Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Rússneski stjórnarandstæðingur- inn Alexei Navalní kom fyrir rétt í gær og kvaðst vera saklaus af spillingarákæru sem hann segir að sé runnin undan rifjum Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, og bandamanna hans. Navalní, sem er 36 ára, er þekktur fyrir bloggskrif þar sem hann hefur gagnrýnt ráðamennina í Kreml harkalega, sakað þá og bandamenn þeirra úr röðum auð- kýfinga um stórfellda spillingu. Hann er þekktasti stjórnarand- stöðuleiðtoginn sem dreginn hefur verið fyrir rétt í Rússlandi frá mótmælunum gegn Pútín fyrir sextán mánuðum, fjölmennustu götumótmælum í Moskvu frá því að Sovétríkin leystust upp. Barátta Navalní gegn spillingu hefur ekki fengið neina umfjöllun í rússneskum ríkisfjölmiðlum og skoðanakönnun bendir til þess að aðeins þriðjungur Rússa viti hver hann er. Navalní er þó álitinn hættulegasti pólitíski andstæðing- ur Pútíns og fréttaskýrendur telja að það myndi vera mikið áfall fyrir stjórnarandstöðuna ef hann yrði dæmdur í fangelsi. Viss um sektardóm Navalní segir að Pútín standi á bak við spillingarákæruna sem hafi verið spunnin upp til að yfir- völdin þyrftu ekki að saksækja hann fyrir þátttöku í pólitískum mótmælum því slík saksókn hefði vakið enn meiri athygli á baráttu hans gegn spillingu í Kreml. Ákæran snýst um samning um viðskipti með timbur, sem héraðs- stjórnin í Kírov í Norður-Rúss- landi gerði árið 2009 þegar hann var ráðgjafi hennar. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tíu ár í fangelsi og samkvæmt rússneskum lögum myndi hann ekki mega sækjast eftir pólitísku embætti, jafnvel þótt dómurinn yrði skilorðsbund- inn. Navalní kveðst vera sannfærð- ur um að hann verði dæmdur sek- ur. Dómarinn í málinu, Sergei Blí- nov, hefur aldrei kveðið upp sýknudóm á síðustu tveimur og hálfu ári, en á þeim tíma hefur hann dæmt í 130 málum, að sögn rússneska vikuritsins Novoje Vremja. Verjandi Navalní óskaði eftir því að réttarhöldunum yrði frestað í mánuð til að hann fengi meiri tíma til að undirbúa málsvörnina en dómarinn frestaði réttarhöldunum um viku og þau hefjast á miðviku- daginn kemur. Erkióvinur Pútíns fyrir rétt  Bloggarinn Alexei Navalní á tíu ára fangelsidóm yfir höfði sér  Álitinn hættu- legasti andstæðingur Pútíns  Segir forsetann standa á bak við saksóknina AFP Pólitísk réttarhöld? Fjölmiðlamenn taka myndir af Alexei Navalní fyrir utan dómhúsið í borginni Kírov í gær. „Eins og tímaferðalag“ » Andstæðingar Pútíns lýsa saksókninni gegn Alexei Na- valní sem pólitískum sýndarréttarhöldum. » Alexei Kúdrín, fyrrverandi fjármálaráðherra Rússlands, segir í bloggi um réttarhöldin að þau séu „eins og tíma- ferðalag“ til sovéttímans. Réttarhöld hófust í gær yfir fimm stjórnendum franska fyrirtækisins PIP sem seldi konum um allan heim gallaða brjóstapúða. Þeir eiga allt að fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir. Þetta eru ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Frakklands og þau fara fram í 700 sæta ráðstefnusal í Marseille. Yfir 5.000 konur taka þátt í málsókninni. Meðal hinna ákærðu er stofnandi PIP-fyrirtækisins, Jean-Claude Mas, sem er 73 ára. Þeir eru ákærðir fyrir svik með því að nota iðnaðarsílikon í brjóstapúða. Talið er að um 300.000 konur í 65 löndum, m.a. Íslandi, hafi fengið púðana. PIP-púðarnir eru tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að rofna. Um 4.000 franskar konur hafa til- kynnt leka PIP-púða í brjóstum sín- um og 15.000 hafa látið fjarlægja þá. AFP Saksóttur Jean-Claude Mas, stofn- andi PIP, fyrir rétti í Marseille gær. Réttað vegna PIP- brjóstapúða  Ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Frakklands hafin Kaupaukinn þinn Í HYGEA KRINGLUNNI OG HYGEA SMÁRALIND Þessi glæsilegi kaupauki* fylgir ef þú kaupir eina vöru eða fleiri í Re-Nutriv línunni frá Estée Lauder í Hygea Kringlunni og Hygea Smáralind dagana 18. – 24. apríl. KAUPAUKI Kaupaukinn inniheldur: Pure Color Palette – 8 augnskugga og 3 varaliti í boxi Sumptuous Extreme Mascara – svartan maskara Pure Color Gloss – plum divine og pink innocent gloss Pure Color Lipstick – litur pinkberry creme Hydrating Creme Cleanser – andlitshreinsi, 30ml Softening Lotion – andlitsvatn, 30ml Ultimate Lift Age-Correcting Creme – dag/næturkrem fyrir allar húðgerðir, 15ml *meðan birgðir endast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.