Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ A nnað hugarfar og nýr lífsstíll. Þetta er meginkjarninn í hugrænni atferl- ismeðferð sem orðin er ríkjandi þátt- ur í endurhæfingu á Reykjalundi. „Reynslan er góð sé fólk tilbúið að nálgast hlutina með breyttu hugarfari. Hver og einn þarf að glöggva sig á styrk sínum en ekki síður veikleikum og því sem veldur vanda. Nota síðan þessa jákvæðu punkta til að ná árangri,“ segja þær Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusál- fræðingur og Þórunn Gunnarsdóttir iðjuþjálfi á Reykjalundi. Áætlun fyrir hvern skjólstæðing Fyrir tíu árum kom fyrsta útgáfa handbókar Reykjalundarfólks um hugræna atferl- ismeðferð (HAM). Þá hafði, að erlendri fyr- irmynd, um nokkurt skeið verið unnið að þróun þessa meðferðarúrræðis fyrir fólk sem glímir við t.d. þunglyndi, kvíða og fleira slíkt. Og nú nær þessi aðferð raunar einnig til fólks sem kemur á Reykjalund til dæmis eftir slys, áföll, vegna verkja, offitu, hjarta- eða lungna- sjúkdóma svo eitthvað sé nefnt. Starf á Reykjalundi er þverfaglegt og ein- staklingsmiðað. Að endurhæfingu hvers ein- staklings koma eftir þörfum iðjuþjálfi, hjúkr- unarfræðingur, sjúkraliði, læknir, sálfræðingur, félagsráðgjafi, næringarráðgjafi, talmeinafræðingur, heilsuþjálfari og sjúkra- þjálfari. Með samstarfi fólks úr þessum stéttum er þróuð meðferðaráætlun fyrir hvern og einn skjólstæðing, þar sem kostað er kapps að finna heildstæða lausn þar sem breyttar áherslur í daglegu lífi eru útgangspunkturinn. „Fyrst eftir hrunið haustið 2008 var búist við að margir þyrftu þá strax að leita sér andlegrar hjálpar, enda var áfall þjóðarinnar mikið,“ segir Inga Hrefna. „Það gerðist ekki þá, en nú finn- um við að þunginn fer vaxandi. Fyrst eftir þess- ar hamfarir einhentu margir sér í að slökkva eldana og bjarga því sem hægt var. Slíkt reynir hins vegar á og þegar fólk missir húsnæði, at- vinnu og fleira – jafnvel eftir áralanga baráttu – láta líkami og sál undan. Við sjáum mörg dæmi þess núna og fólki í þessari stöðu sem hingað kemur fjölgar.“ Meðferð með aðferðum HAM getur ýmist verið hópstarf eða einstaklingsmeðferð. „Auð- vitað geta allir tileinkað sér þær aðferðir sem við byggjum á. Við þurfum öll öðru hvoru að taka til í okkar ranni; til dæmis að horfa á þessi daglegu viðfangsefni frá öðru sjónarhorni. Þannig sjáum við oft að staðan er ekki jafn af- leit og við teljum. Hins vegar höfum við sem viðmið að hingað geti komið í meðferð fólk sem hefur á einhvern hátt verulega skerta starfs- getu og þar með lífsgæði,“ segir Þórunn. Undirstrikar hún í þessu sambandi að á Reykjalund komi fólk eftir tilvísun frá lækni sem þá hefur metið stöðuna sem svo að end- urhæfing fagfólks gagnist viðkomandi. Breyti um takt „Auðvitað þarf einstaklingur í djúpu þung- lyndi mikinn stuðning. Lyf geta hjálpað en ekki síður skiptir máli að fólk breyti um takt. Glöggvi sig á því hvað skapar vanda og vanlíðan og breyti samkvæmt því,“ segir Inga Hrefna og heldur áfram: „Til lengdar er betra að stokka spil tilver- unnar en stóla um of á lyfin við þunglyndi og kvíða og vera kannski í lausu lofti þegar þeim sleppir. Hluti af HAM er svo að fólk þrói með sér bakslagsvarnir; þar sem hugarfar, hreyf- ing, mataræði og svo margt fleira skiptir máli. Getur þetta bæði átt við um andleg og líkamleg veikindi. Langvarandi verkir til dæmis reyna óskaplega á andlega líðan fólks og þá skiptir hugarfarið öllu máli.“ Á góðu róli eftir fyrstu meðferð Allir verða að bera ábyrgð á eigin heilsu og láti eitthvað undan er mikilvægt að bera sig eft- ir björginni. Á síðasta ári var handbók Reykja- lundar í HAM gerð aðgengileg á netinu. Hafa margir nýtt sér þann möguleika til sjálfshjálpar og reynslan er góð, skv. umsögn notenda. „Þetta spyrst út. Við erum í góðu samstarfi við til dæmis heilsugæsluna,“ segir Inga Hrefna og bætir við að útfærslur á hugrænni atferlismeðferð séu margar og miðist að því að mæta einstaklingnum þar sem hann er stadd- ur; sjálfshjálp með stuðningi nýtist sumum, HAM-hópmeðferð öðrum en stundum þarf HAM-einstaklingsmeðferð ásamt þverfaglegri endurhæfingu. Nýjasta útfærslan á Reykja- lundi sé HAM-eftirfylgdarnámskeið byggt á núvitund. Reynslan sýni mikla þörf á slíku; eftir fyrstu meðferð séu margir á góðu róli. Fljótt geti þó fennt í sporin og þá sé upprifjun, aðhald og stuðningur öllum mikilvægur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjálp Inga Hrefna Jónsdóttir, til vinstri, og Þórunn Gunnarsdóttir eru meðal þeirra sem leiða hugræna atferlismeðferð sem Reykjalundarfólki þykir hafa gefið mjög góða raun. Hugræn atferlismeðferð er rauður þráður í endurhæfingu og starfi á Reykjalundi. Tekið til í eigin ranni. Þeim fjölgar sem þurfa hjálp eftir baráttu eftir efnahagshrunið. Eft- irfylgd og stuðningur. ’Við þurfum öll öðru hvoru aðtaka til í okkar ranni; til dæm-is að horfa á þessi daglegu við-fangsefni frá öðru sjónarhorni.Þannig sjáum við oft að staðan er ekki jafn afleit og við teljum. Best að stokka spil tilverunnar Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Golfkennsla – líkamsþjálfun - golfhermir Golfkennsla og líkamsþjálfun fyrir kylfinga í einum pakka hjá golfkennaranum Hallgrími Jónassyni, íþróttafræðingi og CHEK GPS þjálfara • Líkamsþjálfun: stöðugleika-, styrktar- og liðleikaþjálfun, lokaðir tímar 2. sinnum í viku • Hópkennsla hjá PGA golfkennara, 6 sinnum í mánuði í Básum • Aðgengi að líkamsræktarstöðinni Veggsport • 1 klst. í golfhermi Veggsports á mánuði, 10-40% afsl. af aukatímum, fer eftir golfpakka sem keyptur er • Aðgengi að fróðleik og efni fyrir þátttkendur inná Golfform.is/2013. Golfpakki 1, verð kr. 35.000,- fyrir einn mánuð Golfpakki 2, verð kr. 58.000,- fyrir tvo mánuði Golfpakki 3, verð kr. 75.000,- fyrir þrjá mánuði Golfpakki 4, verð kr. 84.000,- fyrir fjóra mánuði Tryggðu þinn hámarks árangur í sumar. Golfpakki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.