Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 108. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Dætur Ara og Páls fljúga saman … 2. Einfari að verki í Boston? 3. „Ekkert í boði sem ég ræð við“ 4. Minntust ekki á maka Jóhönnu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stuttmyndin Hvalfjörður eftir Guð- mund Arnar Guðmundsson hefur ver- ið valin til þátttöku í aðalkeppni kvik- myndahátíðarinnar í Cannes í flokki stuttmynda. Hátíðin hefst 15. maí og lýkur hinn 26. Guðmundur er hand- ritshöfundur myndarinnar og leik- stjóri og framleiðir myndina ásamt Antoni Mána Svanssyni. Meðfram- leiðendur eru Danirnir Darin Mailand- Mercado og Jacob Oliver Krarup, Rúnar Rúnarsson og Sagafilm. 3.500 stuttmyndir frá 132 löndum voru sendar inn til keppni og níu valdar úr. Hvalfjörður segir af sam- bandi tveggja bræðra sem búa á litlum sveitabæ með foreldrum sín- um og fá áhorfendur að skyggnast inn í heim þeirra út frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgja honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna, eins og segir í tilkynningu. Hvalfjörður valinn í aðalkeppni í Cannes  Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður ekki haldin yfir hvítasunnu- helgina í ár eins og verið hefur hin síðustu ár heldur 15.-17. ágúst. Hátíð- in fer sem fyrr fram á Patreksfirði og verða áherslur á henni í ár að ein- hverju leyti frábrugðnar fyrri árum. Lögð verður m.a. meiri áhersla á heiðursgest hátíðarinnar og líklegt að heill dagur verði helgaður honum og verkum hans, að sögn Tinnu Ottesen, eins Skjaldborg- arstjóra. Hver heið- ursgesturinn verður í ár liggur ekki fyrir. Skjaldborgarhátíðin haldin í ágúst Á föstudag Gengur suðaustan 13-20 m/s með rigningu, hvassast við ströndina, en sums staðar slydda í fyrstu. Hægari og þurrt á N- og A-landi fram á kvöld. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt og birtir yfirleitt til, en norðvestan 8-13 m/s og él með NA-ströndinni og skúrir SA-til. Hiti 2 til 7 stig S-til en vægt frost fyrir norðan. VEÐUR Deildarmeistarar Grindvík- inga tóku í gærkvöld for- ystu í einvíginu gegn bikar- meisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfu- knattleik. Grindvíkingar fóru á kostum á heimavelli sínum í Röstinni og fögnuðu stórsigri, 108:84. Annar úr- slitaleikur liðanna fer fram í Ásgarði í Garðabæ ann- að kvöld. »4 Grindavík pakkaði Stjörnunni saman Valur og Fram máttu bæði sætta sig við tap á heimavelli í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik í gær. Valur tapaði fyrir Stjörnunni í Vodafone-höllinni og er 2:1 undir í einvíginu og Fram tapaði fyrir ÍBV á heimavelli sínum í Safa- mýrinni en Fram leiðir 2:1. »2-3 Fram og Valur töpuðu bæði á heimavelli Manchester United gæti tryggt sér 20. Englandmeist- aratitil á mánudaginn en til þess þarf liðið að vinna Aston Villa á heimavelli og stóla á að Manchester City tapi fyrir Tottenham á sunnudag. City minnkaði forskot United niður í 13 stig í gær en fimm um- ferðum er ólokið. »1 Verður United meist- ari á mánudaginn? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ef við hefðum verið á einhverjum af gömlu nýsköpunartogurunum með tveimur lífbátum aftan á ásamt davíð- um og mastursstögum að framan og aftan þá hefðum við aldrei haft það. Þá hefðum við farið sömu leið og Júlí tveimur árum fyrr,“ segir Guð- mundur Ásgeirsson um veiðiferð síðutogarans Freys RE 1 á Ný- fundnalandsmiðum fyrir rúmlega 52 árum. Tíu sjómenn úr 30 manna áhöfn Freys í umræddum túr eru á lífi og hittust níu þeirra í hádegismat í Vík- inni – sjóminjasafni í Reykjavík í gær. Guðmundur hóaði mönnunum saman en flestir höfðu ekki hist í rúma hálfa öld. Þeir voru sammála um að þeir hefðu aldrei lent í öðrum eins aðstæðum og voru á Nýfundna- landsmiðum í febrúar 1961 og þökk- uðu góðu sjóskipi fyrir að ekki fór verr. Aðrir segja ekki fyrir verkum „Það var ekkert fjallað um þetta og við vildum ekki gera mikið úr þessu,“ rifjar Guðmundur upp, en hann var fyrsti stýrimaður á togaranum. „Við byrjuðum að veiða út af Reykjanesi en það var ekkert fiskirí. „Ég held að við verðum að fara til Nýfundna- lands,“ sagði Guðni Sigurðsson skip- stjóri við mig en ýmis samtök og fleiri höfðu varað við því eftir að Júlí fórst með allri áhöfn og margir íslenskir togarar lentu í miklum erfiðleikum. „Ég læt ekki kvenfélagskonur og skrifstofufólk sem vinna frá klukkan níu til fimm segja hvar við eigum að fiska.“ Þar með hífðum við upp trollið og héldum á Nýfundalandsmið, þar sem við lentum síðar í þessum darr- aðardansi.“ Guðmundur segir að veðrið hafi verið sæmilegt í fyrstu, smá gjóla, en allur sjór sem hafi pusast á skipið hafi frosið. Því hafi ís strax byrjað að hlað- ast á skrokkinn. „Við létum veiðarnar samt ganga fyrir og vorum ekkert að eyða orkunni í það að berja af honum ísinn,“ segir Guðmundur. „Áður en við gættum að okkur var kominn 50 til 60 sentimetra ís utan á öllum skrokknum sem endaði með því að öll lensport stífluðust. Eftir því sem hvessti meira ísaðist skipið hrað- ar, ekki sást út um neinn glugga í brúnni nema hann væri opinn og frammi á bakka stóðum við ofar en handriðið. Ísinn hlóðst upp alls staðar þar sem hann gat tollað og þó við værum með axir höfðu þær ekkert að segja. Þær dugðu ekki á þetta, að beita þeim var eins og að pissa í skó- inn sinn og áður en við vissum af var skipið orðið eins og dauðadrukkinn maður. Verandi lunningarfullur af sjó og yfirísaður í miklum öldugangi mátti Freyr taka á öllu sínu til þess að sigra náttúruöflin. Það rann ekk- ert út af honum heldur lagðist hann á hliðina og reyndi að velta sjónum af sér. Svo komu brot og þá hentist hann á hina hliðina. Við sigldum í suðaustur og þegar komið var í Golfstrauminn var sjór- inn orðinn hlýr og ástandið lagaðist. Við gátum farið á dekk að berja ís og gera skipið sjóklárt á ný en þegar við komum heim 2. mars var enn ís á því.“ Í darraðardansi á miðunum  Skipverjar á togaranum Frey rifja upp veiðitúr Morgunblaðið/Kristinn Áhöfn Fremri röð f.v.: Benedikt Brynjólfsson, Jónas Franzson, Guðmundur Ásgeirsson og Ólafur K. Ólafsson. Aftari röð f.v.: Einar Ásgeirsson, Páll Vilhjálmsson, Bogi Þórðarson, Jón Rafn Sigurjónsson og Eggert Gíslason. Reynslusigling Freyr á Weser-fljóti við Bremerhaven í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.