Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 17

Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Makríls varð vart í meira mæli í síðasta haustralli Hafrannsókna- stofnunar en áður. Mest fékkst af fullorðnum makríl í þessum leið- angri, en í haustralli 2010 fékkst nánast eingöngu ungviði. Einnig er athyglisvert að í einu togi í Húnaflóa í lok september í haust fengust 300 makrílar. Mest var þó af makrílnum fyrir sunnan og vestan land. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri á nytjastofnasviði, segist ekki vilja draga of miklar ályktan- ir af þessum tölum. Síðustu ár hafi verið vitað að makríll hafi í ein- hverjum mæli verið við landið á haustin og fram á vetur. Líklegast sé um að ræða eftir- legukindur frekar en að um sé að ræða raunverulega vetursetu mak- ríls á Íslandsmiðum. Megnið af fullorðna makrílnum hefur verið horfið úr lögsögunni kringum lok septembermánaðar á undanförn- um árum en ungviði virðist hins- vegar halda sig við landið fyrsta veturinn, sunnan og vestan við landið þar sem sjórinn er hlýj- astur. Hann segir að forvitnilegt verði að sjá niðurstöður leiðangurs í sumar þar sem hrygning makríls verði könnuð. ,Slíkar rannsóknir hafa verið gerðar þriðja hvert ár um langt skeið, en Íslendingar tóku fyrst þátt í þeim árið 2010 og þá varð vart hrygningar í suðaust- urhluta íslensku lögsögunnar. Það verður spennandi að sjá hvort hrygning hafi færst enn norðar og vestar en þá var,“ segir Þorsteinn. Veruleg fjölgun 2010 Fram til ársins 2005 fékkst makríll ekki í haustralli Hafrann- sóknastofnunar. Næstu ár þar á eftir fannst hann á örfáum stöðv- um, en þeim fjölgaði svo verulega árið 2010. Árið 2011 náðist ekki að ljúka stofnmælingu að haustlagi vegna verkfalls og því eru sam- bærilegar upplýsingar ekki til frá því ári. Í haust fengust yfir 400 fleiri fiskar heldur en árið 2010, en hins vegar fékkst makríll á ívið fleiri togstöðvum 2010 heldur en í fyrrahaust. Meira af makríl í haustralli Makríll í haustralliÁr Fjöldi Fjöldi stöðva Alls fjöldi Mest stöðva með makríl af makríl á stöð 2006 381 9 316 163 2007 381 4 4 1 2008 400 0 0 0 2009 397 4 4 1 2010 387 55 487 123 2011 0 2012 385 48 929 300 Heimild: Hafrannsóknarstofnun Betur fór en á horfðist á þriðjudag þegar Brúarfoss var að fara úr höfn í Reykjavík. Skipið rak yfir höfnina og lenti á trébryggju við Korngarða. Gekk skuturinn rúma fjóra metra inn í bryggjuna. Vitað er að stýri Brúarfoss skekktist við þetta og er verið að athuga hvort skipið þurfi að fara í slipp. Ólafur William Hand, upplýs- ingafulltrúi Eimskips, segir að ekki sé ljóst á þessari stundu nákvæm- lega hvað gerðist. „Það má kalla þetta nudd innan hafnar. Skipið var leyst frá og það rak frá Kletta- garði og utan í Korngarðana. Skrúfan var ekki komin inn, eða svaraði ekki, með þessum afleið- ingum.“ Ólafur William segir að skipið hafi lent á gamalli trébryggju við endann á Korngörðunum. Þegar um skip af þessari stærð sé að ræða þurfi ekki mikið til að fara inn í slíka bryggju. „Sem betur fer var þetta bara trébryggja en ekki eitthvað annað.“ Farmur Brúarfoss var fluttur yf- ir á önnur skip og segir Ólafur að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við atvikið. „Þetta hefur eng- in áhrif á reksturinn nema ef skip- ið þarf að fara í slipp, þá verða það einhverjar vikur. En við erum með önnur skip í sömu siglingum.“ andri@mbl.is Brúarfoss rakst á tré- bryggju Óhapp Brúarfoss rakst á bryggju við Korngarða á þriðjudag. Um 600 fornleifar, sem fundist hafa í Garðabæ, hafa verið skráðar í gagnagrunn sem er aðgengilegur í landupplýsingakerfi bæjarins. Með því er hægt að minnka verulega lík- urnar á því að minjar verði fyrir raski þegar farið er í framkvæmdir, segir á vef bæjarins. Gagnagrunnurinn er afrakstur tveggja ára vinnu Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings að landfræðilegum fornleifagrunni, fornleifaskráningu og hnitsetningu fornleifa í Garðabæ. Ýmsir athygl- isverðir forngripir hafa fundist í Garðabæ, t.d. fannst bronsnæla frá 10. öld á Hofsstöðum og snældu- snúður með rúnaletri frá 13. öld í Urriðakoti. Á vef bæjarins segir, að þetta staðfesti að hið tiltölulega unga bæjarfélag standi á gömlum merg. 600 fornleifar í gagnagrunn ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI STÓRÞVOTTUR FRAMUNDAN? HAFÐU ÞAÐ FÍNT NÚ ER ÞAÐ SVART Ekkert jafnast á við Neutral Storvask til að komast til botns í þvottakörfunni. Hentar fyrir þvott af öllu tagi. Silkihönskum, ullarteppum og dúnúlpum hæfir 30 til 40 gráðu þvottur í höndum eða vél með Neutral Uld- og finvask. Neutral Sort vask varðveitir svartan glæsileikann svo hann tapi ekki lit sínum. Upplitað er bara ekki í tísku þessa dagana. Fyrir alla muni, ekki láta þennan lenda í hvíta þvottinum. Létt er að flokka litríka sokka. NÚ ER ÞAÐ HVÍTT HALTU LÍFI Í LITUNUM Ensímin í Neutral Hvid vask losa þig við erfiða bletti og óhreinindi. Það skilar sér í björtum og hvítum þvotti. Fljótandi Neutral leysist vel upp og hentar því líka vel í handþvottinn. Settu svolítið af Neutral Color í hólfið og njóttu þess að fá þvottinn jafn litríkan úr vélinni aftur. Þetta er kröftugt, þú notar bara lítið af dufti í hverja vél. Fljótandi Neutral Color endist líka og endist. Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral Dönsku astma- og ofnæmissamtökin ÍS LE N SK A SI A .I S N AT 62 71 9 01 .2 01 3 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.