Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 34

Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 F A S TU S _E _0 4. 01 .1 3 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00 Hágæða stálpottar og pönnur fyrir þá sem eru metnaðarfullir í eldhúsinu. Má nota á allar gerðir af hellum, þ.m.t. spanhellur. Mikið úrval af öllum stærðum og gerðum. Potturinn og pannan í góðu eldhúsi Sigrún Björk Jónsdóttir ætlar að fagna afmælisdeginum í sum-arbústað með börnum sínum þremur. Sigrún sem er fertug ídag býr á Akranesi og ætlar að dvelja í bústað í Svínadal fram yfir helgi. „Við verðum í afslöppun, spilum og förum í göngutúra,“ segir Sigrún og tekur fram að hún vonist eftir stilltu og góðu veðri um helgina. Spurð um eftirminnilega afmælisdaga nefnir Sigrún veislu sem hún hélt þegar hún var tvítug. Þá hafi verið slegið upp stórri veislu, vinkonuhópurinn hafi komið saman og gert sér glaðan dag. Sigrún á þrjú börn, Bryndísi Jónu 13 ára og tvíburana Hafstein Orra og Brynjar Örn sem eru ellefu ára. Hún lætur það ekki nægja heldur starfar hún sem leikskólakennari á leikskólanum Vallarseli á Akranesi. Hún segist kunna einkar vel við starfið og spennandi sé að vinna með börnum. Þá er Sigrún söngelsk kona og tekur þátt í starfi tveggja kóra. Hún syngur bæði með Ymskonum og einnig með kór Saurbæjarprestakalls. Æfingar eru að jafnaði tvisvar í viku en fjölg- ar í kringum tónleika. Fyrir utan ánægjuna sem fylgir því að syngja segir Sigrún félagsskapinn sem fylgi kórastarfinu einkar skemmti- legan. Því er aldrei að vita nema Sigrún bresti í söng á milli þess sem fjölskyldan fer í göngutúra í Svínadalnum um helgina. heimirs@bl.is Sigrún Björk Jónsdóttir 40 ára Afslöppun Sigrún ætlar að njóta helgarinnar í sveitasælunni í faðmi barnanna sinna, Bryndísar Jónu, Brynjars Arnar og Hafsteins Orra. Ætlar að slappa af í sumarbústað Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Víkingur Aron fæddist 19. apríl kl. 18.16. Hann vó 3.570 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Erla Björk Árskóg og Sigurbjörn Magnússon. Nýr borgari G uðmundur Karl fæddist í Reykjavík 31.1. 1953. Hann lauk stúdents- prófi frá MT 1973, embættisprófi í lækn- isfræði frá HÍ 1985, var kandidat við Landspítalann 1986-88, aðstoð- arlæknir og stundaði sérfræðinám í heimilislækningum á Kärnsjuk- huset í Skövde og í Mariestadbyg- den í Skaraborgslän 1993-97, öðl- aðist almennt lækningaleyfi á Íslandi 1989, í Svíþjóð 1993 og í Noregi 1995. Guðmundur Karl var kennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur 1978-81, heilsugæslulæknir á Húsavík, Ísa- firði og Akranesi og læknir á Sjúkrahúsi SÁÁ á Vogi í Reykjavík á námstíma, heilsugæslulæknir í Búðardal og Þórshöfn 1988 og í Ólafsvík 1988-92, heilsugæslulæknir í afleysingum á heilsugæslustöðvum í Noregi öðru hvoru 1995 og 1997- Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir – 60 ára Dætur og dætradætur Frá vinstri: Halla, Tekla, sem heldur á dóttur sinni, Álfrúnu, Karl og Lea Björt, dóttir Höllu. Vill tæknivæða og einka- væða í heilbrigðiskerfi Á göturölti Karl, ásamt eiginkonu sinni, Laufeyju, í Barcelona árið 2010. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.