Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 vegar sé stjórnskipun og stjórn- málamenning þar ólík þeirri íslensku. Hafsteinn lagði áherslu á að auðvitað mætti líta til erlendra fyrirmynda og það væri oft gert hér á landi, sérstaklega til landa sem við berum okkur saman við. Hinsvegar megi ekki ganga að því sem sjálf- sögðum hlut að það sem gangi upp í öðru menningarsamfélagi gangi upp hér á landi. Ræða þurfi slíkt með yf- irveguðum hætti. Styrkir ekki stjórnarandstöðu Ragnhildur Helgadóttir, prófess- or við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, sagði að í kafla frumvarpins um Alþingi sé margt til bóta. Í erindinu lýsti Ragnhildur því hvernig leiðin til að styrkja þingið væri í gegnum styrkingu á getu og áhrifum stjórn- arandstöðunnar. Dæmi um slík ákvæði í frumvarpinu segir Ragn- hildur ákvæði um að fjórðungur þings gæti kallað eftir rannsókn á athöfnum ráðherra í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd og einnig hvernig fjórðungur þings getur skotið frumvörpum til Lögréttu. Í samtali við blaðamann eftir fundinn sagði Ragnhildur að hugsanlega hefði mátt bæta fleiri slíkum ákvæð- um við til að færa stjórnarandstöðu frekari áhrif. „Svo þarf að meta í hinni pólitísku umræðu hvort menn vilji styrkja þingið og ræða þá hvernig það verð- ur best gert. En í frumvarpinu eins og það stendur núna tekst það ekk- ert sérstaklega, önnur markmið eru í raun tekin fram yfir,“ sagði Ragn- hildur í samtali við Morgunblaðið. Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir því að ráðherrar sitji ekki á þingi, er það gert í því augnamiði að auka sjálfstæði þingsins. Ragn- hildur er ekki sannfærð að sú verði raunin, í raun sé ómögulegt að segja til um áhrif slíks fyrirkomulags. Í ljósi samþættingar framkvæmdar- og löggjafarvalds hér á landi sé það þó vart til eflingar þinginu að fleiri fulltrúar meirihlutans séu í þingsal. Breytingin styrki í það minnsta ekki minnihluta þingsins sem sinnir t.a.m. mun frekar ýmsum hlut- verkum sem þinginu eru falin en meirihlutinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskólasamfélagið Fundaröð háskólanna um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands hefur verið vel sótt. Hér má sjá Hafstein Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ, halda erindi sitt um tillögur stjórnlagaráðs. Ekki án vandkvæða  Kallað eftir umfjöllun um upptöku ákvæða að erlendri fyrirmynd  Tekst ekki að styrkja þingið með tillögunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Fjöldi starfandi á árinu 2012 var heldur meiri en maður reiknaði með. Það var stöðnun á vinnumarkaði á árunum 2009, 2010 og 2011 en svo rofaði aðeins til í fyrra. Starfandi fjölgaði þá um 3.000 frá fyrra ári sem er jákvæðari þróun en ég reiknaði með,“ segir Karl Sigurðsson, sér- fræðingur hjá Vinnumálastofnun, í tilefni af nýjum tölum um vinnu- markaðinn. Tölurnar koma frá Hagstofu Ís- lands og eiga við fjórða ársfjórðung. Samkvæmt þeim var vinnuaflið 178.800 einstaklingar 2009 og 176.800 manns í fyrra og hefur því fækkað um 2.000 síðan. Spurður hvort það sé því ekki fyrst og fremst brottflutningur fólks sem skýri minnkandi atvinnuleysi segir Karl að fleira koma til. „Brottflutningurinn skýrir þetta að hluta til en það kemur líka til að fólk hefur farið af vinnumarkaði. Það kemur fram í atvinnuþátttökunni,“ segir Karl og nefnir verkefni á borð við Nám er vinnandi vegur sem ýtt var úr vör til að koma atvinnulausu fólki í skóla. Samkvæmt Hagstof- unni voru 43.400 utan vinnumarkað- ar á 4. ársfjórðungi 2009 og 47.600 á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur þannig fjölgað um 4.200 síðan. Áhrif þensluára ganga til baka Spurður um það sjónarmið að at- vinnuþátttakan hafi verið óvenju- mikil á þensluárunum segir Karl að margt sé til í því. Ungt fólk hafi hætt í skóla og farið út á vinnumarkaðinn, í stað þess að ljúka námi. Hagstofan flokki þá á vinnumarkaði sem vinni klukkustund eða meira á viku. Með því að unga fólkið vinni minna með skóla verði því fækkun í vinnuaflinu. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir tölur Hagstofunnar benda til að átak um að fjölga ferðamönn- um yfir vetrartímann sé að skila sér. Störfum fjölgi miklu hraðar Meira þurfi hins vegar að koma til. „Störfunum þarf að fjölga miklu hraðar vegna þess að það er enn þá of mikið atvinnuleysi. Fjöldi fólks sem fór af landi brott vegna atvinnu- leysis er enn ekki kominn til baka. Síðan er talsvert af fólki sem er að draga sig af vinnumarkaðnum.“ Spurður hvaða væntingar SA gerðu um þróun á vinnumarkaði þegar kjarasamningar voru undir- ritaðir í fyrra segir Vilhjálmur að bú- ist hafi verið mun hraðari fjölgun starfa. „Þetta er vinnumarkaður í hægagangi. Það er mjög dapurt í verktakageiranum og menn hafa bjargað sér með því að vinna erlend- is. Þá eru blikur á lofti í sjávar- útveginum, enda markaðir erfiðir,“ segir Vilhjálmur um stöðuna. Fækkun fólks á vinnumarkaði  Eru 4.200 færri en á árinu 2009 Vinnumarkaður á fjórða ársfjórðungi 2012 Heimild: Hagstofa Íslands 2009 4. ársfj. 2010 4. ársfj. 2011 4. ársfj. 2012 4. ársfj. 180 þús. 160 þús. 140 þús. 120 þús. 100 þús. 80 þús. 60 þús. 40 þús. 20 þús. 0 Atvinnuþátttaka (%) Hlutfall starfandi (%) (hægri ás) Vinnuafl, áætlaður fjöldi (alls) Starfandi, áætlaður fjöldi (vinstri ás) 88% 86% 84% 82% 80% 78% 76% 74% 72% 70% 80,5% 80% 78,5% 78,8% 75,1 % 74,1 % 73,8% 75% 178.800 179.100 176.000 176.800 166.800 165.900 165.400 168.400 Atvinnuþátttaka = Starfandi og atvinnulausir af mannfjölda, 16-74 ára. Hlutfall starfandi = Hlutfall starfandi af mannfjölda, 16-74 ára. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Unnið að nýju fjöl- býlishúsi í Salahverfi í Kópavogi. Stefaníu Óskarsdóttur, lektor í stjórnmálafræði, sýnist að forsetaþing- ræði verði raunin með tillögum stjórnlagaráðs. Það styðji við þá þróun sem þegar er hafin í íslenskri stjórnskipun. „Hlutverk þingsins breytist eitthvað en þó get ég ekki séð að það verði neitt valdameira gagnvart öðrum valdhöfum. Valddreifingin sem er lögð til kann að stuðla að spennu milli valdhafa, t.d. forseta og ríkisstjórnar, og draga úr skilvirkni fulltrúalýðræðisins,“ sagði Stefanía í lokaorðum sínum á fundinum. Þingið ekki valdameira GÆTI AUKIÐ SPENNUBAKSVIÐ Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Stíga þarf varlega til jarðar þegar litið er til fyrirmynda í stjórnskipun annarra ríkja og einstök ákvæði af- rituð. Virtir erlendir fræðimenn hafa varað við því að taka ákvæði úr stjórnskipun annars ríkis nema að gríðarlega vel athuguðu máli. Þetta sagði Hafsteinn Þór Hauksson, lekt- or við lagadeild Háskóla Íslands, á opnum fundi háskólanna um inntak og breytingar sem felast í tillögum stjórnlagaráðs. Á fundinum í gær var farið yfir hlutverk og stöðu Alþingis í nýrri stjórnarskrá: löggjafarhlutverk, eft- irlitshlutverk, nýtt hlutverk forseta Íslands og samspil Alþingis og kjós- enda í ákvarðanatöku. Menning skiptir máli Hafsteinn segir að þættir eins og menning, stjórnskipunarsaga og jafnvel landafræði geri það að verk- um að misheppilegt geti verið að af- rita einstök ákvæði stjórnarskráa milli landa. „Ég segi þetta vegna þess að það vekur athygli mína að í tillögum stjórnlagaráðs er gjarnan vísað í fyrirmyndir í erlendum ríkj- um án þess að því fylgi nægileg um- fjöllun að mínu mati. Hvort sem það er á síðum tillagnanna eða annars staðar,“ segir Hafsteinn og kallar eftir umfjöllun og umræðu um hvernig umræddar fyrirmyndir eigi við hér á landi. Hann nefnir sem dæmi að í ákvæðum um þjóðaratkvæði sé vís- að til fyrirmynda í Sviss en hins-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.