Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 31.01.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 w w w . s i g g a o g t i m o . i s Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi George Foreman vinsælu heilsugrillin komin í verslanir Útsölustaðir: Verslanir Húsasmiðjunnar, Verslanir ELKO , Byggt og Búið, Verslanir Ormsson, BYKOAkureyri, Þristur, Hljómsýn, Geisli, Skipavík, Kaupfélag Skagfirðinga og Johann Rönning, Jónína Sif jse4@hi.is Varðskipið Óðinn er komið í slipp en skipið hefur legið við landfestar í Reykjavíkurhöfn síðan 2006 og því tími kominn á viðhald. Skipið er í eigu Hollvinafélags Óðins, sem fékk skipið að gjöf þegar ljóst var að hlutverki þess á hafi úti væri lokið. Skipið hefur verið opið almenningi sem hluti af sjóminjasafninu Vík- inni. Að sögn Guðjóns Petersen, for- manns Hollvinafélagsins og fyrrver- andi stýrimanns á Óðni, er gert ráð fyrir að skipið verði í rúma viku í slippnum þar sem það verður botn- hreinsað, allt ryð lagað og skrokk- urinn málaður. Í sumar er svo ætl- unin að taka fyrir yfirbygginguna. Stefnt er að því að skipið verði opn- að aftur á safnanótt, 8. febrúar. Opinbert safn Hollvinafélag Óðins var stofnað með það í huga að varðveita skipið. Björn Bjarnason, þáverandi dóms- málaráðherra, gaf félaginu skipið fyrir hönd ríkisins með því skilyrði að það yrði haft til sýnis og því sinnt eins og vera ber. Hollvinafélagið hefur verið í sam- starfi við sjóminjasafnið Víkina sem sér um daglegan rekstur. Hingað til hefur þó ekki verið hægt að setja skipið í slipp þar sem slíkt hefur ver- ið á ábyrgð og kostnað Hollvina- félagsins. Fyrir skemmstu var fyrirkomu- laginu á rekstri skipsins breytt að tilstuðlan Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Katrínar Jak- obsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, og flokkast það nú sem opinbert safn og fær því þá rekstrar- og stofnfjárstyrki sem söfnum í landinu ber að fá. 45.000 gestir árlega Að sögn Eiríks Jörundssonar, starfsmanns á sjóminjasafninu Vík- inni, er gert ráð fyrir að kostnaður við viðgerðirnar verði 5 til 6 millj- ónir. Hann segir skipið vera í ágætu ástandi miðað við hversu langt er síðan það fór síðast í slipp. Hins- vegar hefði ekki verið hægt að fresta því mikið lengur án þess að í óefni færi. Eiríkur segir skipið hafa mikið aðdráttarafl, en um 45.000 gestir skoða skipið á ári hverju. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson Í slipp Varðskipið Óðinn var dregið í slipp á þriðjudagskvöldið þar sem sinnt verður nauðsynlegu viðhaldi. Óðinn í andlitslyftingu Varðskipið Óðinn var smíðað árið 1959 í Danmörku og var sérstaklega hannað sem björgunarskip og fyrir siglingar í ís. Skipið var vel tækjum búið og lengi vel besta björgunarskip í norðurhöfum. Óð- inn tók þátt í öllum þremur þorskastríð- unum þar sem togvíraklippur á aft- urdekki urðu hans helsta vopn þrátt fyrir að skipið væri búið 57 mm fallbyssu. Óðinn sinnti margskonar björgunarstörfum sem og almennu veiðieft- irliti. Hann aðstoðaði einnig við fólks- og vöruflutninga þegar ófærð var á landi. LIFIR ÁFRAM SEM SAFN Þorskastríðs-hetjan Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það að Garðabær ætli að gera þetta er ákaflega mikilvægt innlegg í það sem koma skal. Þarna er Garðabær að gerast einhvers konar tilrauna- sveitarfélag,“ segir Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, um áhuga Garðabæjar á að taka yfir rekstur Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, sagðist opin fyrir þeirri hugmynd í Morgunblaðinu í gær og jafnframt að forræði fram- haldsskólanna færðist á einhverjum punkti almennt frá ríki yfir til sveit- arfélaga. Fatlaðir og aldraðir í forgang „Fyrir nokkrum árum var gerð samþykkt á landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um að það væri rétt að fara að skoða yfirtöku á fram- haldsskólunum. Við hinsvegar höfum sett málefni fatlaðra og málefni aldr- aðra á undan í forgangsröðinni,“ seg- ir Halldór en það fyrrnefnda er þeg- ar komið á forræði sveitarfélaganna. Halldór segir yfirtöku á málefnum aldraðra vera nú til umræðu á vett- vangi sambandsins. Halldór segir að nokkur sveitarfélög hafi tekið að sér að gerast tilraunasveitarfélög hvað varðar báða þessa málaflokka og að það hafi komið vel út og verið gagn- legt og mikilvægt upp á framhaldið. „Þarna er dæmi um að sveitarfé- lag sé að taka yfir skóla sem er búinn að vera lengi í rekstri og tekur við verkefninu frá ríkinu, ef af þessu verður. Það er mjög mikilvægt og gott innlegg í þetta og alveg í sam- ræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð á landsþingum“ segir Hall- dór að lokum. „Mjög mikilvægt og gott innlegg“  Yfirtakan í sam- ræmi við stefnu ís- lenskra sveitarfélaga Morgunblaðið/Styrmir Kári Rekstur Garðabær vill yfirtaka reksturinn á fjölbrautaskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.