Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR Eitt það merkasta og mikilvæg- asta í mannlegum samskiptum er að vera trúr því sem manni er treyst fyrir. Vinna af heiðarleika, og trú- mennsku, ganga á vegum sannleik- ans, jafnvel þó það sé ekki alltaf til vinsælda, þá er það alltaf að lokum leiðin til velfarnaðar, og vel þess virði að feta þann stíg til enda. Við þurfum að ganga hiklaust til verks um að standa vörð um kristin gildi, sem eiga í vök að verjast, um þessar mundir, og halda góðum sið- um að ungdómnum, okkur sjálfum og meðbræðrum okkar. Ég hylli hiklausa sporið. Ég hylli æskuna og vorið, Því þar er öll von minnar þjökuðu þjóðar og þar er framtíð míns lands, Ástin, trúin, eldurinn, krafturinn og andi sannleikans. (Jóhannes úr Kötlum.) Í öllum trúarbrögðum heims, og jafnvel meðal frumstæðustu þjóða virða menn heiðurs- mannasamkomulag og brjóta ekki drengskap- arheit, sem þeir hafa gefið. Við sjáum þetta hvarvetna í samfélagi okkar, ekki síst hjá okkar minnstu bræðr- um sem hafa lent í ógöngum með líf sitt vegna afbrota eða vímuefnaneyslu. Götu- fólkið svíkur þannig aldrei þjáning- arbræður sína. Það er lögmál á götunni. Þetta á að vera lögmál allra sið- aðra manna, hvar í stétt sem þeir standa, snauðir sem ríkir. Rann- sóknarlögreglumaður hefur sagt mér að það sé tímaeyðsla að reyna að fá ógæfufólk til að bregðast trún- aði sínum við meðbræður sína. Við varðveitum drengskap okkar og heiður með að bregðast ekki trúnaði. Maður sem bregst þessum heilögu skyldum verður alltaf með sár á sál- inni og enginn treystir honum framvegis. Glatað traust er ekki svo auðunnið aftur. Sagt er frá því í göml- um sögnum, að þeim manni sem brjóti heið- ursmannasamkomulag verði hegnt, og almætt- ið leggi bölvun yfir hann og fjölskyldu hans. Ekki er ég viss um að almættið sé svo miskunnarlaust, en enginn skyldi taka þá áhættu að storka örlögunum, með jafn óskynsamlegum hætti. Góðvin- ur minn sagði mér að þeir sem helst kölluðu þessa ógæfu yfir sig væru þeir sem hefðu óhreint mjöl í poka- horninu, eða í eigin hagsmunaskyni. Líklega er eitthvað til í því. Stundum reyna þeir sem bregðast trúnaði að notast við, „Vinur er sá sem til vamms segir“ eða að „Maður eigi að segja vinum sínum hvað um þá er sagt“. Þetta er hvort tveggja allt annað mál, auðvitað eiga menn að upplýsa vini sína um það ef al- mannarómur kveður eitthvað um þá. Trúnaðarsamtal er allt annað. Það er „eiðstafur“ sem gefinn er og verð- ur ekki rofinn nema með leyfi þess sem trúði viðkomandi fyrir traust- inu, eins og kristin fræði kenna okk- ur. Sem betur fer er þetta fátítt í okkar kristna samfélagi, en ljóst er þó að trúnaðarbrestur er algengari meðal svokallaðra menntamanna, en þeirra sem skemmri menntun hafa. Menntun spillir oft sálinni, og ger- ir menn að hrokagikkjum, sem þykj- ast vera yfir aðra hafnir, og geta haft vit fyrir öðrum, þetta er þó ekki algilt. Menntun hefur ekkert með mann- gildi að gera. Hún er fyrst og fremst til að koma að gagni fyrir viðkom- andi til að afla sér viðurværis, og vinna við það sem hugur hans stend- ur til.. Hrunið var til dæmis afurð viðskiptafræðinga og lögfræðinga fyrst og fremst. Við þurfum að passa sjálf að falla ekki í gryfju óheiðarleikans og að halda að niðjum okkar gildum „heið- ursmanna.“ Og muna einnig að vald spillir, svo þeim sem fara með vald er ekki treystandi jafn vel og gras- rótinni. Lífið er stanslaust próf, við náum sumum, en föllum á öðrum. Þau próf sem mikilvægast er að ná, eru þau að vera velviljuð, góð og hrein sál, halda boðorðin og hafa kristin gildi í hávegum. Margt í okkar samfélagi bendir hinsvegar til að allt of margir falli á mikilvægustu prófum lífsins. Við þurfum að spyrja sjálf okkur hvað við viljum standa fyrir. Heiðursmaður eða skúrkur Eftir Ómar Sigurðsson » Í öllum trúarbrögð- um heims virða menn „heiðursmanna- samkomulag“ eða öðru nafni drengskaparheit. Ómar Sigurðsson Höfundur er skipstjóri. Það er búið að leggja af eða minnka þjónustuna í ýmsum sjúkrastofunum vítt og breitt um landið. Hugsunin er sú, að allt skuli fara fram í Reykjavík á einu nýju háskólasjúkrahúsi. Með þessu hefur þjón- ustan fjarlægst fólkið, minnkað öryggi þess og velsæld og aukið útgjöld þeirra, sem búa fjarri. Er það þetta sem fólkið, sem greiðir skattana, virkilega vill? Ég hef lúmskan grun um að svo sé ekki. Forgangsröðunin enn og aftur Menn greinir á um hvað verðið er á hinum nýju fyrirhuguðu spítalabyggingum. Ljóst er þó að við erum að tala um mjög háar fjárhæðir, peninga, sem hafa verið af svo skornum skammti undanfarin ár, að til vandræða er á flestum sviðum heilbrigð- isþjónustunnar. Þetta þekkja auðvitað allir, nema þá helst núver- andi ráðamenn. Þjón- ustan felst auðvitað í mannauðinum og tækjunum, sem hann notar, en ekki í skel- inni utan um, þótt hún verði að vera fullnægj- andi. Spurningin er um forgangs- röðun og skynsamlega notkun fjár- magns, hvað er til og hvernig best er með það farið á hverjum tíma. Viðhald á núverandi byggingum mun örugglega kosta sitt, enda hef- ur það setið á hakanum og sumar liggja undir skemmdum af þeim sökum. Lækningatæki eru gengin úr sér og ekkert gerist ef hæft og ánægt starfsfólk er ekki til staðar. Því þetta: Ef það er viðurkennt, að það þarf að halda við núverandi sjúkrahúsbyggingum í landinu, hví þá ekki að byrja á því og nýta þær og nota? Ef það vantar tæki og tól vítt og breitt, hví þá ekki að byrja á því að útvega þau? Ef starfs- fólkið er að segja upp, flýja land eða hvaðeina, hví þá ekki að byrja á því að leysa það mál? Staðsetning nýs spítala Staðsetningin við Hringbraut getur vart talist góð út frá að- og frágengi. Þeir, sem þarna fara um, vita það best hve umferðarþunginn er þegar orðinn mikill á svæðinu, þegar það getur tekið t.d. tæpan klukkutíma að fara á milli borg- arhluta, austurs og vesturs, vegna tafanna þar, jafnvel um miðjan dag í miðri viku. Sjúkrabílar fara ekk- ert mikið hraðar, þegar allt er í strandi og fast. Til samanburðar má nefna að það tekur venjulega styttri tíma að fara til Keflavíkur. Þá er einnig talað um einhvern nýjan vegspotta þarna í stokki. Hvað á hann að kosta til viðbótar við hitt og leysir þessi stokkur nokkuð? Hann hlýtur að hafa tvo enda. Verða ekki nýir flöskuhálsar þar? Nýjan stað verður að finna og þá með tilliti til umferðaræða og góðs aðgengis. Einhverjir vitringar segja, að staðsetningin sé valin vegna þess að 30% starfsfólks hjóli í vinnuna og ætlunin sé að hækka þá tölu í okkar góðviðrasama landi. Það er nefnilega það. Ég spyr hvort staðsetningin skipti þá nokkru máli ef allir ætla að hjóla í vinnuna? Geymum nýbyggingardæmið – Þjónustum fólkið Það mun auðvitað kosta peninga að fara í viðhaldið, tækjakaupin og launasamninga. En það verður ekki hjá því komist að semja, von- andi með mikilli nýbreytni, við heilbrigðisstéttirnar, né heldur að kaupa þessi lífsnauðsynlegu lækn- ingatæki eins og áður sagði. Eftir stendur þá nýbygging vs. viðhald á þeim eldri. Það getur vart annað verið, en að viðhaldsreikningurinn verði mun lægri en nýbygging- arkostnaðurinn og hægt er að fara í viðhaldið eftir efnum og ástæð- um. Og ef markmið heilbrigð- isþjónustunnar er eftir allt að þjóna fólkinu í landinu, þá hlýtur svarið að vera augljóst hvernig ber að forgangsraða. Er þetta ekki allt saman þá bara „no- brainer“? Sjúkrahúsin – Hvað vill fólkið, eða er það ekki spurt? Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Viðhald á núverandi bygginum mun örugglega kosta sitt, enda hefur það setið á hakanum og sumar liggja undir skemmdum af þeim sökum. Höfundur er fyrrv. forstjóri og stuðn- ingsmaður XG Hægri grænna. Veðrið er alltaf fyrsta umræðuefni Íslendinga. Í áranna rás hefur þó ýmislegt breyst svo sem fjölbreytni í orðavali. Ýmis veðurorð, sem dag- lega voru notuð, heyrast nú varla. Síðasta breytingin var áberandi. Nú er lítt talað um golu, kalda eða stinningskalda. Metrar á sek- úndu eru ráð- andi. Lakara er þó, ef menn greinir á um hvort rigningarskúrirnar skuli hafðar í kvenkyni eður ei. Mér heyrist tveir veðurfræðinganna, sem í sjónvarp koma, hafa skúr- irnar í karlkyni. Gjarnan talar fólk og skrifar um indælt veður. Nýlega sá ég svo í gömlum texta skrifað um inndælt veður. Stendur heima, stýft og gagnbitað, hugsaði ég. Orðið indælt vísar auðvitað í veðursæld inn til dala. Ekkert er íslenskara en veð- urlýsingarnar í útvarpinu. Sést það meðal annars á því, að varla er svo gerð íslensk kvikmynd, að ekki heyrist lýst veðri kl. 9. Vonandi verður þessu haldið fram. Margir hafa yndi af að hlusta á lýsingarnar frá veðurstöðvunum. Þá verður fólki um leið hugsað á staðina. Ég læt hér fylgja með viðbrögð mín við veðurlýsingu frá einum helsta útskaga landsins. Ekki er inndælt veður í þeirri lýsingu þó þar sé oft indælt veður. Hornbjargsviti: NNV 27 Það hriktir í viðum húsanna mannlausu Hafnarskotta og Mópeys híma undir vegg æðandi vindurinn hvín í gjánum og jörðin skelfur er fallandi hafaldan lemur ryðgað flak í fjörunni en guðirnir baða Hornstrandir sól á sumrum svo blikar á hallandi krossa í hvannstóðinu og mannabein í bjargi skinin mannabein í miðju bjargi. HELGI KRISTJÁNSSON, Ólafsvík. Ýmislegt um veðrið kl. 9 Frá Helga Kristjánssyni Helgi Kristjánsson Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.