafdrifnir speglar, leðurákæði og margt fleira. Eyðir frá aðeins 7,4 l/100 km í blönduðum akstri.* *Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. **Miðað við 3.500.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,64%. Vextir: 9,70%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.