Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fleiri lið og knapar taka þátt í Meist-
aradeildinni í hestaíþróttum en
nokkru sinni áður. Deildin verður
sett á Ingólfshvoli í kvöld og í tilefni
þess að hún er nú haldin í tíunda sinn
verður efnt til sérstakrar opn-
unarhátíðar.
Árið 2013 er stórt ár í hesta-
mennskunni því Heimsleikar ís-
lenska hestsins verða haldnir í Berlín
í byrjun ágúst. Knapar eru að und-
irbúa sig og hesta sína fyrir mótið en
úrtaka verður í Reykjavík um miðjan
júlí.
Kristinn Skúlason, formaður
stjórnar Meistaradeildarinnar, von-
ast til að þessi áhugi endurspeglist í
Meistaradeildinni. Hann segir að
Hafliði Halldórsson, lands-
liðseinvaldur Íslands, hafi hvatt alla
til að koma með sín sterkustu tromp í
keppnir vetrarins og undirbúa sig og
hestana fyrir sumarið.
Keppnisfyrirkomulag í Meist-
aradeildinni verður óbreytt frá fyrra
ári. Sex keppnir verða á tímabilinu
fram til 5. apríl, yfirleitt á fimmtu-
dagskvöldum í Ölfushöllinni á Ing-
ólfshvoli. Í kvöld verður keppt í fjór-
gangi og gæðingafimi eftir hálfan
mánuð. Hátíðardagskráin hefst kl.
18.30, klukkustund fyrir keppni.
Átta lið keppa í ár, einu fleira en í
fyrra. Kristinn segir að það sé gert
vegna þess mikla áhuga sem er á
deildinni. Sigurvegarar hvers móts
eru heiðraðir en keppnin snýst um
samanlagðan árangur í öllum sex
keppnum vetrarins. Stigahæsti knap-
inn og stigahæsta liðið fá afhent verð-
laun á lokamótinu.
Fjórir knapar eru í hverju liði og
því keppa 32 þátttakendur að sama
markmiðinu. Óhætt er að segja að
flestir þekktustu knapar landsins taki
þátt í Meistaradeildinni.
Artemisia Bertus sigraði í einstakl-
ingskeppninni á síðasta ári en hún
var að taka þátt í sinni fyrstu Meist-
aradeild og lið Top Reiter / Ármóta
sigraði í liðakeppninni eftir afar
harða keppni við lið Hrímnis.
Hinn landskunni hestamaður Sig-
urbjörn Bárðarson hefur oftast sigr-
að í stigakeppni Meistaradeild-
arinnar, eða þrisvar sinnum. Hann
varði í þriðja sæti í fyrra og tekur nú
þátt eins og áður. Sigurður Sigurð-
arson og Viðar Ingólfsson hafa sigrað
tvisvar og Atli Guðmundsson einu
sinni.
Orðið heilsárssport
„Þetta hefur gengið afar vel,“ segir
Kristinn um tíu ár Meistaradeild-
arinnar. Hann vekur athygli á því að
fyrirkomulagið hafi vakið athygli er-
lendis og farið sé að setja upp móta-
raðir með svipuðu sniði í öðrum lönd-
um. Þá stíli erlendir hópar upp á að
sækja landið heim á þeim tímum
sem keppnirnar eru haldnar.
Mikilvægast telur Kristinn þó
að sjá framfarir í hestamennsk-
unni og eigi Meistaradeildin þar
hlut að máli. Hægt sé að bjóða
upp á sýningar á heimsvísu í
upphafi árs. „Hestamennskan
er orðin heilsárssport, svipað
og við þekkjum úr öðrum
íþróttagreinum. Þetta
hefur kennt okkur að við
verðum að þjálfa allt árið til
að ná hámarksárangri,“ segir
Kristinn.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sigurvegarar Artemisia Bertus sigraði í einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum á síðasta ári, eftir æsispennandi lokamót. Sigurbjörn
Bárðarson sem oftast hefur sigrað var heiðraður í tilefni af sextugsafmæli hans sem bar upp á setningardaginn í fyrravetur. Kristinn Skúlason fagnar.
Setja út stærstu trompin
Meistaradeildin í hestaíþróttum hefst á Ingólfshvoli í kvöld Öflugri og fjöl-
mennari keppni en nokkru sinni Fyrirkomulagið tekið upp á mótum erlendis
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
„Ég get staðfest
að þetta gerðist í
ágústmánuði
2011. Þá komu
hingað lög-
reglumenn frá
FBI. Þeir verða
að svara fyrir
það sjálfir hvað
þeir ætluðu að
gera. Ég get
staðfest það líka
að þeir vildu samstarf við embætti
ríkissaksóknara og ríkislög-
reglustjóra,“ segir Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra í samtali
við mbl.is.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður
uppljóstrunarvefsins Wikileaks,
greindi frá því í Kastljósinu í gær-
kvöldi að bandarískir alríkislög-
reglumenn hefðu komið hingað til
lands fyrir nokkrum misserum og
viljað samstarf við íslensk lögreglu-
yfirvöld vegna rannsóknar á mál-
um vefsins og einstaklingum hon-
um tengdum.
Ögmundur stöðvaði
samstarf við FBI
vegna Wikileaks
Ögmundur
Jónasson
Ísland hafnaði í
8. sæti í Bocuse
d’Or mat-
reiðslukeppninni
í Frakklandi í
gær. Frakkar
sigruðu í keppn-
inni en alls tóku
þátt keppendur
frá 24 þjóðum, að
því er segir á
vefnum freist-
ing.is.
Sigurður Kristinn Laufdal Har-
aldsson keppti fyrir Íslands hönd.
Aðstoðarmaður hans var Hafsteinn
Ólafsson. Íslenskir þátttakendur
hafa verið í einu af tíu efstu sæt-
unum frá því Ísland tók fyrst þátt í
keppninni árið 1999. gudni@mbl.is
Ísland varð í 8. sæti
í Bocuse d’Or
Sigurður Kristinn
Laufdal Haraldsson
„Sveitarfélögin eru með fleira
starfsfólk en ríkið. Við skrifuðum
undir samning um að taka þátt í að
greina ástæður fyrir óútskýrðum
kynbundnum launamun. Við höfum
reyndar viljað ganga lengra heldur
en var orðað í því samkomulagi,“
segir Halldór Halldórsson, formað-
ur Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, spurður að því hvernig sam-
þykkt ríkisstjórnar Íslands í síðustu
viku um jafnlaunaátak blasi við
sveitarfélögunum. „Aðgerðir rík-
isins varðandi þetta eru af hinu
góða. Við erum hinsvegar töluvert
á undan ríkinu,“ segir Halldór og
vísar þar til könnunar BSRB þar
sem fram hafi komið að launamun-
ur hjá ríkinu hafi verið meiri en hjá
sveitarfélögunum.
„Ríkið er með þessa stofnana-
samninga og svolítið dreifstýrt
launakerfi. Við höfum haldið því
fram að ókosturinn sé að konur
komi verr út úr því. Sveitarfélögin
eru með ákaflega miðstýrt launa-
kerfi. Við erum með eina miðstýrða
launanefnd og semjum fyrir öll
sveitarfélögin. Við höfum haldið
því fram að þetta sé veigamikil
ástæða fyrir því að það er minni
launamunur hjá sveitarfélögum en
hjá ríki,“ segir Halldór. ipg@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Sveitarstjórnir Halldór segir kynbundinn
launamun minni hjá sveitarfélögum en ríki.
Segir miðstýrt kerfi
betra fyrir konur
Olil Amble er liðsstjóri Gangmyll-
unnar sem sendir nú í fyrsta
skipti lið í Meistaradeildina. Hún
er margverðlaunaður knapi
eins og liðsfélagar hennar,
Bergur Jónsson, Anna S.
Valdimarsdóttir og Daníel
Jónsson.
Olil segir á heimasíðu
sinni að þau hafi haft
áhuga á að taka þátt í
fyrra en ekki komist að.
Bergur og Daníel hafa áður
tekið þátt í Meistaradeild-
inni. Olil segir frábært að
fá lengra keppnistímabil í
íþróttakeppninni því
íþróttamótunum hafi ver-
ið hrúgað of mikið upp í
maí og á haustin.
Gangmyllan
í fyrsta skipti
ÁTTUNDA LIÐIÐ
PÚÐAVER Á TILBOÐI Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18
2.000 kr. stykkiðBorgið 2 fáið 3
Útsala - útsala - útsala
50%
AFSLÁTTUR
AF GARDÍNUEFNUM
Olil Amble