Morgunblaðið - 31.01.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013
Mín ástkæra Snæfríður.
Mín er meyjan væna
mittisgrönn og fótnett,
bjarteyg, brjóstafögur,
beinvaxin, sviphrein;
hvít er hönd á snótu,
himinbros á kinnum,
falla lausir um ljósan,
lokkar, háls inn frjálsa.
(Jónas Hallgrímsson)
Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský;
hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.
Veit ég hvar von öll
og veröld mín
glædd er guðs loga.
Hlekki brýt ég hugar
og heilum mér
fleygi faðm þinn í.
Sökkvi eg mér og sé ég
í sálu þér
og lífi þínu lifi;
andartak sérhvert,
sem ann þér guð,
finn ég í heitu hjarta.
Tíndum við á fjalli,
tvö vorum saman,
blóm í hárri hlíð;
knýtti ég kerfi
og í kjöltu þér
lagði ljúfar gjafir.
Hlóðstu mér að höfði
hringum ilmandi
bjartra blágrasa,
einn af öðrum,
og að öllu dáðist,
og greipst þá aftur af.
Hlógum við á heiði,
himinn glaðnaði
fagur á fjallabrún;
alls yndi
þótti mér ekki vera
utan voru lífi lifa.
Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
skilnað okkarn skildu;
dögg það við hugðum
og dropa kalda
kysstum úr krossgrasi.
Hélt ég þér á hesti
í hörðum straumi,
og fann til fullnustu,
blómknapp þann gæti
ég borið og varið
öll yfir æviskeið.
Greiddi ég þér lokka
við Galtará
vel og vandlega;
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
Fjær er nú fagri
fylgd þinni
sveinn í djúpum dali;
ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Gunnar Gylfason.
Snæfríður
Baldvinsdóttir
✝ SnæfríðurBaldvinsdóttir
fæddist 18. maí
1968 í Reykjavík, en
ólst upp á Ísafirði
fram á unglingsár.
Hún lézt á heimili
sínu laugardaginn
19. janúar sl.
Útför Snæfríðar
Baldvinsdóttur fór
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 29.
janúar 2013.
Hún var skírð
Snæfríður, flestir
kölluðu hana Dídí
og hún var besta
vinkona mín. Hún
bar nafn með
rentu, svo björt og
fögur sem hún var.
Sterk, sjálfstæð og
ákveðin gaf hún
nöfnu sinni sjálfri
Íslandssólinni lítið
eftir.
Í Snæfríði fór saman það
besta sem getur prýtt eina
manneskju. Hún var skarp-
greind, áræðin og gædd mikilli
kímnigáfu. Auk þess var hún fal-
leg bæði innst og yst og flestum
sem hana hittu ber saman um að
þar fór kona með einstaka út-
geislun. Hún Dídí skaraði fram
úr.
Sautján ára gömul fór hún til
Parísar til þess að stunda fyr-
irsætustörf. Það er efalaust flók-
ið fyrir stúlku á þeim aldri að
vera svipt inn í tískuheiminn, en
með þeirri vinnu las hún utan
skóla og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík á
tilskildum tíma. Meðfram fyrir-
sætustörfunum las hún svo hag-
fræði án þess að hafa nokkru
sinni á því orð. Hún dvaldi meira
og minna erlendis við nám og
störf þar til hún var 35 ára, en
þá flutti hún til Íslands ásamt
Mörtu dóttur sinni. Þrátt fyrir
áralanga dvöl í útlöndum rækt-
aði hún alltaf samband við fjöl-
skyldu og vini og varðveitti góð
gildi upprunans.
Dídí var lítið gefið um að tala
um sjálfa sig en hafði þeim mun
meiri áhuga á öðrum. Þetta
sýndi hún fölskvalaust með því
að vera styðjandi, óspör á gull-
hamra og hreinskilin. Hún heils-
aði jafnan með kossi og léttu
faðmlagi en hún átti það líka til
að klípa í lendarnar á manni og
segja „Hva, hefurðu fitnað?“
Einhvern veginn var henni alltaf
fyrirgefið.
Í Snæfríði spegluðust miklar
andstæður. Hún var í senn
heimsborgari og sveitastelpa,
bráðvel gefin en þorði að op-
inbera fávisku sína með því að
spyrja einfaldra spurninga, í
orðsins fyllstu merkingu kom
hún til dyranna eins og hún var
klædd. Hún var börnunum mín-
um góð fyrirmynd og fyrir það
fæ ég seint fullþakkað.
Það var alltaf gaman að vera
með henni Dídí. Hún elskaði
rökræður og lét mann ekki kom-
ast upp með annað en að standa
fyrir máli sínu. Þessi eiginleiki
hefur án efa komið sér vel þann
áratug sem hún sinnti kennslu
við Háskólann á Bifröst.
Snæfríður skilur eftir sig
dóttur sína Mörtu sem var auga-
steinninn í lífi hennar. Hún óð
eld og brennistein fyrir Mörtu
og lagði mikið á sig til að
tryggja hennar hag. Nú er kom-
ið að okkur sem eftir stöndum
að fylgja því verki eftir. Saga
okkar Snæfríðar er sagan af vin-
áttu og gleði. Ég kveð hana í
dag með miklum söknuði og
hugur minn er hjá Gunnari,
Mörtu, foreldrum hennar og
systkinum. Far þú í friði, kæra
vinkona.
Hann kemur mér
í opna skjöldu
þar sem hann blasir við
á gamalli ljósmynd.
Blikandi ljárinn
kemur ekki upp um hann
heldur hnausþykk gleraugun
Það hlaut að vera
að hann sæi illa
eins ómannglöggur og
hann getur verið
(Gerður Kristný)
Gunnlaug Thorlacius.
Fæðing og dauði er það eina
sem við vitum fyrir víst að hend-
ir okkur öll. En dauðinn er
nokkuð sem flestir forðast að
hugsa um, hvað þá ræða. Ekki
datt mér í hug, elsku Snæfríður,
að kaffibollarnir sem við drukk-
um rétt fyrir jólin yrðu okkar
síðustu bollar saman. Ég gaf þér
bókina mína, áritaði hana fyrir
þig og það fyrsta sem þú sagðir
við mig „Æ, elsku Bogga, ég er
ekki viss um að ég eigi þessi fal-
legu orð skilið“. Hógværð í há-
marki. En elsku vinkona, þú átt-
ir miklu meira og betra skilið en
þessi fátæklegu orð mín. Þú
tókst á móti mér í fyrsta skipti
sem við hittumst með logni, þeg-
ar útlitið var fárviðri hjá mér.
Þú tókst á móti mér með slíkri
alúð, skilningi og hjálp að eftir
það varstu nánast sú eina sem
ég treysti til að þiggja ráð frá.
Þú þekktir mína reynslu og
leiddir mig í gegnum næstu
skref. Skref sem fæst okkar
halda að við munum nokkurn
tíma finna okkur í og ekki er
sjálfgefið eða auðvelt að bjóða
sig fram í að aðstoða eða ganga
þann veg aftur, á hliðarlínu, með
nánast ókunnugri konu. Baráttu
andiþinn fyrir mína hönd var
smitandi og gaf mér styrk, trú
og vitund um að ég yrði ekki ein
á meðan ég var að ganga þann
veg sem við gerðum. Þegar ég
var hrædd og nánast buguð
gekkstu með mér. Huggaðir mig
og smitaðir mig aftur af þínum
baráttuanda. Ég vildi óska að ég
hefði fengið tækifæri til að launa
þér það sem þú gerðir fyrir mig
og fjölskyldu mína. Ég mun
finna leið til að gefa áfram það
sem þú gafst mér. Ég er og verð
þér ávallt þakklát.
Elsku fjölskylda, vinir og
vandamenn Snæfríðar, ég votta
ykkur öllum alla mína samúð.
Megi góðar vættir vaka yfir ykk-
ur um ókomna tíð.
Borghildur Guðmundsdóttir.
Ég horfi á mynd uppá vegg,
af æskuvinkonu minni Snæfríði
og mér, standandi þétt saman.
Myndin er svarthvít, það er vor,
það sést á fjallahringnum í
kringum okkur. Það er ártal til
hliðar sem segir 1974, við erum
sex ára. Það er engin önnur
sambærileg mynd uppá vegg hjá
mér, allar aðrar eru af fjölskyldu
minni. Ég tek myndina niður,
örlítið ryk puðrast framan í mig
og ég átta mig á hvað mér hefur
alltaf þótt óskaplega vænt um
þessa mynd. Þessar krúttlegu og
renglulegu skonsur tvær sem
horfa svo björtum svip í mynda-
vélina, af feimni en þó með svo
yndislega kankvísum prakkara-
skap á brún og brá. Þú varst
prakkari, ég elskaði það, ég var
líka prakkari en frekar feimin en
þú leystir mig úr læðingi og með
þér gat fátt okkur stöðvað.
Minningarnar flæða fram.
Við Dídí, eins og hún var allt-
af kölluð, lékum okkur mikið
saman sem börn á Ísafirði í
faðmi fjalla og fallegrar náttúru.
Hún flytur til Reykjavíkur um
11 ára aldurinn og nokkrum
sinnum man ég eftir mér í heim-
sókn á Vesturgötunni hjá henni.
Þar fannst mér heldur betur
spennandi að koma, vera í borg-
inni og gista þar hjá góðri vin-
konu. Heima hjá Dídí var alltaf
gott að vera. Þegar unglingsárin
eru liðin skiljast leiðir eins og
gengur. Ég var hins vegar alltaf
viss um að leiðir okkar ættu eft-
ir að liggja saman aftur, hvenær
sem það nú yrði.
Það gerðist svo fyrir nokkrum
misserum, við vorum smá
ókunnugar í fyrstu en fundum
fljótt gamla tóninn aftur. Við
plönuðum sveita- og geitaferð en
ekki tókst okkur að finna dag sl.
sumar til að fara í þá ferð, því
alltaf vorum við uppteknar við
annað. Við ákváðum að fara
næsta sumar í staðinn en reyna
að hittast heima hjá mér í kaffi
fljótlega og rifja enn betur upp
gömlu góðu dagana fyrir vestan.
Nú er það orðið of seint. Það
eina sem huggar er að rifja upp
hvað við áttum góða æsku sam-
an. Ég er þakklát fyrir það núna
og eins og ég sagði við þig í vet-
ur þá hefur þú og fjölskylda þín
alltaf átt sérstakan stað í mínu
hjarta og þannig mun það alltaf
verða. Ég set myndina aftur
uppá vegg, hún mun alltaf fylgja
mér. Þær brosa til mín, litlu
skonsurnar tvær.
Ég minnist þess að pabbi þinn
kallaði þig stundum Snæfríði Ís-
landssól, það fannst mér
heillandi enda átti það vel við
þig. Þú varst sjálf heillandi og
aðlaðandi manneskja, falleg og
klár og vissir hvað þú vildir, lést
engan vaða yfir þig, þú hafðir
svo margt til brunns að bera,
það vita allir sem þig þekktu.
Mér þykir svo sárt að hugsa
til þess að þú hafir ekki fengið
lengri tíma hér með dóttur þinni
og okkur hinum sem nutum þess
að vera nálægt þér. Megi fjöl-
skylda þín bera gæfu til þess að
halda utanum dóttur þína og
vísa henni þann veg sem þú
hefðir óskað henni til gæfu og
gjörvileika. Megi allar góðar
vættir láta á gott vita.
Samúðarkveðjur sendi ég
dóttur þinni, fjölskyldu og öðr-
um vinum og þakklæti fyrir að
hafa alltaf boðið mig velkomna í
sitt hús. Þín verður sárt saknað,
mín kæra æskuvinkona, Snæ-
fríður Íslandssól.
Bergrós Kjartans-
dóttir frá Ísafirði.
Kæra vinkona,
Tárin streymdu niður þegar
fréttin barst um andlát þitt.
Hugur minn reikaði fram og aft-
ur, tilfinningarnar fóru frá sorg,
yfir í reiði, yfir í hugsanir um
okkar fyrstu kynni.
Ég rifjaði upp það augnablik
þegar ég skoðaði í fyrsta skipti
nafnalista nemenda minna í
Varmalandsskóla, árið sem
Marta byrjaði í 6 ára bekk hjá
mér. Þegar mér var tjáð að bæði
þú og móðir þín ætluðu að koma
og taka þátt í fyrsta skóladeg-
inum hennar Mörtu þá fór um
mig smá kvíðatilfinning en um
leið ánægjutilfinning að ykkur
langaði til að taka þátt fyrsta
skóladeginum hennar Mörtu.
Samskipti okkar fóru frá því
að vera samskipti foreldris og
kennara yfir í vinasamskipti, þar
sem við hittumst stundum yfir
kaffibolla á Bifröst, heima hjá
mér eða jafnvel hjá henni Jó-
hönnu á Háafelli og þú komst
stundum og tókst þátt í skóla-
deginum.
Þó svo að samskipti okkar
breyttust eftir að ég hætti að
kenna í Varmalandsskóla og
flutti til útlanda, þá gaf Facebo-
ok okkur tækifæri til að fylgjast
með hvor annarri. Þú munt allt-
af eiga fallegan stað í hjarta
mínu sem og hún Marta. Guð
varðveiti þig, Marta mín, og ætt-
ingja þína. Hvíl í friði, Dídí.
Kveðja,
Oddfríður Kristín Wallis
Traustadóttir.
Snæfríður Baldvinsdóttir kom
til starfa hjá Fjármálaeftirlitinu
síðastliðið sumar. Hún var hægt
og rólega að ná að festa rætur
hjá okkur og féll vel inn í hóp-
inn. Ég taldi að þessi unga, gáf-
aða og vel menntaða kona hefði
allt til að bera til að verða góður
eftirlitsstarfsmaður. Hún var
frjálsmannleg og vingjarnleg en
jafnframt hlédræg og bauð af
sér einstaklega góðan þokka.
Nú er Snæfríður fyrirvara-
laust horfin á braut. Fyrir hönd
starfsmanna Fjármálaeftirlitsins
þakka ég fyrir góð en allt of
stutt kynni. Við samstarfsmenn
hennar munum geyma minningu
um þessa hæfileikaríku, ungu
konu í hugskoti okkar. Fjöl-
skyldu og vinum Snæfríðar votta
ég mína innilegustu samúð.
Unnur Gunnarsdóttir,
forstjóri.
Guðjón Bjarnason, Gaui, eins
og hann alltaf var kallaður, átti
heimili sitt á Tjörn á Mýrum,
fyrst þegar ég kynntist honum.
Hann kom þá oft að heimsækja
frændfólk sitt í Sætún á Höfn.
Sem unglingur var ég svo lán-
söm að vinna í nokkra mánuði
sem húshjálp, á því góða heim-
ili. Ég man hvað mér fannst
hann kurteis og ljúfur maður
og alltaf svo snyrtilega klædd-
ur.
Það var mér mikið ánægju-
efni þegar móðir mín, Maren K.
Júlíusdóttir, þá orðin ekkja,
sagði mér að hún hefði eignast
góðan vin. Gauja frá Tjörn.
Betri vin og félaga hefði hún
ekki getað kosið sér. Alltaf jafn
nærgætinn og umhyggjusamur
við hana.
Hans einstaka jafnaðargeð
og hlýlega viðmót skapaði alltaf
mjög sérstakt og notalegt and-
rúmsloft.
Það var okkur öllum mikil
gæfa að Gaui skyldi koma inn í
fjölskyldu okkar á þessum
tíma. Börnin elskuðu hann og
dáðu eins og við öll. Yngri
börnin mín töluðu oft um hvað
þau vildu óska að hann væri
„alvöru“ afi þeirra. Þau voru
það ung, þegar Óskar afi þeirra
féll frá, að þau mundu mjög
óljóst eftir honum og sama var
að segja um Konráð afa á Ak-
ureyri. Hann er því í þeirra
huga alltaf svo raunverulegur
sem þeirra afi, sem þau nutu
samvistanna við.
Oft tók hann Kristján, son
minn, með í veiðiferðir og eftir
þær ferðir gátu þeir alltaf sagt
ánægjulegar veiðisögur.
Fyrir nokkrum árum áttum
við Gaui og mamma alveg ynd-
islegt ferðalag saman.
Í tilefni af afmæli mömmu,
bauð ég þeim í ferð um Norður-
Guðjón Bjarnason
✝ Guðjón Bjarna-son fæddist á
Tjörn á Mýrum í
Austur-Skaftafells-
sýslu 24. júní 1920.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu á
Höfn í Hornafirði
21. nóvember 2012.
Útför Guðjóns
fór fram frá Hafn-
arkirkju í dag, 30.
nóvember 2012.
og Austurland.
Það var alveg
dásamlegt að verða
vitni að þeirra
ljúfu samskiptum
og hvað Gaui sýndi
mömmu mikla
blíðu og hjálpsemi.
Þau verulega nutu
þessa ferðalags
saman, þá bæði
komin yfir áttrætt.
Þegar við kom-
um í Ásbyrgi voru þau hjart-
anlega sammála um að vilja
ganga niður að tjörninni þrátt
fyrir að brekkan væri nokkuð
löng og brött.
Sólin skein og fuglarnir
sungu fyrir þau meðan þau
leiddust hönd í hönd upp og
niður stíginn. Við tókum langa
hvíld við vatnið og saman gáfu
þau fuglunum og lásu nöfn
þeirra og upplýsingar á skilt-
unum. Þarna opnuðum við nest-
iskörfuna og fengum okkur
hressingu í góða veðrinu áður
en lagt var á brattann.
Við höfðum allan heimsins
tíma til að njóta. Ilmur
blómanna og skógarins lék um
okkur í sumarblíðunni.
Það var svo gaman að sjá
þau þegar þau komu upp á
brekkubrúnina og horfðu hvort
á annað með sigurbros á vör og
mamma sagði: „Jæja Gaui
minn, við höfðum það, við
gömlu, í góða veðrinu.“
„Já, Mæja mín. Var þetta
nokkuð mjög erfitt fyrir þig?“
„Mig unga manneskjuna.?
Hvað ertu að tala um maður?“
„Tja, ég sagði nú bara
svona.“
„Hvar er höndin þín Mæja
mín?“
Og saman leiddust þau gegn-
um skóginn í áttina að bílnum.
Með ykkur, ættingjum og
vinum Gauja, vil ég deila þess-
um ljúfu minningum, um leið
og við sendum ykkur hugheilar
samúðarkveðjur.
Hann Gaui okkar var boðberi
ástar og umhyggju inn í okkar
fjölskyldu.
Minningarnar um hann mun-
um við geyma sem fjársjóð í
hugum okkar.
Guð blessi og varðveiti minn-
ingu hans.
Kristrún Óskarsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra
HALLDÓRA FRÍÐA
ÞÓRÐARDÓTTIR MATZAT
lést að morgni miðvikudagsins
23. janúar á Florida í Bandaríkjunum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar Þór Jörgensen.
Elsku amma Gugga.
Okkur finnst erfitt að þurfa
að kveðja þig í síðasta sinn.
Guðbjörg
Kristjánsdóttir
✝ GuðbjörgKristjáns-
dóttir, fyrrv. rönt-
genmyndari, fædd-
ist í
Vestmannaeyjum
23. janúar 1936.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 15.
janúar sl. Útför
Guðbjargar fór
fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum 26.
janúar 2013.
Okkur leið alltaf
vel hjá þér og
það var gott að
koma til þín. Þú
áttir svo
skemmtilegar
dýrabækur sem
við skoðuðum
mikið hjá þér.
Það er sorglegt
að geta ekki farið
í heimsókn til þín
og fengið kex og
mjólk.
Við söknum þín mikið, þú
varst alltaf svo góð við okkur.
Þínir strákar,
Gísli Snær,
Nökkvi og Sindri.