Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 36

Morgunblaðið - 31.01.2013, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Áskoranir lífsins eru oft leið al- heimsins til þess að fá mann til þess að beina sjónum sínum inn á nýjar brautir. Láttu þetta samt ekki heltaka þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu ráð fyrir að í brýnu slái milli þín og einhvers vinar í dag. Nýttu þér náðargáfu þína og láttu öfund annarra lönd og leið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hollt að staldra við og gera sér grein fyrir því af hverju maður gerir þennan hlutinn eða hinn og af hverju endi- lega svona. Þú hefur ekki mikla löngun til þess að vinna í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu eitthvað allt annað í dag en þú átt venju til enda mun það auka skilning þinn á lífinu og tilverunni. Hugsanlegt er að nýi yfirmaðurinn sé frekar þreytandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þó að það væri augljóslega betra ef allir færu að þínu dæmi, á það ekki eftir að gerast. Leitaðu aðstoðar ef þú þarft með. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Áhrif himintunglanna draga úr dóm- hörku þinni og þörfinni fyrir að breyta öðr- um. Allir finna fyrir slíku öðru hvoru og því skalt þú reyna það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að hugsa of mikið um aðstæður sínar skilar venjulega árangri í öfugu hlutfalli. Gerðu nú viðeigandi ráðstafanir svo þú kom- ist hjá því að lenda í slíkum aðstæðum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lærðu að greina á milli þess sem þú þarfnast og þess sem þú getur ver- ið án. Leitaðu leiða til að koma hugmyndum þínum á framfæri við áhrifamikið fólk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ástvinir þarfnast aðstoðar til þess að yfirvinna neikvæðni. Eitthvað innra með þér segir þér að láta það ógert að blanda þér um of í málin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það sem þú segir við fjölskyldu þína eða gerir á heimilinu í dag getur haft mikil áhrif á framvindu mála. Gefðu þér samt tíma til að setjast niður og ræða mál- in. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hvenær ætlar fólk að skilja að hinn margbrotni persónuleiki þinn á sér mörg andlit? Kannski í dag. Taktu með hóg- værð við því hrósi, sem þú ert ausinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú ert sífellt umkringd/ur fólki, það er þreytandi til lengdar. eftir Jim Unger „ÉG MÆLI MEÐ BOXHÖNSKUM OG HÖFUÐHLÍFUM.“ HermannÍ klípu „OG EF VINIR ÞÍNIR MYNDU ALLIR STÖKKVA FRAM AF BRÚ TIL AÐ SLEPPA UNDAN LÖGG- UNNI, MYNDIR ÞÚ ÞÁ GERA ÞAÐ LÍKA?“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gerast fósturforeldrar. HJÓNABANDSRÁÐGJAFI ÞAU ERU ÖRUGGLEGA LÍKA AÐ HUGSA UM KÖKUR. AAAH! AAAH! MAMMA SAGÐI ALLTAF: „MAÐUR UPPSKER EINS OG MAÐUR SÁIR.“ OG ÞAÐ VAR RÉTT HJÁ HENNI. ÉG VILDI BARA STUNDUM ÓSKA ÞESS AÐ ÉG HEFÐI SÁÐ SNYRTIMENNSKUFRÆJUM FYRIR PABBA ÞINN! Tilhugsunin um að Bretar kunni aðganga úr Evrópusambandinu hefur getið af sér óvænt bandalag útbreiddustu dagblaða Evrópu ann- ars vegar og Bretlands hins vegar. Þýska blaðið Bild og breska blaðið Sun hafa löngum eldað grátt silfur, reyndar með gamansömu ívafi, og kynt undir glæðum sögulegs fjand- skapar sem í hugum flestra eru löngu kulnaðar, en nú kveður við nýjan tón. Ástæðan er yfirlýsing Davids Camerons forsætisráðherra um að hann vilji semja á ný um for- sendurnar fyrir aðild Bretlands að ESB og halda síðan þjóðaratkvæði um það hvort Bretar vilji vera áfram í bandalaginu. x x x Fyrst hvatti Bild Breta til að veraáfram í Evrópu „því að þið eruð svo dásamlega brjálaðir“ og sagðist mundu sakna hinnar sérsinna bresku konungsfjölskyldu og Mr. Bean ef þeir hyrfu á braut. Bild sagði að Bretar ögruðu Þjóðverjum með því að kenna þá við hið fræga þýska súrkál, „Krauts“, og uppá- haldsorð þeirra væri „Blitzkrieg“, en bætti við: „Kæru Bretar, við þörfn- umst ykkar!“ The Sun birti í kjölfar- ið tíu ástæður til að elska Þýskaland. Þar voru bílar í efsta sæti, síðan fyr- irsæturnar Claudia Schiffer og Heidi Klum, snafsinn Jägermeister og þá yfirskegg Rudis Völlers. Neð- ar á listanum var hljómsveitin Kraft- verk, bjórhátíðin Oktoberfest, tenn- isstjarnan Boris Becker, tísku- hönnuðurinn Karl Lagerfeld og strigaskór frá Adidas og Puma. x x x Það hefur vakið nokkra athygli aðþessi blöð skyldu grafa stríðs- öxina og fjallaði fréttastofan AFP um málið í fréttaskeyti. Þar segir að ritstjórn Sun hafi viðurkennt að það hafi komið á óvart að Bild skyldi friðmælast með þessum hætti. Þar á bæ hefðu menn ekki búist við ástar- játningum vegna ummæla Came- rons. Bild hefði hins vegar grátbeðið Breta um að vera um kyrrt og blaðinu hefði ekki þótt annað við hæfi en að bregðast við því með lista yfir helstu kosti Þýskalands „í anda hlýrra samskipta Breta og Þjóð- verja“. víkverji@mbl.is Víkverji Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. (Markúsarguðspjall 13:31) Vesturhraun 5 Garðabæ Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2000 Bíldshöfði 16 Reykjavík Mán.–fim.: 08:00–18:00 Föstudaga: 08:00–17:00 Laugardag: 10:00–14:00 Sími: 530 2002 Smiðjuvegi 11e, gul gata Kópavogi Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2028 Freyjunes 4 Akureyri Mán.–fös.: 08:00–12:00 13:00–17:00 Sími: 461 4800 VIÐ ERUM WÜRTH www.wurth.is Helgi Þór Þórsson Söluráðgjafi Kerlingunni á Skólavörðu-holti er nóg boðið: „Eftir margra klukkutíma rok og rign- ingu síðastliðna nótt orti ég: Á mér dynur ískalt regn, aum í barminn vola; Drottinn, nú er mér um megn meiri bleytu að þola. Bjarki Þór Magnússon gerði gys að kerlu: Ekki ertu mikið hraust eftir að hafa blotnað eflaust gætir endalaust ort um það og botnað Og Sigríður Hrund sagði í kerskni: „Hættu að vola – og botnaðu það!“ Kerlingin lét ekki segja sér það tvisvar: „Illviðranna æstu flog aldrei mundir þola enda vesöl, vitgrönn og voða mikil rola. og habbða það gamla geit.“ Sigríður Hrund var fljót til svars og orti eitthvað á þessa leið: Eigi muntu vitgrönn vera. Voða mikil rola þó. Höfuð gott er hátt að bera. Himinn fellur brátt í ró. Jón Ingvar Jónsson var gestur hjá sauðfjárbændum í Dölum og kastaði fram í upphafi glæsi- legrar sviðaveislu: Að Dalamenn sitji hér saman er sannlega stórkostlegt gaman. Á borðunum svið blasa þeim við, en þau eru fallegr’í framan. En svo þótti honum rétt að koma sér í mjúkinn hjá þeim: Bændurnir puða með plóginn og pirrast við ESB róginn, en féð er á beit í fallegri sveit og hemur þar helvítis skóginn. Bjarki Karlsson orti er ljóst varð að Árni Johnsen tæki ekki sæti á þingi á næsta kjörtímabili: Ærnar renna eina slóð eftir gefnum línum. Illa launar álfaþjóð einkavini sínum. Að síðustu orti Sigrún Haralds- dóttir vísu 21. desember sem hef- ur gengið eftir: Nú rek ég upp fáránlegt fagnaðargól, fiðringi og spennu hlaðin því hækka fer aftur á himninum sól og heimsendir yfirstaðinn. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af kerlingunni, bleytu og sviðaveislu í Dölunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.